Morgunblaðið - 26.05.1987, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 26.05.1987, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987 67 Atriði úr leikritinu „Blessað barnalán" eftir Kjartan Ragnarsson. Morgunbiaðið/ingibcrgj.Hannesson Fjölsótt Jörfa- gleði Dalamanna Á Jörfagleði, í leikhléi, sýslumaður Dalamanna, Pétur Þorsteinsson, ásamt konu sinni, Björgu Ríkharðsdóttur. Með þeim á myndinni er Guðrún Björnsdóttir. Fjölmenni var á Jörfagleði að vanda. Hvoli, Saurbæ. SÚ ÞRÓUN hefur færst í vöxt á undanförnum árum, að haldnar eru vorhátíðir i hinum ýmsu hér- uðum landsins — samkomur, sem eru hvort tveggja í senn menn- ingarlegar héraðshátíðir og samkomur manna til að létta sér upp frá hversdagslegu amstri og skapa ánægjulegt samfélag á góðri stund. Ein slík hátíð er Jörfagleði Dalamanna, sem ný- lega var haldin og tókst með miklum ágætum. Sú var tíð hér áður fyrr, að Jörfa- gleði var haldin hér í Dölum að Jörfa í Haukadal og varð landsfræg á sinni tíð og lengi vel, var þá lögð rækt við menningararf hvers tíma, kveðskapur fluttur, leiknir samda- kvæmisleikir og iðkaður dans. En ekki voru allir sáttir við hvernig gleðin fór fram og þar kom, að Jörfagleði í Dölum var aflögð og var það Jón lögsagnari Magnússon er það gerði. Hann var bróðir Áma Magnússonar prófessors og hand- ritasafnara. Síðasta Jörfagleði mun hafa verið haldin árið 1707 og hafði þá verið afskipuð tvívegis. Síðan eru liðin 280 ár, en Jörfa- gleði var aftur upp tekin árið 1977 og er haldin annað hvert ár á vor- dögum, og var sú gleði, er nú fór fram, sú sjötta í röðinni í nýjum sið. Aðalfrumkvöðull að endurreisn Jörfagleði var núverandi sýslumað- ur Dalamanna, Pétur Þorsteinsson, og var það táknrænt og ánægjulegt að hann skyldi verða til þess að endurreisa þá gleði er kollegi hans fyrrverandi varð til að stöðva á sinni tíð þó ólíku sé sjálfsagt saman að jafna Jörfagleði nútímans og þeirri er áður var. Og þó — manneðlið er samt við sig — og sú þörf að tjá og flytja þann boðskap í tali og tónum, er á rætur í menningararfi hverrar tíðar, er ávallt fyrir hendi. Og það er skemmtilegt að geta þess, þegar litið er til liðinnar sögu, að sá sem bjó á Jörfa í Haukadal þegar Jörfagleði var bönnuð 1708 hét Sigurður Þorgilsson. Hann var afi Péturs Þorsteinssonar sýslu- manns á Ketilsstöðum á Völlum, en hann var aftur alnafni og forfað- ir núverandi sýslumanns Dala- manna, þess er leyfði Jörfagleði að nýju- Dagskrá Jörfagleðinnar að þessu sinni var fjölbreytt að vanda og stóð í þijá daga. Hún var haldin í Dalabúð í Búðardal 30. apríl og 1. og 2. maí og setti formaður Jörfa- gleðinefndar, Brynja Jónsdóttir, hátíðina, Bjöm Guðmundsson las upp og Hörpukórinn söng undir stjórn Ragnars Inga Aðalsteinsson- ar, Sigurbjöm Sveinsson sá um spurningaleik og Svavar Garðars- son um skemmtiatriði. Síðan lék diskótekið Dísa fyrir dansi. Næsta dag var svo fjölskyldumessa í Hjarðarholtskirkju, opnuð mál- verkasýning frá Listasafni ASÍ í grunnskólanum í Búðardal og jafn- framt var þar sýning á vinnu nemenda og hraðskákmót, kvik- myndin Stella í orlofi var svo sýnd síðdegis, kvöldvaka var um kvöldið, sem hófst með 1. maí ávarpi, þá var kórsöngur Vorboðans undir stjórn Kjartans Eggertssonar, nem- endur Tónlistarskóla Dalasýslu léku, þá tók við sveitakynning og var Klofningshreppur kynntur af þeim Eggert Kjartanssyni og Grét- ari Sæmundssyni, þá var kvartett- söngur þar sem Dalakútar sungu og að lokum lék harmonikusveitin Nikkólína nokkur lög. Á laugardaginn var svo fjöl- skyldumessa í Hvammskirkju eftir hádegið og síðan sveitakeppni í skák milli heimamanna og brott- fluttra Dalamanna í Laugaskóla og höfðu heimamenn betur, þá var einnig skemmtidagskrá á vegum skólans á Laugum og í Búðardal og jafnframt hafði kvenfélagið Guð- rún Ósvífursdóttir kaffisölu í skólanum. Um kvöldið sýndi svo Leikklúbbur Laxdæla leikritið „Blessað barnalán" eftir Kjartan Ragnarsson í Dalabúð og síðan var þar stiginn dans fram eftir nóttu — og lauk þar með Jörfagleði Dala- manna 1987. Alla dagana tól:u fjölmargir þátt í dagskráratriðum, sem að allra dómi voru vel heppnuð og hin ánægjulegustu, og hyggja menn gott til næstu gleði að tveimur árum liðnum. — IJH Veiðileyfi Veiðivötn á Landmannaafrétti verða opnuð föstudaginn 19. júní kl. 15.00. Afgreiðsla og pöntun veiði- leyfa fer fram í Skarði frá kl. 11.00-19.00, sími 99-5580. Stjómin. Vinningstölurnar 23. maí 1987. Heildarvinningsupphæð: 5.115.088,- 1. vinningur var kr. 2.562.658,- og skiptist hann á milli 6 vinn- ingshafa, kr. 427.109,- á mann. 2. vinningur var kr. 765.729,- og skiptist hann á milli 374 vinningshafa, kr. 2.047,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.786.701,- og skiptist á milli 9813 vinn- ingshafa, sem fá 182 krónur hver. Upplýsinga- simi: 685111. Sambyggðar trésmíðavélar RAFMAGNS OFNAR Líkjast vatnsotn- um, gefa ekki þurran hita og eru sparneytnir. KJÖLUR SF. Hverfisgötu 37, 105 Reykjavik, simar 21490-21846. Vikurbraut 13, 230 Keflavik, simi 92-2121. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásídum Moggans! ” Gódan daginn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.