Morgunblaðið - 26.05.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.05.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987 21 Caterpillar. Cat ogHeru skrásett vorumerKr Bandarískir Grænfriðungar ekki af baki dottnir: Viðskiptaþvinganir til að hindra hvalveiðar Úr söng'leiknum Land mins föður. Gísli Halldórsson í hlutverki hins drykkfellda og trúheita Péturs postula. LR boðið á leiklistar- hátíð í Gautaborg LEIKFÉLAGI Reykjavíkur hef- — Frá Jóni Ásgeiri Sigurðssyni, fréttaritara Morgunblaðsins f Bandaríkjunum. ur venð boðið að sýna söngleik- inn Land míns föður á norrænni leiklistarhátíð í Gautaborg í maí. Leikfélagið hefur þegið boðið og verður söngleikurinn sýndur tvisvar í Folketeatern þar í borg, en það er Gautaborg og Borgar- leikhúsið þar sem standa að hátíðinni. Land míns föður hefur nú verið sýnt yfir 200 sinnum í Iðnó, fyrir liðlega 42.000 áhorfendur, og er þar með orðin ein vinsælasta sýning félagsins frá upphafi. Á fjórða tug leikara, söngvara, dansara og hljóð- Samband hljómplötuframleið- enda (íslandsdeild I.F.P.I) gekkst fyrir ráðstefnu um „Rómarsátt- málann“ frá 1961 um vernd réttinda listflytjenda, hljóm- plötuframleiðenda og útvarps- stöðva á föstudag að Hótel Sögu. ísland hefur, eitt Norðurlanda og eitt örfárra V-Evrópu-ríkja, ekki staðfest sáttmálann. Niður- staða ráðstefnunnar vóru ein- dregin tilmæli til Alþingis um að staðfesta samninginn með form- legum hætti eins fljótt og við verður komið. í ályktun fundarins segir að kosin skuli þriggja manna nefnd til að vinna frekar að fullgild- ingu íslands á sáttmálanum. Á fundinum var nefndin kosin og i henni sitja Þórunn Hafstein, Helgi R. Magnússon og Gunnar Guðmundsson. Þrír aðilar fluttu erindi á ráð- stefnunni: Steinar Berg, formaður Sambands hljómplötuframleiðenda, Trevor Parcy, skrifstofustjóri Al- þjóðasamtaka hljómplötuframleið- enda og Sigurður Reynir Pétursson, hæstaréttarlögmaður. Ráðstefnan hvatti til þess, sem fyrr segir, að Alþingi staðfesti samninginn hið fyrsta. Gunnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sambands hljóm- plötuframleiðenda, sagði við tíðindamann Morgunblaðsins að frumvarp um staðfestingu Rómar- samningsins hafi fyrst verið flutt á Alþingi 1962-63 og nokkrum sinn- um síðar, en ekki náð fram að ganga. Með hraðfleygri ljósvaka- tækni og gerfihnöttum geti flutn- ingur listar af þessu tagi náð samtímis til hundraða milljóna manna. Af þeim sökum, sem og ijölijöldunar- og endurflutnings- möguleikum, væri mikið hags- muna- og réttlætismál íslenzkra sem erlendra listflytjenda og fram- leiðenda að Rómarsamningurinn verði staðfestur og virtur. Eins og mál standa í dag hefur íslenzkur listflytjandi eða framleiðandi hljóm- plötu eða myndbands enga trygg- ingu fyrir greiðslu erlendis frá, þó færaleikara koma fram í sýning- unni. Af öðrum atriðum á hátíðinni má nefna sýningu á Hamlet frá Norska leikhúsinu í Osló sem vakið hefur mikla athygli, sýning á Tartuffe eftir Moliére frá Borgar- leikhúsinu í Helsinki og uppfærslu sænska Þjóðleikhússins á Fröken Júlíu Strindbergs, sem Ingmar Bergman leikstýrir. Að lokum má geta þess að á þriðja tug íslenskra fyrirtækja hafa styrkt Leikfélagið með beinum fjár- framlögum til þessarar farar. að list hans eða framleiðsla sé nýtt í ljósvakamiðlum þar. Gunnar sagði andstöðu við stað- festingu Rómarsamningsins eink- um hafa komið frá Ríkisútvarpinu, en staðfesting hans gæti þýtt aukn- ingu árlegra útgjalda RÚV um tvær VERULEG takmörkun hval- veiða í vísindaskyni gæti fylgt í kjölfar aðalfundar Alþjóða- hvalveiðiráðsins í Bourne- mouth í júnOok, en einnig telja grænfriðungar í Washington að nýlegar upplýsingar um innanlandsneyslu íslendinga geti hleypt nýju blóði í deilu Islands og Bandaríkjanna um hvalveiðar. Tillaga Bandaríkjanna verður lögð fram í Alþjóðahvalveiðiráð- inu á fundum þess í júní, en í henni er gert ráð fyrir að ákvæði um vísindaveiðar verði þrengd verulega. Ríki, sem hyggja á hvalveiðar í vísindaskyni, yrðu að leggja ítarlegan rökstuðning fyrir vísindanefnd Alþjóðahval- veiðiráðsins, sem leggur síðan umsögn sína fyrir aðalfund ráðs- ins. I rökstuðningi yrðu stjórn- völd viðkomandi hvalveiðilands að sanna ótvírætt gildi veiðanna fyrir heildarmat á hvalastofnum í heimshöfunum. til þrjár milljónir króna. En óhjá- kvæmilegt er að við göngum sama veg og önnur réttarríki og menning- arþjóðir að því er varðar höfundar- og flutningsréttarmál, sagði Gunn- ar Guðmundsson að lokum. Bandarísk friðunarsamtök hafa náið samstarf við banda- ríska viðskiptaráðuneytið í sambandi við hvalavemd. Tillag- an sem fulltrúi Bandaríkjanna leggur fyrir Alþjóðahvalveiðiráð- ið í júní er árangur af samráði friðunarsamtakanna og ráðu- neytisins. „Ég er kannski að kjafta frá vígstöðunni," sagði Dean Wilkin- son, talsmaður grænfriðunga í Washington, við fréttaritara Morgunblaðsins, „en ef tillaga Bandaríkjanna verður samþykkt 9g umsögn vísindanefndarinnar íslandi óhagstæð væntum við þess að Bandaríkin beri upp til- lögu á aðalfundinum þess efnis að rannsóknaráætlun íslands verði fordæmd. Þar með skapast grundvöllur fyrir því að gripið sé til Pelly- og Magnuson-ákvæð- anna í bandarískum lögum, en þau lagaákvæði kalla á viðskipta- þvinganir Bandaríkjanna gegn ríkjum, þar sem stundaðar eru hvalveiðar sem þykja bijóta gegn alþjóðasamþykktum." Og það em fleiri jám í eldinum hjá grænfriðungum. „Við emm núna að skoða vandlega hvort ekki sé ástæða til að benda Bald- rige viðskiptaráðherra á þá staðreynd að innanlandsneysla á Islandi er mun minni en ætlað hafði verið,“ sagði Dean Wilkin- son. Ákvæði um vísindaveiðar var samþykkt á aðalfundi hvalveiðir- áðsins í Malmö á síðasta ári, en orðalag um innanlandsneyslu hvalkjöts varð deiluefni milli íslenskra og bandarískra stjórn- valda og hótuðu Bandaríkjamenn að beita íslendinga viðskipta- þvingunum. „Samkvæmt upplýsingum sem komu fram á Alþingi í febrúar síðastliðnum, í framhaldi af fyrir- spum, neyttu íslendingar 130 tonna af hvalkjöti á sex mánuð- um á síðasta ári. Samt stóð yfir mikil áróðursherferð fyrir hval- kjötsáti á þeim tíma. Úr því að Islendingar geta ekki sýnt fram á meiri innanlandsneyslu, þá hef- ur bandaríski viðskiptaráðher- rann fulla ástæðu til að krefjast mikiis samdráttar á hvalveiðum,“ sagði Dean Wilkinson. í ágúst á síðasta ári skýrðu íslensk stjómvöld bandaríska við- skiptaráðuneytinu frá því að innanlandsneysla á hvalkjöti yrði aukin verulega og væri það í samræmi við ályktun Alþjóða- hvalveiðiráðsins í Malmö. Mal- colm Baldrige viðskiptaráðherra gaf þá út yfirlýsingu þar sem segir: „Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um verulega aukn- ingu innanlandsneyslu á hvalkjöti samræmist augljóslega ekki verndarstefnu Alþjóðahvalveiði- ráðsins. Bandarísk stjómvöld harma þessa ákvörðun og telja hana ekki réttlætanlega." Fallist Alþjóðahvalveiðiráðið á tillögu Bandaríkjamanna reikna friðunarsamtökin með því að hart verði tekið á frávikum frá slíkri samþykkt. Bandaríkjastjórn yrði þá að beita Pelly- og Packwood- Magnuson-ákvæðunum í banda- rískum Iögum, það er að segja grípa til viðskiptaþvingana. Háþióuð _ með f jölþœtt 'pa MJÖG HAGSTÆTT VERÐ! CATEhPILLAR SALA S. tUÓNUSTA Auöveld stjómun! Öll vlnnuaðstaöa og stjómbúnaður er gerður með þœgindi og vellíðan gröíustjórans í huga, enda aírakstur ábendinga írá yíir 500 reyndum vinnuvélstjórum, sem vita að slíkt heíur bein áhrii á aíköstin. Lœgri rekstrarkostnaöui: Vandað vökvaþrýstikeríi með sjálí- virka samrœmingu milli vinnuhraða og orkunýtingar, sem leiðir til allt að 25% minni eldsneytiskostnaðar miðað við sambœrilegar traktorsgröíur. Mikil ending og gangöryggi: Nýja traktorsgraían er sérstaklega sterkbyggð, enda em gerðar háar gœðakröíur við íramleiðslu hennar, t.d. er raíkeríið í sama gœðaflokki og í risajarðýtunni Caterpillar D ÍO. LAHF Laugavegi 170 -172 Simi 695500 Ráðstefna Sambands hljómplötuframleiðenda: Rómarsáttmálinn um réttíndi listflytienda verði fullgiltur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.