Morgunblaðið - 10.06.1987, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987
Gjaldskrá Pósts og síma hækkar um 9,5%:
106 milljónir vantaði til
að endar næðu saman
Uppbygging gjaldskrár símaþjónustu breytist 1. júlí
GJALDSKRÁ Pósts og símamá-
stofnunar hækkar að meðaltali
um 9,5% 1. júlí næstkomandi. Á
sama tíma verða gerðar ýmsar
breytingar á uppbyggingu gjald-
skrárinnar sem miða að því að
jafna þann mun sem er á gjöldum
fyrir langlínusímtöl og innan-
bæjartaxta.
Guðmundur Bjömsson aðstoðar
Póst og símamálastjóri sagði ástæð-
una fyrir þessari hækkun vera þá
að árið 1986 hefði verið mikill halli
á rekstri stofnunarinnar, eða um
46 milljónir króna, og greiðsluhall-
inn hefði verið 214 milljónir. Á
fjárlögum fyrir 1987 hefði verið
gengið út frá ákveðnum forsendum
en reksturskostnaður hefði hækkað
síðan, meðal annars vegna launa-
þróunar. Eftir að áætlanir höfðu
verið endurskoðaðar var ljóst að
106 milljónir vantaði á þessu ári
svo stofnunin næði endum saman.
Uppbygging gjaldskrár fyrir
símaþjónustu breytist verulega frá
og með næstu mánaðarmótum en
þær breytingar hafa engin áhrif á
meðalverð gjaldskrárinnar að sögn
Guðmundar. Helstu breytingamar
em þær að sekúndum í skrefi fjölg-
ar úr 12 í 16 að degi til í hærri
langlínutaxta og út 18 í 24 í lægri
langlínutaxta. Þá verður boðið upp
á sérstakan nætur og helgartaxta
frá klukkan 23 til 8 virka daga og
frá klukkan 23 á föstudögum til 8
á mánudögum auk þess sem kvöld-
taxti byijar fyrr en áður eða
klukkan 18 í stað 19.
Við þessa breytingu fækkar
skrefum til innheimtu um 16,5%
og til að vega upp á móti því hefur
verið ákveðið að fækka inniföldum
skrefum í afnotagjaldi úr 600 í
400. í öðm lagi verður tekin upp
skrefatalning staðarsímtala á þeim
tíma sem símtöl hafa verið án tíma-
marka og verður talið á 12 mínútna
fres’ti frá klukkan 18 til 8 virka
daga og frá 18 á föstudögum til 8
á mánudögum. í þriðja lagi hækkar
verð á skrefi um 10 aura og kostar
eftir 1. júlí kr. 1,56.
Sem dæmi um breytingar á verði
símtala má nefna að 3 mínútna
innanbæjarsímtal, sem kostar að
meðaltali kr. 1,98 að degi til, hækk-
ar í 2,34. Jafn langt símtal á hærri
langlínutaxta kostar nú kr. 21,12
en kostar eftir breytingu 19,11
krónur. Gjald fyrir samskonar
símtal utan dagtaxta er nú kr.
14,52 en verður 13,26 á kvöldtaxta
og 10,33 á nætur og helgartaxta.
Sem dæmi um verðbreytingar á
30 mínútna símtali má nefna að
staðarsímtal á dagtaxta kostaði
7,92 kr. en kostar 9,36 kr. eftir
breytingu. Hærri langlínutaxti er
nú 199,32 en verður 177,06 krónur.
Eftir verðhækkun verður árs-
fjórðungsgjald fyrir síma 641 króna
í stað 585 króna. Mínútugjald fyrir
farsíma verður 7,80 krónur. Þá
hækkar póstburðargjald fyrir al-
mennt bréf úr 12 krónum í 13
krónur eða um 8,3% en póstburðar-
gjöld hækka að meðaltali um 9,5%.
Guðgeir
Jónsson
bókbind-
arilátinn
VEÐURHORFUR í DAG, 10.06.87:
YFIRLIT á hádegi í gær: Yfir sunnanveröri Skandinavíu er 988
millibara djúp lægð á leið norðnorðaustur. Yfir austanverðu Græn-
landi er heldur vaxandi 1030 millibara hæð og hæðarhryggur suður
um Grænlandshaf.
SPÁ: Fremur hæg norðaustlæg átt. Léttskýjað víðast á suður- og
vesturlandi og í innsveitum norðvestanlands, annars skýjað og
smáskúrir við norðausturströndina. Hiti á bilinu 6 til 10 stig norðan-
lands en 10 til 15 stig sunnanlands.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
FIMMTUDAGUR og FÖSTUDAGUR: Hæg norðvestanátt, skýjað
og jafnvel lítilsháttar þokumóða norðan- og norövestanlands en
bjartviöri í öðrum landshlutum. Hiti á bilinu 6 til 7 stig um norðan-
og vestanvert landið en mun meiri í öðrum landshlutum þar sem,
nýtur sólar.
TAKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
/, Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
r r r r Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* •# #
* * * * Snjókoma
* * *
-j 0 Hitastig:
10 gráður á Celsius
y Skúrir
*
V El
= Þoka
= Þokumóða
’ , ’ Súld
OO Mistur
—[- Skafrenningur
; ^ Þrumuveður
VEÐURVÍÐA UMHEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
Akureyri hhi 7 veöur skýjað
Reykjavfk 11 lóttskýjað
Bergen 16 lóttskýjað
Helslnki 16 léttskýjað
JanMayen 2 skýjað
Kaupmannah. 12 skúr
Narssarssuaq 11 skýjað
Nuuk 10 súld
Osló 11 rigning
Stokkhólmur 14 skýjað
Þórshöfn 8 skýjað
Algarve 18 lóttskýjað
Amsterdam 11 rigning
Aþena 28 lóttskýjað
Barcelona 18 skýjað
Bertin 18 hólfskýjaö
Chicago 12 skýjað
Feneyjar 24 skýjað
Frankfurt 16 skýjað
Hamborg 16 skúr
Las Palmas 25 léttskýjað
London 11 rígnlng
Los Angeles 17 þokumóða
Lúxemborg 13 skýjað
Madrid 18 skýjað
Malaga 25 skýjað
Mallorca 20 skýjað
Miami 27 skýjað
Montreal 15 skýjað
NewYork 22 alskýjað
Parfs 12 skúr
Róm 21 alskýjað
Vín 16 skýjað
Washington 24 mistur
Winnipeg 10 heiðskírt
2% hækk-
un fram
færsluvísi
tölu í júní
VÍSITALA framfærslu-
kostnaðar hækkaði um 2% í
byijun þessa mánaðar frá
byijun maímánaðar. Sam-
svarar þetta 26,8% verð-
bólgu á heilu ári. Hækkun
vísitölunnar undanfama
þrjá mánuði jafngildir 20,1%
verðbólgu en ef litið er til
síðustu 12 mánuði hefur
framfærsluvísitalan hækk-
að um 17,2%.
Samkvæmt tilkynningu frá
Hagstofu íslands stafar 0,4%
af hækkun á verði matvöru
(þar af um 0,3% vegna hækk-
unar á verði landbúnaðaraf-
urða), 0,1% af hækkun
húsnæðisliðs, 0,3% af hækkun
á verði bensíns, rúmlega 0,5%
af hækkun á verði tóbaks og
áfengis og um 0,7% af verði
ýmissa vöru- og þjónustuliða.
INNLENT
GUÐGEIR Jónsson bókbindari og
fyrrum forseti Alþýðusambands
íslands, lést á Hrafnistu aðfara-
nótt 7. júní, 94 ára að aldri.
Guðgeir var fæddur 25. apríl 1893
að Digranesi í Seltjamameshreppi,
nú Kópavogskaupstað. Foreldar
hans voru Jón Magnússon bóndi þar
og kona hans, Ásbjörg Þorláksdótt-
ir. Guðgeir lauk námi í bókbandi frá
Félagsbókbandinu í Reykjavík 1913
og vann við bókband og ýmsa verka-
mannavinnu næstu ár. Guðgeir hóf
störf í Ríkisprentsmiðjunni Guten-
berg árið 1932 og vann þar til 1979,
þar af sem verkstjóri í 32 ár.
Guðgeir vann mikið að félagsmál-
um. Hann var ritari Bókbands-
sveinafélags Íslands 1916-18 og
formaður 1918 að hluta. Hann sat
í stjóm Sjúkrasamlags Reykjavíkur
1920-37, 1938-39 og 1946-50 og í
stjómamefnd ríkisspítalanna
1935-71. Guðgeir var gjaldkeri Bók-
bindarafélags Reylq'avíkur 1935-42
og formaður 1942-50. Þá starfaði
Guðgeir í Góðtemplarareglunni
marga áratugi og gengdi þar ýmsum
trúnaðarstörfum, var meðal annars
í framkvæmdanefnd Stórstúkunnar
1937-40 og formaður Umdæmisstú-
kunnar nr. 1 1939-44 og formaður
Þingstúku Reykjavíkur í nokkur ár.
Guðgeir var ritari Alþýðusam-
bands íslands 1940-42 og forseti
þess 1942-44, síðan gjaldkeri
1946-48. Hann átti sæti á mörgum
þingum ASI og Stórstúku íslands.
Guðgeir átti auk þess sæti í ýmsum
nefndum og stjómum, þar á meðal
í stjóm Byggingarfélags alþýðu
1943-73.
Hann var heiðursfélagi Umdæm-
isstúkunnar nr. 1 árið 1945, Bók-
bindarafélags íslands 1960 og
Stórstúku Islands 1968. Hann skrif-
aði greinar í Vinnuna, tímarit ASÍ
og Bókbindarann.
Eftirlifandi eiginkona Guðgeirs er
Guðrún Sigurðardóttir. Þau eignuð-
ust 7 böm.
Hálfdán Bjarnason
í Genova látínn
Látinn er suður á Ítaíu Hálf-
dán Bjarnason, fyrrum umboðs-
maður Sölusambands íslenskra
fiskframleiðenda. Hann lést á
heimili sínu i hafnarborginni
Genova annan hvítasunnudag.
Þar átti hann lengst af heima.
Hann var 89 ára gamall, fæddur
1. febrúar 1898. Hann var frá
Steinnesi í Vestur-Húnvatns-
sýslu, sonur sr. Bjarna Pálssonar
prests þar og konu hans, Ingi-
bjargar Guðmundsdóttur.
Hann var starfsmaður hjá fisk-
sölufyrirtæki Booles sem starfaði
um árabil hér á landi í byijun aldar-
innar. Það var árið 1924 sem hann
gerðist starfsmaður útgerðarfélags
Thors Jensen, Kveldúlfs hf. Fór
hann þá suður til Ítalíu og var þar
saltfísksumboðsmaður Kveldúlfs
fram til ársins 1932. Á því ári var
Sölusamband íslenskra fiskfram-
leiðenda stofnað og gerðist Hálfdán
þá umboðsmaður þess þar syðra.
Var hann það óslitið fram í árs-
byijun 1965, en þá lét hann af
störfum fyrir aldurs sakir. í árarað-
ir var hann aðalræðismaður íslands
í Genova.
Eftirlifandi kona hans er Sandra
Bjamason. Þeim varð ekki bama
auðið.