Morgunblaðið - 10.06.1987, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 10.06.1987, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Viðskiptafræðingur/ skrifstofustjóri Þekkt iðnfyrirtæki óskar að ráða ungan við- skiptafræðing til framtíðarstarfa sem fyrst. Reynsla í skrifstofustörfum, góð bókhalds- kunnátta, áhugi á tölvum og þekking í meðferð PC tölva er nauðsynleg. í boði eru góð laun og góð vinnuaðstaða. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir með helstu upplýsingum leggist inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 15. júní merktar: „Skrifstofustjóri — 918“. Teiknistofustarf á auglýsingastofu Við leitum að starfsmanni sem hefur reynslu í hreinteikningu og frágangi hverskyns aug- lýsingaefnis. Auglýsingamenntun er ekki skilyrði en mikilvægt er að viðkomandi hafi áhuga og þekkingu á vinnslu auglýsingaefnis í prentiðnaðinum. í boði eru góð laun og áhugavert starf hjá ungri og traustri auglýsingastofu. Ef þú hefur áhuga þá biðjum við þig að senda umsókn merkta „T — 8226" til auglýsingadeildar Mbl. hið fyrsta. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað. Járniðnaðarmenn Óskum efíir járniðnaðarmanni til starfa á púströraverkstæði Fjaðrarinnar, Grensás- vegi 5. Upplýsingar hjá verkstjóra (ekki í síma). Bílavörubúiin FJÖÐRIN Skeifan 2 sími 82944 Staða forstöðumanns við sálfræðideild skóla er laus til umsóknar frá og með 1. ágúst næstkomandi. Sálfræði- menntun áskilin. Þjálfun og starfsreynsla við greiningu og meðferð og jafnframt þekking á skólastarfi æskileg. Einnig er laus staða sérfræðings (sálfræð- ings, félagsráðgjafa eða sérkennara) frá 1. september næstkomandi. Umsóknir berist til Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurumdæmis, Tjarnargötu 20, 101 Reykjavík, fyrir 1. júlí næstkomandi. Upplýsingar í síma 621550. Fræðslustjóri. Bakaranemar og aðstoðarmenn Óskum eftir nemum í bakaraiðn og aðstoðar- mönnum. Upplýsingar á staðnum. Smárabakarí, Kleppsvegi 152, simi82425. Vélavörður óskast strax á 138 brl. bát sem gerður er út á togveiðar frá Vopnafirði. Upplýsingar í síma 97-3143 á daginn og 97-3231 á kvöldin. Snyrtivöruverslun í miðbænum óskar eftir starfsfólki strax til framtíðarstarfa. Æskilegur aldur 25-40 ár. Vinnutími: a) 9.00-14.00. b) 13.00-18.00. Umsóknir er greini vinnutíma, aldur og fyrri störf óskast sendar auglýsingadeild Mbl. fyr- ir 13. júní merktar: „YÖ — 1537“. Nordisk Ministerrld Norrænn þróunarsjóður vegna hinna vestiægari Norðurlanda er ný norræn stofnun sem ætlað er að stuðla að fjölbreyttara atvinnulífi á íslandi, Færeyj- um og Grænlandi og styrkja samkeppnis- stöðu framleiðslufyrirtækja í þessu skyni og i veita nauðsynlegar tryggingar til þess að lítill og meðalstór fyrirtæki geti hrint áætlunumi sínum í framkvæmd. Sjóðurinn hefur starfsemi sína haustið 1987 og því er óskað eftir: Framkvæmdastjóra (Admin-istre- rende direktor) Hann mun hafa daglega stjórn sjóðsins með! höndum og annast skipulagningu frekarii verkefna hans í samvinnu við stjórn sjóðs- ins. Þá er honum ætlað að treysta innbyrðis samvinnu þessara landa á sviði tækni- og iðnframleiðslu og samvinnu þeirra og ann- arra Norðurlanda. Krafist er viðeigandi menntunar og starfs- reynslu. Áhersla er lögð á að til starfans veljist maður sem hefur reynslu af bankamál- um, umsjón sjóða eða atvinnurekstri. Þekk- ing á atvinnumálum þessara landa kemur sér vel. Viðkomandi þarf einnig að hafa gott vald á norsku, sænsku eða dönsku. Framkvæmdastjórinn mun starfa í Reykjavík en sjóðurinn mun hafa skrifstofu í húsnæði Byggðastofnunar. Að auki munu fulltrúar hans starfa í Nuuk og Þórshöfn. Starfinu i fylgja nokkur ferðalög einkum innan þess svæðis sem starfsemi sjóðsins tekur til. Viðkomandi mun taka til starfa í október 1987 að því tilskildu að fyrir liggi samþykki þjóðþinga þessara landa. Ráðning er til fimm ára og kemur framleng- ing hennar til greina. í boði eru góð laun og starfsaðstaða. Laun verða í samræmi við hæfni og reynslu viðkomandi. Aðstoð verður veitt við að útvega húsnæði í Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 6. júlí 1987. Nánari upplýsingar veita: TerjeTveito deildarstjóri og Soili Aintila ráðu- nautur. Ráðunautarnir Harald Lossius og Mette Vestergaard veita upplýsingar um kaup og kjör. Síminn í Kaupmannahöfn er: 1-114711. Skriflegar umsóknir skal senda: Nordisk Ministerrads Sekretariat, Store Strandstræde 18, DK-1255 Köbenhavn K. Einstakar snyrtivörur umboðs-/sölumaður Umboðsmaður óskast til að selja hágæða svissneskar sriyrtivörur sem koma í veg fyrir hrukkumyndanir. Einnig mjög áhrifarík til græðingar á húðinni vegna bruna og öra o.fl. Mjög vinsælar snyrtivörur í Noregi. Frá föstudegi 12. júní til þriðjudagsins 16. júní nk. verður staddur á Hótel Sögu fulltrúi frá Noregi. Nánari upplýsingar veitir dr. Stor- vand í Noregi í síma 35 51467. Smurstöð Óskum að ráða vanan mann á smurstöð okkar nú þegar. 1. flokks vinnuaðstaða í nýju og glæsilegu húsi. Upplýsingar um starf- ið gefur Karl Sigurðsson. Bílaborg hf, Fosshálsi 1, sími 681299. Ritari á lögmannsstofu Lögmannsstofa í miðborg Reykjavíkur óskar eftir að ráða ritara í fullt starf. Umsóknir ásamt meðmælum og upplýsing- um um fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 25. júní, merktar: „L — 5161“. Matráðskona — sjúkraliði Vistheimili á Kjalarnesi vantar matráðskonu og sjúkraliða eða vana konu til aðstoðar við hjúkrun. Upplýsingar í símum 666331 og 666480 milli kl. 8.00 og 16.00 virka daga. Hafnargerð Okkur vantar tækja- og verkamenn til starfa við hafnargerð. Nánari upplýsingar veittar í síma 622080 milli kl. 13-16, næstu daga og í síma 41878 laugardag. Bifreiðastjórar Viljum ráða nú þegar bifreiðastjóra til akst- urs strætisvagna og á vakt. Upplýsingar í símum 20720 og 13792. Landleiðirhf., Skógarhlíð 10, Reykjavík. Skipstjóri — stýrimaður Vantar einhvern stýrimann eða skipstjóra á togara til afleysinga í nokkra túra? Upplýsingar í síma 92-2015. Verzlun Innflutningsfyrirtæki óskar að ráða nú þegar starfskraft í almenn verslunar- og afgreiðslu- störf. Hlutastarf kemur til greina. Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Strax — 4040“ fyrir 12. þ.m.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.