Morgunblaðið - 20.06.1987, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1987
Erlendir ferðamenn í Reykjavík teknir tali:
BLAÐAMENN Morgunblaðsins
fóru á stúfana í góða veðrinu og
ræddu við nokkra útlendinga sem
voru á ferð í bænum.
Fyrst lá leiðin á tjaldstæðið í
Laugardal. Þar hittum við Árna
Pétursson, tjaldstæðisvörð. „Að-
sóknin byijar að öllu jöfnu um
miðjan júní en núna eru helmingi
fleiri gestir en á sama tíma í fyrra.
Þetta er fimmtánda sumarið sem
tjaldstæðið starfar 6g á þessum tíma
hefur orðið gífurleg flölgun gesta“,
sagði Ámi. Að hans sögn kjósa
margir ferðamenn að gista í tjaldi
fremur en á hóteli, ekki vegna pen-
ingaleysis heldur fínnst þeim það
mun skemmtilegri ferðamáti. Þjóð-
veijar nýta sér tjaldstæðið mest en
þar á eftir koma Norðurlandaþjóð-
imar, Hollendingar, Bretar og
Frakkar. Mjög margir þessara
ferðalanga eru farþegar með Norr-
ænu. íslendingar koma af og til en
að sögn Áma eru þeir í mesta lagi
10% af heildarfjölda gesta. Stórir
hópar útlendinga koma venjulega
um mánaðamótin júní - júlí, þegar
ferðir hefjast um hálendið.
Tjaldstæðisverðirnir eru tveir og
vinna á vöktum. Starfssvið þeirra
er meðal annars löggæsla, upplýs-
ingaþjónusta og gjaldtaka. Gjaldið
er 80 krónur á mann og 80 krónur
á tjald á sólarhring. „Það hefur
ekkert verið kvartað, ferðamönnum
finnst þetta sanngjarnt verð“, sagði
Ámi.
Enginn hundaskítur
Næst tókum við tali þá Marcel
og Jurren frá Hollandi. Þeir hafa
verið hér í þijár vikur og Jurren
ætlar að vera áfram í viku. Þeir
sögðust ekki hafa gert neinar áætl-
anir áður en þeir komu hingað.
Þeir voru þó ákveðnir í að skoða
fugla og reyna að hafa upp á teg-
undum sem eru sjaldgæfar í Holl-
andi svo sem straumönd og
þórshana. Jurren var með ákaflega
stóra myndavél með aðdráttarlinsu.
„Þetta er einungis áhugamál hjá
mér en ég gæti þó hugsað mér að
skrifa bók um fugla ef ég yrði at-
vinnulaus", sagði Jurren. Hann
sagðist venjulega kaupa bækur um
fugla á frummálinu þar sem hann
væri staddur. Hér á landi fannst
honum þó vanta bækur í viðunandi
stærð og á viðráðanlegu verði.
Jurren og Marcel eru báðir héma
í fyrsta skipti. Marcel sagðist örugg-
lega ætla að koma aftur vegna þess
að margir vegir væru enn lokaðir.
Frá vinstri: Ingólfur, Heba Alla og Abraham.
Hann hafði hug á því að koma með
mótorhjólíð sitt og ferðast um
landið. Hann kvaðst þá ætla að
undirbúa sig betur og fara á af-
skekkta og óspillta staði.
Þeir félagar komu hingað til lands
í leit að fuglum og óspilltri náttúru
en urðu fyrir nokkrum vonbrigðum
vegna hins mikla ferðamanna-
straums. „Þetta er þó hreinasta land
sem ég hef heimsótt og ég hef ferð-
ast töluvert í Evrópu. í Reykjavík
er heldur enginn hundaskítur! í
Amsterdam er varla hægt að ganga
fyrir hundaskít".
Engar myndir!
í næsta tjaldi voru einnig Hol-
lendingar. Annar þeirra var ekkert
gefinn fyrir viðtöl eða myndir svo
við snérum okkur að vini hans Jan.
Hann sagði að þeir hefðu komið til
Islands til að skoða sjófuglana á
Hornströndum. Þar vom þeir einir
í tvær vikur. Tjaldið dugði þeim þó
ekki fyrir vestan því að þar snjóaði
í tvo daga. Jan sagðist gjaman vilja
koma aftur hingað til lands til þess
að sjá fleiri landshluta.
Jan, og ef grannt er skoðað má
sjá vin hans inni í tjaldinu.
„Okkur gengur svo
illa að lesa þessi
íslensku götunöfn“
Hjónin Ferracci og Risse vom að
stíga upp í bílinn þegar okkur bar
að en fengust þó til að rabba dálítið
við okkur. Þau sögðust vera frá
Frakklandi og eiga heima í þorpi
rétt sunnan við París. Þau kváðust
ætla að dveljast í fjórar vikur á ís-
landi og næsti áfangastaður væri
Vík í Mýrdal með stuttri viðkomu í
Hveragerði til að skoða tómatarækt.
Aðspurð um hvað Frakkar þekktu
til íslands sögðu þau að flestir vissu
að hér væm mörg eldfjöll en lítið
meira.
Þau Ferracci og Risse kváðust
hafa komið til Reykjavíkur seint um
kvöld og hefði það valdið þeim hin-
um mestu erfiðleikum að finna
tjaldstæðið í Laugardal. „Okkur
gengur svo illa að lesa þessi íslensku
götuheiti" sagði Ferracci og hló.
Morgunblaðið/KGA
Arni Pétursson, tjaldstædisvörð-
ur.