Morgunblaðið - 26.05.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.05.1987, Blaðsíða 46
T* 46 V8CI IAM as HTjnAOUUíIÍM moA.iavujono»/ MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987 Jarðskjálftarnir á Suðurlandi Einar Viðar Viðarsson í Ásólfsskála hugar að brotinni styttu og öðrum hlutum sem féllu niður á gólf í jaðrskjálftanum. Undir Eyjafjöllum: Kýrnar bauluðu hátt í fjósi Dynur frá fjöllum vegna skriðufalla Holti undir Eyjafjöllum. MIKILL gnýr fylgdi jarðskjálft- anum sem gekk hérna yfir um hádegi í gær. Gijót hrundi úr fjöllum, styttur, myndir og blóm féllu úr liillum og dæmi eru um vatnsleiðslur sem fóru úr sam- bandi. Jóna Guðmundsdóttir, húsmóðir í Ásólfsskála, sagðist hafa orðið verulega hrædd því þetta hafi verið mesti skjálfti sem hún hafi upplif- að. Það hafi hrunið úr hillum og þegar hún hljóp út hafi mikill gnýr fyllt loftið sem virtist eins og koma úr suðaustri og fara til norðvest- urs. Kýmar bauluðu hátt í fjósi, fé hljóp hrætt um og dynur var frá íjöllum vegna skriðufalla. Guðjón Ólafsson, oddviti í Syðstu-Mörk, sagði þetta vera snarpasta jarðskjálfta sem hann hefði lifað. Það hefði hrunið úr hill- um, myndir dottið niður, gömul, hlaðin útihús, sem ekki væru lengur notuð, hefðu fallið saman og hita- vatnskútur færst úr stað og vatns- lögn úr honum spmngið. Með fjöllunum hefði verið mikið grjót- hrun og rykmökkur staðið upp frá Hrafnagili sem benti til verulegs gijóthruns þar. — Fréttaritari Greinilega mikil hreyf- ing á jarðskorpunni - segir Sveinn ísleifsson, sem fór í eftirlitsflug yfir svæðið við Heklu „VIÐ sáum að það höfðu fallið snjóskriður og greinilegt var að mikil hreyfing hefur verið á jarð- skorpunni," sagði Sveinn ísleifs- son, varðstjóri í lögreglunni á Hvolsvelli, en hann fór í þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir svæð- ið þar sem jarðskjálftinn átti upptök sín í gær. Almannavamir ríkisins ákváðu að þyrlan, TF-SIF, skyldi send í eftirlitsflug yfir svæðið, svo auð- veldara væri að sjá afleiðingar jarðskjálftans. „Við flugum yfir svæðið í kringum Heklu og í hlíðum §allsins höfðu fallið margar snjó- skriður," sagði Sveinn. „Þá var einnig greinilegt að hreyfing hafði verið á snjónum í Vatnafjöllum og víðar. Þó sáum við hvergi skriðu- föll eða aurskriður, en við Heklu- rætur, nærri Trippaflöllum, sáum við spmngur og vom það einu merkjanlegu jarðföllin á svæðinu. Það rýkur alltaf upp úr toppnum á Heklu en það var ekki sjáanlegt að hún hefði brætt af sér snjó. Því þykir mér ósennilegt að fjallið sé að láta á sér kræla, en um það verða aðrir að dæma.“ Eftir að þyrlan hafði hringsólað yfir Heklu var flogið austur með Jarðskjálftinn fannst mjög greinilega í Vestmannaeyjum, en sjaldgæft mun að skjálftar, sem eiga upptök á Suðurlandi, finnist greinilega i Eyjum. Ekki urðu umtalsverðar skemmdir Eyjafjöllum. „íbúar þar höfðu til- kynnt að skriður hefðu fallið, en þær reyndust smáar," sagði Sveinn. „Þama er jörðin þun- og því hafa fallandi steinar þyrlað upp þurri jörð, svo í fjarska hefur fólki virst sem um stærri skriður hafí verið að ræða. Það er ekki vitað til þess að þetta gijóthmn hafi neinu tjóni valdið, svo þetta fór betur en á horfðist," sagði Sveinn ísleifsson, varðstjóri. í skjálftanum. Steinar hmndu úr Klifínu og urðu smávægilegar skemmdir á girðingu af þeim sök- um. Gert var við skemmdimar strax. Vamingur féll úr hillum verzlana. Vestmannaeyjar: Hrundi úr Klifinu Gijóthnullungar sem féllu úr Eyjafjöllum í jarðskjálftanum í gærmorgun. Mori?unbiaðið/Haiidór Gunnarsson o Upptök jarðskjálfta að styrkleika 6,0 eða stærri á Richterkvarða frá árinu 1700 Heimild: 1981: Þ.E. &G.Ó.I, JARÐSKJÁLFTASVÆÐI (kort). Fyrir hádegi mánudaginn 25. maí hófst jarðskjálfta- hrina sem gekk yfir suðurland. / Upptök skjálftanna var um /10-15 km suður af Heklu. Stærsti skjálftinn mældist 5,8 stig á Ricterkvarða. Fljótshlíð: Vatn gusaðist úr pottum og skepn- ur tóku á rás Kirkjulæk, Fljótshlíð. VATN gusaðist upp úr pottum og skepnur urðu óttaslegnar og tóku á rás í jarðskjálftunum sem komu hér fyrir hádegið i gær. Gnýr var í lofti og hús nötruðu, en ekki er vitað til þess að skemmdir hafi orðið. Aðalkippurinn kom klukkan rúm- lega 12.30 í gær. Stóð hann yfír í tæpa mínútu og var harðastur um miðbikið. Fréttaritari var staddur í fjárhúsunum þegar hræringarnar gengu yfir. Þar lék allt á reiði- skjálfi, sérstaklega þak húsanna. Féð var úti en órói kom að því og fór það strax inn. Á næsta bæ tóku hross á rás heim að bæ. Svipaða sögu er frá öðrum bæjum að segja. I íbúðarhúsinu var verið að elda mat. Húsið nötraði allt og gusaðist vatn upp úr pottum sem stóðu á eldavélinni. Eggert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.