Morgunblaðið - 26.05.1987, Blaðsíða 83

Morgunblaðið - 26.05.1987, Blaðsíða 83
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987 83 Stjórnarmenn Skáksambands íslands og fjölskylda Hannesar Hlífars tóku á móti honum við komuna til landsins á sunnudag. Hér fagnar amma Hannesar, Hlíf Bjarnadóttir, honum en móðir hans, Sesselja Friðriksdóttir, fylgist með. Verðlaunahafarnir á pallinum. Hannes Hlífar er í miðið en vinstra meginn við hann er Adams frá Englandi, sem varð í 2. sæti, og hægra megin er Wely frá Hollandi sem náði 3. sæti. Fyrir framan standa Campomanes forseti FIDE og Jungwirth forseti austurríska skáksambandsins. Það var of snemmt fyrir Hannes á laugardag að spá fyrir um hvað tekur við hjá honum. Hann kveið mest fyrir „fjölmiðlavitleysunni" sem beið hans heima. Hann er ekki búinn að fá sér sumarvinnu og er ákveðinn í að ráða sig ekki í garð- vinnu hjá Ríkisspítölunum eins og í fyrra. „Mér hundleiddist að vinna í einhveiju beði,“ sagði hann og hristi höfuðið yfir þeirri tímasóun. Hann hefur áhuga á að taka þátt í heimsmeistaramóti unglinga undir 19 ára aldri á Filippseyjum í sumar en var ekki viss um hvort hann gæti það kostnaðarins vegna. „Það er mjög dýrt að taka þátt í mótum svona langt í burtu," sagði hann. En Guðmundur var bjartsýnn og átti von á að einhveijir fengjust til að styrkja Hannes Hlífar til ferðar- innar. „Ætli skákáhugamenn heima væru ekki tilbúnir að senda hann á mót til tunglsins eftir þessa frammi- stöðu,“ sagði Guðmundur hlæjandi, og þeir Hannes fóru að fá sér stór- an ís í tilefni af sigrinum. Bg4! Svartur er ekki af baki dott- inn. Staða hvíta kóngsins virðist ótrygg. 28. Heal — Bxg3, 29. hxg3 — Bf3, 30. Dh4! Hannesi þótti ekki fýsilegt að leika 30. De4 vegna 30. — e4 ásamt 31. — Hh6. 30. - Bxd5, 31. Hxd5 - Df7? Svartur uggir ekki að sér. 32. Ha7! Hannes lætur ekki svona tækifæri úr greipum sér ganga, þótt hann sé í tímahraki. 32. — Dg6, 33. Hxh7+ - Dxh7, 34. Dxf6+ - Kg8, 35. Kxg2 - Hf8? Tapar strax. Reynandi var 35. — De4+, 36. Df3 - Dxf3+, 37. Kxf3 - Hxb3, 38. Hxd6 - Hxc3+. 36. Dg5+ - Kf7, 37. Hxd6 - De4+, 38. Kfl. Svartur gafst upp. Hvítur sleppur úr skákunum eftir 38. — Dbl+, 39. Ke2 - Dc2+ 40. Hd2 - De4+, 41. De3. Hannes Hlífar Stef- ánsson var orðinn heimsmeistari. Deilur um upprekstur á Austurafrétt Mývetninga: > - Hætta á að vorbeitin valdi alvarlegu sandfoki* - segir Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri LANDGRÆÐSLA ríkisins gerði um helgina athugasemdir við upp- rekstur tveggja Reykjahlíðarbænda á svokallaðan Austurafrétt. Vitnar Landgræðslan í samkomulag og ákvarðanir á almennum bændafundi síðastliðið haust þar sem ákveðið var að fé yrði ekki rekið á afrétt fyrr en í fyrsta lagi 1. júní, en þó ekki fyrr en að lokinni gróðurskoðunarferð Landgræðslunnar og gróðurverndar- nefndar sýslunnar. Bændurnir fluttu lambfé á Austurafrétt fyrir helgina. Landgræðslan kærði uppreksturinn til sýslumannsins á Húsavík, en féll síðar frá kærunni, „í trausti þess að ekki verði fleiri kindur fluttar á afréttinn," að sögn Sveins Runólfssonar land- græðslustjóra. Sveinn Runólfsson lýsti sjónarmið- um Landgræðslunnar í þessu máli á eftirfarandi hátt: „Landgræðslan hefur undanfarin ár haft áhyggjur af gróðurfari á afréttarsvæðum Skútustaðahrepps. Þetta er afskap- lega sendið land og mikið sandfok, sérstaklega í þurrkatíð, eins og ver- ið hefur í vor. Á þessum slóðum, svokölluðum Austurafrétti, hefur Landgræðslan girt 5 stór land- græðslusvæði á undanförnum 20 árum og friðað og þannig forðað frá því að fara í algera sandeyði- mörk. Fyrir tíu árum vöruðum við alvarlega við vorbeit þarna, en það hefur tíðkast að bændur hafi flutt fé á afrétt upp úr 20. maí, mánuði fyrr en víðast annars staðar á landinu. Almennt er ekki farið að huga að upprekstri fyrr en um miðj- an júní og á Suðurlandi í júlí. Á almennum bændafundi í Mý- vatnssveit, sem Landgræðslan og hreppsnefnd Skútustaðahrepps efndu til síðastliðið haust, var sam- þykkt að bændur myndu ekki reka fé fyrr en í fyrsta lagi eftir 1. júní og þá aðeins að lokinni gróðurskoð- unarferð Landgræðslunnar og gróðurverndarnefndar S-Þingeyjar- sýslu. Tilkynningu um þessa ákvörðun var dreift á alla bæi í Mývatnssveit. í lok síðustu viku gerðist það hinsvegar að tveir bændur úr Reykjahlíð fluttu lambfé á Austur- afrétt. Þarna hefur verið ákaflega þurrviðrasamt í vor og mikið sand- fok. Því erum við sérstaklega hræddir um afleiðingar upprekst- ursins. Það hefur komið fram í fjölmiðl- um að viðkomandi telja sig eiga þetta land og því komi það Land- græðslunni og sveitarstjóminni lítið við. Það er ljóst að samkvæmt lög- um um Landgræðsluna ber okkur að hafa gát á meðferð gróðurs hvar sem er á landinu og án tillits til hvort um er að ræða heimalönd eða önnur eignarlönd eða afrétti. Enda er það svo að þegar uppblástur hefst á eignarlöndum er kallað á Landgræðsluna og nauðsynlegar aðgerðir kostaðar af almannafé. Það urðu okkur mikil vonbrigði að samkomulag um upprekstur á þessu svæði skyldi brotið. Land þetta er í tæplega 400 m hæð yfú^ sjávarmáli og þama er enginn gró^^* ur kominn af stað nema íslenska melgresið. Það þolið illa beit, sérs- taklega fer vorbeit illa með það. í augum almennings er þetta svæði til að sjá eins og eyðimörk með stöku melgresishólum. Frá gróður- farslegu sjónarmiði er út í hött að flytja fé á þessi sandsvæði svona snemma á vorin. Vorbeitin gerir það að verkum að melgresið myndar síður eða ekki fræ og fær því ekki tækifæri til að endumýja sig og í þurrkatíð verður afleiðingin alvar- legt sandfok. Landgræðslan kærði upprekstur- inn símleiðis til sýslumanns og lögreglu. En í trausti þess að ektei. verði rekið meira fé á afréttinn höfum við ákveðið að falla frá kær- unni og ætlum ekki að sækja málið frekar. Við trúum því og treystum að bændur muni standa við ákvarð- anir og samkomulag um upprekstur sauðfjár á þessu svæði frá síðast- liðnu hausti," sagði Sveinn. Morgunblaðið/PPJ Áhöfn nýju Piper Navajo-flugvélarinnar, TF-VEL, við komuna til Reykjavíkur, Valur Andersen til^»»- hægri og Hörður Hafsteinsson. Ný flugvél til Vestmannaeyja NÝ tveggja hreyfla farþega- flugvél bættist við í flugflota landsmanna sl. laugardag, en þá lenti á Reykjavíkurflugvelli Piper PA-31C/R Navajo TF- VEL sem Valur Andersen flugmaður í Vestmannaeyjum festi kaup á nýlega vestur í Bandarikjunum. Valur sótti nýju flugvélina vest- ur til Chicago ásamt Herði Haf- steinssyni flugmanni og flugu þeir vélinni heim um Kanada og Græn- land, en heildarflugtíminn hingað var um sextán og hálf klukku- stund. Nýja Navajo-vélin verður gerð út frá Vestmannaeyjum en þaðan hefur Valur stundað leigu- og sjúkraflug um þriggja ára skeið með einshreyfilsflugvél, TF-SVO, sem er af gerðinni Socata TB.10 Tobago. Það er talið mikið öryggis- atriði að hafa tveggja hreyfla sjúkraflugvél staðsetta í Vest- mannaeyjum. Stjórnunarfélag íslands: Námstefna um milliríkjaviðskipti NAMSTEFNA um milliríkjavið- skipti verður haldin á Hótel Sögu í dag á vegum Stjórnunarfélags Islands og verður fyrirlesari hinn kunni Stephen D. Cohen, prófessor við School of Intern- ational Service, við American University í Washington. Nám- stefnan hefst kl. 12.15 og henni lýkur kl. 16. Að sögn Láru Margrétar Ragn- arsdóttur, framkvæmdastjóra Stjómunarfélagsins verður megin- efni námstefnunnar, sem er ætluð öllum þeim sem tengjast eða hafa áhuga á milliríkjaviðskiptum, hver staða íslands sé í ljósi núverandi milliríkjaviðskipta, tolla, skatta og tengsla íslands við EFTÁ og EBE. Lára Margrét sagði að rætt yrði hvaða kröfur þyrfti að gwera til íslands til þess að hagstæðari við- skiptakjörum yrði náð. Auk þess yrði rætt hveijar horfur væru í þró- un utanríkisviðskipta og tvíhliða samninga á milli Islands og Banda- ríkjanna. Hún kvaðst telja þetta efni vera mjög spennandi í dag fyr- ir okkur íslendinga í ljósi þeirrar auknu umræðu sem færi nú fram í Bandaríkjunum um varnaraðgerð- ir gegn innflutningi. „Slíkar aðgerð- ir gætu snert fiskútflutning okkar og útflutning á ullarvörum,“ sagði Lára Margrét. Hver sá slysið? LÖGREGLAN óskar eftir að hafa tal af vitnum að slysi á mótum Skúlagötu og Rauðag^ árstígs hinn 8. maí síðastliðinn. *“ Sendibifreið var ekið á mann á reiðhjóli á gatnamótunum um há- degið þennan dag, sem var föstu- dagur. Þeir sem kynnu að hafa séð atburðinn eru beðnir um að hafa samband við slysarannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.