Morgunblaðið - 20.06.1987, Page 50

Morgunblaðið - 20.06.1987, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1987 Minning: RannveigS. Bjarna- dóttir Stóru-Sandvík Fædd 19. júlí 1901 Dáin ll.júní 1987 Hvað er hel? Öllum líkn, sem lifa vel. Tengdamóðir mín, Rannveig Sigríður Bjarnadóttir, andaðist 11. júní sl., tæpra 86 ára að aldri og verður jarðsungin frá Selfosskirkju í dag kl. 13.30. Tilvitnuð orð Matt- híasar Jochumssonar koma mér fyrst í hug er ég hugsa með þakk- læti til hennar á kveðjustund. Hún lifði betur en flestir aðrir, sem ég hef kynnst, og dauðinn varð henni sannkölluð líkn. Rannveig var fædd í Litlagarði í Dýrafirði 19. júlí 1901, dóttir hjóna þar, Bjama Sigurðssonar frá Botni í Dýrafírði og Rannveigar Margrétar Sveinsdóttur frá Engidal í Skutulsfirði. Rannveig Margrét lést samdægurs af barnsförum, aðeins 21 árs gömul. Rannveig Sigríður var tekin í fóstur að næsta bæ, Meiragarði, og ólst þar upp hjá góðum fósturforeldrum, Kristjáni Júlíusi Ólafssyni og Sigríði Þórðar- dóttur. 12 ára gömul fór Rannveig frá Meiragarði, fyrst að Haukadal hinum megin fjarðarins, þar sem elsta fóstursystir hennar bjó, og síðan að Þingeyri, en þá var Sigríð- ur fóstra hennar orðin ekkja og flutt þangað, og þar fermdist Rannveig vorið 1915. Næstu ár eftir fermingu var Rannveig á ýmsum stöðum í vetrar- vist og sumarvinnu, m.a. í Reykjavík veturinn 1916—17. En eftir það dvaldist hún að mestu á ísafirði til ársins 1926. Hún vandist öllum algengum störfum á þeirri tíð og varð sjálf að vinna fyrir sér að öllu leyti. Jafnframt tókst henni á eigin spýtur að afla sér góðrar menntunar, einkum í öllu því er lýtur að hússtjóm og matreiðslu, og nutu þess margir síðar á ævi hennar. Hún varð einnig hannyrða- kona í fremstu röð og smekkvís í besta lagi eins og mörg verk henn- ar á því sviði bera vitni um. Á Isafirði bjó Rannveig löngum með Sigríði fóstru sinni og var í ýmsum vistum. Frostaveturinn 1918 var hún hjá Guðmundi bæjarfógeta Hannessyni og minntist oft þeirrar vistar. Síðar var hún um tíma hjá frænku sinni og nöfnu, Rannveigu Samúelsdóttur og manni hennar, Jóni Hróbjartssyni kennara. Þess tíma minntist hún ætíð með gleði og rækti ævilangt vináttusamband við böm þeirra, en hið yngsta þeirra hafði hún annast í frumbemsku. Sérstökum vináttuböndum tengdist hún yngri systur Rannveigar, Bjameyju Samúelsdóttur hjúkrun- arkonu, sem enn er á lífi háöldruð. Árið 1920 réðst Rannveig til lyf- salahjónanna á ísafirði, Gunnars og Thyru Juul, og þeirri vinnu hélt hún til 1926. Á heimili þeirra hjóna var gestkvæmt mjög, þar komu m.a. oft útlendingar af áhöfnum skipa er lagst höfðu inn á fjörðinn. Þama kynntist Rannveig mörgu hinu besta í danskri siðmenningu og þar opnaðist henni sýn til um- heimsins. Dvöl Rannveigar „á apótekinu“ veitti henni menntun og víðsýni er reyndist henni dýrmætt síðar á lífsleiðinni. Við íjölskyldu lyfsalahjónanna batt hún ævilanga tryggðavináttu, en börn þeirra hafði hún öll annast meira eða minna. Og húsmóður sína, frú Thym Juul, sem enn lifír í hárri elli, virti hún og dáði. Árið 1926 urðu þáttaskil í lífí Rannveigar. Hún var þá 25 ára gömul og hafði þroskast og mótast í íjölbreytiiegu menningammhverfí ísafjarðar sem stóð með miklum blóma á þessum ámm. En þá um sumarið réðst hún kaupakona að Litlu-Sandvík í Flóa. Það þótti ýms- um undarlegt tiltæki vestra og einhveijir urðu til að lýsa fyrir henni hve ólíkir væm hættir fólks þar syðra, því sem hún hefði átt að venjast. M.a. lærði hún alllanga klausu sem sýna átti málfar Flóa- manna; kunni hún klausu þessa alla ævi og rifjaði oft upp, sér og öðmm til skemmtunar: Bóndi kem- ur að konu sinni sem er að strokka á sunnudagsmorgni og býður henni hjálp sína, svo að þau komist sem fyrst til kirkjunnar, með þessum orðum: „Á ég ekki að hafa upp í hoppandanum fyrir þig, konukind? Hopphundurinn kom svo seint heim með halatermmar að hljóðagestur- inn verður kominn upp í orðapont- una.“ Hoppandinn merkti þá strokkinn, hopphundurinn smalann, halatermmar vom kýmar. Prestur- inn var nefndur hljóðagestur og predikunarstóllinn orðaponta. En í Litlu-Sandvík kynntist Rannveig ungum bóndasyni á næsta bæ, og þar með vom örlög hennar ráðin. Hun var einn vetur ráðskona á Eyrarbakka hjá Kai lyf- sala Petersen og annan vetur í Tryggvaskála hjá Guðlaugi veit- ingamanni Þórðarsyni. En sumarið 1928 fluttist hún alfarin að Stóm- Sandvík og giftist 1. desember s.á. unnusta sínum, Ara Páli Hannes- syni. Þau bjuggu þar saman til 1955, er Ari Páll lést, en síðan bjó Rannveig þar ekkja í félagsbúi, fyrst með tengdamóður sinni og síðan lengst með sonum hennar þremur, mágum sínum og síðast ekkjum þeirra. Alla ævi var Rann- veig innilega þakklát mágum sínum, sem nú em allir látnir, en þeir veittu henni alla hugsanlega aðstoð eftir fráfall manns hennar og gerðu henni kleift að sitja í búi sínu meðan kostur var. Síðustu æviárin dvaldist hún að mestu á Laugarvatni en var þó talin fyrir búi sínu í Stóm-Sandvík til vorsins 1986, er hún ráðstafaði því til tveggja bræðrasona Ara Páls, en þar búa nú félagsbúi, og leigði þeim sinn hlut í jörð og útihúsum. Rannveig og Ari Páll eignuðust 3 dætur. Tvíburarnir Sigríður Kristín og Rannveig Margrét fædd- ust 5. febrúar 1930. Sigríður Kristín giftist Tómasi Magnússyni trésmíðameistara 1. desember 1950, þau hafa allan sinn búskap átt heimili í Stóm-Sandvík og stutt Rannveigu í búskap hennar og heimilishaldi eftir að hún varð ekkja. Þau eiga þtjú uppkomin böm. Rannveig Margrét fékk löm- unarveiki og lést aðeins fjögurra ára gömul árið 1934. 25. maí 1935 fæddist svo Rannveig yngri. Hún giftist undirrituðum 1. des. 1960 og hefur búið með honum síðan, fyrst í Reykjavík en síðan á Laugar- vatni. Við eigum 4 uppkomin böm. Á sjötugsafmæli Rannveigar árið 1971 skrifaði fósturbróður hennar, Ingimar H. Jóhannesson, fyrmrn skólastjóri, afmælisgrein I Morgun- blaðið og vék þar sérstakalega að búskap þeirra, Ara Páls og hennar, í Stóm-Sandvík. Hann segir þar m.a.: „Ari Páll var stórmyndarlegur maður, vel gefínn, hamhleypa við öll verk og búmaðúr hinn besti. Hann var mjög þekktur maður í héraði og í fremstu bænda röð. Og þjóðkunnugt er samvinnubú þeirra bræðra í Stóm-Sandvík. Þeir bræð- ur hafa sýnt og sannað að það er hægt að reka samvinnubúskap í sveit, en stunda ekki einyrkjabú- skap, með öllum þeim erfíðleikum og áhyggjum, sem honum fylgja. Og ég hefí ekki heyrt annað en að gott samkomulag hafí verið milli búanna í Stóru-Sandvík og búskap- urinn gengið vel. Það er mikil reisn og myndarskapur yfír því heimili." Þessi orð Ingimars munu vera al- mannarómur og myndarbragur á Stóru-Sandvíkurheimilunum er löngu landsþekktur. Þegar Rannveig fluttist að Stóm-Sandvík árið 1928 bjó þar fyrir tengdamóðir hennar, Sigríður Kristín Jóhannsdóttir, ekkja ásamt 6 yngstu bömum sínum, en Ari Páll hafði verið forsjármaður bús hennar eftir lát föður síns 1925. Auk þess vom í heimilinu föður- bróðir hans, Magnús Magnússon rennismiður og kona hans, Katrín Þorvarðardóttir, og unnu þau búinu og bömunum sem sínu eigin til dauðadags. Rannveig kom vestan frá ísafirði, sem í augum margra í Flóanum var sama sem Homstrand- ir, og settist í þetta heimili, þar sem allir vom fyrir sem einn maður. í nánu sambýli, með tvær kolaelda- vélar hlið við hlið í sama eldhúsi, tókst svo náin vinátta og gagn- kvæm virðing með Rannveigu og tengdafólki hennar, að dæmafátt má telja, og tengdamóður sína og mágkonur elskaði Rannveig og virti um aðra menn fram. Hjá Stóm- Sandvíkurfólki fór saman afburða- dugnaður, framsýni og metnaður fyrir hönd fjölskyldunnar. Og hér skal það fullyrt að koma Rann- veigar í þetta samfélag og farsæl þátttaka hennar í því — með mennt- un hennar og víðsýni — hafi átt einna drýgstan þátt í því að sam- hæfa orku og athafnir þeirra sem fyrir vom svo að búin í Stóm- Sandvík, heimili og umsvif öll urðu óumdeilanlega í fremstu röð. Hið nána sambýli, sem getið var um, stóð í 20 ár eða þar til hið veglega fjórbýlishús, sem nú stendur, var tekið í notkun árið 1948. Áður er getið um uppmna Rann- veigar, er hún var tekin í fóstur nýfædd frá deyjandi móður. Faðir hennar, Bjarni Sigurðsson, kvænt- ist aftur 6 ámm seinna ágætri konu, Gunnjónu Sigríði Vigfúsdóttur. Þau bjuggu langan aldur í Dýrafirði og eignuðust 14 börn. Það sýnir nokk- uð manngerð Rannveigar að hún hélt ætíð kærleikssambandi við föð- ur sinn, stjúpu og hálfsystkin, en þau vom öll myndar- og atorkufólk svo sem fræðast má um í bók Þor- steins Matthíassonar, Í greipum brims og bjarga, 1983. 9 þeirra systkina em enn á lífi. Og móður- systur sinni, Magnínu J. Sveins- dóttur og fjölskyldu hennar, sýndi hún órofa vináttu og tryggð. Sama var að segja um fóstursystkin henn- ar, sem nú em öll látin, og fjölskyld- ur þeirra. En nánast var þó samband hennar við yngsta fóstur- bróður sinn, Finnboga Sigurðsson bankaritara, sem kvæntur var Jó- hönnu, elstu systur Ara Páls. Hann var sýsluskrifari á Eyrarbakka fyrstu ár Rannveigar í Stóm- Sandvík og saman önnuðust þau fóstursystkinin Sigríði fóstm sína síðustu æviár hennar, en hún lést hjá Finnboga og Jóhönnu á Eyrar- bakka árið 1934. Rannveig tengdamóðir mín var einkar gerðarleg kona, fríð og svip- hrein. Allt viðmót hennar bar með sér hlýju og góðvild. Öll þau ár sem hún stýrði heimili og búi í Stóm- Sandvík var fjölmennt hjá henni og gestkvæmt, einkum meðan bóndi hennar lifði, en hann sóttu margir heim um langan veg til að kynnast honum og framfarasókn hans. Hún vann því oft langan og erfiðan vinnudag en aldrei sáu ókunnugir annað en glaðværð hennar og gest- risni. Gekk hún þó lengi ævi sinnar ekki heil til skógar og varð auk þess með ámnum nokkuð feitlagin og þungfær. Eðlislæg gamansemi og léttleiki í framkomu fylgdi henni þó til hins síðasta. Allmörg síðustu æviár sín átti hún erfítt með að bjarga sér sjálf, en komst þó löng- um á fætur með dugnaði sínum og vilja og var ætíð hvetjandi og upp- örvandi við aðra þótt kraftar hennar væm á þrotum. Hálfum mánuði fyrir síðustu páska var hún flutt á Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi. Þar dvaldist hún við ört þverrandi lífskrafta en frábæra umönnum lækna og hjúkmnarfólks, þar til hún sofnaði út af sem fyrr segir hinn 11. þ.m. Ráði og rænu hélt hún til hinstu stundar en síðustu tvær vikumar var henni að mestu varnað máls. Áður en ég lýk þessari æviminn- ingu vil ég nefna eitt atriði sem mótaði mjög alla framkomu Rann- veigar og skaphöfn. Það var rík guðstrú, óvenju sterk og einlæg, en þó fullkomlega ofstækislaus. Trúrækni hennar vakti ætíð virð- ingu en varð aldrei fráhrindandi, og skoðunum annarra sýndi hún jafnan fulla virðingu þótt eigi fæm þær saman við afstöðu hennar. Því fylgdi mikil öryggiskennd að vita börn sín alast upp í kærleiksríku skjóli hennar. Svonefnd hjátrú og hindurvitni var henni hins vegar lítt að skapi. En á draumum tók hún mark og hafði gaman af að ræða um þá og velta fyrir sér tákngildi þeirra. Oft varð mér það á að gera lítið úr því sem ég nefndi í stríðni „draumarugl" hennar og tók hún því einlægt vel eins og öðmm yfir- sjónum mínum. En svo sem í yfírbótarskyni langar mig að tilfæra hér einn draum hennar, sem mér þykir merkilegri: Þegar Rannveig dóttir hennar gekk með þriðja bam okkar, og Sigríður Kristín hafði þegar eignast sín þtjú böm, dreymdihana eitt sinn að hún sæi 7 egg í hreiðri, vom 3 sér og 4 sér. En eitt eggjanna þótti henni sem hún sæi óljóst, a.m.k. öðm hveiju. Þegar ég heyrði drauminn sagði ég — líkt og stundum endra- nær — að ekki þætti mér trúlegt að hún eignaðist fleiri en 6 barna- böm. En draumurinn átti eftir að rætast á þrjá vegu: 1) Okkur Rannveigu fæddist brátt Ijórða bamið, og vom þá bamabörnin orðin 7 eins og eggin í draumnum. Eitt þeirra dvelst nú erlendis og getur því ekki fylgt ömmu sinni síðasta spölinn. 2) Sigríður Kristín hefur eignast 6 barnabörn og hins sjöunda er von í heiminn alveg á næstunni. 3) Böm okkar Rannveigar em 5 sem fyrr segir og bamaböm okkar em nú 3, hið yngsta, Rannveig Sigríður, fædd 30. maí sl. og náði ekki að sjá langömmu sína, en mynd af litlu stúlkunni sá hún, og þá var bros hennar fallegt þótt henni væri varnað málsins. Eg þakka tengdamóður minni kærleiksríka vináttu er ég hef notið hátt á þriðja áratug. Börn og bama- börn dætra hennar kveðja ömmu og langömmu sem veitti þeim alla þá ást og umönnun sem hún mátti. Áður var minnst á trúhneigð Rannveigar og trúrækni. Á efri ámm var henni það mikil hugfró að lesa og hafa yfír andleg ljóð, bænir og sálmavers. Það ber vitni um smekkvísi hennar og dómgreind að ekkert ljóð mat hún meira né hafði oftar yfír síðustu misserin en lokaerindi Hafíssins eftir Matthías Jochumsson: Veikur maður, hræðstu eigi, hlýddu, hreyk þér eigi, jwldu, striddu. Þú ert strá en stórt er Drottins vald. Hel og fár þér finnst á þínum vegi; fávís maður, vittu, svo er eigi, haltu fast í Herrans klæðafald! Lát svo geisa lögmál fjörs og nauða, lífið hvorki skilur þú né hel: Trú þú: — upp úr djúpi dauða Drottins rennur fagrahvel. Kristinn Kristmundsson Eitt sumarkvöld fyrir um sextíu ámm kom ung stúlka úr Dýrafirðin- um í kaupavinnu til afa míns, Guðmundar Þorvarðarsonar hrepp- stjóra í Litlu-Sandvík í Flóa. Hún ætlaði að sjá sig um í heiminum, fara síðan vestur aftur, skemmti- legum sumarminningum ríkari. En ungu stúlkunni, Rannveigu Sigríði Bjamadóttur, vom önnur forlög ætluð. Hún var sofnuð þetta fyrsta kvöld sitt á nýja bænum þegar piltamir komu loks heim. Á ferð með þeim var elsti sonurinn á nágrannabænum, Ari Páll Hannes- son. Honum var boðið að kíkja á nýju kaupakonuna þar sem hún lá sofandi. Kannski hefur þar verið ást við fyrstu sýn. í það minnsta vom örlög Rannveigar ráðin. Hún giftist Ara Páli Hannessyni þann 1. desember 1928, hóf búskap með honum í Stóm-Sandvík vorið 1929 — og þann garð gerðu þau frægan. Aður hefi ég lýst þeim upp- gangstíma sem átti eftir að verða í Stóm-Sandvík og vera má að aðr- ir geri það hér. En þegar Rannveig er nú til grafar borin á Selfossi í dag þá langar mig fyrst og fremst að þakka það sem hún og nafni minn vom mér og mínu heimili — ógleymanlegt nágrenni sem ég bý alltaf að. Þau hjón vom ólík í gerð en bættu hvort annað upp. Hann einstakur kappsmaður til vinnu, óvenjulegur félagsmálamaður, flutti opinskáar ræður, fullar af hnyttni og drenglyndi, veitull höfð- ingi og gestrisinn öllum öðmm bændum fremur. Þar átti Veiga líka óskilið mál, engin húsfreyja sem ég þekkti til var hlýrri við gesti sína, hún var blíðlynd og ekki fyrir að trana sér fram, léttmál og glaðlynd, og í fárra manna hópi gat hún far- ið á kostum, þá lék hún sér við okkur bömin. En fyrst og fremst var hún alvömmanneskja sem aldr- ei gaf frá sér neitt sem henni var trúað fyrir. Sagt er að sumu fólki lyndi ekki saman vegna þess hvað það er líkt. En þessir ólíku þræðir í skaphöfnum þeirra Veigu og Palla spunnust svo vel saman að ég gat sem unglingur aldrei hugsað mér þau öðm vísi en sem vel heilsteypta einingu. Saman sáu þau Stóm-Sandvíkurheimilið vaxa, systkini hans fóm ekki að heiman; það rættist úr atvinnu fyr- ir alla og búið stækkaði eftir því. Gestir komu úr öllum áttum að kynna sér þessar framfarir. Sumar- ið 1947 kom Sveinn Bjömsson forseti að kynna sér velheppnaða súgþurrkun þeirra Sandvíkur- bræðra. Að þeirri móttöku og öllum öðram stóðu þær með mikilli prýði Rannveig og mágkonur hennar, Magnea, Katrín og Kristín. Það varð því bæði heimilsbrestur og héraðsmissir er Ari Páll féll skyndilega frá í júnímánuði 1955. Þá kom best í ljós hvem mann Rannveig hafði að geyma. Guðs- traust hennar og andlegur styrk- leiki var með þeim hætti að heimilið var næstum því óbreytt. Samheldni Stóm-Sandvíkursystkina var það merkilegt að þau buðu Rannveigu aðstoð sína til að búa áfram á þeim fjórðaparti félagsbúsins sem nú hafði verið myndað. Sú samvinna hélst til fardaga 1986 að Rannveig brá endanlega búi. Þá sýndi hún manndóm sinn einu sinni enn er hún gekk fram í því að frændur Ara Páls er nú hafa tekið við allri jörðinni fengju búshluta hennar með sem hagkvæmustu kjömm. Ég fann þennan hug hennar er við hitt- umst þá um vorið og skynjaði að hún hafði fyrir löngu samsamast Stóm-Sandvík og að þessi jörð var ekki síður fastbundin henni en öll- um öðmm þar á bæ. I þeim stanslausa samgangi sem var og er milli heimilanna í Stóm- og Litlu-Sandvík gegndi Rannveig miklu hlutverki. Ég veit ekki hvort ég hefí oftar þegið góðgerðir hjá vandalausum en einmitt henni. Eft- ir á fínnst mér þær veraldlegu góðgerðir ekki skipta mestu máli. Enn lengur stendur eftir sú hlýja sem maður naut jafnan við mat- borðið og ekki síst þegar staðið var upp og þakkað fyrir sig. Andsvar hennar var einatt það sama: „Guð blessi þig“. Ef til vill hefur guðstrú- in hennar Veigu verið bæði einföld og kreddulaus, en einmitt þannig trú flytur fjöll og gerir mennina mikla. Mesta gæfa Rannveigar Bjamadóttur í lífínu var sú að dæt- ur hennar tvær, sem hún kom upp, Sigríður Kristín í Stóm-Sandvík og Rannveig á Laugarvatni, bám hana á höndum sér. Sigga hélt með henni heimili og

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.