Morgunblaðið - 10.06.1987, Page 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Viðskiptafræðingur/
skrifstofustjóri
Þekkt iðnfyrirtæki óskar að ráða ungan við-
skiptafræðing til framtíðarstarfa sem fyrst.
Reynsla í skrifstofustörfum, góð bókhalds-
kunnátta, áhugi á tölvum og þekking í
meðferð PC tölva er nauðsynleg.
í boði eru góð laun og góð vinnuaðstaða.
Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál
og öllum umsóknum verður svarað.
Umsóknir með helstu upplýsingum leggist
inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 15. júní
merktar: „Skrifstofustjóri — 918“.
Teiknistofustarf á
auglýsingastofu
Við leitum að starfsmanni sem hefur reynslu
í hreinteikningu og frágangi hverskyns aug-
lýsingaefnis. Auglýsingamenntun er ekki
skilyrði en mikilvægt er að viðkomandi hafi
áhuga og þekkingu á vinnslu auglýsingaefnis
í prentiðnaðinum.
í boði eru góð laun og áhugavert starf hjá
ungri og traustri auglýsingastofu. Ef þú hefur
áhuga þá biðjum við þig að senda umsókn
merkta „T — 8226" til auglýsingadeildar
Mbl. hið fyrsta.
Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál
og öllum umsóknum verður svarað.
Járniðnaðarmenn
Óskum efíir járniðnaðarmanni til starfa á
púströraverkstæði Fjaðrarinnar, Grensás-
vegi 5.
Upplýsingar hjá verkstjóra (ekki í síma).
Bílavörubúiin
FJÖÐRIN
Skeifan 2 sími 82944
Staða
forstöðumanns
við sálfræðideild skóla er laus til umsóknar
frá og með 1. ágúst næstkomandi. Sálfræði-
menntun áskilin. Þjálfun og starfsreynsla við
greiningu og meðferð og jafnframt þekking
á skólastarfi æskileg.
Einnig er laus staða sérfræðings (sálfræð-
ings, félagsráðgjafa eða sérkennara) frá 1.
september næstkomandi.
Umsóknir berist til Fræðsluskrifstofu
Reykjavíkurumdæmis, Tjarnargötu 20, 101
Reykjavík, fyrir 1. júlí næstkomandi.
Upplýsingar í síma 621550.
Fræðslustjóri.
Bakaranemar
og aðstoðarmenn
Óskum eftir nemum í bakaraiðn og aðstoðar-
mönnum. Upplýsingar á staðnum.
Smárabakarí,
Kleppsvegi 152,
simi82425.
Vélavörður
óskast strax á 138 brl. bát sem gerður er út
á togveiðar frá Vopnafirði.
Upplýsingar í síma 97-3143 á daginn og
97-3231 á kvöldin.
Snyrtivöruverslun
í miðbænum óskar eftir starfsfólki strax til
framtíðarstarfa. Æskilegur aldur 25-40 ár.
Vinnutími: a) 9.00-14.00.
b) 13.00-18.00.
Umsóknir er greini vinnutíma, aldur og fyrri
störf óskast sendar auglýsingadeild Mbl. fyr-
ir 13. júní merktar: „YÖ — 1537“.
Nordisk Ministerrld
Norrænn
þróunarsjóður
vegna hinna vestiægari Norðurlanda
er ný norræn stofnun sem ætlað er að stuðla
að fjölbreyttara atvinnulífi á íslandi, Færeyj-
um og Grænlandi og styrkja samkeppnis-
stöðu framleiðslufyrirtækja í þessu skyni og i
veita nauðsynlegar tryggingar til þess að lítill
og meðalstór fyrirtæki geti hrint áætlunumi
sínum í framkvæmd.
Sjóðurinn hefur starfsemi sína haustið 1987
og því er óskað eftir:
Framkvæmdastjóra (Admin-istre-
rende direktor)
Hann mun hafa daglega stjórn sjóðsins með!
höndum og annast skipulagningu frekarii
verkefna hans í samvinnu við stjórn sjóðs-
ins. Þá er honum ætlað að treysta innbyrðis
samvinnu þessara landa á sviði tækni- og
iðnframleiðslu og samvinnu þeirra og ann-
arra Norðurlanda.
Krafist er viðeigandi menntunar og starfs-
reynslu. Áhersla er lögð á að til starfans
veljist maður sem hefur reynslu af bankamál-
um, umsjón sjóða eða atvinnurekstri. Þekk-
ing á atvinnumálum þessara landa kemur
sér vel. Viðkomandi þarf einnig að hafa gott
vald á norsku, sænsku eða dönsku.
Framkvæmdastjórinn mun starfa í Reykjavík
en sjóðurinn mun hafa skrifstofu í húsnæði
Byggðastofnunar. Að auki munu fulltrúar
hans starfa í Nuuk og Þórshöfn. Starfinu i
fylgja nokkur ferðalög einkum innan þess
svæðis sem starfsemi sjóðsins tekur til.
Viðkomandi mun taka til starfa í október
1987 að því tilskildu að fyrir liggi samþykki
þjóðþinga þessara landa.
Ráðning er til fimm ára og kemur framleng-
ing hennar til greina. í boði eru góð laun og
starfsaðstaða. Laun verða í samræmi við
hæfni og reynslu viðkomandi. Aðstoð verður
veitt við að útvega húsnæði í Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til 6. júlí 1987.
Nánari upplýsingar veita:
TerjeTveito deildarstjóri og Soili Aintila ráðu-
nautur. Ráðunautarnir Harald Lossius og
Mette Vestergaard veita upplýsingar um
kaup og kjör. Síminn í Kaupmannahöfn er:
1-114711.
Skriflegar umsóknir skal senda:
Nordisk Ministerrads Sekretariat,
Store Strandstræde 18,
DK-1255 Köbenhavn K.
Einstakar snyrtivörur
umboðs-/sölumaður
Umboðsmaður óskast til að selja hágæða
svissneskar sriyrtivörur sem koma í veg fyrir
hrukkumyndanir. Einnig mjög áhrifarík til
græðingar á húðinni vegna bruna og öra o.fl.
Mjög vinsælar snyrtivörur í Noregi.
Frá föstudegi 12. júní til þriðjudagsins 16.
júní nk. verður staddur á Hótel Sögu fulltrúi
frá Noregi. Nánari upplýsingar veitir dr. Stor-
vand í Noregi í síma 35 51467.
Smurstöð
Óskum að ráða vanan mann á smurstöð
okkar nú þegar. 1. flokks vinnuaðstaða í
nýju og glæsilegu húsi. Upplýsingar um starf-
ið gefur Karl Sigurðsson.
Bílaborg hf,
Fosshálsi 1, sími 681299.
Ritari á
lögmannsstofu
Lögmannsstofa í miðborg Reykjavíkur óskar
eftir að ráða ritara í fullt starf.
Umsóknir ásamt meðmælum og upplýsing-
um um fyrri störf sendist auglýsingadeild
Mbl. fyrir 25. júní, merktar: „L — 5161“.
Matráðskona
— sjúkraliði
Vistheimili á Kjalarnesi vantar matráðskonu
og sjúkraliða eða vana konu til aðstoðar við
hjúkrun.
Upplýsingar í símum 666331 og 666480
milli kl. 8.00 og 16.00 virka daga.
Hafnargerð
Okkur vantar tækja- og verkamenn til starfa
við hafnargerð.
Nánari upplýsingar veittar í síma 622080
milli kl. 13-16, næstu daga og í síma 41878
laugardag.
Bifreiðastjórar
Viljum ráða nú þegar bifreiðastjóra til akst-
urs strætisvagna og á vakt.
Upplýsingar í símum 20720 og 13792.
Landleiðirhf.,
Skógarhlíð 10,
Reykjavík.
Skipstjóri
— stýrimaður
Vantar einhvern stýrimann eða skipstjóra á
togara til afleysinga í nokkra túra?
Upplýsingar í síma 92-2015.
Verzlun
Innflutningsfyrirtæki óskar að ráða nú þegar
starfskraft í almenn verslunar- og afgreiðslu-
störf. Hlutastarf kemur til greina.
Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist
auglýsingadeild Mbl. merkt: „Strax — 4040“
fyrir 12. þ.m.