Morgunblaðið - 10.06.1987, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987
55
Minning:
Valgeir Runólfsson
rafvirkjameistari
Fæddur 31. október 1923
Dáinn l.júní 1987
Þriðjudaginn 2. júní barst okkur
sú sorgarfrétt að Valgeir Runólfsson,
tengdasonur og mágur okkar, væri
látinn. Með þessum fáu orðum, sem
eru nær því að vera of fá en of
mðrg, viljum við minnast þessa
ágæta manns, sem var einn fastasti
punkturinn í lífi okkar. Þessi helfregn
hefði að ósekju mátt bíða í mörg ár
enn, því Valgeir var aðeins 64 ára
gamall, sem telst ekki hár aldur í
dag. Það var kannski táknrænt að
Valgeir, sem unni útivist og gróðri,
var nýkominn úr gróðursetningar-
ferð þegar kallið kom. En enginn
má sköpum renna. Ekki getum við
grátið Valgeir mág okkar og vin úr
helju, þó við fegin vildum. Við eigum
á bak að sjá manni sem gott var að
leita til með aðsteðjandi vandamál,
sem hann skildi aldrei við óleyst,
væri það í mannlegu valdi að leysa
þau. Velvild hans og ástúð lét ekki
staðar numið við okkur systkinin,
því fullyrða má að böm okkar, sem
eitthvað þekktu til hans höfðu hann
í hávegum og fundu fljótt eins og
aðrir að allar stundir í návist hans
vom góðar stundir. Til marks um
þetta má nefna ómetanlegan stuðn-
ing þann og styrk sem hann veitti
ungum hjónum, Vilborgu og Áma, í
veikindum dóttur þeirra. Fyrir þetta
vilja þau færa sínar bestu þakkir og
kveðjur.
Vilborgu og bömum þeirra vottum
við okkar dýpstu samúð. Heldur má
ekki gleyma bamabömunum þrettán
sem hafa misst afa sinn. Það em
ekki öll böm svo rík að eiga afa sem
gat búið til vísur um þau, eða fyrir
þau til að syngja. Einhvem veginn
er vorið ekki eins bjart og það var
og gefur ekki eins fögur fyrirheit og
áður.
Blessuð sé minning Valgeirs Run-
ólfssonar.
Hvers er að vænta hægt ég rís á fætur
og hljóður dreg ég tjöldin fyrir gluggann.
(Tómas Guðmundsson.)
Sigurlina Valgeirsdóttir, böm,
tengdaböra og fjölskyldur.
Katrín Krisijáns-
dóttir - Minning
Fædd ö.júlf 1901
Dáin l.júnf 1987
í dag verður til moldar borin amma
okkar, Katrín Kristjánsdóttir, Mela-
braut 5-7, Seltjamamesi. Katrín
fæddist á Ketilstöðum í Holtum, dótt-
ir hjónanna Jónínu Kristínar Vigfús-
dóttur og Kristjáns Sigvaldasonar,
bónda þar, en síðan fluttu þau að
Kvíarholti þar í sveit. Þau systkinin
urðu alls níu en sjö þeirra náðu full-
orðinsaldri og var amma síðust þeirra
á lífí.
Katrín eignaðist einn son, pabba
okkar, Sverri Guðjónsson. Þegar
amma kom til Reykjavíkur stundaði
hún ýmsa vinnu, þar á meðal við
saumaskap og ráðskonustörf. í gegn-
um árin saumaði hún margan kjólinn
og flíkumar á okkur systumar.
Amma bjó lengst af á Lambastöðum
á Seltjamamesi og eigum við þaðan
margar góðar minningar. Fyrir sex
árum flutti hún á Melabraut 5-7,
Seltjamamesi, í íbúð fyrir aldraða
þar sem hún var mjög ánægð og
leið vel. Við systumar og bama-
bamabömin þökkum Katý ömmu,
en svo kölluðum við hana alltaf, fyr-
ir samverustundimar og kveðjum
hana með þessum fátæklegu orðum
og biðjum algóðan Guð að geyma hana.
Nína og Sigga
#FAAASTEAGUR
fánastengur eru framleiddar úr áli,
hvítlakkaöar og endast vel. Uppsetning er
sérstaklega auðveld.
fánastengur bjóðum viö í eftirfarandi
lengdum: 6 — 8 — 10 — 12 — 14 — 16 metra.
SCANDINAVIA
Sudurlandsbraut 6.
sínii: 83 4 99 -3 0900
4. h. ráðstöfuð.
3. h. ráðstöfuð.
2.'h.325 + 325fm.
1. h. ráðstöfuð nema
200 fm.
erstakt tækifæri!
Til leigu er verslunar- og skrifstofuhúsnæði í nýju,
vönduðu húsi í Skipholti.
Er hér um að ræða húsnæði í eftirfarandi stærðum:
1. hæð 200 fm verslunarhúsnæði m/inn- 2.hæð325fm + 325fm= 650 fm skrifstofu-
keyrsludyrum. Húsnæðið hentar sérlega vel húsnæði. Afhending 1. október 1987.
fyrir heildverslun og verslun. Afhending 31.
júlí 1987.
Húsnæðið verður afhent í eftirfarandi ástandi:
Tilbúið að innan til innréttinga og málningar.
Með fullfrágenginni sameign og vönduðum frágangi eftir
hönnun Sturlu Más Jónssonar innanhússarkitekts.
Húsið verður fullfrágengið að utan með vönduðum frá-
gangi á lóð eftir hönnun Guðmundar Sigurðssonar
landslagsarkitekts.
Hér er um sérstakt tækifæri að ræða
m.a. vegna þess, hve staðurinn er góður
og allur frágangur sérlega vandaður.
Nánari upplýsingar í síma 82300.
Muiinmunimiuiiii