Morgunblaðið - 26.05.1987, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987
67
Atriði úr leikritinu „Blessað barnalán" eftir Kjartan Ragnarsson. Morgunbiaðið/ingibcrgj.Hannesson
Fjölsótt Jörfa-
gleði Dalamanna
Á Jörfagleði, í leikhléi, sýslumaður Dalamanna, Pétur Þorsteinsson,
ásamt konu sinni, Björgu Ríkharðsdóttur. Með þeim á myndinni er
Guðrún Björnsdóttir.
Fjölmenni var á Jörfagleði að vanda.
Hvoli, Saurbæ.
SÚ ÞRÓUN hefur færst í vöxt á
undanförnum árum, að haldnar
eru vorhátíðir i hinum ýmsu hér-
uðum landsins — samkomur, sem
eru hvort tveggja í senn menn-
ingarlegar héraðshátíðir og
samkomur manna til að létta sér
upp frá hversdagslegu amstri og
skapa ánægjulegt samfélag á
góðri stund. Ein slík hátíð er
Jörfagleði Dalamanna, sem ný-
lega var haldin og tókst með
miklum ágætum.
Sú var tíð hér áður fyrr, að Jörfa-
gleði var haldin hér í Dölum að
Jörfa í Haukadal og varð landsfræg
á sinni tíð og lengi vel, var þá lögð
rækt við menningararf hvers tíma,
kveðskapur fluttur, leiknir samda-
kvæmisleikir og iðkaður dans. En
ekki voru allir sáttir við hvernig
gleðin fór fram og þar kom, að
Jörfagleði í Dölum var aflögð og
var það Jón lögsagnari Magnússon
er það gerði. Hann var bróðir Áma
Magnússonar prófessors og hand-
ritasafnara. Síðasta Jörfagleði mun
hafa verið haldin árið 1707 og hafði
þá verið afskipuð tvívegis.
Síðan eru liðin 280 ár, en Jörfa-
gleði var aftur upp tekin árið 1977
og er haldin annað hvert ár á vor-
dögum, og var sú gleði, er nú fór
fram, sú sjötta í röðinni í nýjum
sið. Aðalfrumkvöðull að endurreisn
Jörfagleði var núverandi sýslumað-
ur Dalamanna, Pétur Þorsteinsson,
og var það táknrænt og ánægjulegt
að hann skyldi verða til þess að
endurreisa þá gleði er kollegi hans
fyrrverandi varð til að stöðva á sinni
tíð þó ólíku sé sjálfsagt saman að
jafna Jörfagleði nútímans og þeirri
er áður var. Og þó — manneðlið
er samt við sig — og sú þörf að tjá
og flytja þann boðskap í tali og
tónum, er á rætur í menningararfi
hverrar tíðar, er ávallt fyrir hendi.
Og það er skemmtilegt að geta
þess, þegar litið er til liðinnar sögu,
að sá sem bjó á Jörfa í Haukadal
þegar Jörfagleði var bönnuð 1708
hét Sigurður Þorgilsson. Hann var
afi Péturs Þorsteinssonar sýslu-
manns á Ketilsstöðum á Völlum,
en hann var aftur alnafni og forfað-
ir núverandi sýslumanns Dala-
manna, þess er leyfði Jörfagleði að
nýju-
Dagskrá Jörfagleðinnar að þessu
sinni var fjölbreytt að vanda og
stóð í þijá daga. Hún var haldin í
Dalabúð í Búðardal 30. apríl og 1.
og 2. maí og setti formaður Jörfa-
gleðinefndar, Brynja Jónsdóttir,
hátíðina, Bjöm Guðmundsson las
upp og Hörpukórinn söng undir
stjórn Ragnars Inga Aðalsteinsson-
ar, Sigurbjöm Sveinsson sá um
spurningaleik og Svavar Garðars-
son um skemmtiatriði. Síðan lék
diskótekið Dísa fyrir dansi. Næsta
dag var svo fjölskyldumessa í
Hjarðarholtskirkju, opnuð mál-
verkasýning frá Listasafni ASÍ í
grunnskólanum í Búðardal og jafn-
framt var þar sýning á vinnu
nemenda og hraðskákmót, kvik-
myndin Stella í orlofi var svo sýnd
síðdegis, kvöldvaka var um kvöldið,
sem hófst með 1. maí ávarpi, þá
var kórsöngur Vorboðans undir
stjórn Kjartans Eggertssonar, nem-
endur Tónlistarskóla Dalasýslu
léku, þá tók við sveitakynning og
var Klofningshreppur kynntur af
þeim Eggert Kjartanssyni og Grét-
ari Sæmundssyni, þá var kvartett-
söngur þar sem Dalakútar sungu
og að lokum lék harmonikusveitin
Nikkólína nokkur lög.
Á laugardaginn var svo fjöl-
skyldumessa í Hvammskirkju eftir
hádegið og síðan sveitakeppni í
skák milli heimamanna og brott-
fluttra Dalamanna í Laugaskóla og
höfðu heimamenn betur, þá var
einnig skemmtidagskrá á vegum
skólans á Laugum og í Búðardal
og jafnframt hafði kvenfélagið Guð-
rún Ósvífursdóttir kaffisölu í
skólanum. Um kvöldið sýndi svo
Leikklúbbur Laxdæla leikritið
„Blessað barnalán" eftir Kjartan
Ragnarsson í Dalabúð og síðan var
þar stiginn dans fram eftir nóttu —
og lauk þar með Jörfagleði Dala-
manna 1987.
Alla dagana tól:u fjölmargir þátt
í dagskráratriðum, sem að allra
dómi voru vel heppnuð og hin
ánægjulegustu, og hyggja menn
gott til næstu gleði að tveimur árum
liðnum. — IJH
Veiðileyfi
Veiðivötn á Landmannaafrétti verða
opnuð föstudaginn 19. júní kl.
15.00. Afgreiðsla og pöntun veiði-
leyfa fer fram í Skarði frá kl.
11.00-19.00, sími 99-5580.
Stjómin.
Vinningstölurnar 23. maí 1987.
Heildarvinningsupphæð: 5.115.088,-
1. vinningur var kr. 2.562.658,- og skiptist hann á milli 6 vinn-
ingshafa, kr. 427.109,- á mann.
2. vinningur var kr. 765.729,- og skiptist hann á milli 374
vinningshafa, kr. 2.047,- á mann.
3. vinningur var kr. 1.786.701,- og skiptist á milli 9813 vinn-
ingshafa, sem fá 182 krónur hver.
Upplýsinga-
simi:
685111.
Sambyggðar
trésmíðavélar
RAFMAGNS
OFNAR
Líkjast vatnsotn-
um, gefa ekki
þurran hita og
eru sparneytnir.
KJÖLUR SF.
Hverfisgötu 37, 105 Reykjavik,
simar 21490-21846.
Vikurbraut 13, 230 Keflavik,
simi 92-2121.
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásídum Moggans!
” Gódan daginn!