Morgunblaðið - 26.05.1987, Síða 26

Morgunblaðið - 26.05.1987, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987 Aqua Nor ’87 stærsta fiskeldissýning’ heims Fiskeldissýningin Aqua Nor ’87 sem verður í Þrándheimi dagana 13.-18. ágúst verður sú stærsta sem haldin hefur verið í heiminum. Yfir 250 sýnendur frá rúmlega 20 löndum munu sýna á um 8000 fermetra sýningarsvæði. Auk framleið- enda og sölufyrirtækja, sem sýna alls kyns tæki og búnað til fiskeldis, eru í hópi sýningaraðila fiskframleiðendur, vinnslu- fyrirtæki, útflytjendur, rannsóknarstofnanir og alls kyns þjónustufyrirtæki, bæði einkafyrirtæki og opinberir aðilar. Aqua Nor '87 er fjórða sýningin sem haldin er á bökkum Niðaróss í Þrándheimi. Aðstandendur sýn- ingarinnar, Sölusamband fískeld- isstöðva og Félag norskra fískeld- isstöðva (Fiskoppdrettemes Salgslag A/L og Norske Fiskeopp- dretteres Forening), búast við að milli 20.000 og 30.000 manns heim- sæki sýninguna frá öllum heims- hornum. í tengslum við sýninguna verða haldnar 3 ráðstefnur. Sú fýrsta, sem haldin verður 14. ágúst í Stud- entersamfundet, fjallar um tölvu- væðingu í fískeldi. Önnur ráðstefn- an verður haldin 16. ágúst og fjallar sú um fiskisjúkdóma. Síðasta ráð- stefnan verður 17. ágúst og snýst hún um eitraða þörunga og þau vandamál sem þeir skapa í fískeldi. Báðar síðastnefndu ráðstefnumar verða í Royal Garden Hotel. Auk sýningarinnar og ráðstefn- anna er ætlunin að bjóða í stærstu grillveislu Noregs á meðan á sýn- ingunni stendur. Að henni stendur Upplýsingaráðið fyrir físk (Opp- lysningsutvalget for físk) sem er opinbert ráð sem stuðla á_að auk- inni fískneyslu í Noregi. Á vegum sýningamefndar verður aðfaranótt 15. ágúst boðið upp á Aqua Nor Artic Night, sem er flugferð frá Þrándheimi til Svalbarða, með veit- ingum og skemmtiatriðum í lofti og 3ja tíma kynnisferð um Sval- barða. St. Louis Kings of Rhythm til Islands Bandaríska rythmablúshljóm- sveitin St. Louis Kings of Rhythm er væntanleg hingað til lands til tónleikahalds i Broadway og á Akureyri. Hljómsveitin er að stofni til hljómsveit Ike Tumer, Kings of Rhythm, og naut mikillar hylli á sjötta áratugnum. Hún var endur- reist á síðasta ári og er að koma úr sinni annarri Evrópuför er hún kemur hingað á vegum Jassvakn- ingar. í hljómsveitinni eru níu hljóðfæraleikarar og söngvarar, þar á meðal söngkona. Hljómleikamir verða í veitinga- húsinu Broadway 31. maí næst- komandi og á Akureyri 1. júnf. Fréttatilkynning Hallgrímur Sigurðsson framkvæmdastjóri, Hjörleifur Brynjólfsson frystihússtjóri og Pálmar Guðmunds son velstjori við nýju frystipressuna. Eyrarbakki: Búið að ganga frá kaupum Suðurvarar á hraðfrystihúsinu Frystigeta hússins bætt með nýjum tækjum Selfossi. FYRIRTÆKIÐ Suðurvör hf. á Unnið við grálúðuverkun hjá Suðurvör á Eyrarbakka. Eyrarbakka gekk nýlega frá kaupum á hraðfrystihúsinu á Eyrarbakka. Fyrirtækið hefur verið með húsið á leigu undan- farin tvö ár. Verið er að auka afkastagetu hússins með nýjum frystitækjum og búa það undir að geta sinnt margþættari vinnslu. Hjá Suðurvör er nú unnið að undirbúningi humarvertíðarinnar og mun frystihúsið á Eyrarbakka taka á móti 90—100 tonnum af humri frá 8 bátum. Fjórir þeirra munu landa á Eyrarbakka, en hinir landa í Þorlákshöfn. Hallgrímur Sigurðsson fram- kvæmdastjóri sagði að rekstur hraðfrystihúsisns hefði gengið þokkalega miðað við að vertíðimar hafa verið lélegar og þó einkum sú sem er nýlokið. Þeir gerðu ráð fyr- ir að frysta ýsu á vertíðinni og hafa yfírleitt verið með um 1000 tonn, en nú náði ýsuaflinn ekki 100 tonnum. „Vertíðarfískur virðist ekki ganga inn á miðin, hann virðist vera drepinn annars staðar og þá smærri," sagði Hallgrímur. „Ég hef alltaf litið svo á að það ætti að byggja upp bátaflotann, en ekki hleypa svona mörgum togurum að. Með bátunum náum við fiskinum eldri. Þó útlendingarnir séu famir þá em þessir togarar mun afkasta- meiri núna.“ Hallgrímur sagði og að það gæti orðið bið á því að þeir fengju góða vertíð sunnanlands. Það væri spum- ing hvort aðrir landshlutar, sem væm betur settir, hefðu náð sér up á því að vinna smáfisk. Hjá Suðurvör hf. em nú í allt 185 manns á launaskrá. Fyrirtækið hefur unnið físk af eigin bátum og líka verið að vinna grálúðu fyrir Japansmarkað og langlúm sem Hallgrímur segir að sé ljós punktur í vertíðartilvemnni. Einnig hefur verið unnið í skreið fyrir Ítalíumark- að og um þessar mundir er verið að pakka saltfiski hjá fyrirtækinu í Þorlákshöfn. Jafnframt því að bæta við frysti- getuna með nýrri pressu og frysti- skápum hafa verið gerðar endurbætur á tækjasal hússins og sérvinnslusal. Eftir þessar breyting- ar er unnt að vinna annan físk á meðan verið er í humri. Það sama á við á haustin þegar verið er í loðnu og langlúran þarf einnig mikið frystipláss. Einnig kemur sér vel í toppum á vertíðinni að hafa nægi- Þorlákur Kristinsson eða Tolli við eitt af verkum sínum. Tolli sýniríAkoges í Vestmannaeyjum í AKOGES i Vestmannaeyjum verður opnuð mið- vikudaginn 27. maí kl. 20.00 myndlistarsýning á verkum Þorláks Kristinssonar eða Tolla. Sýnd verða um 30 oliumálverk, máluð á árunum 1984-1987. Þetta er fímmta einkasýning Tolla en hann hefur áður tekið þátt í samsýningum. Síðast sýndi hann með s-kóreska myndlistarmanninum Bono Kyoulm í Kóresku menningarmiðstöðinni í París í byijun apríl á þessu ári. Sýning Tolla í Akoges stendur til 31. maí og er opin kl. 14-22. Selfoss: Kona forseti bæjarstjórn- ar í fyrsta sinn Kosið í nefnd til að skrifa sögu bæjarins Selfossi. Á FUNDI bæjarstjórnar 20. maí siðastliðinn var kona í fyrsta sinn í forsetastól. Það var Sigríður Jensdóttir sem stýrði fundi i for- föllum Steingríms Ingvarssonar. Fundurinn sem Sigríður stýrði var viðburðaríkur og tókust bæjar- fulltrúar snarplega á um mál sem m.a. tengdust afgreiðslu eldri reikn- inga bæiarins. Um tíma var svo heitt í kolunum að hnútur flugu á milli manna úr sætum sem er ósæmandi, enda áminnti forseti bæjarfulltrúa um að grípa ekki frammí. Fundurinn varði í 6 klukkustund- ir og um hann miðjan gerði Sigríður fundarhlé vegna harðrar gagnrýni frá minnihluta bæjarstjómar um dagskráratriði og málsmeðferð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.