Morgunblaðið - 26.05.1987, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987
A ÍSLANDI í 20 ÁR
Við lofum þyí
sem skiptir mestu
máli:
GÓÐRI
ÞJÓNUSTU
Verð og tæknileg
útfærsla við allra
hæfi
PFAFF
Borgartúni 20
Sími 2-67-88
Viljum auka viðskipti
og* menningarleg tengsl
MIKILL vilji er fyrir því í Suður-Kóreu að auka enn viðskipti og
menningartengsl við ísland. Á siðasta ári keyptu Islendingar vörur
af Suður-Kóreumönnum fyrir rúmlega 1,8 milljón dollara en 757
þúsund dollara árið áður. í fyrra nam innflutningur Islendinga til
Suður-Kóreu um 1,5 milljón dollara en var aðeins um 172 þúsund
dollarar árið 1985. Þetta kom fram í samtali sem blaðamaður Morgun-
blaðsins átti við Sung Han Song, sendiherra Suður-Kóreu á íslandi,
og Suk-Won Tae, sendiráðunaut, sem aðsetur hafa í Osló, þegar
þeir heimsóttu Island.
I samtalinu við Sung Han Song
kom fram að það er einkum fiskur,
sem Suður-Kóreumenn kaupa héð-
an, en íslendingar kaupa á móti inn
vefnaðar- og leðurvörur, hjólbarða
og hljóðfæri. Vilji er fyrir því á Is-
landi að flytja inn bifreiðar, sem
Kóreumenn smíða, en þeir hafa enn
ekki getað svarað eftirspurninni
héðan og víða annars staðar.
Sendiherra lagði áhersla á, að
þótt ísland og Suður-Kórea væru
um margt mjög ólík ríki í menning-
arlegu, pólitísku og atvinnulegu
tilliti ættu þau hins vegar sameigin-
legra hagsmuna að gæta og deildu
saman mikilvægum grundvallarvið-
horfum, s.s. til fijálsra viðskipta.
Kóreumenn er mjög annt um
fríverslun, þar sem eru mjög háðir
utanríkisviðskiptum. Þeir leggjast
því eindregið gegn hvers kyns tak-
mörkunum á innflutningi. Þeim
hefur tekist að yfirvinna hallann á
viðskiptum við útlönd og dregið
verulega úr skuldasöfnun erlendis.
Morgunblaðið/Bjami
Sung Han Song, sendiherra Suð-
ur-Kóreu á íslandi
Mikill hagvöxtur hefur verið í
landinu að undanförnu og á síðasta
ári varð Suður-Kóreu 12. í röðinni
af stærstu verslunarþjóðum verald-
ar.
Að sögn Sung Han Song og Suk-
Won Tae vænta Suður-Kóreumenn
mikils af 24. Olympíuleikunum, sem
verða í Seoul, höfuðborg landsins,
haustið 1988. Þátttakendur verða
um 30 þúsund og búist er við um
250 þúsund ferðamönnum hvað-
anæva að úr heiminum til landsins
til að fylgjast með leikunum. Um
tíma var búist við því að íþrótta-
menn frá kommúnistaríkjunum
mundu ekki mæta í Seoul, en nú
er talið að þeir komi. Norður-
Kóreumenn hafa hins vegar ekki
samþykkt þátttöku. Raunar er því
haldið fram í fjölmiðlum í Norður-
Kóreu, en þeir lúta algjörlega forsjá
ríkisins, að Olympíuleikarnir verði
haldnir þar í landi og vita lands-
menn ekki betur! Sung Han Song
sagði að Suður-Kóreumenn vildu
gjaman fá íþróttamenn úr norð-
urríkinu til þátttöku, enda væri hér
um sömu þjóðina að ræða, þótt hún
lyti yfirráðum kommúnista. Þeir
hefðu því boðist til að veita Norður-
Kóreumönnum tækifæri til að sjá
um nokkra þætti leikanna, s.s. borð-
tennis og bogalist og knattspymu
að hluta til, en Norður-Kóreumenn
gerðu kröfu til að fá enn meira til
sín.
Gœðanna vegna!
Schiphol flugvöllur í Amsterdam er heimavöllur KIJVl,
Konunglega hollenska flugfélagsins. KLM flýgur til 127 borga
í 76 löndum. Þar sem Schiphol er miðsvæðis og þaðan eru
tíð flug tili 60 borga í Evrópu er engin furða þótt hann sé vin-
sælasti tengivöllur álfunnar.
Arnarflug flýgur nú fimm daga í viku til Amsterdam og
lendir þar á hádegi svo þú hefur úr mörgum tengiflugum
KLM að velja á endanlegan ákvörðunarstað.
Vegna þess að á Schiphol er öll þjónusta undir einu þaki
er einstaklega þægilegt að ná framhaldsfluginu. Gefðu þér
samt tíma til að heimsækja hina gríðarstóru fríhöfn, sem býð-
ur upp á yfir 50.000 vörutegundir. Þetta er stærsta og ódýrasta
fríhöfn í Evrópu.
Næst þegar þú þarft að fara til Evrópu fljúgðu þá með
Arnarflugi um Schiphol. Þú færð þægilegt tengiflug með KIJVl
og getur gert góð kaup í fríhöfninni.
Nánari upplýsingar hjá Arnarflugi í síma 84477 og hjá
ferðaskrifstofunum.
Áætlun ARNARFLUGS til Amsterdam
Brottför Lendlng Brottför Lending
Kcflavík Amsterdam Amsterdam Kcílavík
Þriðjudaga 07:00 12:05 13:00 14:15
Miðvikudaga 07:00 12:05 13:00 14:15
Föstudaga 07:00 12:05 13:00 14:15
Laugardaga 07:00 12:05 13:00 14:15
Allir tímar eru staðartímar
Traust flugfélag KLM
^ Royal Dutch Aírlines