Morgunblaðið - 20.06.1987, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 20.06.1987, Qupperneq 64
f'ramtíð ER VIÐ SKEIFUNA aaaa $ SUZUKI Feróaslysa 'trygging LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1987 VEItt) I LAUSASOLU 50 KR. Útvarpið flutt í eigið húsnæði við Efstaleiti FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir vígði í gær nýtt útvarpshús að Efstaleiti 1. Fjöldi gesta var viðstaddur athöfnina og í gær fluttu flestar deildir í hið nýja hús, sem ekki voru þeg- ar fluttar inn. í anddyri hússins lék Léttsveit Rikisútvarpsins við komu gesta og að lokinni vígslu- athöfn þáðu gestir veitingar í boði menntamálaráðherra. Fjöldi manns árnaði stofnuninni heilla á þessum tímamótum, en jhetta er í fyrsta sinn, sem Ríkisút- ' "varpið er í eigin húsnæði. Frá stofnun þess hefur það verið í leigu- húsnæði. Gunnvör Braga afhenti grafíklistaverk eftir Ragnheiði Jónsdóttur til stofnunarinnar fyrir hönd starfsmannafélagsins og Fé- lag íslenskra leikara gaf stofnuninni mynd af Þorsteini Ó. Stephensen leikara og útvarpsmanni. Hið nýja útvarpshús er sex hæð- ir, flatarmálið er 16.300 fermetrar og rými 71.140 rúmmetrar. Kostn- aðarverð um síðustu áramót var * ®®É!74,4 milljónir króna og nú í ár Harður árekst- ur á Mýrargötu HARÐUR árekstur varð á Mýrar- götu um hálfníuleytið i gær- kvöldi. Tvær bifreiðar skullu þar saman og kastaðist önnur þeirra á umferðarmerki. Fjarlægja þurfti báðar bifreiðamar með kranabíl og er önnur þeirra talin vera ónýt. Engin meiðsli urðu á mönnum. verður til þess varið um 60 milljón- um. Fyrstu skóflustunguna að hinu nýja útvarpshúsi tók Vilhjálmur Hjálmarsson árið 1981 og Ingvar Gíslason lagði homstein að húsinu 1983. Nú þegar húsið er formlega tekið í notkun, á enn eftir að inn- rétta tvær skrifstofuhæðir og húsnæði fyrir starfsemi sjónvarps. Áættað er að það verk taki um 18 mánuði og kosti um 300 milljónir króna. Armannsfell hf. hefur verið aðal- verktaki hússins mestan tímann, Mát hf. hefur smíðað færanlega veggi og Kristján Siggeirsson hf. smíðað alla skermveggi og skrif- stofubúnað. Sjá frásögn og myndir af vígsluathöfninni á bls. 32-33. Tímamótum fagnað Rikisútvarpið flutti í gær í nýtt húsnæði. Hér sést Markús Öra Antonsson kynna ýmsa forsvarsmenn Rikisútvarpsins fyrir Forseta íslands frú Vigdísi Finnbogadóttur, en hún vígði hið nýja útvarpshús. Tryggvi Ófeigsson. _ * Tryggvi Ofeigsson útgerðarmaður látinn í FYRRAKVÖLD lést í Borg- arspítalanum atorkumaðurinn Tryggvi Ófeigsson, fyrrum framkvæmdastjóri og togaraút- gerðarmaður i fjölda ára. Hann var á 91. aldursári. Hann hafði verið í sjúkrahúsi frá því fyrir síðustu áramót. Tryggvi gerðist ungur að árum skipstjóri á togurum og varð síðar -«inn umsvifamesti togaraútgerðar- maðurinn hérlendis er hann stjóm- aði tveim togaraútgerðarfélögum Júpíter & Marz. Upp úr 1950 reisti hann eitt stærsta fískiðjuver lands- ins á Kirkjusandi. Árið 1979 kom út ævisaga hans, Tryggva saga Ófeigssonar, er Ásgeir Jakobsson skráði. Tryggvi Ófeigsson var fæddur 22. júlí árið 1896 að Brún í Svarfað- ardal. Foreldrar hans voru hjónin Jóhanna Guðrún Frímannsdóttir Ófeigur Ófeigsson í Fjalli á Skeið- um. Árið 1917 settist Tryggvi í Stýrimannaskólann og brautskráð- ist þaðan árið 1919. Það sama ár hófst hinn langi, farsæli ferill hans er tengdi nafn Tryggva skipstjóm á togurum og togaraútgerð. Hann hafði verið ekkjumaður um árabil er hann lést. Kona Tryggva var Herdís Ásgeirsdóttir og varð þeim fímm bama auðið, em dætumar flórar og einn sonur. Uppstokkun ráðuneyta: Jákvæð svör við tUlögu Þorsteins Stefnt að því að ný ríkissljóm geti tekið við nk. laugardag HUGMYNDIR þær sem Þor- steinn Pálsson formaður Sjálf- stæðisflokksins hefur reifað við formenn Framsóknarflokks og Alþýðuflokks um uppstokkun ráðuneyta hafa verið til umræðu í þingflokkum flokkanna þriggja í fyrradag og í gær. Sjálfstæðis- menn veittu Þorsteini umboð til þess að ræða á þessum grand- velli við formenn hinna flokk- anna. Alþýðuflokksmenn hafa tekið jákvætt I þessar hugmynd- ir, en segjast ekki samþykkja þær óbreyttar. Framsóknarmenn munu einnig jákvæðir, en hyggj- ast halda annan þingflokksfund um málið. Meðal þess sem lauslegar tillögur Þorsteins gera ráð fyrir er að sam- gönguráðuneyti, viðskiptaráðu- neyti, dómsmálaráðuneyti, heil- brigðis- og tryggingaráðuneyti og iðnaðarráðuneyti verði lögð niður í núverandi mjmd, en í þeirra stað komi sérstakt byggðaráðuneyti og iðnaðar- og verzlunarráðuneyti. Jafnframt heyri utanríkisverzlun undir utanríkisráðuneyti. Þetta hefði í för með sér að ráðuneytum fækkaði úr 12 í 10 og er talið að slíkt gæti greitt fyrir því að sam- komulag takist um skiptingu ráðuneyta og forystu nýrrar ríkis- stjómar, S ljósi aukins valdajafn- vægis á milli nýrra ráðuneyta. Þessar nýju tillögur gera það að verkum að stjómarmyndunarvið- ræður munu enn dragast á langinn, og telja menn að ný ríkisstjóm geti í fyrsta lagi litið dagsins ljós næsta laugardag, að viku liðinni. Jón Bald- vin Hannibalsson gekk á fund forseta íslands í gær og kynnti henni þessa nýju stöðu. Niðurstaða fundarins varð sú að Jón Baldvin fær þann tíma sem hann telur sig þurfa, til viðræðna á þessum nýja granni. Segist hann bíða þess að afstaða Framsóknarflokksins liggi fyrir, svo hægt sé að ganga í málið af fullum krafti. Sjálfstæðisflokkur, Alþýðuflokk- ur og Framsóknarflokkur stefna að því að geta haldið flokksráðs- og miðstjómarfundi sína næstkomandi föstudag og þingflokksfundi að þeim loknum. Náist jákvæð niður- staða á þeim fundum, gæti farið svo, að ríkisráðsfundur yrði haldinn næstkomandi laugardag, þar sem formleg stjómarskipti færa fram. Sjá Af innlendum vettvangi: Lítur ný ríkisstjórn dagsins ljós að viku liðinni? bls. 26. Sverrir Hermannsson um íslensku sjónvarpsstöðvarnar: Hella yf ir okkur lágmenningu „ÉG sakna þess að hafa ekki enn hið íslenska sjónvarp; ég hef þráð íslenskt sjónvarp og tel að íslenska þjóðin þurfi á þvi að halda. Báðar sjónvarps- stöðvaraar sem nú starfa hella yfir okkur efni úr útlendum lágmenningarruslatunnum. “ Svo mælti menntamálaráð- herra Sverrir Hermannsson við vígslu nýja útvarpshússins í gær. Sverrir sagði í ræðu sinni að hin nýja útvarpsstöð væri glæsileg bygging, en þó mættu menn ekki gleyma þvf, að starfsemin væri aðalatriðið. „Ég bind miklar vonir við þessa byggingu og starfsem- ina hér og bendi á að nú er tækifærið til þess að snúa vöm í sókn gegn ágangi erlendrar tungu. Sjónvarpsstöðvamar senda út alltof mikið af erlendu efni; þessu þurfum við að breyta og það er unnt að breyta þessu. íslendingar þurfa miklu meira af íslensku menningarlegu efni. Aðalerindi mitt hér í dag var að 'minna á þessa nauðsyn," sagði Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra. Bóndi krefst umframkjöts frá sláturhúsi „ÉG ætla að láta reyna á það hvort eignaréttur bænda sé fót- um troðinn með reglum um fullvirðisrétt," segir Jón Jónsson, bóndi á Skarfshóli í Vestur- Húnavatnssýslu, en hann hefur farið fram á að fá afhent frá sláturhúsi það kjöt sem var um- fram fullvirðisrétt hans við síðustu slátran. Jón sagðist hafa farið fram á að fá 330 kfló kindakjöts til baka frá sláturhúsi Verslunar Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga. „Mér finnst óeðlilegt að bóndinn fái ekk- ert fyrir það kjöt sem er umfram fullvirðisréttinn, en þó er það selt fullu verði," sagði Jón. „í febrúar hóf ég að kanna málið og fékk þau svör hjá forráðamönnum slátur- hússins að þeirra vegna væri ekkert því til fyrirstöðu. Málaleitan minni var hins vegar hafnað af Fram- leiðsluráði landbúnaðarins og landbúnaðarráðuneytið er sama sinnis. Nú hef ég snúið mér til sýslu- manns Húnvetninga með kröfu um innsetningu." Jón sagði að það skipti engu máli hvað hann ætlaði að gera við kjötið, hann vildi bara láta reyna á það hvort lögin um fullvirðisrétt fengju staðist. „Ég er tilbúinn til að greiða sláturkostnaðinn, en fínnst sem verið sé að bijóta gegn eignarétti mínum og annarra fram- leiðenda með því að halda kjötinu."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.