Morgunblaðið - 22.07.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.07.1987, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1987 22 Neytendasamtökin: Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Jóhannes Magnússon sagði að vetrarvertíðin væri alltaf góð í Grímsey. Grímsey: V etrarvertí ðin bregst aldrei Gunnar Hjelm var að landa þorski og sagðist hafa veitt 22ja kg þorsk daginn áður. BRYGGJAN er eitt helsta at- hafnasvæði Grímseyinga og þangað lögðu blaðamaður og ljósmyndari leið sína þegar þau fóru til Grímseyjar á dögunum. Fyrstur varð á vegi Morgun- blaðsmanna Gunnar Hjelm sem var að leggja að landi á bát sínum Kristínu EA 104. Gunnar kvaðst hafa búið í Grímsey undanfarin ellefu ár og líkaði mjög vel. Hann flutti frá Vestmannaeyjum eftir gosið en sagðist ekki hafa í hyggju að snúa þangað aftur. Gunnar fer á sjóinn um kl. 4 á morgnana og kemur aftur um kaffileytið á daginn. Hann sagði veiði vera með minnsta móti þenn- an dag en hann og sonur hans voru að landa rúmlega 260 kg af þorski. Að sögn Gunnars veið- ist yfirleitt meira á þessum slóðum og þá sérstaklega yfir vetrartím- ann. Jóhannes Magnússon gerir einnig út bát frá Grímsey og heit- ir hans bátur Guðrún EA 144. Jóhannes sagði eins og Gunnar að lítið hefði veiðst þennan dag en fullvissaði okkur um það að vetrarvertíðin væri alltaf góð. Hann sagði að sér þætti mjög gott að búa í Grímsey enda væri hann uppalinn þar. Hann sagðist vera viss að ef hafnaraðstaðan væri betri myndi fólk flykkjast til Grímseyjar og setjast þar að. BP Ryta eða Skegla eins og Grímseyingar kalla fuglinn málar björg- in hvít. Langnr vegxtr á milli 5 og 20 milljóna króna - segir ísak Ólafsson bæjarstjóri á Siglufirði um fyrirhugaða vegagerð Siglunessbóndans að það er langur vegur á milli 5 og 20 milljóna króna,“ sagði ísak að lokum. Mótmæla álagningu bifreiða- og söluskatts Hækkun kjarn- fóðurgjalds einn- ig mótmælt Neytendasamtökin hafa sent frá sér ályktanir þar sem mót- mælt er álagningu söluskatts á matvörur og bifreiðaskatt og hækkun á kjarnfóðurskatti í ríkissjóð. Ályktanir samtakanna fara hér á eftir: „Verð á matvöru hér á landi er almennt mun hærra en í nágranna- löndum okkar, eins og Neyfenda- samtökin hafa ítrekað bent á. Því mótmæla Neytendasamtökin harð- lega væntanlegum 10% söluskatti á ákveðnar matvörur, þar sem þá eykst sá munur sem þegar er á matarverði hér og erlendis. Auk þess kemur slík hækkun hlutfalls- lega verst niður á þeim sem lægst laun hafa. Þessi skattlagning felur einnig í sér áframhald á ákveðinni neyslustýringu sem Neytendasam- tökin eru andvíg. Kílóaskattur sá sem ákveðið hef- ur verið að leggja á bifreiðaeigendur er í eðli sínu órökréttur og óréttlát- ur skattur. Hann stuðlar ekki að hagkvæmni í innkaupum bifreiða né heldur hagkvæmari rekstri þeirra. Neytendasamtökin mótmæla harðlega auknu kjamfóðurgjaldi sem ákveðið var í efnahagsráðstöf- unum ríkisstjórnarinnar. Hækkun þessi mun leiða til verðhækkunar á ýmsum landbúnaðarafurðum og er auk þess gróf mismunum milli bú- greina þar sem það leggst þyngst á alifugla- og svínaafurðir. Neytendasamtökin vekja jafn- framt athygli á fréttatilkynningu sem landbúnaðarráðuneytið sendi nýverið frá sér og er vægast sagt undarleg. Þar er kjarnfóðurgjalds- hækkunin réttlætt með því að verið sé að draga úr þeirri röskun, sem tímabundnar niðurgreiðslur erlend- is á kjarnfóðri valda. Neytendasam- tökin hafa ítrekað bent á að niðurgreiðslur á kjamfóðri hjá sum- um viðskiptaþjóðum Islendinga í Vestur-Evrópu em fyrst og fremst til þess að gera verð á kjarnfóðri frá þessum löndum sambærilegt við heimsmarkaðsverð á þessari vöm. Lágt kjarnfóðurverð á heimsmark- aði er vegna tækniframfara og talið er að verð muni halda áfram að lækka til næstu aldamóta og það án allra niðurgreiðslna. Neytenda- samtökin telja það ámælisvert að landbúnaðarráðuneytið skuli grípa til villandi upplýsinga til þess að rökstyðja yfirgang gagnvart íslenskum neytendum og framleið- endum svína- og fuglaafurða.“ „ÉG held það hljóti að fara að styttast í afgreiðslu umsóknar Stefáns Einarssonar útvegs- bónda og vitavarðar á Siglu- nesi,“ sagði ísak Ólafsson bæjarsljóri á Siglufirði, en eins og fram hefúr komið í Morgun- blaðinu hefúr Stefán sótt um Myndir víxluðust Myndir víxluðust á milli tveggja frétta í hluta upplags Morgun- blaðsins I gær. Mynd af nýju hóteli á Fáskrúðsfirði birtist með frétt um flotbryggjur fyrir skút- ur á blaðsíðu 2 og öfúgt. Beðist er velvirðingar á þessum mistök- um. að fá að byggja 6-7 km veg á milli Sigluness og SigluQarðar. ísak sagði að umsóknin hefði farið til umsagnar Skipulags- stjórnar ríkisins, Náttúruvemdar- ráðs íslands og náttúruvemdar- nefndar Siglufjarðar. Náttúruverndamefnd Sigluijarðar hefur alfarið lagst gegn fyrir- hugaðri vegagerð Stefáns. Haukur Hafstað, umdæmisstjóri Náttúruvemdarráðs íslands, hef- ur farið í tvær vettvangskannanir um svæðið og hefur skilað áliti sínu. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að þarna væri ekki æskilegt vegarstæði þótt vegur hefði eflaust verið lagður um ann- að eins land. „Ég tel möguleika vera á byggingu vegar þama, en vissulega þarf að ganga frá þeim vegi á þann hátt sem Vegagerð ríkisins gerir kröfur um. Þarna býr íjölskyldumaður, sem jafn- framt er vitavörður og eftirlits- maður Veðurstofu. Við eigum ekki að fjalla um þá hlið málsins, heldur er okkur einungis ætlað að meta landfræðilega stöðu. Ég sé ekki fram á að þarna verði áfram rekin veðurathugunarstöð eða vitavarðsla í framtíðinni án bættra samgangna," sagði Hauk- ur og bætti því við að vissulega þyrftu bæjaryfirvöld að gera ráð fyrir viðhaldi á veginum ef af honum yrði. ísak sagðist einungis hafa áhyggjur af því að fyrirhugaður vegur yrði ekki vegur heldur að- eins hálfkláraður troðningur. „Af hálfu bæjaryfirvalda hefur verið litið á veginn alfarið sem einkaveg Stefáns, en ekki á ábyrgð bæjar- ins. Ef Vegagerðin ætlaði sér að leggja þennan vegarkafla, myndi hann kosta 20 til 25 milljónir króna, samkvæmt útreikningum hennar. Stefán býst hinsvegar við því að setja 5 milljónir króna í veginn. Það segir sig því sjálft Frá slysstað á Skagaströnd Morgunblaðið/Hrafn Garðarsson Útafkeyrsla á Skagaströnd BÍLL fór út af veginum á Skagaströnd aðfararnótt síðastliðins laugardags og lenti i skurði. Fimm manns voru í bílnum og voru þrír fluttir á sjúkrahús. Hafði einn þeirra viðbeinsbrotnað en hinir hlotið minni háttar skrámur. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi virðist ökumaðurinn hafa misst stjórn á bílnum. Grun- ur leikur á að hann hafi verið ölvaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.