Morgunblaðið - 22.07.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.07.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1987 Eyfirðingar íhuga úrsögn úr samtökum hestamanna: Forkastanleg vinnubrögð LH við val á landsmótsstað segir Jónas Vigfusson Litla-Dal ________Hestar Valdimar Kristinsson Fyrir skömmu ákvað stjórn Landsambands hestamannafé- lajfa að næsta landsmót verði haldið á Vindheimamelum í Skagafirði. Hefur þessi ákvörð- un valdið mikium kurr meðal hestamanna í Eyjafirði, þar sem þeir hafa gengið út frá þvi sem vísu að þeir myndu halda mótið. Þetta hafa þeir byggt á söguleg- um fimdi, sem haldinn var í Varmahlíð 1980, þar sem sam- þykkt var af fulltrúum fiestra hestamannafélaga á Norðurlandi viijayfirlýsing þess efhis að Ey- firðingar héldu landsmótið 1990 ef þeir sættu sig við að landsmót- ið 1982 yrði haldið f Skagafirði. Einn þeirra óánægðu er Jónas Vigfússon í Litla-Dal, en hann hef- ur haft mikil afskipti af uppbygg- ingu á Melgerðismelum, þar sem Eyfirðingar hugðust halda lands: mótið, hefðu þeir fengið það. í samtali við Morgunblaðið nýlega lýsti Jónas furðu sinni á þessari ákvörðun stjómar LH með tilliti til viljayfirlýsingarinnar og vitnaði hann þar í ummæli Alberts Jó- hannssonar, fyrrverandi formanns LH, í „Hestinum okkar", en hann var einn þeirra sem stóð að þessu samkomulagi. Þar segir Albert: „Við fómm norður í Eyjafjörð á fund með eyfírsku félögunum, við Sigurður Haraldsson og fleiri. Þama vom málin rædd af fullri hreinskilni og síðar var haldinn fundur með norðlensku hesta- mannafélögunum í Varmahlíð í Skagafirði þar sem endanlegt sam- komulag náðist. Það var í grófum dráttum gefin út viljayfirlýsing um það hvemig mótshaldi í fjórðungnum skyldi háttað þennan áratug. Og það sem er að gerast núna er það að menn virðast ekki hafa tekið það alvar- lega eða gleymt því.“ Síðastliðinn vetur sendi stjóm LH út bréf til hestamannafélaga á Norðurlandi þar sem gerð er könn- un á því hvar félögin vildu halda landsmótið 1990 og telur Jónas fáránlegt að stjómin skuli gera þetta, þar sem viljayfirlýsingin hafi legið fyrir. Einnig lýsti hann þeirri skoðun sinni að Skagfirðingar hafi ekki getað sótt um landsmótið 1990 öðmvísi en að ganga bak orða sinna og hann bætir við: „í ársbyijun ’86 gerist það að ráðinn er fram- kvæmdastjóri til LH og er sá maður fyrrverandi framkvæmdastjóri Vindheimamela. Eftir þetta fara að heyrast víða sömu rök og nýráðinn framkvæmdastjóri hélt á lofti varð- andi landsmótsstaði á þá leið að of dýrt sé að byggja upp marga staði og ennfremur að reka þá. Einnig var því haldið fram að fleiri áhorf- endur myndu mæta á Vindheima- mela en Melgerðismela. í samtali sem ég átti við Svein Guðmundsson á Sauðárkróki í fyrra Jónas Vigfusson lýsti hann þeirri skoðun sinni að honum þætti eðlilegt að aðeins tveir landsmótsstaðir yrðu byggðir upp, einn á Suðurlandi og annar á Norð- urlandi, og skyldi ársþing LH velja þessa staði. Var ég því ekki hissa þegar tillaga um þetta kom fram á síðasta ársþingi. Hinsvegar kom það mér á óvart að hún skyldi bor- in upp af stjóm LH. Það er skemmst frá því að segja að þessi tillaga hlaut mikla umfjöllun þingsins og var felld sem þýddi að stjómin þurfti að taka ákvörðun um Iands- mótsstað eins og verið hafði. Nú voru góð ráð dýr fyrir Skag- fírðinga ef áfram átti að reyna að fá mótið í Skagafjörð. Þá var reynd næsta leið sem var þessi skoðana- könnun og í framhaldi af henni afgreiddi stjómin málin með ein- faldri atkvæðagreiðslu án þess að nokkurt tillit væri tekið til viljayfir- lýsingarinnar né að reynt væri að ná einhveiju samkomulagi í þessu máli. Við Eyfirðingar teljum þetta alvarlegt mál þar sem við höfum alltaf reiknað með að fá að halda mótið og hagað allri uppbyggingu staðarins í samræmi við það. Ég minni á að það var ekki síst fyrir samstöðu Skagfírðinga og Eyfirðinga að hætt var við upp- byggingu Skógarhóla sem lands- mótsstaðar sem þótti óréttlát og óhagkvæm stefna. Var það breyting til góðs í uppbyggingu mótsstaða að hestamannafélög kepptu sín á milli um að fá að halda stórmótin. Virkaði þetta eins og vítamín- sprauta á_ alla uppbyggingu víða um land. Ég segi fyrir mig að ef á að fara að taka upp fyrri stefnu sem meðal annars Skagfírðingar börð- ust á móti og ef stjóm LH ætlar að taka upp þau ómerkilegu vinnu- brögð að hunsa fundarsamþykktir sé ég ekki að eftirsóknarvert sé að vera í þessum samtökum." — Ertu með þessu að segja að Eyfirðingar íhugi úrsögn úr LH? „Í skoðanakönnuninni sem ég nefndi hér var spurt hvort félögin myndu taka þátt í mótshaldinu, sama hvar mótið yrði haldið. Þessu svaraði Funi, sem ég er félagi f, neitandi, vegna þess sem á undan er gengið. Það læðist að manni sá grunur að samþykktin á Varma- hlíðarfundinum hafí eingöngu verið gerð til að tiyggja vinnufrið á lands- mótinu á Vindheimamelum ’82 og aldrei verið ætlunin hjá sumum aðilum sem stóðu að samþykktinni að fara eftir henni. Má þar til dæm- is benda á að einn þeirra sem skrifaði undir yfírlýsinguna, þáver- andi og núverandi stjómarmaður LH, Egill Bjamason, Sauðárkróki, mælti með Vindheimamelum þegar stjómin fjallaði um val á landsmóts- stað 1990 nú nýverið. Varðandi úrsögn úr LH þá er mikið um það rætt þessa dagana hér í Eyjafirði og ef þú vilt fá mína skoðun á því máli þá er ég talsmað- ur þess að félögin hér hætti í LH en íþróttamennskan verði efld, gengið verði í ÍSÍ og hin félögin sem eftir verða í LH hafi þá sína henti- semi um starfsaðferðir. Ég hef litið þannig á málin að eitt meginhlut- verk LH sé að efla hestamennskuna í öllu landinu en ekki á útvöldum stöðum. Ef það er stefnan að styrkja einstaka staði þá tel ég að samtökin þjóni ekki tilgangi sínum," sagði Jónas að lokum. Að endingu birtist hér samþykkt- in á Varmahlíðarfundinum “Að gefnu tilefni vegna afstöðu fulltrúa eyfírsku félaganna Funa og Léttis til þátttöku í landsmóti hesta- mannafélaganna á Vindheimamel- um árið 1982, samþykkir fundurinn, sem viljayfirlýsingu, en ekki ákvarðanatöku, þar sem til þess skorti fundinn umboð, að eðli- legt sé að næsta fjórðungsmót á Norðurlandi verði haldið á Melgerð- ismelum í Eyjafírði og að næsta landsmót hestamanna er kemur í hlut Norðlendinga eftir árið 1982 verði einnig á Melgerðismelum, verði þá sömu aðstæður um móts- staði í Norlendingafjórðungi og nú eru“. I fundargerðinni segir enn- fremur “Alyktun þessi var örlítið rædd en síðan samþykkt með sam- hljóða atkvæðum". Einnig segir “Frjálsar umræður urðu nokkrar er hér var komið og lýstu nokkrir fundarmanna fögnuði sínum yfir góðum niðurstöðum fundarins um einhuga samstarf norðlenskra hestamanna í framtíðinni" Samkór Selfoss ásamt stjórnanda sínum. Selfoss: Samkórinn með tónleika í tilefiii Kanadaferðar Selfossi. SAMKÓR Selfoss heldur tón- leika á Hótel Selfossi fimmtu: daginn 23. júlí klukkan 21. Á tónleikunum mun kórinn kynna efhi sem hann mun flytja í ferð sinni til Kanada. Með þessum tónleikum vill kór- inn sýna þakklætisvott fyrir stuðning sem veittur hefur verið kómum. Kórfélagar hafa aflað fjár til Kanadaferðarinnar með ýmsum hætti, rófnasölu, sölu á broddi, plötum , fatnaði, kökum, auglýsingum og fleiru. Þessar söluherferðir hafa gengið mjög vel sérstaklega broddsalan. Síðast seldust upp í Austurstræti óg- rynni af broddi á 5 mínútum. Ferð kórsins til Kanada hefst 27. júlf. Þar mun kórinn syngja á 100 ára afmæli Gimlisveitar, en lengst verður farið til Vancouver að syngja. Kórfélagar vonast til að sem flestir sjái sér fært að koma á tónleika á Hótel Selfossi til að hlýða á sönginn og gefa kómum gott ferðanesti. — Sig. Jóns. Morgunblaðið/Einar Falur Nýja verslunarhúsnæðið og gamli skúrinn lengst til vinstri. Seljakaup í nýtt húsnæði VERSLUNIN Seljakaup í Breið- holti hefur opnað í nýju húsnæði, sem er flórum sinna stærra en það húsnæði sem búðin hafði áður en það var í 50 fermetra skúr sem stendur við hliðina á nýju búðinni. Guðmundur Bjamason einn af eigendum Seljakaupa sagði í sam- tali við Morgunblaðið að stærð nýju verslunarinnar gerði þeim kleift að bjóða viðskiptavinum upp & betri og fjölbreyttari þjónustu. Á næst- unni verður sett upp bakarí og snyrtistofa í versluninni auk þeirrar þjónustu sem þar er nú. Á meðan að verslunin var í skúm- um gekk hún undir nafninu Litla hryllingsbúðin og nú hefur sjoppan í nýju versluninni verið skýrð Litla hryllingssjoppan. Eigendur og star&fólk Seljakaupa. Frá vinstri Helga Eiríksdóttir, Sigríður Gylfadóttir, Sigurður Garðarsson, Kristjana Jónatansdóttir og Guðmundur Bjamason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.