Morgunblaðið - 20.06.1987, Síða 19

Morgunblaðið - 20.06.1987, Síða 19
81 19 vaei imui .os huoaohaduaj ,aiöAjaviu»oíiOM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1987 Hjalti Jóhannesson fyrir framan verðlaunasafn sitt. Að lokínní afmælissýningu Félags frímerkjasafnara Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson Lesendur þessa þáttar voru oftar en einu sinni minntir á það í maí, að Félag frímerkjasafnara ætlaði að efna til frímerkjasýningar í til- efni 30 ára afmælis síns, 11. júní. Nú er þessi sýning, FRIMEX 87, að baki og því ekki úr vegi að segja nokkuð frá henni, um leið og ég vil festa á blað nokkrar hugleiðing- ar um hana og sýningar almennt hér á landi. FRÍMEX 87 var haldin í Kristals- sal Hótels Loftleiða dagana 30. maí til 1. júní. Sú var stefna stjómar FF og sýningamefndar, að af- mælissýning þessi gæfí sem gleggsta mynd og bezta af því, hvemig safna eigi frímerkjum til dægrastyttingar og yndisauka og jafnframt til hvfldar frá erli og amstri brauðstritsins. Þess vegna var markmið sýningarinnar það, að Ijölbreytni efnis yrði sem mest. Ég hygg líka, að þetta hafí tekizt mjög vel, og þá ekki sízt, þegar haft er í huga, að sýningarrammar vom einungis 140. Má ljóst vera, að víða varð að takmarka sýningarefni og vafalaust hafna ýmsu. Satt bezt að segja em sýningamefndir sjaldnast öfundsverðar, því að venjan er oft- ast sú, að miklu meira berst að en unnt er að taka við. Þetta á við um frímerkjasýningar almennt, en ekki aðeins hérlendis. Sannleikurinn er líka sá, að lengi vel þurfti að ýta við íslenzkum frímerkjasöfnurum til að sýna söfn sín eða úrval þeirra. Sem betur fer, er þetta að breytast og nýir safnarar famir að slást í hópinn með hverri sýningu. Með hliðsjón af framansögðu urðu það aðstandendum FRÍMEX 87 vafalaust vonbrigði, að þeir urðu ekki fleiri en raun bar vitni, sem lögðu leið sína á sýninguna til þess að skoða það margbreytilega og áhugaverða efni, sem þar mátti sjá. Munu um 500 manns hafa komið í Kristalssalinn þá þijá daga, sem sýningin stóð. Gmn hef ég um, að einhverjir hafí haldið, að sýningin stæði lengur en þetta og því misst af henni. Svo gat mjög gott veður um helgina dregið eitthvað úr að- sókn. En hvað svo sem hefur valdið, er dræm aðsókn umhugsunarefni fyrir íslenzka frímerkjasafnara, og vafalaust verður stjóm Landssam- bands íslenzkra ftímerkjasafnara að íhuga þetta mál með aðildarfé- lögum sínum. Á liðnum ámm hefur sú gagn- rýni stundum komið fram, að of mikið af sérhæfðu efni sé á íslenzk- um frímerkjasýningum, sem höfði ekki til þorra fólks og beinlínis fæli menn frá. Þetta á vitaskuld við um það efni, sem er í samkeppn- isdeild. Ég hlýt að játa, að þetta hefur átt við allmikil rök að styðj- ast. En þetta er einmitt orðið vandamál á flestum frímerkjasýn- ingum og þá ekki sízt á svonefndum alþjóðasýningum. Er líka svo kom- ið, að þar verður fímmtungur efnis að vera nýtt, þ.e.a.s. að hafa ekki áður komið fyrir augu sýningar- gesta. Ekki gefst tóm til að ræða þetta vandamál nánar hér. En FRÍMEX 87 var beinlínis ætlað að höfða meira til almennings en oft hefur áður verið. Því er leitt til þess að vita að hér misstu margir af mjög góðu tækifæri til að sjá, hvað frímerkjasöfnun býður al- mennt upp á fyrir fólk á öllum aldri og af öllum stigum, ef svo má segja. FRÍMEX 87 var opnuð laugar- daginn 30. maí kl. 14 að viðstöddum boðsgestum. Voru þar við, auk fé- laga í frímerkjasamtökum ýmsir helztu fulltrúar íslenzku póstsijóm- arinnar með póst- og símamála- stjóra í fararbroddi. Formaður FF, Benedikt Antonsson, bauð gesti velkomna með nokkrum orðum, en bað að þvi búnu fyrsta formann FF, Guido Bemhöft, að opna sýn- inguna. Gerði Guido það af sínum aikunna myndarbrag, og ekki var unnt að sjá, að þar færi hálfníræð- ur maður. Síðan gengu gestir i salinn, og varð ég þess fljótt áskynja, að menn höfðu gaman af að skoða það frímerkjaefni, sem á boðstólum var. Höfðu sumir við orð að þeir þyrftu að koma aftur til þess að geta skoðað sýninguna nógu vel. I þætti 23. maí sl. var nokkuð sagt frá því efni, sem yrði á FRÍM- EX 87. Verð ég að visa til þess, sem þar segir. Ekki er ég í vafa um, að safn Svíans Folke Löfströms af islenzk- um stimplum hefur vakið einna mesta athygli í samkeppnisdeild. Er næsta ótrúlegt, hvað hann hefur náð skemmtilegu safni saman. Þama vom t.d. skildingafrímerki með stimplum frá öllum póstaf- greiðslum á skildingatímanum 1873—76 nema einni og þeim mjög fallegum. Þegar á allt er litið, var þess vegna leitt að sjá auðsæjar villur í lýsingum sumra frímerkja. Svo fór líka, að saftiið fékk ekki nema gyllt silfur. — Bréfspjalda- safni Hálfdanar Helgasonar voru dæmd gullverðlaun, enda mjög gott safn. En að vonum vantar þar enn ýmislegt í, ekki sízt fágæta erlenda stimpla og kórónustimpla. Safn Páls H. Asgeirssonar, Flugpósts- saga íslands 1928—1945, fékk stórt gyllt silfur, enda vantar ekki mikið í það safn af því, sem þar á að vera. Hjalti Jóhannesson hlaut gyllt silfur fyrir stimplasafn sitt. Noregs- safn Sigurðar P. Gestssonar fékk stórt silfur og eins Danmerkursafn það, sem greinarhöfundur sýndi. Jón Halldórsson fékk silfur fyrir Safnahúsið. Bronsverðlaun fengu svo Jón Egilsson fyrir Hafnarfjörð, Páll H. Ásgeirsson fyrir flugpóst- safn 1945—86 og Sigurður H. Þoreteinsson fyrir flugsafn sitt. í svonefndum nálarflokki voru sjö söfn, hvert með sitt sérstaka efni í tveimur römmum. Þar hlaut flugpóstsögusafn Þorvaldar S. Jó- hannessonar silfumál og sænskt bréfspjaldasafn Hálfdans Helga- sonar silfraða bronsnál. Hin söfnin hlutu öll bronsnál. Ég er ekki í minnsta vafa um, að nálarflokkur er mikil framför í sambandi við fiímerkjasýningar, og hefur hann þegar sannað ágæti sitt hérlendis. Kótílettur í matínn Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir íslenskar lambakótilettur em hreint afbragð, þ.e.a.s. þegar þær eru ekki of feitar. Þegar búið er að hreinsa fituklumpana af er hægt að matbúa kótilettur á svo marga vegu að nær óþijótandi er. Þær eru ekki sístar brúnaðar á pönnu og síðan settar í ofninn með einhveiju góðu meðlæti. Hér fylgja með hugmyndir af slíkum réttum. Kótilettur með osti og lauk Það veitir víst ekki af að reikna með minnst þremur kótilettum á mann. Kótilettumar brúnaðar á pönnu, kryddaðar með salti og pipar, síðan settar í ofnfast fat. Á hveija kótilettu er sett dálítið af brytjuðum lauk ásamt ostbita. Fatið sett í ofn, 225 °C heitan, látið bakast í 10 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn. Vatn og súputeningur sett á pönnuna og látið sjóða til að fá sósu, en einn- ig er hægt að nota heita eða kalda sósu af öðru tagi. Salat, soðin hrísgijón eða kartöflur haft með. Lambakótilettur að hætti Henriks IV 8—10 lambakótilettur brúnaðar á pönnu, kryddaðar með salti og pipar og settar í ofnfast fat. Bak- að í ofni í ca. 10 mínútur. Sósan: 5 gróft mulin piparkom 1 msk. fínt saxaður laukur steinselja, brytjuð Kótilettur með osti og lauk 1 dl vatn 2 msk. vínedik Allt sett í pott og látið sjóða niður þar til ca. */s upprunalegs magns er eftir. Sósan síuð og sett í skál, skálin sett ofan í sjóðandi vatn í potti. Þijár eggjarauður hrærðar saman við, ein í senn, og hrært kröftuglega í á meðan sósan þykknar. Sósan síðan þynnt út með 100 gr af bráðnu smjöri og stöðugt hrært vel í á meðan. Saman við sósuna er sett fínt söxuð steinselja og henni hellt yfír kótilettumar um leið og borið er fram. Gott er að hafa soðin hrísgijón og grænmeti með. Gratineraðar kótilettur 8—10 lambakótilettur 30 gr smjör eða smjörlíki 1 lítill laukur, fínt saxaður 125 gr sveppir 100 gr rifínn ostur ca. 'A bolli sýrður ijómi 1 lítill sýrður laukur, fínt saxaður 1 dl eplaedik ca. 1 dl kjötsoð af pönnunni Lambakótilettumar brúnaðar á pönnu, kryddaðar með salti og pipar, og síðan settar í ofnfast fat. Laukur og sveppir settir út í smjörið á pönnunni og síðan dreift yfir kótilettumar. Rifínn osturinn hrærður saman við sýrðan ijó- mann og blandið sett út á kótilett- umar, ca. 1—2 msk. á hveija. Fatið sett í ofninn 225° heitan í ca. 15 mínútur. Sýrður laukur og edik sett út á pönnuna og látið sjóða saman áður en sýrður ijómi er settur út í. Sósan síuð og hellt yfír kjötið um leið og borið er fram. Það má hella vatni á pönn- una í lokin til að auka við sósuna ef þurfa þykir. Soðnar kartöflur og grænmeti gott með. Lambakótilettur með karrí eplum og- lauk 8—10 kótilettur smjör, til að steikja úr salt, pipar og karrí 3—4 epli, helst dálítið súr 2 meðalstórir laukar Kótilettumar brúnaðar á pönnu, kryddaðar og settar í ofnf- ast fat. Eplin afhýdd, skorin í bita og brugðið í snvjör á pönnu ásamt brytjuðum lauk, karrí stráð yfír. Eplablöndunni er síðan dreift yfir kótilettumar í fatinu. Smá lögg af vatni sett á pönnuna, hitað og hellt yfír kjötið í fatinu. Brugðið í ofninn í ca. 10 mínútur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.