Morgunblaðið - 26.05.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 26.05.1987, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987 yngmennaskipti milli Islands og Færeyja Selfossi. - . .— - - . VIÐ skólaslit Gagnfræðaskólans á Selfossi föstudaginn 22. maí afhenti Haraldur B. Arngríms- son forseti Rotaryklúbbs Selfoss þremur nemendum fría ferð til Færeyja, sem viðurkenningu frá klúbbnum og skólanum, fyrir störf að félagsmálum innan skól- ans. Rotaryklúbbar Selfoss, Breið- holts, Seltjarnamess og Rangár- yallasýslu gangast fyrir ~ ungmennaskiptum milli Færeyja og íslands í samvinnu við Rotary- klúbba í Færeyjum. Þessum ungmennaskiptum er þannig hagað að 28. júní koma til íslands 12 færeysk ungmenni og dvelja í hálf- an mánuð. íslendingarnir fara til Færeyja 23. júlí og koma aftur 6. ágúst. Við skólaslitin í Gagnfræðaskól- anum kom fram að 280 nemendur stunduðu nám í skólanum, þar af 102 í 9. bekk. Breytingar verða á kennaraliði skólans, meðal annars sú breyting að skólastjórinn Óli Þ. Guðbjartsson fær leyfi frá störfum þar sem hann var kjörinn alþingis- ^naður í Alþingiskosningunum 25. apríl. Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Óli Þ. Guðbjartsson skólastjóri, Ragna Gunnarsdóttir sem fékk viður- kenningu furir störf að leiklistarmálum, Ólafur Bjarnason umsjónar- kennari stúlknanna, Guðfinna Tryggvadóttir sem fékk viðurkenn- ingu furir störf að iþróttamálum og var líka kjörin íþróttamaður skólans og Haraldur B. Arngrímsson forseti Rotaryklúbbs Selfoss. Á myndina vantar Guðjón Ólafsson formann skólafélagsins sem fékk viðurkenningu fyrir störf að félagsmálum Óli Þ. Guðbjartsson ávarpar nemendur 9. bekkjar og slítur skóla- starfi vetrarins. AUGLÝSING TIL NÁMSMANNA Bráöabirgðaákvæði um námsmenn tóku giidi 14. apríl 1987. Ákvæðin varða lög um Húsnæðisstofnun ríkisins. Samkvæmt þessum ákvæðum mun Húsnæðisstofnunin fara eftir neðangreindum reglum við meðferð lánsumsókna frá námsmönnum. D Námsvottorð gilda til jafns við iðg'aldavottorð frá lífeyrissjóðum þegar sótt er um lán, hafi námið verið stundað fyrir 1. september 1986. Eftir 1. september gilda einungis iðgjaldavottorð frá lífeyrissjóðum. 0 Vegna umsókna, sem lagðar voru inn á tímabilinu 1. september 1986 til 13. aprfl 1987, þurfa námsvottorð (um nám fyrir 1.9. '86) og/eða lífeyrissjóðsvottorð að spanna 24 sl. mánuði áður en umsóknin var lögð inn. h Um umsóknir sem lagðar voru inn 14. apríl og sfðar, gildir, að námsvottorð (um nám fyrir 1.9. '86) og iðgjaldavottorð frá lífeyrissjóði verða að gilda fyrir 20 af 24 næstliðnum mánuðum, áður en umsóknin er lögð inn. Námsvottorð gildir pvf aðeins að umsækjandinn stundi eða hafi stundað lánshæft nám, samkvæmt skilgreiningu Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Leggja verður fram vottorð um námstfmann frá .. hlutaðeigandi skóla. Þeir, sem þegar hafa lagt inn umsóknir, verða að senda Húsnæðisstofnun rfkisins þessi skólavottorð fyrir l.júnf 1987. ^Húsnæðisstofnun ríkisins LAUGAVEÖI 77 101 REVKJAVIK S: 28500 Sófinn „01é“ sem var í sýningarglugga Illums Bolighus á Strikinu. Kaupmannahöf n: Dansk-íslensk- ur sófi í Illum Jónshúsi, Kaupmannahöfn. NÝLEGA lauk húsgagnasýningu á Bella Center, þar sem m.a. voru 3 íslenzkir sýningarbásar. Meðan á sýningunni stóð og nokkru lengur var dansk-íslensk- ur sófi til sýnis í eftirsóttasta sýningarglugga Danmerkur, þ.e. hjá Illums Bolighus á Strikinu. Sófinn ber nafnið „01é“-sófinn, dregið af nafni hönnuða hans Ole Kortzau og Ole Gormsen, en hönnunin og áklæðið er danski þátturinn við framleiðslu hans. íslenzka hlutann má rekja til Eyjólfs Pálssonar í Epal, sem átti frumkvæðið að gerð sófans. Epal hefur um 10 ára skeið haft umboð fyrir íjölbreytta muni Ole Kortzau, sem er mjög þekktur arkitekt og hönnuður hér í Danmörku. Kortzau var staddur í Reykjavík í sambandi við kynningarsýningu sína í Nor- ræna húsinu fýrir ári síðan. Varð þá að samkomulagi með þeim Eyj- ólfi að ráðast í samvinnu um gerð sófans og hafði arkitektinn þá þeg- ar skissu með, þótt ekki hefði hann hannað sófa fyrr. Samvinnan varð enn norrænni, en Finnar framleiða aðra gerð sófa frá Kortzau, sem eru stærri, en dansk-íslenski sófinn er tveggja sæta og með blómstrandi bómullar- og ullaráklæði frá hinu þekkta vefn- aðarfyrirtæki Kvadrat í Ebeltoft. En um 10 mismunandi munstur að ræða. Fætur sófans eru óvenjuleg- ir, lakkaðir tréfætur og sófinn hinn hentugasti og vel unninn, segja hönnuðir hans og hrósa þessari dansk-íslenzku samvinnu. Epal er framleiðandinn, en sófinn er búinn til á fleiri en einu verkstæði. Má nefna í leiðinni, að Kvadrat-tekstil- eme fengu húsgagnaverðlaunin 1987, en áklæði frá þeim er hannað af þekktum listamönnum og hefur verið notað á húsgögn frá 68 hús- gagnaframleiðendum. Ole Kortzau er á fimmtugsaldri, útskrifaðist arkitekt frá Listaaka- demíunni í Kaupmannahöfn 1966 og hefur á löngu tímabili verið kennari þar. Frá 1973 hefur hann haft eigin stofu í hjarta borgarinnar og 1982 fékk hann arkitektaverð- laun ársins. Hann hefur tekið þátt í Qölda sýninga, m.a. á Statens Museum for Kunst og Louisiana og er afar fjölhæfur listamaður og hönnuður. Heima á íslandi eru margir mun- ir hans þekktir, t.d. gluggatjöldin, sem hanga geysivíða fyrir gluggum opinberra bygginga, framleidd af Kvadrat. Þá munu margir þekkja póstkortin og plakötin stílhreinu, leikföng, fatnað, postulín frá Kongelig Porcelainsfabrik, silfur- muni frá Georg Jensen, gull frá A. Michelsen, umbúðir, dyr og skápa. Listamaðurinn hélt sýningu í dag Laugaveg i Hverf isgötu 37 Víkurbraut 13 Reykjavík Keflavík Símar: 21490, Sími2121 21846 Thermor rafmagnsvatnshitarar frá 10-450 lítra. 10 ára ábyrgð. W Löng og góð reynsla hérlendis. Hverfisgötu 37 Vikurbraut 13 Reykjavík Keflavik Simar: 21490, Simi2121 21846
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.