Morgunblaðið - 20.06.1987, Qupperneq 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1987
fclk f
fréttum
Tæplega fimm þúsund
plöntur voru gróðursettar
í landi Drumboddsstaða.
Þessir brosmildu
strákar tóku til
hendinni við skógræktina.
BYKO hefur skógrækt
í Biskupstungum
Hátt á þriðja hundrað manns
fagnaði aldarfjórðungsafmæli
byggingavöruverslunarinnar
BYKO, í fjölskyldu- og gróðursetn-
ingarferð að Drumboddsstöðum í
Biskupstungum á sunnudaginn
14.júní síðastliðinn, en fyrirtækið
hefiir keypt jörðina, sem er 330
hektarar að stærð og er að hluta
til skógi vaxin.
Hátt á flórða þúsund grenitré
voru sett niður þennan dag og gróð-
ursetti Sigurður Blöndal, skógrækt-
arstjóri ríkisins, fyrsta tréð.
Sveitarstjórnarmenn Biskups-
tungnahrepps voru á staðnum og
gáfu þeir 25 aspir til gróðursetning-
ar, og plantaði oddvitinn, Gísli
Einarsson, fyrstu öspinni.
Ýmislegt var gert til skemmtun-
ar, fyrir utan gróðursetninguna,
m.a. þáðu viðstaddir veitingar af
útigrilli.
Guðmundur H.Jonsson, annar
stofnandi BYKO og stjómarformað-
ur fyrirtækisins og Gísli Einarsson,
oddviti, fluttu ræður og að lokum
var farið í gönguferð um land
Drumboddsstaða undir leiðsögn
Ormars Þorgrímssonar, sem seldi
BYKO jörðina.
Madonna
tryllir
Japani
|5 andaríska söngkonan Madonna, sem þekkt er fyrir flest annað en prúðmennsku og pena framkomu, tók nokkur létt spor fyrir aðdáendur sina í Japan nú um síðustu helgi. Um 25 þúsund áhorfendur komu á hornaboltaleikvanginn í Osaka til að fylgjast með tónleikum Madonnu.
íl . .li i
• ■ -—■_________________________________________________________________________________________________________________________________________________________