Morgunblaðið - 26.05.1987, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987
65
Kirkjubæjarklaustur:
Ferðaþjónusta kennd
við Kirkjubæjarskóla
Kirkjubæjarklaustri.
NEMENDUR 8. bekkjar Kirkju-
bæjarskóla buðu foreldrum
sínum og starfsfólki skólans til
kvöldverðar þar sem kynnt var
námsefnið ferðaþjónusta, sem
þau hafa verið með í samfélags-
fræði í vetur.
Að sögn Valgeirs Inga Ólafsson-
ar, sem hefur haft umsjón með
þessu námi, voru í upphafi sett 3
meginmarkmið með náminu: 1.
verða hæfari starfskraftur í ferða-
þjónustu, 2. kynning á störfum í
Morgunblaðið/HFH
Valgeir Ingi Ólafsson
Áhugi gestanna á kræsingunum leynir sér ekki.
ferðaþjónustu og 3. mannleg sam-
skipti.
Þessum markmiðum var reynt
að ná með því að nemendur kynntu
sér sögu og landafræði þeirra þjóða,
sem heimsækja okkur, ásamt mat-
arvenjum og siðum, einnig sam-
göngur innanlands og utan og
leiðsögn. Starfsemi ferðamálaráðs,
ferðaskrifstofa, ferðamálasamtaka
o.fl. aðila sem að þessum málum
starfa, söluaðferðir þeirra og mark-
aðsmál. Þau kynntu sér rekstur
hótela og veitingastaða og önnur
störf sem tengjast ferðaþjónustu.
Verklegur þáttur hefur einnig
komið inní að litlum hluta og hefur
sá verið unninn á Hótel Eddu,
Kirkjubæjarklaustri.
Á kynningarkvöldinu kom greini-
lega fram að nemendur höfðu kynnt
sér vel hluti, sem snerta ferðamál-
in, og á mjög breiðum grundvelli.
Ætti þessi kennsla að geta komið
þeim vel síðar á lífsleiðinni ef þau
hafa áhuga að starfa á þessum
grundvelli. Má til gamans geta þess
að a.m.k. 2 þeirra hafa nú þegar
ráðið sig í vinnu í ferðaþjónustu í
sumar þar sem þessi menntun kem-
ur þeim að góðu gagi.
Hér er um frumraun að ræða á
þessu sviði en eftir reynslu sl. vetr-
ar taldi Valgeir Ingi mjög líklegt
að áfram yrði haldið á sömu braut
næsta vetur.
- HFH
Nemendur ásamt leiðbeinendum við hlaðborðið sem þeir sáu um.
Ás-tengi
AllaFgerðir
Tengið aldrei
stál-í-stál
^_L
VESTURGOTU 16 SlMAR 14680 ?1480
MIÐSTÖÐVARHITARAR
og
NEYSLUVATNSHITARAR
Mest seldu FORHITARAR
landsins
ÁVALLT TIL A LAGER.
SlMt (VI) 20680
VERSLUN: ÁRMÚLA 23.
UÓSASTILLINGA-
VERKSTÆÐI
OSRAM
bílperur
WAGNER
Ijósa samlokur
Eigum fyrirliggjandi
Ijósastillingatæki
[1] JÓHANN ÓLAFSSON & CO. HF.
Sundaborg 13, sími 688588.
ASKRIFENDUR
AÐEINS EITT
SÍMTAL
691140 691141
Með einu simtali er hægt að breyta innheimtuað-
ferðinni. Eftir það verða áskriftargjöldin skuldfærð á
viðkomandi greiðslukortareikning mánaðarlega.
piisirgmmMabíb
Litaval
Síðumúla 32
Reykjavík
Sími689656
Keflavík
Baldursgötu 14
Sími4737
Litaval