Morgunblaðið - 26.05.1987, Síða 22

Morgunblaðið - 26.05.1987, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987 A ÍSLANDI í 20 ÁR Við lofum þyí sem skiptir mestu máli: GÓÐRI ÞJÓNUSTU Verð og tæknileg útfærsla við allra hæfi PFAFF Borgartúni 20 Sími 2-67-88 Viljum auka viðskipti og* menningarleg tengsl MIKILL vilji er fyrir því í Suður-Kóreu að auka enn viðskipti og menningartengsl við ísland. Á siðasta ári keyptu Islendingar vörur af Suður-Kóreumönnum fyrir rúmlega 1,8 milljón dollara en 757 þúsund dollara árið áður. í fyrra nam innflutningur Islendinga til Suður-Kóreu um 1,5 milljón dollara en var aðeins um 172 þúsund dollarar árið 1985. Þetta kom fram í samtali sem blaðamaður Morgun- blaðsins átti við Sung Han Song, sendiherra Suður-Kóreu á íslandi, og Suk-Won Tae, sendiráðunaut, sem aðsetur hafa í Osló, þegar þeir heimsóttu Island. I samtalinu við Sung Han Song kom fram að það er einkum fiskur, sem Suður-Kóreumenn kaupa héð- an, en íslendingar kaupa á móti inn vefnaðar- og leðurvörur, hjólbarða og hljóðfæri. Vilji er fyrir því á Is- landi að flytja inn bifreiðar, sem Kóreumenn smíða, en þeir hafa enn ekki getað svarað eftirspurninni héðan og víða annars staðar. Sendiherra lagði áhersla á, að þótt ísland og Suður-Kórea væru um margt mjög ólík ríki í menning- arlegu, pólitísku og atvinnulegu tilliti ættu þau hins vegar sameigin- legra hagsmuna að gæta og deildu saman mikilvægum grundvallarvið- horfum, s.s. til fijálsra viðskipta. Kóreumenn er mjög annt um fríverslun, þar sem eru mjög háðir utanríkisviðskiptum. Þeir leggjast því eindregið gegn hvers kyns tak- mörkunum á innflutningi. Þeim hefur tekist að yfirvinna hallann á viðskiptum við útlönd og dregið verulega úr skuldasöfnun erlendis. Morgunblaðið/Bjami Sung Han Song, sendiherra Suð- ur-Kóreu á íslandi Mikill hagvöxtur hefur verið í landinu að undanförnu og á síðasta ári varð Suður-Kóreu 12. í röðinni af stærstu verslunarþjóðum verald- ar. Að sögn Sung Han Song og Suk- Won Tae vænta Suður-Kóreumenn mikils af 24. Olympíuleikunum, sem verða í Seoul, höfuðborg landsins, haustið 1988. Þátttakendur verða um 30 þúsund og búist er við um 250 þúsund ferðamönnum hvað- anæva að úr heiminum til landsins til að fylgjast með leikunum. Um tíma var búist við því að íþrótta- menn frá kommúnistaríkjunum mundu ekki mæta í Seoul, en nú er talið að þeir komi. Norður- Kóreumenn hafa hins vegar ekki samþykkt þátttöku. Raunar er því haldið fram í fjölmiðlum í Norður- Kóreu, en þeir lúta algjörlega forsjá ríkisins, að Olympíuleikarnir verði haldnir þar í landi og vita lands- menn ekki betur! Sung Han Song sagði að Suður-Kóreumenn vildu gjaman fá íþróttamenn úr norð- urríkinu til þátttöku, enda væri hér um sömu þjóðina að ræða, þótt hún lyti yfirráðum kommúnista. Þeir hefðu því boðist til að veita Norður- Kóreumönnum tækifæri til að sjá um nokkra þætti leikanna, s.s. borð- tennis og bogalist og knattspymu að hluta til, en Norður-Kóreumenn gerðu kröfu til að fá enn meira til sín. Gœðanna vegna! Schiphol flugvöllur í Amsterdam er heimavöllur KIJVl, Konunglega hollenska flugfélagsins. KLM flýgur til 127 borga í 76 löndum. Þar sem Schiphol er miðsvæðis og þaðan eru tíð flug tili 60 borga í Evrópu er engin furða þótt hann sé vin- sælasti tengivöllur álfunnar. Arnarflug flýgur nú fimm daga í viku til Amsterdam og lendir þar á hádegi svo þú hefur úr mörgum tengiflugum KLM að velja á endanlegan ákvörðunarstað. Vegna þess að á Schiphol er öll þjónusta undir einu þaki er einstaklega þægilegt að ná framhaldsfluginu. Gefðu þér samt tíma til að heimsækja hina gríðarstóru fríhöfn, sem býð- ur upp á yfir 50.000 vörutegundir. Þetta er stærsta og ódýrasta fríhöfn í Evrópu. Næst þegar þú þarft að fara til Evrópu fljúgðu þá með Arnarflugi um Schiphol. Þú færð þægilegt tengiflug með KIJVl og getur gert góð kaup í fríhöfninni. Nánari upplýsingar hjá Arnarflugi í síma 84477 og hjá ferðaskrifstofunum. Áætlun ARNARFLUGS til Amsterdam Brottför Lendlng Brottför Lending Kcflavík Amsterdam Amsterdam Kcílavík Þriðjudaga 07:00 12:05 13:00 14:15 Miðvikudaga 07:00 12:05 13:00 14:15 Föstudaga 07:00 12:05 13:00 14:15 Laugardaga 07:00 12:05 13:00 14:15 Allir tímar eru staðartímar Traust flugfélag KLM ^ Royal Dutch Aírlines
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.