Morgunblaðið - 10.06.1987, Side 3

Morgunblaðið - 10.06.1987, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987 3 Islendingum gefið bóka og skjalasafn Nonna í safninu eru 2-3 þúsund bókatitlar og handrit í gær afhenti Haraldur Hannesson, hagfræðingur, íslensku þjóðinni allt hið mikla bóka- og skjalasafn séra JÓns Sveinssonar, Nonna, við hátið- lega athöfn í Ráðherrabústaðn- um. Menntamálaráðherra, Sverrir Hermannsson, veitti gjöfinni viðtöku, en safnið mun i framtíðinni verða gevmt í Þjóðarbókhlöðunni. Asamt honum þakkaði gjöfina Matt- hías Á. Mathiesen, utanríkis- ráðherra, sem Haraldur sneri sér fyrst til og sem gekkst i að fá samþykki Jesúítareglunn- ar til að Nonnasafn skyldi ævinlega varðveitt hér á ís- landi. I Nonnasafni munu nú vera milli 2 og 3 þúsund titlar, þar með taldar sjálfstæðar út- gáfur Nonnabóka á mörgum tungumálum, útgáfur í tímarit- um, úrtök, sérprentanir, rit- dómar og ritgerðir um Nonnabækur víðs vegar um heim, bréfasafn og hvers konar heimildir aðrar, enda var Nonni einn af víðlesnustu og kunnustu rithöfundum, sem fslenska þjóðin hefur alið. Auk þeirra handrita sem Har- aldur Hannesson hefur safnað og varðveitt fylgir gjöfmni hans eigið safn frá honum og flölskyldu hans. Hér er því um menningar- fjársjóð að ræða, sem íslensku þjóðinni hefur nú verið afhentur til eignar. Sagði menntamálaráð- herra er hann þakkaði gjöfina þetta ótrúlega góða og verðmæta gjöf, fágæti sem væri með ólíkind- um. Þá afhenti við sama tækifæri Jóhann Salberg Guðmundsson, fyrrverandi sýslumaður, bréf sem séra Jón Sveinsson skrifaði Kristínu Guðmundsdóttur frá Sviðnum, hálfsystur sinni, en hún var amma Jóhanns. Eru það 9 bréf, 3 póstkort og 3 aðrar áletr- aðar myndir, en þau hálfsystkynin skrifuðust á 1928-1938 og var mjög kært með þeim þótt þau sæjust aldrei. Lét hann þess getið að bréfin yrðu í vörslu Haraldar Hannessonar fyrst um sinn, eins og Nonnasafnið. í Ráðherrabústaðnum höfðu verið lögð fram til sýnis nokkur eintök úr þessu dýrmæta safni. Má þar nefna fyrstu útgáfu af bókinni um Nonna í Þýskalandi; Biblíuna sem móðir hans gaf honum er hann fór frá íslandi, hún árituð af henni; útgáfur á fjölmörgum tungumálum, þar á meðal frum- handrit á kínversku frá 1930; Morgunblaðið/Borkur Frá afhendingu Nonnasafns f ráðherrabústaðnum. Frá vinstri: Matthias Á. Mathiesen, utanríkisráð- herra, Ragna Hannesdóttir og Haraldur Hannesson, hagfræðingur, Sesselja Helga Jónsdóttir og Jóhann Salberg Guðmundsson, fyrrv. sýslumaður, og Sverrir Hermannson, menntamálaráðherra. Vefarann mikla frá Kasmír, áletr- uð til séra Jóns af Halldóri Laxness 1929; kompur og minnis- bækur séra Jóns Sveinssonar og handrit hans, einstaklega fallega frágengið af Haraldi Hannessyni og margt fleira. „Eg tel að hér séu að gerast merkir atburðir," sagði Matthías Á. Mathiesen er hann rakti tildrög heimkomu bóka- og skjalasafns séra Jóns Sveinssonar til íslands. Haraldur Hannesson hafði á skóiaárum sínum kynnst séra Jóni Sveinssyni og Jóhannesi Gunnars- syni biskup var kunnugt um dálæti hans á honum og fékk hann til að hafa upp á eftirlátnum gögnum hans og um hann og helst að fá þau til Islands til ævin- legrar varðveislu. Fór Haraldur á árunum 1946-50 til útlanda og hafði upp á þeim og komu flestar þessara heimilda um ævi og starf séra Jóns Sveinssonar til landsins á árunumn 1950-1953 og hafa sfðan verið í varðveislu Haraldar Hannessonar. Lofaði Matthías Á. Mathiesen framsýni Jóhannesar biskups er hann fól einmitt Har- aldi Hannessyni þetta verk, sem í 30 ár hefur verið undir hand- leiðslu hans. En fyrir 3 árum hafði Haraldur orð á þvi við Matthías að hann hefði af því áhyggjur hvað yrði um safnið að sér gengn- um. Gekk Matthías þá í það með aðstoð utanríkisþjónustunnar að fá leyfi Jesúítareglunnar fyrir því að afhenda safnið íslensku þjóð- inni til eignar.„ Og hér er séra Jón kominn heim," eins og Matt- hías Á. Mathiesen orðaði það. AEG RYKSUGANÁ FULW... VAMPYR 406 ryksugan frá AEG er 1000 W og því sérlega kraftmikil, hún er með stillanlegum sogkrafti, inndreginni snúru og snúningsbarka, svo fátteitt nefnt. er slíkt gœðatœki að við leyfum okkur að full- yrða að þú fáir hvergi jafn fjölhœfa ryksugu á svo frá- bœru verði. wr n nnn Elk W* £*% migjéZ m (STAÐGREITT) Vestur-þýsk gœði á þessu verði. - Engin spurning! ...Á FRÁMRU VERÐI! AEG ÁLVEG í EINSTOK í GÆDI A E G heimilistœki - því þú hleypir ekki hverju sem er í húsverkin! BRÆÐURNIR OKMSSON HF Lágmúla 9, sími: 38820

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.