Morgunblaðið - 22.07.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.07.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚlí 1987 Saga KA skrifuð fyrir 60 ára afinælið: Stofiiað af piltum sem sam- einuðust um kaup á bolta SÖGU Knattspyrnufélags Akur- eyrar, KA, er verið að rita um þessar mundir, en eins og mörg- um er kunnugt verður félagið 60 ára í janúar á næsta ári og er ste&it að þvi að gefa söguna út i bók fyrir afmælishátíðina. Jón Hjaltason, sagnfræðingur, hefur unnið að ritun sögunnar frá því í febrúar og hefur nú lokið við stóran hluta hennar. Til að forvitn- ast örlítið um upphafíð að stofnun félagsins og hvemig gengið hefði að rita söguna og afla heimilda, spjallaði blaðamaður stuttlega við Jón, sem þó mátti varla vera að því að líta upp úr pappírum og blöð- um í gamla íþróttahúsinu þar sem hann hefur hreiðrað um sig. „ Knattspymufélag Akureyrar var stofnað í janúar 1928 af ungum og áhugasömum piltum sem voru um og innan við tvítugt og höfðu sameinast um að kaupa sér fót- bolta, og segja má að félagið hafí verið stofnað utan um smátt og síðan orðið stórt," sagði Jón þegar hann var inntur eftir því hvemig að stofnun félagsins hefði verið staðið. „Þeir sem stóðu að stofnun- inni voru alls 12 og í stað þess að láta kaup á bolta verða sitt fyrsta verk, eins og til hafði verið stofn- að, keyptu þeir sér fundagerðar- bók, og vildu þannig gera úr þessu alvörufélag og treysta þann grunn sem það var stoftiað á. í fyrstu stjóminni áttu sæti þeir Tómas Fjórir ætt- liðir og sex ömmur MISAUÐUGIR eru mennirnir af ömmum. Flestir þykjast nokkuð lukkulegir með að eiga tvær ömmur en að eiga sex ömmur hlýtur að teljast harla gott. A laugardaginn var Sif Stein- grímsdóttir skírð hér á Akureyri og við það tækifæri voru mættar allar ömmur hennar; fjórar langömmur og tvær ömmur. Sif litla er hins vegar ekki jafn auðug af öfum því hún á aðeins einn slikan á lífí. A myndinni má því sjá fjóra ætt- liði samankomna. Móðirin, Sigrún Sigurðardóttir, heldur á Sif. Henni á hægri hönd er móðuramman, Edda Bolladóttir, og á vinstri hönd er föð- uramman, Inga Jóna Steingríms- dóttir. Fyrir aftan standa svo langömmumar fjórar; Friðgerður Gunnarsdóttir, Sigurbjörg Péturs- dóttir, Sveinbjörg Rósantsdóttir og Hallgerður Jónasdóttir. Steingrímsson, formaður, Jón Sig- urgeirsson, ritari, og Helgi Schiöth, gjaldkeri. Stofnendumir höfðu flestir verið áður í UMFA þar sem mun eldri menn réðu ríkjum. Þeir höfðu verið frekar fastheldnir á bolta félagsins, og yngri mennimir áttu því erfítt með að fá þá lánaða þegar þeim hentaði til leikja. Þeir bmgðu því á þetta ráð að stofna félag utan um boltakaupin. Þessi óánægja hafði víst grafíð lengi um sig og sögðu ungmennafélagsmenn um þá þegar búið var að stofna félagið að þama hefðu þeir klofíð sig úr UMFA sem ekki treystu sér til að halda bindindisákvæði ung- mennafélagsins, sem var auðvitað haugalygi og rætið andsvar í garð þeirra sem að stofnun KA stóðu. En félagið var sem sagt upphaflega hugsað sem knattspymufélag en það tók hins vegar strax fyrsta sumarið þátt í ftjálsum íþróttum og fljótlega upp úr því var tekið til við að iðka flest allar íþrótta- greinar, og í dag em 7 greinar iðkaðar á vegum félagsins. Meira að segja var lögð stund á tennis- íþróttina, sem ekki var svo lítið afrek í þá daga því það þurfti að leggja út í dýrar framkvæmdir. íþróttastarfsemi félagsins tók því snemma að snúast um aðrar grein- ar íþrótta en fótboltann einan. Árið 1929 tóku þeir þátt í sínu fyrsta íslandsmeistaramóti í knatt- spymu, en fram að því hafði einugis eitt lið utan Reykjavíkur sent lið til keppni, en það vom Vestmann- eyingar. Eins og nærri má geta var þetta heilmikið mál, og ekki bætti úr skák að við komuna til baka var KA-liðið kallað KA núll, því þeir höfðu tapað öllum sínum leikjum, Knattspymulið KA árið 1938. gegn Val og Víkingi og ekki skorað eitt einasta mark. Þetta var þó ekki svona slæmt því þeir höfðu Jón Hjaltason í vinnuherbergi sínu. Morgunblaðið/Kristinn Jens Sigurþórason leikið annan leik við Valsmenn og lyktaði honum með jafntefli en síðan dæmdur ógildur vegna roks. Var hann því látinn fara fram aft- ur með þeim afleiðingum að hann tapaðist. Eftir þetta tóku þeir þátt í Islandsmóti í tvígang, 1932 og 1941, og vegnaði þeim þá betur. Eftir þetta liðu fjölmörg ár þangað til knattspymulið frá KA var sent til að taka þátt í slíku móti því allt fram til ársins 1975 tóku Akur- eyringar þátt í íslandsmóti undir merkjum IBA,“ sagði Jón. „Öflun heimilda fyrir þetta verk- efni hefur gengið misvel," sagði Jón þegar hann var spurður að því hvemig verkinu hefði miðað áfram. „KA hefur átt mikið af blöðum og tímaritum um íþróttir sem hægt hefur verið að ganga að og hafa hjálpað mikið. Þá hefur fyirum formaður félagsins, Halldór Helga- son, átt ýmislegt um sögu félagsins í sínum fómm og Kári Ámason hefur leyft mér aðgang að úr- klippusafni sínu um knattspymu- iðkunina hjá félaginu og það hefur sparað mér gífurlega vinnu því fyr- ir vikið hef ég ekki þurft að fara í gegnum öll dagblöð til að leita heimilda um þennan þátt. Þá hefur einnig hjálpað mikið að geta leitað til margra manna sem kunnugir em sögu félagsins og hafa þeir tekið mér mjög vel, og verið boðn- ir og búnir til að hjálpa mér. Hinu er aftur á móti ekki hægt að neita að varðandi heimildaöflun hefur ýmsu verið áfátt. Að minnsta kosti tvær fundagerðarbækur em týndar, en þær vom allar týndar þegar ég hóf starfíð í febrúar. Síðan þá hafa tvær komið í leitimar. Stóri höfuðverkur þess sem kemur til með að skrifa sögu næstu 60 ára verður sá að líklega verða engar fundagerðarbækur til því mér sýn- ist að hætt sé að halda þær. Þetta hefur komið að örlitlu leyti við mig, en sem betur fer ekki mjög mikið. Ég er farinn að sjá fyrir endann á þessu verki; búinn að skrifa alla stóm kaflana sem fjalla um iðkun viðamestu íþróttagrein- anna, knattspymu, fijálsar íþróttir og skíði, en eftir er að skrifa sérk- afla um handknattleikinn, og aðra kafla um íþróttir sem ekki em leng- ur stundaðar á vegum félagsins eða hafa lítið verið stundaðar. Þegar þeim skrifum lýkur verður mínu hlutverki að mestu lokið. Ég reikna með að bókin verði um 200 bls. að stærð og prýdd fjölda mynda, en þær geta haft gífurlegt heimil- dagildi, og KA hefur verið heppið að því leyti að eiga nokkurs konar hirðljósmyndara, Eðvarð Sigur- geirsson, en hann hefur átt stóran þátt í að varðveita söguna í mynd- um,“ sagði Jón Hjaltason að lokum. Brekkugötu 7b, sími 27755 gð BIKARKEPPNIKSÍ £} 8 liða úrslit Stórleikur á Akureyrarvelli ÞOR ----------- IBK miðvikudaginn 22. júlí kl. 20.00 Nú mæta allir á völlinn. HERRADEILD Akureyri Símij 1cM%,96-27446, íþróttavörur, Akureyri ISbúðin Kaupvangsstræti 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.