Morgunblaðið - 10.06.1987, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987
67
Manville Corporation í Bandaríkjunum:
Vilja kaupa kísilryk,
perlustein og steinull
G.C.Dillon stjórnarformaður Manville(lengst til vinstri), W.T.Step-
hens aðalforstjóri, Þorsteinn Pálsson iðnaðarráðherra og A.L.Gough,
framkvæmdastjóri vöruþróunardeildar Manville Corporation.
YFIRMENN bandaríska stórfyr-
irtækisins Manvilie Corproration
hafa lýst yfir áhuga sínum við
islensk stjórnvöld og aðra aðila
að kaupa hérlendis steinull,
kísilryk og perlustein.
Dagana 6. - 8. júní 1987 voru á
ferð hér á landi G. C. Dillon stjóm-
arformaður Manville Corporation í
Bandaríkjunum og W. T. Stephens,
aðalforstjóri, ásamt yfírmönnum
Evrópuskrifstofu Manville Corpor-
ation í París. Manville Corporation
er meðeigandi (40%) íslenska ríkis-
ins að Kísiliðjunni hf. við Mývatn.
Fulltrúar Manville Corporation áttu
sérstakan viðræðufund með iðnað-
arráðherra, þar sem ýmis mál vom
rædd.
Báðir aðilar lýstu yfír ánægju
með samstarfið og ræddu nánar
ákveðnar aðgerðir til að auka fram-
leiðni og afköst í verksmiðjunni.
Kísiliðjan hf. hefur verið rekin með
nokkmm hagnaði undanfarin tvö
ár og er eiginfjárstaða fyrirtækisins
sterk.
Einnig ræddu aðilar um að auka
samstarf Manville og íslenskra að-
ila. Meðal atriða, sem rætt var um
vom hugsanleg kaup Manville á
kísilryki frá íslenska jámblendifé-
laginu hf. og frekari úrvinnsla efna
úr kísilryki hér á landi. Fulltrúar
Manville ræddu slíkt samstarf sérs-
taklega við Jón Sigurðsson forstjóra
íslenska jámblendifélagsins hf.
Fulltrúar Manville lýstu yfír
áhuga sínum á að kanna möguleika
á perlusteinsvinnslu hér á landi, en
fyrirtækið notar milli 45.-50.000
tonn af perlusteini árlega í fram-
leiðslu sína á hágæða einangruna-
rplötum.
Að endingu ræddu yfírmenn
Manville sérstaklega við Þórð H.
Hilmarsson, framkvæmdastjóra
Steinullarverksmiðjunnar hf. á
Sauðárkróki um hugsanleg kaup
fyrirtækisins á steinull.
í frétt frá iðnaðarráðuneytinu
segir að ofangreind atriði verði
könnuð nánar á næstu vikum og
munu fulltrúar aðila ræða einstök
atriði nánar eftir því sem tilefni
gefst til.
Sjóstangaveiðimenn
færðu 22 tonn að landi
Vestmaunaeyjum.
Sjóstangaveiðimenn öfluðu
vel um hvítasunnuhelgina á 25
ára afmælismóti Sjóstanga-
veiðifélags Vestmannaeyja.
Keppendur voru 111 og þeir
færðu samtals á land tæplega
22 tonn af fiski. Þetta er
stærsta sjóstangaveiðimót sem
haldið hefur verið hér á landi
og þótti heppnast sérlega vel.
Veður var mjög hagstætt báða
keppnisdagana.
Keppendum var skipt niður í
28 sveitir sem réru á 20 bátum.
Róið var eldsnemma morguns og
komið að landi klukkan 14.
Bæjarbúar fjölmenntu á bryggj-
una til að fylgjast með þegar
bátamir lögðu að landi. Aflinn var
síðan samviskusamlega veginn og
flokkaður enda margvísleg verð-
laun í boði. Verðlaun vom sérlega
glæsileg í tilefni afmælisins, stór-
ir gull- og siifurpenignar og
sérsmíðaðir verðlaunagripir sem
Amar Ingólfsson gerði fyrir
SJÓVE.
Sveit Jóns Inga Steindórssonar
frá Vestmannaeyjum var aflahæst
á mótinu með samtals 1.246,4 kg
en sveit Sigrúnar Harðardóttur,
Akureyri, var aflahæsta kvenna-
sveitin með 960,9 kg. Jón Ingi
Steindórsson var aflahæsti karl-
maðurinn á mótinu með 522 kg
og Sólveig Erlendsdóttir, Akur-
eyri, aflahæsta konan með 397,9
kg-
Gæfa VE var aflahæsti bátur-
inn með 457,38 kg á hveija stöng
en fjórir veiðimenn vom þar um
borð og fengu samtals 1.829,5
,kg. Skipstjóri á Gæfu er Ólafur
Guðjónsson.
Stærsta físk mótsins dró Einar
Steingrímsson, Vestmannaeyjum,
löngu sem vó 21 kg. Jón Ingi
Steindórsson krækti í flesta físk-
ana, innbyrti 458 fiska. Verðlaun-
að var fyrir að krækja í flestar
tegundir físka og reyndust 11
keppendur vera með 8 tegundir.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Afla eins veiðimannsins komið upp á bryggjuna.
Dregið var um verðlaunin og féllu
þau í hlut Friðleifs Stefánssonar,
Reykjavík.
Félagar í SJÓVE hirtu öll verð-
iaunin sem veitt vom fyrir stærstu
físka hinna ýmsu tegunda. Sigur-
jón Birgisson fyrir 14 kg þorsk
og 7,7 kg keilu. Ásgeir Þorvalds-
son fyrir 2,8 kg ýsu, Láms
Einarsson fyrir 11,5 kg ufsa,
Einar Steingrímsson fyrir 21 kg
löngu, Jóhann Þorsteinsson fyrir
7,8 kg steinbít, Guðjón Öm Guð-
jónsson fyrir 2,1 kg karfa, Sveinn
Jónsson fyrir 2,1 kg lísu og Sig-
urður Einarsson fyrir 9,2 kg lúðu.
Hvítasunnumóti SJÓVE lauk
með veglegri afmælisveislu og
dansleik þar sem verðlaun vom
afhent. Sjóstangaveiðifélögin á
Akureyri og ísafirði færðu SJÓVE
gjafír og Akureyringamir sæmdu
mótsstjórann, Magnús Magnús-
son, heiðurspening SJÓAK.
- hkj.
Langa er svo sannarlega réttn-
efni á þessum fiski, sem Einar
Steingrímsson hampar á þess-
ari mynd.
I gær fluttum við
okkur nidur á 2.
hæð i ennþá
stærri og betri
húsakynni.
Góðar vörur á
góðu verði.
Fatnaður fyrir
smáfólk,
ungtfólk,
fullorðið fólk
í tilefni flutninganna fær
smáfólkið pínulítið leikfang.