Morgunblaðið - 20.06.1987, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1987
Skoðanakönnun Félagsví sindastofnunar:
Lögmenn eru dýr-
ir en þjónustan góð
FÉLAGSVÍSINDASTOFNUN
gekkst nýverið fyrir skoðana-
könnun, þar sem könnuð voru
viðhorf almennings til lög-
mannastéttarinnar og þjónustu
hennar, samanborið við aðrar
stéttir þjóðfélagsins. Nokkuð er
um neikvæð viðhorf til stéttar-
innar, þó hún komi ekki ver út
en t.d. endurskoðendur og fast-
* eignasalar. Fólk virðist og telja
þjónustu lögmanna dýra, en
mikill meirihluti telur lögmenn
þó skila starfi sínu vel. Könnun-
in var framkvæmd fyrir
Lögfræðiþjónustuna hf.
í fyrsta hluta könnunarinnar, var
fólk spurt um almennt viðhorf sitt
til nokkurra starfsstétta. 39,9%
höfðu neikvæð viðhorf gagnvart
fasteignasölum, 39,3% gagnvart
tannlæknum og 24,4% gagnvart
lögmönnum. Ef einungis var litið
til þeirra, sem einhvem tíma höfðu
notfært sér þjónustu lögfræðinga,
jókst neikvætt viðhorf til lög-
manna í 30,5% og gagnvart
fasteignasölum í 41,5%. Neikvætt
viðhorf í garð tannlækna minnkaði
hins vegar í 24,5%.
Aðilar vom í öðmm hluta könn-
unarinnar spurðir um hvemig þeir
teldu lögmenn skila þjónustu sinni
samanborið við aðrar stéttir.
37,6% þeirra, sem afstöðu tóku,
töldu þjónustu lögmanna góða og
38,8% ef aðeins var litið til þeirra,
sem notfært höfðu sér þjónustu
i lögmanna.
Einn þriðji þeirra, sem afstöðu
tóku, töldu erftitt að fá lögmann
til þess að taka mál að sér. Þetta
hlutfall lækkaði hins vegar í
fímmtung, ef einungis var litið til
þeirra, sem nofært höfðu sér þjón-
ustu lögmanna.
í fjórða hluta könnunarinar var
fólk beðið um að bera saman
presta, lögmenn og endurskoðend-
ur, að því er heiðarleika snerti.
Flestir töldu þessar stéttir vera
álíka heiðarlegar. Þriðjungur taldi
prestana þó heiðarlegri en hinar
stéttimar. Tæplega 13% töldu lög-
menn óheiðarlegri og 13% töldu
endurskoðendur óheiðarlegri en
hinar. Skoðanir þessar breyttust
lögmönnum aðeins í óhag, þegar
aðeins var miðað við þá, sem not-
fært höfðu sér þjónustu lögmanna.
Því næst voru þátttakendur
spurðir hvort þeir teldu þjónustu
tannlækna og lögfræðinga dýra
eður ei. 88,7% töldu þjónustu lög-
manna dýra, þar af 40% mjög
dýra. Svipað margir töldu þjónustu
tannlækna dýra, en ívið fleiri, eða
55% mjog dýra. 10% aðspurðra
töldu þjónustu beggja stéttanna
vera selda á sanngjömu verði, en
fjöldi þeirra, sem töldu þjónustu
þessara aðila ódýra eða mjög
ódýra, var hverfandi. Svipaðar töl-
ur héldust hjá þeim, sem notfært
höfðu sér þjónustu lögmanna, að
því er þetta varðaði.
Það kom í ljós í þessari könnun,
að 63,6% þeirra, sem svömðu,
höfðu notfært sér þjónustu lög-
manna og 78% þeirra höfðu leitað
til lögmannsstofu, 13,8% lögfræð-
ings án stofu, en mun færri annað.
Kunningsskapur réð mestu í vali
manna á lögmanna eða 41,2% en
vegna meðmæla 32,3%. 78% þess-
ara aðila voru ánægðir með þá
þjónustu sem þeir fengu, 19% voru
óánægðir og 3% bæði og.
Starfsfólk Breiðhoits Apóteks í nýja húsnæðinu að Álfabakka 12 í Mjóddinni.
Breiðholts Apótek í Mjóddinni
BREIÐHOLTS Apótek (áður Lyfjabúð Breið- Lyfjabúðin var stofnsett þann 31. október 1970
holts) hefur nú verið flutt úr Arnarbakka 4 í og var Ingibjörg Böðvarsdóttir fyrsti lyfsalinn.
nýtt húsnæði að Álfabakka 12 í Mjóddinni, en Lyfsalaskipti urðu um áramótin 1985-86 en þá
þar var henni upphaflega ætlaður staður. tók Stefán Sigurkarlsson við rekstrinum.
Staðsetningu kjarnorku-
vers við Dounrey mótmælt
FORYSTUMENN og stjómir
Farmanna- og fiskimannasam-
band Islands og Sjómannasam-
band íslands vilja hér með fara
þess á leit við utanríkisráðuneyt-
ið að það hlutist til um að koma
á framfæri við rétt tilgreinda
aðila, mjög kraftmiklum mót-
mælum vegna fyrirhugaðrar
staðsetningar á „kjarnorkuúr-
gangsendurvinnsluveri við
Dounrey á Skotlandi".
Mótmæli þessi byggja að miklu
leyti á upplýsingum og ályktunum
er fram koma í skýrslu sem sett
var fram sameiginlega af Geisla-
vömum ríkisins, Hafrannsókna-
stofnun, Siglingamálastofnun
ríkisins og Magnúsi Magnússyni
prófessor.
Með hliðsjón af tilvitnaðri
skýrslu, kjamorkuslysum síðustu
ára, sívaxandi áhyggjum flestra
þjóða og jafnframt áhyggjum vorra
umbjóðenda, vegna aukinnar
geislamengunar og væntanlegrar
ófyrirsjáanlegrar mengunar, þ.e. ef
stöðinni er ætlað að endurvinna
úrgangsefni frá öllum kjamorku-
verum í V-Evrópu er vinna með
svonefndum „hröðun nifteindum"
sjá ofanrituð samtök sig knúin til
að mótmæla fyrirhugaðri staðsetn-
ingu slíkrar stöðvar.
Áhrif væntanlegrar vinnslu frá
stöðinni (staðsettri við Dounray)
munu tvímælalaust verða mjög
óæskileg fyrir allt lífríki í
NA-Atlantshafí.
Vilja undirrituð hagsmunasam-
tök íslenskra sjómanna leyfa sér
að fullyrða að áætlanir þær sem
hér er um rætt geti tvímælalaust
teflt í tvísýnu öllum starfsgreinum
sjávarútvegs allra þjóða er byggja
afkomu sína á lífríkis- og náttúm-
auðæfum NA-Atlantshafs.
(Fréttatilkynning.)
Tíðarfar með besta móti
og sláttur að hefjast
» Morgunblaðið/Sigurður Jónsson.
Jón Ingvarsson bóndi á Skipum gaf sér stund til spjalls og tyllti
sér á heybagga.
„Sé enga ástæðu til að
sleppa veðurblíðuraii“
-segir Jón á Skipum sem hóf slátt 10. júní
SUMARIÐ er yfirleitt fyrr á
ferðinni en síðastliðið ár og
bændur vongóðir. Allt útlit er
fyrir að sláttur geti hafist inn-
an skamms. Sumir eru jafnvel
byijaðir að slá en þurrkur hijá-
ir annars staðar. Sauðburði er
víðast lokið, en hann hefur
gengið mjög misjafnlega. Þessi
svör fékk Morgunblaðið i gær
er rætt var við nokkra fréttarit-
ara blaðsins á Vestfjörðum og
Norðurlandi.
Áhugi á laxeldi
Sveinn J. Þórðarson á Barða-
strönd sagði tíðarfar sérstaklega
gott, með því besta sem verið
hefði lengi. „Útlit er fyrir að gras-
spretta verði góð en þó eru heldur
miklir þurrkar", sagði Sveinn.
Hann bjóst við að sláttur hæfíst
um mánaðamótin.
Sauðburður var ekki með besta
móti á Barðaströnd þetta árið.
„Hann gekk sæmilega, það er
best að orða það þannig", sagði
Sveinn. Laxeldi hefur hins vegar
gengið vel en það hefur verið
starfrækt á Seftjömum. Áhugi á
laxeldi er hjá fleirum í sveitinni
og byijað er að bora eftir heitu
vatni á nokkrum stöðum.
Vantar rigtiingu
„Það er allt gott að frétta, það
eina sem okkur vantar er rign-
ing“, sagði Jens Guðmundsson í
Kaldalóni á Snæfjallaströnd við
ísafjarðardjúp er hann var spurð-
ur frétta. Að hans sögn hefur
verið samfelld sólskinshátíð allt
vorið og ekki komið dropi úr lofti.
Þar fyrir utan leit vel út með gras
og jörð. Sláttur gæti hafíst eftir
þrjár vikur en það veltur allt á
rigningunni.
Jens sagði að sauðburður hefði
gengið með eindæmum vel og nú
væri fé komið á fjall. „Vorverkum
er lokið hér og menn eru að hvíla
sig fyrir sláttinn". Jens sagðist
að lokum fagna því að veginum
yfír Steingrímsfjarðarheiði yrði
lokið í sumar. Þó væru margir
vegir enn í ólagi.
„Óvenjulega dásam-
legur tími“
Að sögn Páls Dagbjartssonar,
Varmahlíð í Skagafirði fór loksins
að rigna fyrir nokkm eftir sex til
sjö vikna þurrk. Hann sagði að
gróðurinn væri óvenju snemma á
ferðinni vegna hlýindanna í vor.
Bændur em aðeins byijaðir að
slá. „Þetta er óvenjulega dásam-
legur tími“.
Páll sagði að þetta væri tími
skógræktar og gróðursetningar í
Skagafirði og sala á plöntum
væri mikil. „Áhuginn fer vaxandi
ár frá ári ef marka má söluna og
menn em óánægðir með minnk-
andi fjárveitingar til Skógræktar
ríkisins. Það kemur niður á starf-
seminni út um allt land“, sagði
Páll.
Að lokum greindi Páll frá því
að ferðamannastraumurinn væri
rétt að byija og Hótel Varmahlíð
væri að flytja starfsemina í
Varmahlíðarskóla eins og það
gerir ávallt á vorin.
Mikið mý
í Mývatnssveit hefur tíðarfar
verið gott í vor að sögn Kristjáns
Þórhallssonar. „Gróðurinn tók svo
geysilega við sér í hitabylgjunni
í maí að ég man varla eftir öðm
eins“. Sláttur mun hefjast bráð-
lega.
Varpið hefur verið vel í meðal-
lagi. Það verpti óvenjusnemma
vegna hlýindanna og varptíminn
er að verða búinn. Veiði hefur
verið frekar lítil enn sem komið
er en búist er við því að hún glæð-
ist í júlí. „Hér hefur ekki veríð
svona mikið mý í mörg ár“, sagði
Kristján. „Menn vom hræddir um
að áhrif frá Kísiliðjunni myndu
skaða lífríkið við Mývatn en svo
virðist sem sá ótti hafi verið
ástæðulaus". Ferðamanna-
straumur er enn ekki mikill í
Mývatnssveitinni en reiknað er
með því að hann hefjist síðast í
júní.
Selfossi.
„Blessaður vertu ég gæti slegið
með annarri eins uppskeru í
júlí ef ég bæri dálítið á þetta,“
sagði Jón Ingvarsson bóndi á
Skipum í Stokkseyrarhreppi en
hann hóf slátt 10. júní og sló
þá strax mikið. Hann hefur
þegar hálffyllt aðalhlöðuna,
sem er óvenju snemmt.
„Ég bar á túnin 2. maí og sé
enga ástæðu til þess að sleppa
veðurblíðunni," sagði Jón sem hóf
búskap á Skipum 1949 og tók við
af föður sínum en jörðin hefur
verið í eigu ættarinnar frá upp-
hafi. Jón sem er 75 ára gamall
sagði túnin mikil miðað við bú-
stofninn en hann sagðist hafa
leigt fjárkvótann, fannst þetta
vera orðið heldur mikið.
Jón sagðist alltaf hafa verið
með snarpa stráka í vinnu-
mennsku margir þeirra hefðu
orðið góðir íþróttamenn og nefndi
Jón í því sambandi nafn Vals Ingi-
mundarsonar körfuknattleiks-
manns. Á meðan staldrað var við
hjá Jóni á Skipum unnu vinnu-
mennimir Sigurbjörn Berg og
Steingrímur Pétursson, báðir frá
Stokkseyri, að því af röskleika að
raka saman heyi og binda. Jón
gaf sér stund milli stríða til spjalls
og tyllti sér á heybagga. Veðrið
var kyrrt þama upp af Stokks-
eyrarfjöru og ofar blasti við fjalla-
hringurinn.
Sig. Jóns.