Morgunblaðið - 20.06.1987, Page 33
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÖNÍ 1987
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1987
33
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
HaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið.
Aminning
frá OECD
Ihinni nýju skýrslu Efna-
hags— og framfarastofnun-
arinnar í París (OECD) um
íslensk efnahagsmál
1986—1987 er kveðið fast að
orði um ýmis atriði og vissu-
lega ástæða til að íhuga þær
ábendingar og áminningar sem
þar koma fram. Ástæða er til
að staldra við fjögur atriði í
lokakafla skýrslunnar, sem
birtur var í heild hér í blaðinu
í gær. Þar er um að ræða
umfjöllun höfunda skýrslunnar
um almenna framvindu efna-
hagsmála, hallarekstur ríkis-
sjóðs, stefnuna í vaxtamálum
og ummæli um markaðsstefnu.
Mikilvaégasta atriðið í
skýrslu OECD er sú ábending
að efnahagsframvindan á ís-
landi á árunum 1985-1987
hafi verið óvenjulega góð
vegna hagstæðra ytri og innri
skilyrða og ekki megi byggja
stefnumörkun á því að slík
skilyrði verði áfram við lýði.
Þau hagstæðu skilyrði sem hér
er vísað til eru aukinn fískafli,
lækkun vaxta á alþjóðapen-
ingamarkaði, lækkun olíuverðs
og hófsamir kjarasamningar.
En allt getur þetta breyst á
skammri stundu. Dollari kann
að halda áfram að falla, fisk-
verð að lækka, aflabrestur að
verða, alþjóðlegir vextir að
hækka og svo framvegis með
alvarlegum afleiðingum fyrir
hagvöxt og viðskiptajöfnuð
okkar íslendinga.
Hin hagstæðu efnahagsskil-
yrði hafa leitt af sér þenslu á
vinnumarkaði, eftirspum eftir
vinnuafli er meiri en framboð,
en það hefur aftur í för með
sér launasamkeppni milli at-
vinnufyrirtækja og atvinnu-
greina. Ráð OECD er aukin
aðhaldssemi af opinberri hálfu
og í því sambandi er sjónum
eðlilega beint að hinum mikla
halla á ríkissjóði. Því er raunar
haldið fram að hallinn í jafn-
vægisástandi sé mun meiri, þar
sem aukin umsvif að undan-
fömu hafi fært ríkissjóði
auknar tekjur. Af þessum sök-
um sé afar brýnt að upphafleg-
um markmiðum fjárlaga fyrir
árið 1987 verði náð, það er að
draga úr hallanum í markviss-
um áföngum á nokkrum árum.
í skýrslunni er riíjað upp að
stjómvöld hafí sett sér það
mikilvæga markmið að spoma
við peningaþenslu með því að
leyfa vöxtum að endurspegla í
ríkari mæli en áður framboð á
sparifé og eftirspum eftir láns-
fé á peningamarkaði. Bent er
á að vísitölubinding og aukið
frjálsræði á peningamarkaði
hafi leitt til þess að vextir af
margs konar fjárskuldbinding-
um hafi færst í átt til þess sem
gerist á alþjóðamarkaði. Af-
koma innlánsstofnana hafí
batnað og traust almennings á
peningalegum eignum hafi að
nokkru verið endurvakið. En
þrátt fyrir spor í rétta átt sé
ýmislegt ógert. í því sambandi
er meðal annars nefnt að bein
úthlutun lánsfjár og miðstýrð-
ar vaxtaákvarðanir setji enn
mikinn svip á íslenskan pen-
ingamarkað. Þetta eigi ekki
síst við um lán til húsnæðis-
kaupa. Þótt taka verði tillit til
fleiri sjónarmiða en efnahags-
legra á þessum vettvangi megi
ekki horfa fram hjá þeirri stað-
reynd að þessi stefna leiði til
þess að fjármunum sé ekki
ráðstafað á hagkvæmastan
hátt.
Höfundar OECD-skýrslunn-
ar telja að endurbætur þær
sem gerðar hafa verið á
íslenska hagkerfínu á síðustu
árum hafí átt stóran þátt í
hagstæðri efnahagsframvindu
hér á landi. Þar er átt við
bætta skipan peningamála,
aukna áherslu á stöðugt gengi,
bætta fiskveiðistjómun og
aukna áherslu á að leyfa mark-
aðsöflum að njóta sín. Mikil-
vægt er að gera sér grein fyrir
því hve þýðingarmikið þetta
atriði er. Að sönnu geta ytri
skilyrði ráðið úrslitum um það
hvort hér á landi er hagvöxtur
og góðæri eða stöðnun og óár-
an. En það skiptir höfuðmáli
hvemig góðæri er notað og
hver innri skilyrði atvinnulífí
eru búin. Enginn vafi er á því
að því meir sem markaðssjón-
armið ráða ferðinni því betur
nýtist góðæri til þjóðþrifa. Það
er lítill vandi, eins og dæmin
sanna, að glutra niður góðæri
með lélegri efnahagsstjóm og
úreltri umgjörð efnahags- og
atvinnulífs. Ríkisstjóm sú sem
setið hefur að völdum undan-
farin ár hefur beitt sér fyrir
mörgum skynsamlegum úrbót-
um á efnahagskerfínu og farið
um margt skynsamlegar og
nýstárlegar leiðir við efnahags-
stjóm. Næstu ríkisstjómar
bíða hins vegar ærin verkefni,
því allir viðurkenna að enn em
margar brotalamir í hinni opin-
beru fjármálastjóm og aðhalds
er þörf.
Vígsla nýja útvarpshússins
Megi útvarpið lyfta hug-
um manna á efstu leiti
- sagði forseti Islands
við vígsluathöfnina
FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir vígði í gær
formlega nýtt útvarpshús að Efstaleiti, í tilefni af því, að
Ríkisútvarpið flutti í gær starfsemi sína að mestu leyti inn
í hið nýja hús. Fjöldi manns var viðstaddur vígsluna og var
ríkjandi hátíðarstemmning hjá starfsmönnum útvarpsins.
Meðal gesta á athöfninni voru forsætisráðberra og mennta-
málaráðherra og nokkrir aðrir ráðherrar, fyrrverandi
útvarpsstjóri, Andrés Björnsson, fyrrverandi menntamála-
ráðherrar, Vilhjálmur Hjálmarsson og Ingvar Gíslason,
ásamt útvarpsráðsmönnum núverandi og fyrrverandi.
Morgunblaðið/KGA
Frú Vigdís Finnbogadóttir og Andrés Björnsson fyrrverandi útvarps-
stjóri.
Vígsluathöfnin hófst í hinu nýja
útvarpshúsi um kl. 17.30 og stjóm-
aði Pétur Péjtursson útvarpsþulur
dagskránni. Útvarpsstjóri, Markús
Öm Antonsson, bauð gesti vel-
komna og minnti á, að nú væri
einnig kvenréttindadagurinn og
væri við hæfi að vígja hið nýja út-
varpshús á slíkum degi, jafnríkan
þátt og konur hefðu átt og ættu í
starfsemi útvarpsins. „Það hafa
margir lagt hönd á plóginn til þess
að þetta hús gæti orðið að vem-
leika, en tveir eru þeir menn, sem
við viljum heiðra í dag, en það eru
þeir Andrés Bjömsson fyrrverandi
útvarpsstjóri og Vilhjálmur Hjálm-
arsson, sem fyrir níu ámm tók
fyrstu skóflustunguna sem mennta-
málaráðherra." Afhenti Markús
þeim gjafir frá Ríkisútvarpinu.
Sverrir Hermannsson tók því
næst til máls og fagnaði hann því
að loks væri langþráðu markmiði
náð. Nú væri glæsilegt hús risið,
sem lofaði meistarann. „Ég óska
þessu húsi heilla og blessunar og
vona að það gefi okkur íslenskt
útvarp og sjónvarp," sagði Sverrir
Hermannsson.
Hörður Vilhjálmsson fram-
kvæmdastjóri Ríkisútvarpsins og
formaður byggingamefndar lýsti
því næst byggingarsögu Ríkisút-
varpsins, allt frá 11. apríl 1942, þar
sem fram kom í bréfi borgarstjór-
ans að útvarpshúsi væri ætlað að
standa á homi Hringbrautar og
Suðurgötu, þar sem nú er Þjóðar-
bókhlaðan, fram til dagsins í dag,
að nýtt hús væri tekið í notkun í
Efstaleiti.
Að lokinn ræðu Harðar lék hljóm-
sveit Þorvaldar Steingrímssonar tvö
lög, sem söguleg eru fyrir Ríkisút-
varpið; argentískan tangó og
menúett eftir Boccarini.
Ríkisútvarp áfram í
fory stuhlutverki
Inga Jóna Þórðardóttir, formaður
Útvarpsráðs tók næst til máls. Kvað
hún þetta vera mikil tímamót í 57
ára sögu Ríkisútvarpsins, þar sem
það væri nú í fyrsta sinn í eigið
húsnæði. Hún minnti á að þótt út-
varpið væri nú komið í glæsilega
umgjörð, væri starfsemin sem þar
færi fram aðalatriðið. „Þrátt fyrir
ný og glæsileg húsakynni megum
við ekki missa sjónar á hlutverki
okkar og skyldum og verðum að
vera sem fyrr ríkur þáttur í menn-
ingu og menntun þessa lands.
Ríkisútvarpið mun áfram vera í
forystuhlutverki, þrátt fyrir alla
samkeppni," sagði Inga Jóna og bar
fram þá óska að hið nýja útvarps-
hús mætti verða Ríkisútvarpinu,
sameign þjóðarinnar, hvatning til
nýrra dáða.
Næst talaði Elfa Björk Gunnars-
dóttir framkvæmdastjóri Ríkisút-
varpsins. Hún minnti á að hið nýja
útvarpshús væri ekki aðeins vinnu-
staður, heldur staður, þar sem
flestir ættu að geta átt leið um.
Eftir að hún hafði lýst húsakynnun-
um óskaði hún þess að í húsinu
yrði alla tíð unnið af metnaði og
með virðingu fyrir hlustendum.
Pétur Guðjónsson sté nú í pontu
og flutti kveðjur frá sjónvarpinu og
starfsmönnum þess. Pétur minnti á
að í dag væru aðeins tveir af þeim
mönnum lifandi, sem tekið hefðu
þátt í flutningi útvarpsins að Skúla-
götu. „Þetta segir okkur, að
nauðsynlegt er að hefía skráningu
sögu Ríkisútvarpsins." Pétur kvatti
einnig „hina dugmiklu byggingar-
nefnd“ til þess að koma því til leiðar,
að sjónvarpið gæti flutt inn í hið
nýja hús í desember 1990, þegar
Ríkisútvarpið væri sextugt. Þá
myndi upptöku- og vinnuaðstaða
öll batna og öll sameiginleg þjón-
usta á betri og þægilegri hátt leyst
af hendi.
Tíu starfsmenn í upp-
hafi
Gunnvör Braga talaði næst fyrir
hönd starfsmanna. Hún gat þess,
að í upphafí hefðu starfsmenn verið
10 talsins, en nú væru deildir
Ríksisútvarpsins fleiri en fyrstu
starfmennimir og fjöldi starfs-
manna mikill að sama skapi og í
fíórum stéttarfélögum. „Öll eigum
við það þó sameiginlegt, að vera
útvarpsmenn og að vilja reisn og
viðgang Ríkisútvarpsins sem mest-
an. Við hljótum því að vona að það
verði um alla framtíð hinn hvíti
svanur í fararbroddi allrar íslenskr-
ar fjölmiðlunar. Gunnvör afhenti
því næst útvarpsstjóra grafíkverk
eftir Ragnheiði Jónsdóttur.
Að lokinni ræðu Gunnvarar flutti
Hljómsveit Þorvaldar Steingríms-
sonar tvö lög eftir tvö íslensk
tónskáld, sem áttu það sameiginlegt
að hafa baðir verið starfsmenn út-
varpsins. Taldi Pétur Pétursson að
texti þessara laga ætti vel við á
þessari stundu, en þetta voru lögin
yBeðið hef ég lengi" eftir dr. Pál
Isólfsson og „Yndið mitt yngsta og
besta“ eftir Þórarinn Guðmunds-
son.
Næstur tók til máls Birgir Sig-
urðsson formaður Bandalags
íslenskra listamanna. Að mati Birg-
is er ríkisútvarpið samofið íslensku
þjóðavitundinni og taldi hann fátt
vera jafn sviklaust þjóðareign og
Ríkisútvarpið. Hlutverk þess væri
enn hið sama þrátt fyrir allar breyt-
ingar; að bægja frá þjóðinni
lágmenningu. „Þetta er ekki for-
ræðishyggja, heldur vitund um
verðmæti, sem koma þarf til skila,"
sagði Birgir.
Fní Vigdi's Finnbogadóttir, for-
seti íslands tók nú til máls. í ræðu
sinni sagði hún að fáir atburðir
hefðu markað eins stórt spor í þá
átt að ijúfa einangrun og stofnun
Ríkisútvarpsins fyrir 57 árum. „En
útvarpið rauf ekki aðeins land-
fræðilega einangrun, heldur einnig
fáfræði um atburði líðandi stundar
og frá stofnun sinni hefur það ver-
ið sameiningartákn þjóðarinnar.“
Fjöldi gesta var viðstaddur vígslu nýja útvarpshússins.
Morgunblaðið/KGA
Morgunblaðið/KGA
Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra flytur ávarp sitt. Við
hlið hans er Pétur Pétursson útvarpsþulur, sem stjórnaði dag-
skránni.
Morgunblaðið/KGA
Hljómsveit Þorvaldar Steingrimssonar iék við vigslu nýja útvarps-
hússins.
Morgunblaðið/KGA
Markús Om Antonsson tekur við mynd af Þorsteini Ö. Stephensen úr höndum Araórs Benónýssonar.
Frú Vigdís taldi það vel við hæfi
að hin nýja útvarpsstöð væri stað-
sett við Efstaleiti. „Leiti er sam-
stofna orðinu að líta og merkir
sjónarhóll og af efsta leiti er sýn
til allra höfuðátta. Það er von mín
og ósk, að Ríkisútvarpið sinni ávallt
menningar- og menntahlutverki
sínu. Megi það áfram vera samein-
ingartákn okkar og lyfta hugum
okkar á efstu leiti.“
Fyrsta útsendingin
Að lokinni ræðu Forseta íslands
hófst fyrsta útsendingin frá Efsta-
leiti og hóf Jóhannes Arason þulur
þar fyrstu þularvaktina. Frú Vigdís
Finnbogadóttir lýsti því svo yfír að
hið nýja útvarpshús væri nú form-
lega tekið í notkun.
Að lokinni vígslunni flutti Oddvar
Svansvik, fíármálastjóri norska
ríkisútvarpsins ræðu, þar sem hann
flutti Ríkisútvarpinu kveðju frá
Norrænu útvarpsstöðvunum. Kvað
hann íslendinga mega vera stolta
af hinu nýja útvarpshúsi.
Andrés Bjömsson flutti því næst
ávarp, þar sem hann samfagnaði
stofnunni og starfsmönnum hennar
vegna þessa merka áfanga. Bar
hann fram þakkir til þeirra, sem
sýnt hefðu þessari byggingu drengi-
legan stuðning.
Amór Benónýsson flutti kveðju
frá Félagi íslenskra leikara til
Ríkisútvarpsins, sem í raun og veru
væri stærsta leikhús þjóðarinnar.
Afhenti hann útvarpsstjóra mynd
af Þorsteini Ö. Stephensen, leikara
og útvarpsmanni.
Að ávörpum loknum flutti Mark-
ús Öm Antonsson þakkir fyrir
hlýhug í garð stofnunarinnar og*
góðar gjafir. Lauk vígsluathöfninni
með hópsöng, þar sem sungið var
„Ó, fögur er vor fósturjörð." Að
lokinni athöfninni bauð mennta-
málaráðherra gestum upp á veiting-
ar.
Gamli
ognýi
timinn
Síðasta f réttaútsending-
in i gamla útvarpshúsinu.
Atli Rúnar Halldórsson
og Jóhann Hauksson
flytja síðasta fréttatím-
ann í gamla útvarpshús-
inu við Skúlagötu
klukkan 17 í gær. Þórdís
Gunnarsdóttir var tækni-
maður. Á litlu myndinni
sést Atli Rúnar taka sam-
an föggur sínar á gamla
staðnum.
Morgunblaðið/KGA
Fyrsta fréttaútsendingin í nýja útvarpshúsinu. Forystumenn flokkanna, sem nú reyna ad mynda
ríkisstjóra komu í beina útsendingu í fyrstu fréttaútsendingunni. Atli Rúnar Halldórsson spyr þá
spjörunum úr en umsjónarmaður fréttanna var Sigríður Áraadóttir. Tæknimaður var Óskar Ing-
varsson. Kári Jónasson fréttastjóri stendur fyrir aftan Atla.