Morgunblaðið - 20.06.1987, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1987
29
Asakanir Rodgers
sagðar fjarstæða
Washinsrton. Reuter.
Hvita húsið:
TALSMENN Bandaríkjaforseta
vísuðu í gær á bug ásökunum
Bernand Rogers, fráfarandi yfir-
manns herafla NATO í Evrópu,
um að flanað væri að samningum
um upprætingu meðaldrægra
flauga í Evrópu. í fyrradag
hermdi The Washington Postþað
eftir Rogers að sljórn Reagans
hefði beitt bandamenn sína í
Persaflóastríðið:
Flóð ílstanbul
Reuter
Vegna mikilla rigninga í Tyrklandi er víða flóð. brugðið á það ráð að flytja börn og konur í
Þessi mynd var tekin í Istanbul í gær og má sjá gúmbátum um götur borgarinnar. Pjölda íbúa
að vatnið nær mönnum upp fyrir mitti og var þurfti að flytja á öruggan stað vegna flóðanna.
Irökum spáð betra styrj-
aldargengi á næstunni
Kosið á
Bahama-
eyjum
Nassau, Reuter.
KOSNINGAR fóru fram á Ba-
hama-eyjum í gær og snerust
kosningar fyrst og fremst um
eiturlyfjasmygl og spillingu emb-
ættismanna. Talið er að Lynden
Pindling, forsætisráðherra, haldi
naumlega velli.
Pindling hefur verið forsætisráð-
herra í 20 ár, lengst allra lýðræðis-
lega kjörinna valdhafa á Karíba-
hafi. Stjórn hans varð fyrir
alvarlegu áfalli fyrir tveimur árum,
þegar upp komst um víðtæka spill-
ingu embættismanna hans, sem
flestir eru einnig flokksbræður hans
í Frjálslynda framfaraflokknum.
Stjómmálaskýrendur telja að
mjög mjótt verði á mununum í kosn-
ingunum, en þó myndi Pindling
væntanlega halda þingmeirihluta
sínum með örfáum atkvæðum.
Grænland:
Fyrstu kon-
urnar hljóta
prestvígslu
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun,
fréttaritara Morgunblaðsins.
GRÆNLENSKA kirkjan ræður
nú konur í fyrsta sinn til að
gegna prestsembætti.
Tvær konur hafa þegar lokið
guðfræðiprófi. Önnur þeirra, Emma
Balslev, lærði við Prestaskólann í
Nuuk. Hún hefur stundað kennslu-
störf, en verður vígð til prestsemb-
ættis á morgun. Sofíe Peter, sem
vígð verður seinna á þessu ári,
stundaði nám við guðfræðideild
Kaupmannahafnarháskóla.
Evrópu þrýstingi til þess að
tryggja að samningar næðust
áður en stjórnin fer frá í janúar
árið 1989.
Marlin Fitzwater, talsmaður
Hvíta hússins, sagði að hin „tvö-
falda núll-lausn“ svokallaða væri
síður en svo lögð fram í einhveiju
fáti — hér væri um ávöxt lang-
tímastefnu að ræða. Lausnin felur
í sér að Bandaríkin og Sovétríkin
uppræti allar meðal- og skamm-
drægar flaugar sínar í Evrópu.
„Við mótmælum því sem gefið
er í skyn: að samningaviðræðurnar
fari fram af pólítískum ástæðum
og ekki í samræmi við öryggis-
hagsmuni Bandaríkjanna.“
Rogers lætur af störfum 26. júní.
Bagdað, Reuter.
Embættismenn og stjórnarer-
indrekar í Bagdað segja að
Irakar muni hagnast mest á
þeirri herferð, sem nú er farin
um heim allan til að binda enda
á Persaflóastríðið. Þeir segja
einnig að horfur Iraka í efna-
hagsmálum og hermálum hafi
vænkast undanfarið.
„Ýmis atriði hafa tvinnast þannig
saman að sjálfstraust manna í Bag-
dað hefur aukist," sagði vestrænn
stjómarerindreki. „Nú virðist allt
vera írökum í hag.“
Árás írösku orrustuþotunnar á
bandaríska herskipið Stark í síðasta
mánuði hleypti af stað skriðu til-
rauna til að binda enda á styrjöldina
milli írana og íraka, sem nú hefur
staðið í sjö ár. írakar halda því fram
að árásin á Stark hafí verið gerð
fyrir mistök.
íraskir embættismenn vona að
þessar umleitanir stjórnarerindreka
um heim allan verði til þess að ör-
yggisráð Sameinuðu þjóðanna
kynni sér þeirra hugmyndir um frið-
arsáttmála rækilega og taki mið
af þeim í niðurstöðu sinni.
Sérfræðingar segja að írakar
virðist nú hafa náð yfirhöndinni í
stríðinu eftir að hafa hrundið linnu-
lausri sókn írana á borgina Basra
í upphafi þessa árs.
Irakar fengu fyrir skömmu send-
ingar af sovéskum orrustuþotum
af gerðinni Mig 23, skriðdrekum
af gerðinni T62 og T72 og bryn-
varða liðsflutningabíla frá Brasilíu,
að því er haft hefur verið eftir sér-
fræðingum.
Búist er við að olíuútflutningur
íraka aukist í september. Þá verður
opnuð ný leiðsla, sem liggur gegn-
um Tyrkland og eykst þá geta Iraka
til að fíármagna átökin við írana.
Árásin á Stark 17. maí undir-
strikaði þá hættu, sem steðjar að
siglingum á Persaflóa, og Banda-
ríkjamenn hófu baráttu fyrir þvi í
öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að
gerð yrði samþykkt um að binda
enda á styijöldina.
Stjórnarerindrekar búast við að
samþykktin verði svipuð þeim, sem
Sameinuðu þjóðimar hafa áður
gert. Skorað verði á íraka og Írana
til að leggja niður vopn, kveðja
heri sína aftur fyrir alþjóðlega við-
urkennd landamæri og skiptast á
stríðsföngum. írakar hafa þegar
fallist á öll þessi atriði, en Iranar
hafa hafnað þeim. Líklegt er að við
nýja ályktun verði því bætt við. að
sá, sem ekki fellst á hana, verði
beittur refsiaðgerðum.
Stjómarerindrekar segja að írak-
ar hafi um langt skeið reynt að
beina athygli umheimsins að styij-
öldinni í þeirri von að neyða mætti
írana til að hefja friðarviðræður.
Flestir hernaðarsérfræðingar
segja að íraski herinn hafí staðið
sig vel í átökunum um Basra. Sagt
er að þeir hafí barist skipulegar og
hver eining hafi haft meira fmm-
kvæði en í þeim ormstum, sem
írakar hafa tapað. Má þar nefna
þegar Irakar misstu Faw snemma
á síðasta ári og misheppnaða tilraun
þeirra til að ná íranska bænum
Mahran á miðri víglínunni á sitt
vald í júní 1986.
Vestrænir sérfræðingar segja að
ólíklegt sé að íranir hefíi nýja sókn
fyrr en í haust, þótt ekki sé nema
vegna hitans, sem getur orðið allt
að fímmtíu mælistig á Celsíus-
kvarða í forsælu á suður- og
miðvígstöðvunum. Þangað til er
líklegt að íranir og írakar heyi að-
eins minniháttar stórskotaliðsbar-
daga og írakar beiti loftárásum.
Sérfræðingar segja að íranir hafí
ekki náð undir sig nema nokkur
hundruð metrum á þeim fjórum
mánuðum, sem þeir sóttu að Basra.
Talið er að írakar hafi misst um
fímmtán Jiúsund hermenn á þeim
tíma, en Iranir þrefalt fleiri. írakar
segja að íranir séu tuttugu km frá
Basra en stjómarerindrekar telja
að þeir séu um tólf km frá borginni.
Erindrekar segja að írakar hafí
nú mestar áhyggjur af norður-
héruðunum. Þar er fremur svalt á
sumrin og gætu íranir því hafið
sókn þar. Á þeim slóðum hafa
skæruliðar úr röðum Kúrda, sem
íranir styðja, oft og tíðum gert árás-
ir á útstöðvar íraska hersins.
Stjómvöld í Teheran segja að
skæruliðar Kúrda hafi gert tugi
árása undanfama mánuði, en Irak-
ar bera á móti því.
Þijár og hálf milljön Kúrda býr
í Irak og fengu þeir sjálfræði árið
1974. Aftur á móti sameinuðust
tvær helstu hreyfingar skæmliða á
síðasta ári til að beijast fyrir aukn-
um réttindum. Stjómarerindrekar
segja að írönsk stjómvöld hafí tekið
hart á uppreisnarmönnum og hermt
er að þurrkuð hafi verið út heil
þorp, þar sem gmnur lék á að skot-
ið hefði verið skjólshúsi yfir
skæmliða.
Krabbameinsrannsóknir:
Sænskir vísindamenn gera
tilraunir með bólusetningu
Stokkhólmi. Reuter.
VÍSINDAMENN hjá Ka-
rólínsku stofnuninni í Stokk-
hólmi vinna um þessar mundir
kappsamlega að fullnaðargerð
fyrsta krabbameinsbóluefnis-
ins. Á næsta ári munu þeir hefja
tilraunir með bóluefni, sem
koma á i veg fyrir, að krabba-
mein í ristli taki sig upp.
„Þetta verður að öllum líkind-
um fyrsta krabbameinsbóluefnið,
sem reynt er á mönnum,“ sagði
dr. Jan-Erik Frodin, einn vísinda-
mannanna. Sjúklingar, sem
skomir verða upp við krabbameini
í ristli eða endaþarmi, verða
sprautaðir með sérstökum mót-
efnum, sem hjálpa eiga ónæmis-
kerfi líkamans að koma í veg
fyrir, að sjúkdómurinn taki sig
upp að nýju. Slíkt gerist nú hjá
u.þ.b. helmingi þeirra sjúklinga,
sem gangast undir aðgerð, að
sögn Frodins.
„Við teljum okkur hafa gildar
ástæður til að halda, að sjúkling-
arnir öðlist ónæmi fyrir þessum
krabbameinstegundum," sagði
Frodin.
En hann sagði einnig, að óvíst
væri, hvort þetta ætti við um alla
sjúklinga, hvort gefa yrði bólu-
efnið reglubundið eða hvort ein
inngjöf nægði.
„Fari allt samkvæmt áætlun
okkar, verður bóluefnið komið á
markað eftir fímm til tíu ára til-
raunir,“ sagði Frodin.
Bandarískir vísindamenn vinna
nú að gerð mótefna, sem gera
eiga kleift að búa til svipað bólu-
efni við húðkrabbameini, og að
sögn Frodins telja vísindamenn-
imir, að á svipaðan hátt megi
framleiða bóluefni gegn endur-
komu flestra krabbameinsteg-
unda. Ekki er þó í sjónmáli, að
bóluefni fínnist við fyrsta tilfelli
af krabbameini.
Karólínska stofnunin í Stokk-
hólmi er eitt af höfuðsetrum
rannsókna og kennslu á sviði evr-
ópskrar læknisfræði. Stofnunin
tilnefnir árlega þann vísinda-
mann, sem hlýtur Nóbelsverð-
launin í læknifræði.
Ekki munaði miklu að illa færi unum, en ráða ekki við vindinn
þegar skútan á myndinni skall og hafið. Mennirnir voru þátt-
á skeijum við strönd Svíþjóðar takendur í siglingakeppni og
í gær. Mennirnir tveir reyna voru ekki þeir einu, sem lentu
hér að stýra skútunni frá klett- í lífsháska vegna fárviðris.
Hættkomnirí
sænska skerjagarðinum