Morgunblaðið - 26.05.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 26.05.1987, Blaðsíða 52
fið 52 ??fff I*V .32 5It.TOA(TTÍT,(TI5T!T (TISAJ9VÍITQÍTÖM MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987 V estmannaeyjar: * Arni Johnsen sæmdur gull- merki SVFÍ ÁRNI Johnsen, fyrrverandi al- þingismaður, var sæmdur gullmerki Slysavarnafélags Is- lands við skólaslit Stýrimanna- skólans í Vestmannaeyjum. Skólaslitin voru tengd komu Sæbjargar — slysavarnaskóla sjómanna — til Vestmannaeyja. í frétt frá Slysavamafélagi Is- lands kemur fram að Arni var sæmdur gullmerki SVFÍ í þakk- lætisskyni fyrir stóran þátt hans í því að skipið var afhent félaginu til þessa starfs á sínum tíma, svo og fyrir margvísleg störf hans í þágu öryggismála og fræðslumála sjómanna. „Ég er þakklátur fyrir þann hlýhug sem Slysavarnafélagið sýnir með þessu," sagði Ámi Jo- hnsen í samtali við blaðamann Morgunblaðsins af þessu tilefni. „Ég lít fyrst og fremst á þetta sem viðurkenningu á frumkvæði og baráttu margra manna í Eyjum fyrir þessum málum. Ég er aðeins einn úr þeirra hópi,“ sagði Ámi. Morgunblaðið/Sigurgeir Haraldur Henrysson, forseti SVFÍ, afhendir Arna Johnsen gullmerki félagsins fyrir störf að örygg- is- og fræðslumálum sjómanna. Skólaslit Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum: Flest öll verðlaun komu í hlut Birgis Þórs Guðmundssonar Vestmannaeyjum. SKÓLASLIT Stýrimannaskól- ans í Vestmannaeyj um fóru fram i Básum 16. maí. Skólaslit- in nú tengdust komu skips Slysavarnafélags Islands, Sæ- bjargar, til Eyja. Meðal gesta við skólaslitin voru Haraldur Henrýsson forseti SVFÍ, Þor- valdur Axelsson skipstjóri á Sæbjörgu og forstöðumaður Slysavarnaskóla sjómanna, og áhöfn Sæbjargar. I vetur vom 11 nemendur í I. stigi og 15 á II. stigi. Þá luku 7 nemendur í vetur undanþágunám- skeiði við skólann. Bestum árangri á I. stigi náði Stefán Guðmundsson frá Húsvík með meðaleinkunnina 9,20. Annar varð Gylfi Siguijónsson, Vest- mannaeyjum, með 8,82 og þriðji Haraldur Sverrisson, Vestmanna- eyjum, með 8,74. Á öðru stigi varð hæstur Birgir Þór Guðmundsson, Garði, með 9,15 í meðaleinkunn. Annar varð Þórður Bjömsson, Siglufirði, með 8,53 og þriðji Nökkvi Jóhannes- son, Blönduósi, með 8,13. Fjöl- margar viðurkenningar em árlega veittar fyrir góðan námsárangur og svo vildi til nú að flest öll verð- launin féllu í skaut eins og sama nemandans, Birgis Þórs Guð- mundssonar. Hann hlaut sjónauka í verðlaun fyrir hæstu einkunn í siglingafræði, baromet fyrir hæstu meðaleinkunn á II. stigi, bókaverðlaun fyrir hæstu einkunn í íslensku og bestu skólasókn og loks Verðandi-úrið. Tveir nemendur, Sigurður G. Pálsson og Þórður Björnsson, fengu bókaverðlaun fyrir frábær- ar íslenskuritgerðir. Þess má geta að fjórir nemendur náðu þeim frá- bæra árangri að fá 10 í einkunn fyrir ritgerð, en það hafði aðeins einum nemanda tekist fram til þessa frá stofnun skólans árið 1964. Skólanum bámst margar góðar gjafir við skólaslitin frá gömlum nemendum og öðmm velunnumm skólans. Nemendur sem útskifuð- ust nú lögðu fram 25 þús. krónur sem stofnframlag í sjóð sem þeir stofnuðu til styrktar ekkjum nem- enda skólans sem hafa farist. Skólastjóri Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum er Friðrik Ás- mundsson. Auk hans er Sigurgeir Jónsson fastráðinn kennari við skólann en 10 stundakennarar vom við skólann í vetur. — hkj. Morgunblaðið/Sigurgeir Sæbjörgn færðar góðar gjafir Vestmannaeyjum. SÆBJÖRG, skip Slysavarnafé- lags Islands, kom tll Vest- mannaeyja fyrir fyrri helgi í sinni fyrstu ferð út á land. Skip- ið fékk höfðinglegar móttökur í Eyjum og því voru færðar margar góðar gjafir sem af- hentar voru við hátíðlega athöfn um borð í skipinu á laug- ardaginn. Sæbjörgin er sem kunnugt er fljótandi Slysa- varnaskóli sjómanna og i vikunni var þriggja daga vel heppnað námskeið í skólanum sem fjölmargir sjómenn úr Eyj- um sóttu. Það var strax að loknum skóla- slitum Stýrimannaskólans í Eyjum sem boðað var til athafnar um borð í Sæbjörginni þar sem hún lá við festar við Básaskers- bryggju. Þar færðu ýmis félög og fyrirtæki skipinu góðar gjafir sem þeir Haraldur Henrýsson, forseti Frá öryggisnámskeiði um borðí Sæbjörgu í Vest- mannaeyjum. SVFÍ, og Þorvaldur Axelsson, skipstjóri og skólastjóri Slysa- varnaskóla sjómanna, veittu viðtöku og þökkuðu. Ýmis félagasamtök og fyrir- tæki í Eyjum gáfu peningagjafir, alls um 625 þús krónur, sem var- ið verður til tækjakaupa í skipið. Stærsta framlagið kom frá Slysa- vamadeildinni Eykyndli, 300 þús. krónur. Afhent var framlag að fjárhæð 275 þúsund krónur frá Bátaábyrgðarfélagi Vestmanna- eyja, Sjómannadagsráði, Sjó- mannafélaginu Jötni, Trygginga- miðstöðinni hf., Utvegsbændafé- lagi Vestmannaeyja, Vélstjórafélagi Vestmanneyja og Vestmannaeyjabæ. Sigurður Ein- arsson forstjóri afhenti 50 þúsund króna framlag frá fyrirtæki sínu. Þá afhentu félagar í Kiwanis- klúbbnum Helgafelli gjafabréf fyrir tveimur Sigmunds-gálgum og frá vélsmiðjunni Þór hf. fyrir einum Sigmunds-gálga og upp- setningu sleppibúnaðarins á skipinu. Ýmsar fleiri góðar gjafir voru færðar skipinu við þetta tækifæri. Eftir helgina hófst síðan þriggja daga námskeið fyrir sjó- menn í slysavarnaskólanum þar sem var bæði bóklegt og verklegt nám í slysavarna- og björgunar- málum. Sjómenn sem sóttu námskeiðið og fréttaritari ræddi við rómuðu mjög þessi námskeið, framkvæmd þeirra og allan að- búnað um borð í Sæbjörgu. — hkj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.