Morgunblaðið - 26.05.1987, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞMÐJUDAGUR 26. MAI 1987
mikill er alltaf möguleiki að endur-
meta stöðuna, leita upplýsinga ef
maður strandar í einhverju.
Það er gott framtak hjá Há-
skóla íslands að eiga frumkvæði
að að bjóða þetta tölvunámskeið.
Ég held að fólk hafi gott af að
komast inn í opinbera og virta
stofnun til að læra á tölvur og
hugbúnað - hér einkennist námið
ekki af sölumennsku eins og vill
brenna við með tölvukennslu. Ég
vil hvetja fók til að sækja
endurmenntunamámskeið Háskól-
ans ef það hefur tök á því.“
Nauðsynlegl að
þekkja fleira en eigið
fag
„Ég hef áhuga á að fylgjast
með í þessu þó ég noti ekki tölvu
í minni vinnu“, sagði Jón Birgir
Jónsson, tannlæknir. „Þetta hefur
verið mjög gott námskeið og vel
skipulagt.
- Þurfa menn að hafa einhverja
reynslu af tölvum fyrir til að hafa
gagn af þessu námskeiði?
Ég held að það væri erfitt fyrir
algeran byijenda að hafa gagn af
námskeiði sem þessu og það er
varla fyrir fólk sem aldrei hefur
komið nálægt tölvum. Hins vegar
þarf ekki að hafa mikla undirstöðu
til að átta sig á hlutunum hér.
- Hvað finnst þér um endur-
menntunamámskeið á vegum
Háskólans?
Það er í sjálfu sér gott mál að
opna Hákólann sem mest en kenn-
ararnir vilja sjálfsagt hafa frí á
kvöldin eins og aðrir. Við Háskól-
ann em bestu kennaramir og þess
höfum við notið á námskeiðinu.
- Myndir þú taka þátt í fram-
haldanámskeiðum í tölvufræðum
ef þau yrðu í boði?
Já, ég væri alveg til í að læra
meira í þessu ef framhaldsnám-
skeið yrði í boði. Það er nauðsyn-
legt að þekkja fleira en eigið fag,“
sagði Jón Birgir.
Hægt að læra mikið á
námskeiði sem þessu
„Á þessu námskeiði er hægt að
læra að verða sjálfbjarga með þessi
kerfi sem kennt er á ef menn em
áhugasamir við námið", sagði Am-
aldur Valdemarsson, sem starfar
á Skattstofunni. „Þetta er ekki
F.v Arnaldur Valdemarsson, Jón Birgir Jónsson og Katla Gunnars-
dóttir.
Þarna eru nemendur á tölvunámskeiðinu að fást við samskipta-
og ráðstefnuforrit í tölvuveri Reiknistofnunar Háskóla Islands.
Á námskeiðinu sjálfu var mun rýmra um nemendur og aðeins
einn eða tveir um hvern skjá.
Endurmenntunarnámskeið í tölvunotkun hjá Háskóla Islands:
Námsárangur betri en hjá
stúdentum raunvísindadeildar
SÚ NÝJUNG var tekin upp á
vegum endurmenntunarnefnd-
ar Háskóla Islands í upphafi
þessa árs að bjóða almenningi
uppá heilt námskeið úr kennslu-
skrá Háskólans á kvöldin, og var
námskeiðið haldið samhliða
kennslu þess fyrir nemendur
Háskóla íslands. Er þetta í
fyrsta skipti sem heilt námskeið
í Háskóla Islands er boðið al-
menningi sem kvöldnámskeið.
Mun færri komust að en vildu.
Um 40 tóku þátt í námskeiðinu
að þessu sinni og að sögn Margrét-
ar Bjömsdóttur endurmenntunar-
stjóra Háskólans er það fólk á
aldrinum frá tvítugt til sjötugs og
menntun þátttakenda allt frá
gagnfræðingi til verkfræðings og
viðskiptafræðings. Helgi Þórsson,
sérfræðingur við Reiknistofnun
Háskólans og einn leiðbeinenda á
námskeiðinu, sagði að þátttakend-
ur í námskeiðinu hefðu verið mjög
áhugasamir og námsárangur betri
en hjá stúdentum raunvísinda-
deildar sem stunda námskeiðið á
daginn. Námskeiðið er ætlað þeim
sem litla eða enga reynslu hafa í
tölvunotkun en vilja vera sjálf-
bjarga á helstu notkunarsviðum
einkatölva sem eru hliðstæðar við
IBM pc.
Kennt var tvö kvöld í viku frá
27. janúar fram í miðjan maí,
þriðjudags- og fimmtudagskvöld,
en auk þess voru verklegar æfing-
ar og að sjálfsögðu heimalestur. Á
námskeiðinu hefur verið farið yfir
eftirfarandi þætti varðandi tölvu-
notkun: vélbúnað og stýrikerfi,
ritvinnslu, notkun tölvureikna,
notkun gagnagrunskerfa (dBase
III) og undirstöðuatriði forritunar
í dBase III. Þá var einnig kennt á
tölfræðiforritið Minitab, ráðstefnu-
forrit og ýmislegt fleira. Leiðbein-
endur voru Helgi Þórsson, Bergþór
Skúlasson og Kjartan Guðmunds-
son sérfræðingar við Reiknisstofn-
un Háskólans og Guðmundur
Ólafsson viðskiptafræðinemi.
Blaðamaður og ljósmyndari
Morgunblaðsins litu inn á nám-
skeiðið á dögunum og voru þá þrír
þátttakenda teknir tali.
Morgunblaðið/Sverrir
Margrét Björnsdóttir, endurmenntunarstjóri Háskólans og Helgi Þórsson sérfræðingur hjá Reikni-
stofnun Háskólans.
mjög þungt námskeið en hins veg-
ar betra að halda sig að því ef
maður vill ná árangri.
Að sjálfsögðu væri best að hafa
aðgang að þessum kerfum heima
eða í vinnunni, ef maður ætlaði
að komast alveg inn í þau en þó
svo sé ekki er samt hægt að læra
mikið á námskeiði sem þessu. Ég
hef t.d. ekki aðgang að þessum
kerfum í vinnunni þó ég vinni þar
á tölvu dags daglega.
- Hvað fynnst þér um opin
námskeið sem þessi við Háskóla
íslands?
Mér finnst slíkt námskeiðahald
sjálfsagt ef fólk hefur áhuga - fólk
hefur mikið gagn af að taka þátt
í svona námskeiðum. Kennslan hér
hefur verið mjög góð og það er
hægt að bæta miklu við sig á þessu
námskeiði. Það hefur veríð mjög
ánægjulegt að taka þátt í þessu.“
Þessi þekking- á ör-
ugglega eftir að
nýtast mér í vinnunni
„Ég er með tölvu í vinnunni, en
ég starfa sem tækniteiknari á arkí-
tektastofu", sagði Katla Gunnars-
dóttir. „Ég sótti þetta námskeið
fyrst og fremst til að læra á Multi-
plan-forritið og gagnagrunnskerf-
ið dBase III. Þessi þekking á
örugglega eftir að nýtast mér í
vinnunni og er reyndar þegar farin
að gera það.
- Hvemig hefur þér líkað á
þessu námskeiði?
Þetta námskeið er vel skipulagt
og það er kostur hve það nær yfir
langan tíma. Þegar tíminn er svona
Morgunblaðið/Kristján G. Amgrímsson
Jón L. Árnason og Margeir Pétursson með skjölin sem staðfesta
stórmeistaratitil þeirra.
Skáksamband íslands:
Þráinn Guðmundsson
endurkjörinn forseti
ÞRÁINN Guðmundsson var endur-
kjörinn forseti Skáksambands
íslands á aðalfundi sambandsins
síðastliðinn laugardag en kjörtíma-
bilið er eitt ár í senn.
í stjóm Skáksambandsins voru
kosnir Jón Rögnvaldsson, Árni Bjöm
Jónasson, Áskell Öm Kárason, Ólafur
Ásgrímsson, Guðlaug Þorsteinsdóttir
og Ríkharður Sveinsson.
Kvöldið fyrir aðalfundinn var haldin
uppskemhátíð þar sem veitt voru verð-
Iaun fyrir mót á vegum sambandsins.
Við það tækifæri fengu Jón L. Áma-
son og Margeir Pétursson afhent skjöl
frá Alþjóða skáksambandinu, FIDE,
til staðfestingar á stórmeistaratitli
þeirra í skák.
Hrunamannahreppur:
Vorannir hjá garð-
yrkjubændum
Syðra-Langholti.
EINS og hjá öðrum bændum eru miklar vorannir
hjá garðyrkjubændum. Nú stendur yfir sáning í
garða eða útplöntun á grænmetisplöntum sem sáð
var til í apríl. Hér í Hrunamannahreppnum eru
margir garðyrkjubændur og munu þeir vera með
um 20 hektara lands undir ræktunina.
Allt er gert til að uppskeran komist sem fyrst á
markað en það gæti orðið um miðjan júlí. Garðlöndin
em hituð upp með því að rör með heitu vatni eru lögð
í jörðina og þá hefur einnig færst mjög í vöxt síðustu
ár að setja svokallaðan akrýldúk yfir plöntumar.
Hvorutveggja flýtir fyrir þróska matjurtanna og skap-
ar öryggi ef kuldakast gerði. En við hugsum ekki til
þeirra hluta í allri þeirri sól og blíðu sem verið hefur
síðustu daga. Þegar fréttaritara bar að garði á garð-
yrkjubýlinu Jörva fyrir skömmu var Georg Ottósson
að planta út blómkáli með aðstoð bama sinna Daða
og Lárettu og nágrannabörn vildu hjálpa til og vera
með á myndinni. Til að koma plöntunum í jörðina er
notuð stórvirk vél sem fest er aftaná dráttarvél.
— Sig. Sigm.
Morgunblaðið/Sig.Sigm.
Georg Ottósson á Jörva plantaði út blómkáli með
aðstoð barna sinna og nágrannabörn vildu vera
með á myndinni.