Morgunblaðið - 20.06.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.06.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1987 9 ÞESSI BÁTUR ER TIL SÖLU Báturinn er sænskbyggður, smíðaár 1985, sjósettur 1986. Hann er búinn eftir- tölum tækjum: Furuno-radar 24 mílna. Koden lita-dýptarmæli 1000 watta. Furuno tölvulóran. Tveimur talstöðvum. Vél er 165 hestafla Volvo Penta. Afhending getur farið fram með skömmum fyrirvara. Nánari upplýsingar í síma 94-3975 á kvöldin. V-þýsk hústjöld Höfum fengið til sölu mjög vönduð þýsk hústjöld. Ný tegund af tjalddúk, vatnsþéttur og slitgóður. Verð aðeins kr. 34.900.- Einnig 3-4 manna tjöld með himni kr. 9.500.- Tjaldaleigan, gegnt Umferðamiðstöðinni, sími 13072. Húseigendurath. - Háþrýstiþvottur. - Sandblástur. - Viðgerðirásteypuskemmdum. - Sílanböðun. - Sérhæfð tæki til ásetningar. Húsbyggjendur ath. - Minna viðhald ef steinn er sílan- baðaður áður en málað er. Steinvernd sfsími 673444. Veðrabirgði Fulltrúaráð sjálfstæð- isfclaganna í Reykjavík hefur gefið út fyrsta tölublað Höfuðborgar- innar. Þar birtist eins- konar forystugrein eftir Davíð Oddsson, borgar- stjóra, og fer hún hér á eftir í heild: „í stjómmálum skipt- ast á skin og skúrir og jafnvel eru veðrabrigðin þar harðari en sú milda lýsing ein nær til. Sólin brosir í heiði, ellegar við blasa hretviðrin hörð, eins og við Sjálfstæðis- flokknum um þessar mundir. Og þá hlýtur hann og þeir, sem hann skipa, að bregðast við samkvæmt því, galla sig upp og taka storminn í fangið. Þetta áfall þarf ekki að marka nein tíma- mót, ef því fylgir ekki uppdráttarsýki og ólæknandi ólund, ef menn eru tilbúnir að taka sér tak og horfast í augu við staðreyndir. Ég myndi fyllast pólitískri skelfingu, ef lesa mætti úr nýafstöðn- um kosningum og úrslit- um þeirra, að stefna Sjálfstæðisflokksins ætti ekki upp á paUborðið hjá íslendingum. Ég hef hins vegar hvergi séð merki þess. Ljóst er, að skoð- anakannanir eru orðnar allgóðar hér á landi. Úr- slit kosninganna voru mjög í þeim anda, sem skoðanakannanir höfðu sýnt. Það sýndu kannan- ir, sem gerðar voru með reglulegu millibili sl. kjörtimabil, allt fram undir siðustu mánuði þess, að sú stefna, sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði haft forustu um og var forsenda þeirrar ríkisstjórnar, sem nú er senn á förum, á enn mestan hljómgrunn með- al Islendinga. Það er í samræmi við það, sem er að gerast i öllum hinum vestræna heimi um þess- ar mundir. Verkefnið er því að koma þessari stefnu til Höfuð'Lborain Blað Fulltrúaráðs sjálfstæðisfcla|>anna í Rcykjavík Útgcfandi: Fulllrúaráð sjálfslæöisfclaganna i Reykjavik Ritstjórí: Árni Sigfússon (ábm.) Ritnefnd: Jónas Bjarnason Maria Ingvadóllir Sveinn H. Skúlason Stcingrimur Sigurgcirsson Hanncs H. Garðarsson Sctning, umbrot, filmuvinna og prentun: Prcntsmiðja Frjálsrar fjölmiðlunar Veðrabrigði r 1 Davið Oddsson borgarstjóri: stjórnmálum Stjórnarmyndunin Hringurinn þrengist jafnt og þétt í stjórnar- myndunarviðræðunum, ef þannig má komast að orði um tilraunirnar til að ná samkomulagi um menn og málefni. Nú sýn- ist helst tekist á um stólana. Þegar ísraelar stóðu frammi fyrir því, að höfuðandstæðing- ar í stjórnmálum þeirra tóku höndum saman í stjórn, varð niðurstaðan sú, að þeir sætu í stól forsætisráðherra til skiptis. Hefur það dugað til þessa. Á Ítalíu var gerð tilraun í svipuðum dúr, sem ekki bar tilætlaðan árangur. í Staksteinum í dag birtast hugleið- ingar Davíðs Oddssonar, borgarstjóra, um stjórnarmyndunina og sagt er frá nýju blaði Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, Höfuðborginni. skila með þeim hættí, að kjósendur finni, að hug- ur fylgi máli og í framhaldi af þvi að fylgja stefnunni eftir í verki með efndum á markvissum og ljósum tilgangi. Þær stjómarmyndun- arviðræður, sem nú standa yfir, eru afar vandmeðfamar, ekki síst þar sem margt bendir tíl, að Sjálfstæðisflokkur- inn sé settur í þá óvenju- legu stöðu, að hann sé frumforsenda að mynd- uð verði stjóm, sem getí gengið upp, og því sé það hans verkefni að gefa eftir á öllum sviðum af sinum stefnumálum, til að fá aðra flokka með, svo stjómarmyndun ta- kist. Flokknum „tækist" þannig að vera ábyrgur og koma á stjóm, sem kannski væri i meginatr- iðum á skjön við stefnu hans sjálfs, og slík stjóra væri naumast Ifldeg til þess að lyfta fiokknum upp úr öskustónni. Stjóraarmyndunarvið- ræður hlýtur að þurfa að reka þannig, að sér- staða Sjálfstæðisflokks- ins sem óhjákvæmilegs burðaráss í nýrri ríkis- stjóra sé viðurkennd af væntanlegum samstarfs- aðilum og flokkurinn fái fram i stjómarsáttmála þýðingarmikil stefnuatr- iði sín. Ella hljótí flokkur- inn vel að geta hugsað sér að vera utan stjórnar. Verði þannig unnið að nú og framhaidið síðan eftír þvi eiga menn ekki að þurfa að örvænta, þó um sinn hafi gefið á bát- inn, jafnvel brotsjór lent á honum.“ Tilgangur blaðsins Ritstjóri hins nýja blaðs Fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna i Reykjavík er Ámi Sig- fússon, borgarfulltrúi. Hanns segir meðal ann- ars um tílgang blaðsins: „Það er ljóst að hinir ýmsu umfjöllunarþættir í borgarmálum verða út- undan i fjölmiðlum. Þeir em einfaldlega taldir vera fremur sértæk borgarmál en landsmál og mat fjölmiðla er þvi oft að frétt eða umfjöllun höfði ekki til stórs les- endahóps. Hugmyndin með útgáfu þessa blaðs er því að fylla hetur í þá mynd af borgarmálum sem birtist i fjölmiðlum og veita ykkur sjálfstæð- ismönnum nauðsynlegar upplýsingar. Auk þess er hér kominn sérstakur umræðuvettvangur hverfafélaganna og sjálf- stæðismanna í Reykja- vflt.“ Fer inn á lang flest heimili landsins! Innilegar þakkir fœri ég bœjarstjórn Stykkis- hólms, starfsfólki dmlarheimilisins, vinum og vandamönnum, sem sýndu mér vináttu og mikinn sóma meÖ heimsóknum, gjöfum og blómum á 90 ára afmœli minu 13. júni sl. og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Drottinn blessi ykkur. Karólina Jóhannsdóttir, Stykkishólmi. MERKI UM GOÐAN UTBUNAÐ ^■ES-SCOTT NEOPRENE VÖÐLUR Fást í nœstu sportvöruverslun. Einkaumboð I. Guðmundsson & Co hf Símar: 91-11999 - 24020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.