Morgunblaðið - 26.05.1987, Page 46

Morgunblaðið - 26.05.1987, Page 46
T* 46 V8CI IAM as HTjnAOUUíIÍM moA.iavujono»/ MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987 Jarðskjálftarnir á Suðurlandi Einar Viðar Viðarsson í Ásólfsskála hugar að brotinni styttu og öðrum hlutum sem féllu niður á gólf í jaðrskjálftanum. Undir Eyjafjöllum: Kýrnar bauluðu hátt í fjósi Dynur frá fjöllum vegna skriðufalla Holti undir Eyjafjöllum. MIKILL gnýr fylgdi jarðskjálft- anum sem gekk hérna yfir um hádegi í gær. Gijót hrundi úr fjöllum, styttur, myndir og blóm féllu úr liillum og dæmi eru um vatnsleiðslur sem fóru úr sam- bandi. Jóna Guðmundsdóttir, húsmóðir í Ásólfsskála, sagðist hafa orðið verulega hrædd því þetta hafi verið mesti skjálfti sem hún hafi upplif- að. Það hafi hrunið úr hillum og þegar hún hljóp út hafi mikill gnýr fyllt loftið sem virtist eins og koma úr suðaustri og fara til norðvest- urs. Kýmar bauluðu hátt í fjósi, fé hljóp hrætt um og dynur var frá íjöllum vegna skriðufalla. Guðjón Ólafsson, oddviti í Syðstu-Mörk, sagði þetta vera snarpasta jarðskjálfta sem hann hefði lifað. Það hefði hrunið úr hill- um, myndir dottið niður, gömul, hlaðin útihús, sem ekki væru lengur notuð, hefðu fallið saman og hita- vatnskútur færst úr stað og vatns- lögn úr honum spmngið. Með fjöllunum hefði verið mikið grjót- hrun og rykmökkur staðið upp frá Hrafnagili sem benti til verulegs gijóthruns þar. — Fréttaritari Greinilega mikil hreyf- ing á jarðskorpunni - segir Sveinn ísleifsson, sem fór í eftirlitsflug yfir svæðið við Heklu „VIÐ sáum að það höfðu fallið snjóskriður og greinilegt var að mikil hreyfing hefur verið á jarð- skorpunni," sagði Sveinn ísleifs- son, varðstjóri í lögreglunni á Hvolsvelli, en hann fór í þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir svæð- ið þar sem jarðskjálftinn átti upptök sín í gær. Almannavamir ríkisins ákváðu að þyrlan, TF-SIF, skyldi send í eftirlitsflug yfir svæðið, svo auð- veldara væri að sjá afleiðingar jarðskjálftans. „Við flugum yfir svæðið í kringum Heklu og í hlíðum §allsins höfðu fallið margar snjó- skriður," sagði Sveinn. „Þá var einnig greinilegt að hreyfing hafði verið á snjónum í Vatnafjöllum og víðar. Þó sáum við hvergi skriðu- föll eða aurskriður, en við Heklu- rætur, nærri Trippaflöllum, sáum við spmngur og vom það einu merkjanlegu jarðföllin á svæðinu. Það rýkur alltaf upp úr toppnum á Heklu en það var ekki sjáanlegt að hún hefði brætt af sér snjó. Því þykir mér ósennilegt að fjallið sé að láta á sér kræla, en um það verða aðrir að dæma.“ Eftir að þyrlan hafði hringsólað yfir Heklu var flogið austur með Jarðskjálftinn fannst mjög greinilega í Vestmannaeyjum, en sjaldgæft mun að skjálftar, sem eiga upptök á Suðurlandi, finnist greinilega i Eyjum. Ekki urðu umtalsverðar skemmdir Eyjafjöllum. „íbúar þar höfðu til- kynnt að skriður hefðu fallið, en þær reyndust smáar," sagði Sveinn. „Þama er jörðin þun- og því hafa fallandi steinar þyrlað upp þurri jörð, svo í fjarska hefur fólki virst sem um stærri skriður hafí verið að ræða. Það er ekki vitað til þess að þetta gijóthmn hafi neinu tjóni valdið, svo þetta fór betur en á horfðist," sagði Sveinn ísleifsson, varðstjóri. í skjálftanum. Steinar hmndu úr Klifínu og urðu smávægilegar skemmdir á girðingu af þeim sök- um. Gert var við skemmdimar strax. Vamingur féll úr hillum verzlana. Vestmannaeyjar: Hrundi úr Klifinu Gijóthnullungar sem féllu úr Eyjafjöllum í jarðskjálftanum í gærmorgun. Mori?unbiaðið/Haiidór Gunnarsson o Upptök jarðskjálfta að styrkleika 6,0 eða stærri á Richterkvarða frá árinu 1700 Heimild: 1981: Þ.E. &G.Ó.I, JARÐSKJÁLFTASVÆÐI (kort). Fyrir hádegi mánudaginn 25. maí hófst jarðskjálfta- hrina sem gekk yfir suðurland. / Upptök skjálftanna var um /10-15 km suður af Heklu. Stærsti skjálftinn mældist 5,8 stig á Ricterkvarða. Fljótshlíð: Vatn gusaðist úr pottum og skepn- ur tóku á rás Kirkjulæk, Fljótshlíð. VATN gusaðist upp úr pottum og skepnur urðu óttaslegnar og tóku á rás í jarðskjálftunum sem komu hér fyrir hádegið i gær. Gnýr var í lofti og hús nötruðu, en ekki er vitað til þess að skemmdir hafi orðið. Aðalkippurinn kom klukkan rúm- lega 12.30 í gær. Stóð hann yfír í tæpa mínútu og var harðastur um miðbikið. Fréttaritari var staddur í fjárhúsunum þegar hræringarnar gengu yfir. Þar lék allt á reiði- skjálfi, sérstaklega þak húsanna. Féð var úti en órói kom að því og fór það strax inn. Á næsta bæ tóku hross á rás heim að bæ. Svipaða sögu er frá öðrum bæjum að segja. I íbúðarhúsinu var verið að elda mat. Húsið nötraði allt og gusaðist vatn upp úr pottum sem stóðu á eldavélinni. Eggert

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.