Morgunblaðið - 10.06.1987, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 10.06.1987, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987 67 Manville Corporation í Bandaríkjunum: Vilja kaupa kísilryk, perlustein og steinull G.C.Dillon stjórnarformaður Manville(lengst til vinstri), W.T.Step- hens aðalforstjóri, Þorsteinn Pálsson iðnaðarráðherra og A.L.Gough, framkvæmdastjóri vöruþróunardeildar Manville Corporation. YFIRMENN bandaríska stórfyr- irtækisins Manvilie Corproration hafa lýst yfir áhuga sínum við islensk stjórnvöld og aðra aðila að kaupa hérlendis steinull, kísilryk og perlustein. Dagana 6. - 8. júní 1987 voru á ferð hér á landi G. C. Dillon stjóm- arformaður Manville Corporation í Bandaríkjunum og W. T. Stephens, aðalforstjóri, ásamt yfírmönnum Evrópuskrifstofu Manville Corpor- ation í París. Manville Corporation er meðeigandi (40%) íslenska ríkis- ins að Kísiliðjunni hf. við Mývatn. Fulltrúar Manville Corporation áttu sérstakan viðræðufund með iðnað- arráðherra, þar sem ýmis mál vom rædd. Báðir aðilar lýstu yfír ánægju með samstarfið og ræddu nánar ákveðnar aðgerðir til að auka fram- leiðni og afköst í verksmiðjunni. Kísiliðjan hf. hefur verið rekin með nokkmm hagnaði undanfarin tvö ár og er eiginfjárstaða fyrirtækisins sterk. Einnig ræddu aðilar um að auka samstarf Manville og íslenskra að- ila. Meðal atriða, sem rætt var um vom hugsanleg kaup Manville á kísilryki frá íslenska jámblendifé- laginu hf. og frekari úrvinnsla efna úr kísilryki hér á landi. Fulltrúar Manville ræddu slíkt samstarf sérs- taklega við Jón Sigurðsson forstjóra íslenska jámblendifélagsins hf. Fulltrúar Manville lýstu yfír áhuga sínum á að kanna möguleika á perlusteinsvinnslu hér á landi, en fyrirtækið notar milli 45.-50.000 tonn af perlusteini árlega í fram- leiðslu sína á hágæða einangruna- rplötum. Að endingu ræddu yfírmenn Manville sérstaklega við Þórð H. Hilmarsson, framkvæmdastjóra Steinullarverksmiðjunnar hf. á Sauðárkróki um hugsanleg kaup fyrirtækisins á steinull. í frétt frá iðnaðarráðuneytinu segir að ofangreind atriði verði könnuð nánar á næstu vikum og munu fulltrúar aðila ræða einstök atriði nánar eftir því sem tilefni gefst til. Sjóstangaveiðimenn færðu 22 tonn að landi Vestmaunaeyjum. Sjóstangaveiðimenn öfluðu vel um hvítasunnuhelgina á 25 ára afmælismóti Sjóstanga- veiðifélags Vestmannaeyja. Keppendur voru 111 og þeir færðu samtals á land tæplega 22 tonn af fiski. Þetta er stærsta sjóstangaveiðimót sem haldið hefur verið hér á landi og þótti heppnast sérlega vel. Veður var mjög hagstætt báða keppnisdagana. Keppendum var skipt niður í 28 sveitir sem réru á 20 bátum. Róið var eldsnemma morguns og komið að landi klukkan 14. Bæjarbúar fjölmenntu á bryggj- una til að fylgjast með þegar bátamir lögðu að landi. Aflinn var síðan samviskusamlega veginn og flokkaður enda margvísleg verð- laun í boði. Verðlaun vom sérlega glæsileg í tilefni afmælisins, stór- ir gull- og siifurpenignar og sérsmíðaðir verðlaunagripir sem Amar Ingólfsson gerði fyrir SJÓVE. Sveit Jóns Inga Steindórssonar frá Vestmannaeyjum var aflahæst á mótinu með samtals 1.246,4 kg en sveit Sigrúnar Harðardóttur, Akureyri, var aflahæsta kvenna- sveitin með 960,9 kg. Jón Ingi Steindórsson var aflahæsti karl- maðurinn á mótinu með 522 kg og Sólveig Erlendsdóttir, Akur- eyri, aflahæsta konan með 397,9 kg- Gæfa VE var aflahæsti bátur- inn með 457,38 kg á hveija stöng en fjórir veiðimenn vom þar um borð og fengu samtals 1.829,5 ,kg. Skipstjóri á Gæfu er Ólafur Guðjónsson. Stærsta físk mótsins dró Einar Steingrímsson, Vestmannaeyjum, löngu sem vó 21 kg. Jón Ingi Steindórsson krækti í flesta físk- ana, innbyrti 458 fiska. Verðlaun- að var fyrir að krækja í flestar tegundir físka og reyndust 11 keppendur vera með 8 tegundir. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Afla eins veiðimannsins komið upp á bryggjuna. Dregið var um verðlaunin og féllu þau í hlut Friðleifs Stefánssonar, Reykjavík. Félagar í SJÓVE hirtu öll verð- iaunin sem veitt vom fyrir stærstu físka hinna ýmsu tegunda. Sigur- jón Birgisson fyrir 14 kg þorsk og 7,7 kg keilu. Ásgeir Þorvalds- son fyrir 2,8 kg ýsu, Láms Einarsson fyrir 11,5 kg ufsa, Einar Steingrímsson fyrir 21 kg löngu, Jóhann Þorsteinsson fyrir 7,8 kg steinbít, Guðjón Öm Guð- jónsson fyrir 2,1 kg karfa, Sveinn Jónsson fyrir 2,1 kg lísu og Sig- urður Einarsson fyrir 9,2 kg lúðu. Hvítasunnumóti SJÓVE lauk með veglegri afmælisveislu og dansleik þar sem verðlaun vom afhent. Sjóstangaveiðifélögin á Akureyri og ísafirði færðu SJÓVE gjafír og Akureyringamir sæmdu mótsstjórann, Magnús Magnús- son, heiðurspening SJÓAK. - hkj. Langa er svo sannarlega réttn- efni á þessum fiski, sem Einar Steingrímsson hampar á þess- ari mynd. I gær fluttum við okkur nidur á 2. hæð i ennþá stærri og betri húsakynni. Góðar vörur á góðu verði. Fatnaður fyrir smáfólk, ungtfólk, fullorðið fólk í tilefni flutninganna fær smáfólkið pínulítið leikfang.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.