Morgunblaðið - 22.07.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 22.07.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1987 51 Atroðningur ferðamanna: Islendiner- 1 ® ar liti í eigin barm Eftir að hafa lesið textann undir forsíðumynd Lesbókar Morgun- blaðsins þann 4. júlí sl. þá get ég ekki orða bundist um hvað sumir geta verið miklir smáborgarar og eiginhagsmunaseggir. Ég ferðast allmikið um ísland og myndi sjálfur borða nesti mitt úti í náttúrunni í góðu veðri eins og er á myndinni heldur en að fara inn á Búðir og borga þar sama verð fyrir mat eins og á dýrustu hótelum heims. Ef ísland á að vera ferða- mannaland þá verður það að vera opið öllum (annars getum við bara haft þetta eins og í Albaníu). Ég held að fslendingar ættu að líta í eigin barm með átroðning og rusl samanber fjórhjól og fjórfætl- inga sem eru að eyða gróðri landsins og fara svo á ruslahaugana eða í refafóður. Þórður Sigurjónsson Þessir hringdu . . . Hvað segja fylgis- menn Khomeinis nú? 0348—3940 hringdi: „Hvað segja nú fylgismenn Khomeinis sem börðust gegn umbótum íranskeisara. Þeir von- andi sjá nú hvaða blessun Khomeini færir mannkyninu. Voru þeir ekki fullfljótir á sér að taka undir áróður frá Moskvu eins og svo oft áður?“ Hvar fást músafælur? Kona hafði samband við Velvak- anda og vildi fá að vita hvar hægt væri að fá tæki sem fældu burt mýs með hátíðnihljóðum sem menn greina ekki. Ef einhver veit hvar hægt er að kaupa svona tæki er hann beðinn að hafa sam- band við Velvakanda. Góðar greinar um Astralíu Kona hringdi: „Mig langar að þakka Matthildi Bjömsdóttur fyrir greinar sem hún hefur skrifað í Morgunblaðið undanfarið um ferðir hennar um Ástralíu. Mér finnast þetta ákaf- lega fróðlegar greinar og allt of sjaldan sem okkur berast fregnir frá þessum heimshluta. Það er óskandi að framhald verði á þess- um greinaskrifum.“ Gleraugu fiind- ust Kristjana hringdi. Hún hafði fundið vönduð gleraugu með festi á Bræðraborgarstígnum. Gler- augun eru í hulstri sem er merkt versluninni Linsunni. Eigandi gleraugnanna getur haft samband við Kristjönu í síma 28346. Reiðmúll og pískur týndir Siguijón hringdi. Hann týndi reiðmúl og píski einhvers staðar í nágrenni Korpúlfsstaða sl. laug- ardag. Ef einhver hefur rekist á þessa muni er hann beðinn að hringja í Siguijón í síma 689880. Af íslenskum matvælum Sauðkindin hélt líftórunni í meg- inhluta landsmanna um aldir. I ullarfötum þraukaði þjóðin í vetrar- kuldum, drakk mjólk og át kjöt. Þegar þetta þraut tók við tros eða bara guðsblessun. Þá var útmánaða- sultur þekkt fyrirbæri. Þá hefði haugakjöt þótt herramannsmatur. Nú er öldin önnur. Sauðkindin nánast óalandi og ófeijandi. Hún eyðir gróðri. Hún er meinvættur. Af hveiju ekki ítölu eins og áður fyrr? Hentar hún ekki þeim íjárrík- ustu? Oft gleymast náttúruhamfarir þegar sauðkindin er bannfærð og mannkindin. í mínu ungdæmi þótti ganga glæpi næst að henda mat. Nú er búin mikil haugveisla og skal þá hvorki skorta grænmeti né mjólk ef svo ber undir, haugbúum til saðn- ingar. Þetta heitir hagræðing, spamaður ríkisfjár. Nú eru búnar til ftnar nefndir og kjötskurðarmeistarar sendir vítt og breitt til að kenna okkur fávísum að éta það sem ætt er talið og fjalla- lambið fellur af himnum ofan eins og mannabrauð á dögum Móse. Hrúta- og ærkjöt er talið óætt eða svo segja okkur fræðingar og blaða- fulltrúar, en samt kaupir ríkið það og geymir með æmum kostnaði þar til það hverfur, ekki einu sinni ofaní maga refa eða annarra kvikinda, heldur ofaní jörðina. Þetta þótti bara boðlegur matur í gamla daga, en vitaskuld er allt orðið breytt. En kannski hefði mátt bjóða þeim bita sem ekki hafa efni á að kaupa á nokkur hundmð krónur kílóið. Fyrir nokkru tók bændablaðið (fyrrverandi?) fram stóra letrið. Þar á bæ hafði uppgötvast til guðs- lukku, að það eru ekki bara við sem köstum kjöti á hauga. „Haugakjöt um allan heim“ og grænmeti og hver veit hvað. Og svo eru menn að röfla útaf þessum tæplega tvö hundmð tonnum. En hvemig skyldu þeir hafa þetta í Mesópótamíu þar sem lífskjör em helst til fyrirmynd- ar og samanburðar? Já, það er margt í mörgu í maga á Ingibjörgu, eins og bömin segja. „Vaikostimir" em svo margir og freistandi. „Kláravín, feiti og merg- ur með mun þar til rétta veitt" stendur í gömlum sálmi. Nú er trog fullt af spikfeitu sauðakjöti sýnt á skjá fólki til við- vömnar og hrellingar. Þá mun varla örva sölu fjallalambsins góða, að Ríkissjónvarpið sýni „hangandi dauð lömb uppí gálga með iðrin úti og hálfrifin gæran af skrokknum", eins og Jón bóndi og listamaður í Lambey komst að orði í blaðagrein. Svipuð saga með sundurflakandi. hvalaskrokka sem sjónvarpið sýnir kvöld eftir kvöld í fréttatímum og segir sitt um sérstæða smekkvísi og hugkvæmni fréttamanna. Muna má að stíft var brýnt fyrir landslýð að sýna samstöðu og éta hval í vísindaskyni, því „vísindin efla alla dáð“. Haraldur Guðnason Ekki allir jafiiir á Cafe Hressó Ég er svotil daglegur gestur á kaffihúsinu Cafe Hressó og hef orðið var við furðulega hegðun starfsfólks þar. Þegar fólk kemur inn á kaffihúsið er því neitað um afgreiðslu og snar- lega sagt að koma sér út, að því er virðist vegna klæðaburðar. Það em oftast nær svokallaðir pönkarar sem klæðast leðurjökkum sem verða fyrir þessu en eftir því sem ég kemst næst er þetta ágætis fólk. Það vekur því furðu mína að fyrst gert er á annað borð upp á milli fólks vegna klæðaburðar þama inni á - kaffíhúsinu að illa til hafðir Sniglar fá afgreiðslu. Þeir koma inn í hópum eða einir sér t leðurgöllum eða rifnum gailavestum með keðjur hangandi utan á sér síðhærðir og illa greiddir, virkilega mddalegir og virðast njóta mikillar virðingar þama inni. í mínum augum em Sniglamir miklu verr útlítandi og meira ógn- vekjandi en nokkrir vesælir pönkarar. 2668-6276 Kynnið ykkur veðurspána áður en ýtt er úr vör. Fylgist með veðri og vindum og teflið ekki í tvísýnu. Kynnið ykkur siglingareglur og allar staðbundnar aðstæður. Hvolfí bátnum þá reynið að komast á kjöl og vekja á ykkur athygli. Munið tilkynningaskyldu. Segðu ábyrgum aðila hvar þú ætlar að sigla — hvert þú ætlar og hvenær þú ráðgerir að koma aftur. k i smájójk unglJó/^ f u 11 orðiðjfólK , vÖyUl- 6óö“' v^1' (i gallabuxur kr. 1.295.- (Ekki á útsölu).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.