Morgunblaðið - 26.05.1987, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞP’OJUDAGUR 26. MAÍ 1987
DAGANA 28., 29. og 30. maí
nk. munu ísraelsku þátttakend-
urnir í Eurovision-söngfva-
keppninni 1987, þeir Datner og
Knshnir, skemmta i veitinga-
húsinu Evrópu i Borgartúni 32.
Datner og Kushnir vöktu mikla
athygli fyrir skemmtilega
sviðsframkomu og óvenjulegt
lag.
Fullu nafni heita þeir félagar
Avi Kushnir og Nathan Datner.
Þeir eru 26 ára og 31 árs. Báðir
eru þeir söngvarar og leikarar auk
þess sem þeir eru liprir íþrótta-
menn.
Datner og Kushnir munu
syngja lagið sitt, „Shir Habatlan-
im“, í Evrópu. Einnig mun Halla
Margrét Arnadóttir koma fram á
fimmtudagskvöldinu og syngja
lagið „Hægt og hljótt". Sama
kvöld verður Ríkisútvarpið, rás
2, með beina útsendingu frá Evr-
ópu og hefst hún á miðnætti.
Ufsaflökum pakkað í Hraðfrystistöðinni
Morgunblaðið/Sverrir
Barnaverndarráð Islands:
Leyfi fyrir rekstri
sumarbúða ekki veitt
Datner og Kushnir skemmta gestum Evrópu dagana 28., 29. og 30. maí nk.
Datner, Kushnir og
Halla Margrét í Evrópu
Brunavarnir víða í miklum ólestri
SUMARBÚÐIR og sumardvalar-
heimili fyrir börn hafa verið
starfrækt á sumrin í áratugi og
aldrei í meira mæli en á síðustu
árum. Í fyrra tóku gildi nýjar
reglur um sumardvalarheilmili
og sumarbúðir og fela þær í sér
þær breytingar meðal annars, að
krafist er vottorðs slökkviliðs-
stjóra í viðkomandi sveitarfélagi
um að brunavarnir séu í lagi.
Þar er einnig kveðið á um að
verði uppvíst um starfrækslu
sumardvalarheimilis eða sumar-
búða, sem rekið sé án tilskilinna
rekstrarleyfa, skuli Barnavernd-
arráð krefjast lokunar þeirra.
Sækja verður um til Barnavemd-
arráðs íslands. Að sögn Guðjóns
Bjarnasonar, framkvæmdastjóra
Bamaverndarráðs, er algengt að
umsóknum fylgi ófullnægjandi
upplýsingar og eldvarnir víða í
miklum ólestri. Um 20 umsóknir
hafa borist á þessu ári, en aðeins
ein þeirra verið afgreidd enn
sem komið er.
„Úrbóta er mjög víða þörf, sérs-
taklega hvað eldvarnir varðar. Við
hvorki viljum né getum mælt með
starfsemi staða þar sem öryggi
barnanna er ekki tryggt," sagði
Guðjón. Hann sagði hlutverk
Bamaverndarráðs að meta umsókn-
ir og mæla með að leyfi sé veitt
ef umsækjandi uppfyllir tiltekin
skilyrði. En Menntamálaráðuneytið
veitir formlegt leyfi. „Ef í ljós kem-
ur að skilyrði eru ekki uppfyllt,
getum við ekki ábyrgst þessa staði,"
sagði Guðjón. Hann sagði að gerðar
væru nú meiri kröfur til þess að
lýst væri uppeldisstarfí og hvað
ætlast væri fyrir með rekstrinum.
Umsóknum skal fylgja umsögn og
mat læknis eða heilbrigðisfulltrúa
á húsnæðinu og slysahættu, grein-
argóð umsögn barnaverndarnefnd-
ar um heimilið, hæfni þess og
aðstæður. Þá á að fylgja umsókn
mat og vottorð slökkviliðsstjóra um
ástand brunavarna. „Við eftir-
grennslan hefur komið í ljós að á
mörgum þessara staða eru aðstæð-
ur þannig að þar ættu alls ekki að
dveljast böm. Við frekari athugun
kom í ljós að þeir sem gefa vott-
orð, eru í sumum tilfellum ekki
nógu ábyrgir. Ég get nefnt sem
dæmi að fyrir algera tilviljun komst
ég að því að slökkviliðsstjóri, sem
vottaði að bmnavarnir væru í góðu
ástandi og uppfylltu öll skilyrði,
hafði ekki komið á staðinn. í öðm
tilfelli var um að ræða vandaða
umsókn þar sem teikningar af hús-
næði fylgdu. Þar kom í ljós að húsið
er óbyggt, enda þótt vottorðin gæfu
annað til kynna. Einnig höfum við
gmn um að ákveðnir staðir sem
ekki hafa sótt um leyfi hyggist samt
reka sumarbúðir. Barnavemdar-
nefndir eiga að hafa eftirlit með
sumardvalarheimilum í sínu um-
dæmi og gera viðvart, en við vitum
nú að margir þessara staða hafa
starfað í mörg ár án tilskilinna
leyfa.
Nokkur sumardvalarheimilana
em heimavistarskólar á vetuma,
svo í húsnæðinu em böm allt árið,
og þess vegna er þetta ennþá alvar-
legra en ella. Það kom okkur
geysilega á óvart hvað eldvömunum
er víða ábótavant," sagði Guðjón.
Flestir sumardvalarstaðir hafa
auglýst starfsemi sína frá júníbyij-
un. Fjöldi bama er mismunandi,
allt frá 6 upp í 90 böm. Guðjón
sagði að staðimir væm ákaflega
mismunandi og um þriðjungur um-
sókna væri frá stöðum sem ekki
hefðu áður rekið sumardvalarheim-
ili eða sumarbúðir. „Bmnamála-
stofnun ríkisins hefur að okkar
tilmælum byrjað á úttekt um ástand
staðanna, en henni er auðvitað ekki
lokið. Að því er stefnt eins fljótt
og unnt er. Stofnunin hefur sýnt
mjög góðan skilning á því hve þetta
er mikilvægt, en hún er bæði fálið-
uð og með mjög viðamikil verkefni
og skyldur. Allt eins má búast við
að einhverjir staðir fái ekki leyfi í
sumar og aðrir verði þegar í stað
að gera viðeigandi ráðstafanir. Það
er ekki hægt að láta það viðgang-
ast að þar sem börn em séu þessir
hlutir ekki í lagi. Þetta er mál sem
fara þarf ofan í kjölinn á og það
verður ekki gert í einni svipan.
Bamavemdarráð mun ekki mæla
með að leyfi verði veitt til þeirra
staða sem vitað er að ekki uppfylla
skilyrðin," sagði Guðjón að lokum.
Morgunblaðið/Júlíus
Guðjón Bjarnason, framkvæmdastjóri Barnaverndarráðs.
„Það er aftur komin
fisklykt í húsið“
Frysting á bolfiski hafin að nýju í Hraðfrystistöðinni
HEFÐBUNDIN vinnsla og fryst-
ing bolfisks er hafin að nýju hjá
Hraðfrystistöðinni í Reykjavík
eftir hlé frá því á síðasta hausti.
Frystingu var þá hætt vegna
erfiðrar fjárhagsstöðu, en nú
hefur staðan lagazt, að sögn
Ágústs Einarssonar, fram-
kvæmdastjóra.
„Við hættum hefðbundinni fryst-
ingu bolfisks hér 1. október síðast-
liðinn vegna erfiðrar stöðu,“ sagði
Ágúst Einarsson, í samtali við
Morgunblaðið. „Síðan fómm við í
frystingu loðnu og loðnuhrogna í
febrúar og stóð sú vinnsla fram
eftir marzmánuði og náði tæpum
500 tonnum. Mánuður er svo liðinn
síðan við fómm að frysta bolfiskinn
aftur. Þetta verður í smáum sniðum
hjá okkur, mun smærri en áður
fyrr. Þá tek ég eitthvað af fiski af
eigin skipum og að auki er alltaf
einhver fiskur til í skiptum milli
útgerða. Skipin munu áfram ýmist
landa heima eða erlendis, en með
tilkomu fiskmarkaða getur þetta
allt breytzt.
Það hefur sýnt sig, því miður,
að það var rétt ákvörðun á sínum
tíma að hætta frystingunni. Staðan
hefur lagazt, útlitið er nokkuð bjart
og svo getur maður bara ekki slitið
sig frá þessu. Það er aftur komin
fisklykt í húsið," sagði Ágúst Ein-
arsson.