Morgunblaðið - 22.07.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.07.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1987 15 Sérmerkjum Félög - Fyrirtæki - Veitingahús Með Jackie - og- Maríu SAGAN UM ARA Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Peter Evans: ARI - The Life, Times and Women of Arístotle Onassis Útg. Pengnin 1987 Peter Evans sem skrifar þessa bók er fyrverandi blaðamaður, en hefur einnig skrifað leikrit og nokkr- ar bækur. Ekki er vafi á því, að hann hefur víða leitað fanga í bókina og gerir enda grein fyrir nokkrum þeirra í formála, sem aðstoðuðu hann. Onassis var af fátæku foreldri, hefur jafnan verið kallaður grískur, en fæddist í Smymu, sem nú er í Tyrklandi.Hann var djarfhuga og ætlaði sér stóran hlut og ruddi sér braut til auðs með dugnaði, ófyrir- leitni og meðfæddu viðskiptaviti. Hann kom undir sig fótunum í Arg- entínu og varð umsvifamikill skipa- og siglingasýslari á ótrúlega skömm- um tíma. Allt sem hann snerti á varð að gulli og áður en hann var fertug- ur, virðist hann hafa verið orðinn margfaldur milljónamæringur og stóð í hvers kyns braski fram í andlátið. Onassis var alla tíð umtalaður og umdeildur. Ekki aðeins vegna vafa- samra viðskipta heldur líka vegna kvennamála. Hann sóttist alla tíð eftir konum af þvílíkri ákefð, að hann hefði verið sagður með brókarsótt, ef hann hefði verið kvenkyns. Konur sóttust eftir kynnum við hann, hvort sem þar réðu persónutöfrar eða pen- ingar. Kannski sitt lítið af hvoru. Hann gumaði mjög af karlmennsku sinni og var óspar á einkunnagjafir og umsagnir um ástkonur sínar. Hann giftist á fimmtugsaldri sér langtum yngri konu, Tinu, sem var af grískri ríkisætt Þau Onassis og Tina eignuðust soninn Alexander og dótturina Christinu. Tina kunni ágætlega að meta það ríkislíf sem henni var boðið upp á og sinnti lítið um uppeldi bama sinna. Sömu sögu var að segja af Onassis, enda hafði hann í mörg horn að líta að eigin dómi. Sérstaklega að drekka brennivín og svo vitanlega tók sinn tíma að sinna fögrum/frægum konum. Ástarævintýri hans og söng- VEISLA I HVERRI DOS KJÓTIDNAÐARSTÖÐ KEA AKUREYRI SÍMI: 96~21400 konunnar Mariu Callas stóð árum saman. Tina hafði þá loks fengið nóg af ótryggð og grimmd Onassis og skildi við hann. Eftir bók Peter Evans að dæma hefur Maria Callas viljað giftast honum, en einhver tregða var í honum að bindast henni. „Hátindurinn" á kvennaferli On- assis er þó þegar hann komst í kynni við Jacqueline Kennedy. Hann hafði hitt hana og eiginmanninn, áður en Kennedy varð forseti. Þá hafði hann strax áttað sig á að Jacqueline væri hin eftirsóknarverðasta kona. Að svo stöddu var lítið hægt að gera, svo að hann greip til þess ráðs að sofa öðru hverju hjá Lee prinsessu, systur hennar til að hafa tengsl við fjölskyld- una. Eftir að Kennedy forseti var myrtur, fór Onassis að leggja drög að því að ná Jackie fyrir vind. Það var auðvitað óhugsandi, að ekkja Kennedys legði lag sitt við drykkju- bolta og braskara og kvennamann eins og Onassis. En hann gafst ekki upp. Eftir að Robert Kennedy lézt vorið 1968 var síðustu hindruninni rutt úr vegi, eins og sagt er að Onass- is hafi komizt að orði. Hann og Jackie giftust um haustið og vakti það hneykslun og furðu víða. Það kom fljótlega í ljós, að ástin og eindrægn- in risti ekki djúpt. Sagt var að eyðsla Jackie hefði gengið fram af karli. Enda nískur að ýmsu leyti eins og margra ríkra er háttur.En til í að ausa fé á báðar hendur, ef það hent- aði honum sjálfum eða var honum upphefðarefni. Hvorki Jackie eða Onassis eru sér- lega geðfelldar persónur í bókinni. Raunar eru flestir sem koma við sögu heldur ómerkilegir og spilltir. Það er galli að Evans skuli ekki reyna að færa manneskjuna Onassis til lesand- ans. Einhvers staðar fyrir innan allar umbúðimar hlýtur að hafa verið manneskjan? ■r ? : .r' SKANDINAVIA 38 sinnum í hverri viku Danmörk, Noregur og Svíþjóð taka þér ávallt opnum örmum, allt árið um kring. Þegar um er að ræða menningarlíf, náttúrufegurð og vinalegt andrúmsloft eru fá lönd sem taka Norðurlöndunum fram - svo mikið er víst. Taktu þér ferð á hendur, til góðra granna, og þú munt njóta þess. Flugleiðir halda uppi reglubundnu áætlunarflugi til fimm borga í Skandinavíu, 38 sinnum í viku. 3xBERGEN PEX kr. 15.850 3xGAUTABORG PEX kr. 17.200 17 xKAUPMANNAHÖFN PEX kr. 17.010, 8xOSLO PEX kr. 15.850 7xST0KKH0LMUR * PEX kr. 19.820 * Miðað er við háannatíma, júní, júlí, ágúst. Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. FLUGLEIDIR FLUGLEIDIR ___fyrir þig__ Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Álfabakka 10. Upplýsingasími 25100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.