Morgunblaðið - 20.06.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.06.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20i JÚNÍ 1987 25 Pico var mjög áhugasamur um miðnætursólina. Jurren (t.v.) og Michel og myndavélin. nú á heimleið í sumarfrí eftir hálfs mánaðar dvöl á íslandi. Laura og Betina kváðust vera fímmtán ára og fara því í 9. bekk næsta haust. Þær sögðust að hópur- inn hefði búið í Digranesskóla og til stæði að launa Kópavogsbúum gestrisnina næsta sumar með því að bjóða nokkrum nemendum Digranesskóla til Danmerkur. „Við erum búin að fara til Vest- mannaeyja og sjá Gullfoss og Geysi" sagði Laura, aðspurð um hvað þau hefðu skoðað á Islandi. Og Betina bætti við: “Veðrið er búið að vera frábært og landið er spennandi, en allt öðruvísi en Danmörk". Þýskur sjóliði Michael Zammert sat á bekk á Hallærisplaninu og skrifaði kort. Hann sagðist vera þýskur og sjálf- boðaliði í sjóhernum. „ísland er síðasti viðkomustaður í nokkurs konar fræðsluferð", sagði Michael. „Við eigum frí í nokkra daga en að því búnu förum við aftur til Þýska- lands“. Michael fór í eins dags ferð með skipsfélögum sínum en hann mundi ekki nöfnin á stöðunum sem hann sá. Hann sagðist aldrei hafa komið hingað til lands áður en hann gæti vel hugsað sér að koma aftur. Islenskur Egypti Á Austurvelli hittum við fyrir mjög svo makindalegan Egypta. Hann sagðist heita Abraham Shahin og búa hér á landi. Abraham er giftur íslenskri konu og talar góða íslensku. Hann hafði meitt sig á fíngri og gat því ekki unnið. Þess í stað fór hann út í sólina með krakk- ana sína, þau Ingólf og Hebu Öllu. Aðspurður um hvemig honum líkaði að búa hér sagði hann að það væri ágætt en þó erfítt vegna þess hve kaupið væri lélegt. „Fólkið héma er mjög almennilegt, ég fínn ekki fyrir fordómum. Islendingar eru hins vegar feimnir, þeir byija ekki að tala fyrr en við skál“, bætti Abraham við. Bróðir hans býr í Danmörku og hann íhugar jafnvel að flytja þangað í von um betri lífsskilyrði. Blaðamaður hjá Time Við útitaflið í Lækjargötu var ungur Indveiji að fylgjast með skák- mönnum. Það kom í ljós að hann býr í Bandaríkjunum og starfar sem blaðamaður hjá vikuritinu Time. Pico sagðist hann heita og vera staddur hér á landi í því skyni að skrifa grein um miðnætursólina og hinar björtu nætur. Pico sagðist ætla til Akureyrar og Isafjarðar, bæði vegna starfsins og ánægjunnar. Hann ferðast mikið og honum finnst verðlag á íslandi mjög hátt miðað við önnur lönd sem hann hefur heimsótt. Pico var mjög áhugasamur um ísland og svo virtist um skeið sem hann væri að taka viðtal við okkur en ekki öfugt! Hann hafði sérstakan áhuga á miðnætursólinni og taldi með ólíkindum hvemig við Islend- ingar gætum sofíð á hinum björtu sumamóttum. Texti: HELGI ÞÓR og INGIBJÖRG STEPHENSEN Jenny (t.v.) og Joan. Morgunblaðið/Börkur Peter hinn danski. sleikjum íslendinga og Dana í handknattleik. “Ég hef alls engan áhuga á handbolta og fótbolta" sagði Daninn ungi, og brosti kankvíslega. Andlega sterk þjóð Næst lá leið okkar niður í Austur- stræti. Þar var fjölmargt fólk á ferli eins og jafnan á góðviðrisdögum og á rölti okkar hittum við nokkra skemmtilega ferðamenn. Á Austurvelli náðum við tali af þeim Jenny og Joan frá Petersfíeld í Suður Englandi. Þær kváðust vera einlægir áhugamenn um fugla og blóm og sögðu að í síðustu viku hefðu þær ferðast um Norðvestur- land og séð þar hin litskrúðugustu blóm, og fugla af öllum stærðum og gerðum. Þær stöllur sögðu að á ferðalagi sínu hefðu þær ekið um mjög einangraðar sveitir. “Þið hljót- ið að vera andlega sterk þjóð fyrst þið þolið þessa einangrun á vetuma" sagði Jenny að lokum. „ Allt öðruvísi en Danmörk“ I Austurstræti gengum við fram á krakkahóp sem mælti á framandi tungu. Þetta reyndust vera danskir nemendur frá Óðinsvéum í skóla- ferðalagi með kennumm sínum. Við tókum þijú þeirra tali, þau Elf Lar- son kennara, og blómarósimar Laum og Betinu. „Það em tveir kennarar auk mín, en krakkamir em tuttugu" sagði Elf og bætti við að hópurinn væri Þýski sjóliðinn Michael. Engan áhuga á handbolta Við lítið tjald í útjaðri svæðisins var ungur maður í sólbaði. Fljótlega kom í ljós að maðurinn var danskur en þegar blaðamenn byijuðu að ræða við hann á dönsku svaraði hann á íslensku. Þessi ungi maður heitir Peter Yde og kemur frá Mið Jotlandi. íslenskukunnátta Peters á sér eðlilegar skýringar því hann hefur unnið á íslandi í tæplega eitt og hálft ár, við búskap og skip- asmíði. Peter sagðist ætla að ferðast í kringum landið áður en hann héldi heim í lok júlí. Aðspurður um áhugamál sín á Islandi sagðist Peter vera mikill náttúmunnandi. Einnig sagðist hann hafa mjög gaman af íslenskri tónlist; hún væri einfaldari og hrárri en iðnaðarpoppið heima í Dan- mörku. Peter kvað ekki mikinn mun á lífskjömm í Danmörku og á Is- landi, e.t.v. dálítið hærra verðlag hér á landi. Annað væri þó miklu verra við langa dvöl á íslandi og það væri bjórleysið! Að lokum spurðum við Peter hvort hann fylgdist ekki með land- KOMIÐ VIÐ ÁÐUR EN FARIÐ ER í FERÐALAGIÐ Við eigum allt á grillið HANGIKJÖT Hangilæri m/beini ... kr. 420.- kg. Hangilæri úrbeinað ... kr. 568.- kg. Hangiframpartur m/beini kr. 321.- kg. Hangiframpartur úrbeinaður.. ... kr. 487.- kg. Hangikjöt í 1/1 og 1/2 skrokkum. kl*. 360.- kg. Soðin hangilæri ... kr. 720.- kg. Svið, söguð/óhreinsuð . kr. 128.- kg.- Svið, söguð/hreinsuð ... kr. 202.- kg. FERSKT GRÆNMETI Allar tegundir Nýtt hrásalat - Nýtt kartöflusalat - Ný cockta- ilsósa - Tómatar - Agúrkur - Blaðsalat Paprika - Púrrur - Hvítlaukur o.fl. UÚFFENGT Á GRILLIÐ Ljúffengir svína- og nauta- grillpinnar. Ný svínarif............. kr. 267.- kg. Ný svínarifjasteik......kr. 329.- kg. Kryddaðar, svínahnakkasneiðar kr. 613.- kg. NAUTASTEIKUR Nautagrillsteik.......kr. 378.- kg. Nauta bógsteik........kr. 378.- kg. NautaT-bone........... kr. 513.-kg. Nauta Sirlon.......... kr. 513.-kg. Enskt buff...............kr. 753.- kg. Nauta piparsteik (filet).kr. 864.- kg. Nautafilet............ kr. 864,-kg. Nautalundir.......... kr. 1.004.- kg. Nauta Roast beef...... kr. 637.- kg. Grillkol Uppkveikilögur Grillolía Pappadiskar Plasthnífapör Opið til kl. 8 föstudag. ATH: OPIÐ TIL KL.4 LAUGARDAG LAMBAKJÖT á grillið Maríneraðar lærissneiðaT kr. 548.- kg. Manneraðar kótilettur kr. 401.- kg. Marmeraður framhryggui kr. 491.. kg. Marineruð lambarif kr. 175.- kg. Marineraðar grillsneiðar kr. 325.- kg. Marineraðir grillleggír kr. 353.- kg. Okkar vinsæia Ladó lamb 553,- kg. KJOTMIÐSTÖÐIN Sími 686511
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.