Morgunblaðið - 26.05.1987, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, Þr.ÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987
;
i
Bdagskrá er þetta helst:
Ikuferöir, sigtingar, sjóskíöi, segl-
retti, fótbolti, hjólreiðaferðir,
diskótek, kvöldveislur, næturveislur, morgun-
veislur og miðdegisveislur, fyrir utan sólbaðið,
sundið og allt hitt!
Og svo er hægt að fara í gönguferðir um
Ibizaborg, kynnast mannlífinu, veitingastöðum
og verslunum. Fara í hringferð um Ibiza,
heimsækja sveitaþorp, skoða leirkerasmiðjur
og fylgjast með glerlistamönnum blása gler,
horfa á þjóðdansa og skoða dropasteina. Sigla
til Formentar sem er falleg eyja skammt frá
Ibiza, þar er margt að sjá, góð strönd alveg
tilvalin fyrir skemmtileg strandpartí
ististaðir Polaris á Ibiza eru við
Playa d’en Bossa ströndina frægu og
þar er allt sem hugurinn girnist til
strand- og sjóleikja, iðandi mannlíf og glæsi-
legt hótel. JET BOSSA er splunkunýtt íbúða-
hótel á mjög góðum stað við ströndina.
Allar íbúðirnar eru með 2 svefnherbergjum,
stofu, eldhúsi, baði og svölum.
MIGJORN er skemmtilegt og vel staðsett
fbúðahótel um 100 metra frá ströndinni.
Polaris hefur tekið á leigu nýreista álmu
við hótelið og tekurþví Migjorn við afArlanza
sem miðstöð íslendinga á Ibiza. Flestar íbúð-
irnar eru með 2 svefnherbergjum, stofu, bað-
herbergi, eldhúskrók og svölum.
Brottfarir:30. maí, 17. ágúst og 7. september UPPSELT
6. júlíog27. júlíÖRFÁSÆTILAUS 9. maíLAUSSÆTI
Fyrirykkur sem voruð að spyrja um styttri ferðir höfum við sett inn hálfsmánaðarferð
með brottför 16. maí.
- Enn eru til sæti í stjörnuferðina 20. júní!
FERDASKRIFSJVFAN
POLAfílS
Kirkjutorgi4 Sími622 011
mmm 691140
mn
691141
Með einu símtali er hægt að
breyta innheimtuaðferðinni.
Eftir það verða áskriftargjöld
in skuldfærð a viðkomandi
____ VERIÐ VELKOMINI >
GREIÐSLUKORTA- £
VIÐSKIPTI. L=J
Niðjatal
Hallbjam-
arættar
og- fjöl-
mennt
ættarmót
ÚT ER komið fimmta niðjatalið
innan ritraðarinnar íslenzkt
ættfræðisafn, sem bókaforlagið
Sögusteinn gefur út, Hallbjarn-
arætt. Þorsteinn Jónsson tók
efnið saman og er ritið rúmlega
300 blaðsíður. Myndir eru af
flestum afkomendum, ítarleg
nafnaskrá og framættir raktar.
Hallbjarnarætt er rakin frá
systkinunum Hallbirni E. Odds-
syni og Guðrúnu Oddsdóttur,
sem voru börn Odds Hallgríms-
sonar, prests í Gufudal.
Hallbjöm E. Oddsson fæddist
29. júní 1867 og er niðjatalið gef-
ið út í tilefni af 120 ára fæðingar-
afmæli hans. Hallbjörn kvæntist
Sigrúnu Sigurðardóttur og bjuggu
þau fyrst á Bakka í Tálknafirði,
en fluttu árið 1912 til Suðureyrar
við Súgandafjörð og bjuggu þar
til ársins 1928 að þau fluttu til
Akraness. Niðjar þeirra eru nú
513.
Guðrún systir Hallbjamar, gift-
ist Guðmundi Sturlusyni og
bjuggu þau lengst af á Suður-
eyri. Niðjar þeirra eru nú 432.
Vinnsla við efnisöflunm var hafin
þegar ákveðið var að bæta þætti
Guðrúnar við og er hann því í
raun viðauki í ritinu.
Fyrir skömmu efndu afkomend-
ur Hallbjöms og Sigrúnar til
ættarmóts í Glæsibæ í Reykjavík.
Mikill fjöldi manns var þar saman
komin og auk margra sem komu
utan af landi komu ein hjón frá
Englandi gagngert til að sækja
hófið. Hallbjöm og Sigrún eignuð-
ust tólf börn og voru þau Sigurður
Eðvarð, Valgerður Friðrika, Ól-
afía Sigurrós, Oddur Valdimar,
Sveinbjöm Hallbjörn, Guðrún,
Cæsar Benjamín, Páll Hermann,
Hallbjörg Sigrún, Sigmundur,
Kristey og Þuríður Dalrós. Þær
Sigrun og Þuríður em einar systk-
inanna á lífí og vom á ættarmót-
inu, báðar á níræðisaldri.