Morgunblaðið - 22.07.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.07.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1987 * V erðlaunagarður. Morgunblaðið/Sigurður H. Þorsteinsson Hólmavík: U mh ver fisfegrun í til- eftii Skeliavíkurhátíðar Laugarhóli, Bjarnarfirði. WJ Laugarhóli, Bjamarfirði. Umhverfisfegrun er eitt þeirra mála er undirbúningsaðil- ar Skeljavíkurhátíðarinnar hafa á sinni könnu, bæði á Hólmavík og í nágrenni. Á þetta ekki að- eins við garða húsa, heldur einnig fyrirtæki og umhverfið yfirleitt, sem og umhverfi sveita- bæja. Þá verða ýmsar nýjungar á sjálfiri hátíðinni. Skeljavíkurhátíðin á Hólmavík, sem haldin verður um verslunar- mannahelgina, er sú önnur í röðinni. Hefir hún nú heldur betur dregið dilk á eftir sér, því segja má að undirbúningsaðiíar láti fátt mann- legt sér óviðkomandi. Fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar, Magnús Hansson, gerði frétta- manni grein fyrir þessu nýlega og gat þá meðal annars um umhverfis- fegrun, slysavamir í umferðinni, aðbúnað hátíðargesta og sérstaka hljómsveitarkeppni, sem jafnvel hefði gleymst að auglýsa. Að Skeljavíkurhátíðinni standa nokkur félagasamtök á Hólmavík, Ungmennafélagið Geislinn, Kvenfé- lagið Glæður, Verkalýðsfélag Hólmavíkur, Lionsklúbbur Hólmavíkur, Leikfélag Hólmavíkur og Björgunarsveitin Dagrenning. Þá hafa sveitarstjóri Hólmavíkur og sýslumaður Strandasýslu, þeir Stefán Gíslason og Ríkharður Más- son, einnig lagt gjörva hönd á plóginn. Fegrunarherferðin náði meðal annars til þess að veita verðlaun fyrir fegurstu garða á Hólmavík. Verðlaunin hlutu eftirtaldir garðar. Garður Guðrúnar Guðmundsdóttur og Guðmundar R. Jóhannssonar, Þorbjargar Stefánsdóttur og Unn- ars Ragnarssonar og loks garður Steinunnar Guðbrandsdóttur og Hans Magnússonar. Þá var Vélsmiðjan Vík verðlaun- uð fyrir einstaka umgengni á húsi og lóð. Auk þess fékk Magnús Karl Daníelsson verðlaun fyrir umhverfí Poolstofunnar, sem er billjarðstofan á Hólmavík. Öll undirbúningsvinna fyrir Skeljavíkurhátíðina hefír gengið vel og allir lagst á eitt um að gera hana sem veglegasta. Baðaðstaða fyrir hátíðargesti verður í Poolstofunni á Hólmavík en sætaferðir verða milli Hólmavík- ur og hátíðarsvæðisins. Þá verða einnig sætaferðir í Bjamarfjörð, að Laugarhóli, en þar er einnig sund- laug með nýbyggðum sundskýlum og baðaðstaða góð, auk þess sem rekið er hótel á staðnum. Þá verður sérstök loftbrú milli ísaflarðar og Hólmavíkur, sem Flugfélagið Emir mun annast. Ætla þeir að sjá til þess að á milli staðanna verði það sem þeir kalla „loftlína" um verslunarmannahelg- ina. Þá verður hljómsveitum gefinn kostur á að taka þátt í keppni á hátíðinni. Loks sagði Magnús Hansson framkvæmdastjóri hátíðarinnar. „Við vonumst bara eftir að hinn hæsti höfuðsmiður létti af lands- mönnum öllu því fári umferðar- slysa, sem oft hafa orðið um þessa mestu ferðahelgi ársins." SHÞ Hólmavík. Sveitirnar milli sanda: Mikið horft til ferðaþjónustu — Einmuna veðurblíða í vor og sumar u Hnlti SMi, ~ Holti, Síðu. EINMUNA veðurblíða hefir verið í sveitunum milli sanda á þessu vori og sumri. Enda líka mjög snjóléttur vetur. Þurrt var í maí og júní og sandtún brunnu og gulnuðu og verða sumstaðar ónýt. Sendin tún spruttu seint vegna þurrka. Síðan um mánaðamót hef- ir verið vætusamt og grasspretta er með mesta móti, bæði i túnum og úthaga. Og nú vantar þurrk, einkum við Qallið. Hér í Hörgslandi og Kirkjubæjar- hreppum er nú orðinn góður skilning- ur á því að ofbeita ekki afrétt og heimalönd. Ekki er heimilt að flytja fé á afrétt fyrr en eftir 20. júní og þá því aðeins að ástand afréttar og heiðalanda sé gott. Þegar þessi mál eru rædd má ekki gleyma því að beitartíminn á fyalli er alltaf að stytt- ast. Svo er a.m.k. hér. Vetrarbeit engin og fé víðast á ræktuðu landi fram í og yfir miðjan júní og fé tek- ið frá afréttargirðingum áður en ágúst er liðinn. Afréttir eru smalaðar fyrr en áður var. Heimamenn leggja fé í hótelbyggingn Svo sem kunnugt er af fréttum var byggð ný gistiálma á Kirkjubæj- arklaustri af Bæ hf., erþróunarfélag- ið hefir nú gerst hluthafi í. Ferðaskrifstofa ríkisins hefír leigt húseignir og gistirými Bæjar hf. undanfarin ár ásamt skólanum á Klaustri, á sumrin og rekur þar Edduhótel. Forráðamenn ferðaskrif- stofunnar hvöttu mjög til þess að ráðist yrði í byggingu gistirýmis og hafa stutt það mál af ráðum og dáð. Leitað var til heimamanna um meira hlutafé í Bæ hf. og voru undirtektir heimamanna mjög góðar. Óhætt er að fullyrða að þetta fé var ekki lagt fram í von um skjótfenginn gróða heldur til að auka atvinnu í hérað- inu. Atvinna er hér lítil og menn horfa því til móttöku ferðamanna. Er ekki að efa að þeir ferðaskrif- stofumenn skilja þetta, og kunna að StíMARS/NS! / / meta það, með því að láta heima- menn njóta þeirrar atvinnu sem kringum þetta er að samvinna þeirra og heimamanna sé og verði góð. Vegur yfir Mýrdalssand Ákveðið mun vera að framkvæmd- ir við nýjan veg yfir Mýrdalssand hefjist á þessu ári. Er ekki vanþörf á þar sem vegurinn yfir sandinn hefir verið næstum ófær í a.m.k. tvö ár. Nokkuð hefir verið gert af því að leggja „einbreytt" slitlag á vegi hér, er hafa verið sæmilega undir- byggðir. Að þessu er mikill munur, enda er annað viðhald nánast ekk- ert. Þá er áríðandi að halda malar- kantinum vel við og að hann sé jafn slitlaginu, annars bæði brotnar úr slitlaginu og skapast mikil slysa- hætta er bílar mætast. Er mikil nauðsyn að úr þessu sé tafarlaust bætt. Vegfaranda virtist mjög vel fyrir þessu séð í Rangárvallasýslu. Væri því ekki hugsanlegt að vega- gerðin sendi menn þaðan, er kunna til verka, til að lagfæra þetta áður en slys hljótast af? Hjúkrunar- og dvalar- heimili aldraðra Nú er fyrirhuguð bygging hjúkr- unar- og dvalarheimilis aldraðra á Kirkjubæjarklaustri. Framkvæmda- sjóður aldraðra hefir veitt til þess 1,8 millj. á þessu ári. Frumteikningar af 1.220 fm húsi hafa verið gerðar. Að þessari byggingu standa 5 hrepp- ar „milli sanda". Samvinna þeirra í heilbrigðis- og skólamálum og fleiru hefir verið góð og vaxandi og meðan svo er er engin nauðsyn að sameina þá með lögum. S.B. Kr. 2390 ..spor í rétta Litir: Svart, brúnt. Tegnr. 2800. LAUGAVEGI 97, SÍMI624030 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.