Morgunblaðið - 22.07.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.07.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1987 HÁSKÓLI?? eftirJón Gunnarsson Það telst að vonum til tíðinda, þegar nýr háskóli er stofnaður hér í smáu landi og fámennu. Það muna menn, að ekki létu fjölmiðlar á sér standa, er frétt barst af væntanleg- um háskóla á Norðurlandi. Almenn- ingur lét sig það mál ekki síður skipta. Menn deildu um nauðsyn slíkrar menntastofnunar, ýmist með eða á móti; um Háskólann á Akur- eyri áttu flestir sér skoðanir, svo að ósjaldan hitnaði í kolum. Og svo mikið er víst, að ekki fór það mál framhjá mörgum, enda aðdragandi allnokkur og umræður að verulegu marki fyrir opnum tjöldum, að því er best varð séð. En nú hefur enn einn háskóli bæst við í landinu og það með næsta nýstárlegum hætti. Andstætt Háskólanum á Akureyri hefur naumast verið minnst á þennan nýja háskóla í íjölmiðlum, svo heit- ið geti. Skattgreiðendur, sem standa skulu undir rekstri hans, vita ekki fyrr til en þessi háskóli er orðinn að veruleika, líkt og dott- inn af skýjum ofan og ríkið búið að tryggja rekstrarkostnað hans af óvenjulegri rausn: „Menntamála- ráðuneytið hefiir nýverið samþykkt stofiiun skólans og mun greiða jafiiháa upphæð og sambærilegt nám á háskólastigi kostar," segir í frétt Mbl. frá 8. júlí. Og andstætt Háskólanum á Ak- ureyri á stofnun þessa nýja háskóla sér furðuskamman aðdraganda. Hálft ár tæpast. Síðan berst skyndi- lega sú frétt, að menntamálaráðu- neytið hafi samþykkt stofnun háskólans, tryggt honum dijúgan farareyri jafnframt og — andstætt öllum fyrri hefðum — selt honum fullt sjálfdæmi um allt, sem varðar ráðningar háskólakennara og skipulagningu háskólanámsins, að því er virðist. Ég hef í huga Tölvu- háskóla Verslunarskóla íslands. Um þann háskóla þarf að leggja fram ófáar spumingar. Og ég veit, að hann er fleirum spumarefni en mér. Nokkur svör um eðli þessa há- skóla er að fínna í fyrstu frétt Morgunblaðsins af háskólanum nýja, sem birtist hinn 8. júlí sl. undir fyrirsögninni „Verslunarskóli íslands stofnar tölvuháskóla". Og frétt er það auðvitað út af fyrir sig, er framhaldsskólar landsins eru famir að stofna háskóla. Leggjum það þó milli hluta. Tveimur dögum síðar birtir Morgunblaðið enn frétt: „Tölvuháskóli Verslunarskólans: Auglýst eftir kennurum og kennslu- stjóra." Og nú síðar hafa atvinnu- auglýsingamar birst. Tólf kennara á að ráða til háskólans. Lýsing á verksviði hvers og eins fylgir, svo og yfiriit yfír nám það sem í vænd- um er og væntanleg kaup og kjör háskólakennaranna. (Ég nefni þá svo, enda stendur i auglýsingunni: „Öllum stöðum við skólann fylgir kennsluskylda"). Við þessar þijár heimildir miðast spumingar mínar; engin reglugerð um Tölvuháskóla Verslunarskóla íslands reyndist fá- anleg niðri í menntamálaráðuneyti. Birtar fréttir og atvinnulýsingar gefa samt nokkra mynd af því, sem þessi háskóli ætlast fyrir. Markmið- ið er tekið fram skýrum orðum: „Að nemendur geti að loknu námi skipu- lagt og annast tölvuvæðingu hjá fyrirtækjum og séð um kennslu og þjálfun starfsfólks sem notar tölv- ur.“ Til þessa er áætlað þriggja missera nám; viðbótamám mun von bráðar bætast við og leiða til há- skólagráðunnar BS í tölvufræðum. Fýrir þeirri háskólagráðu gerir skólastjóri nokkru nánari grein í fréttinni frá 10. júlí: „Við gerum vissulega ráð fyrir áð námið verði það gott að allir aðilar, sem um það munu fjalla, verði sammála um að veita megi nemendum BS-gráðu út á það. Til þess þyrfti að bæta við hálfs árs námi í viðbót og held ég að tvö ár ættu að geta nægt til þess.“ (Feitletrun min — J.G.) Háskólagráðuna BS á með öðmm orðum að veita eftir tveggja ára nám. Sú gráða miðast hins vegar við a.m.k. þriggja ára nám við Háskóla íslands. Hvemig má þetta vera? Skólastjóri VÍ svarar því að nokkru, er hann lýsir fyrirhuguðu þriggja missera námi í frétt hinn 8. júlí: „Námið hjá okkur er helm- ingi styttra en tölvunám í Háskóla Islands, enda er því ætlað að vera frábrugðið. Við ætlum fyrst og fremst að gefa nemendum innsýn í stjómunarstörf tölvudeilda fyrir- tækja, en við ætlum hinsvegar ekki að fara út í mikla stærð- fræði né fræðilega undirstöðu um hvernig tölvan er byggð upp. Ég á von á að námið verði eftirsótt af hálfu nemenda . . . (Feitletrun mín - J.G.). Hér virðist hundurinn grafínn að hluta til. Hagnýtt skal þetta háskólanám vera, hér á ekki að eyða tíma nemenda um of í óþarfa, stærðfræði eða fræðasýsl af slíkum toga. Já, eftirsótt kann þetta nám að verða. Án efa þykir mörgum stúdent fengur í að geta smeygt sér svo lipurlega framhjá algebru og strembinni stærðfræði- greiningu hvers konar, heita þó háskólastúdent og eiga von á há- skólagráðunni BS eftir skamma setu, enda verða 56 nemendur tekn- ir inn um næstu áramót og gert ráð fyrir að sú tala þrefaldist síðar. Og tóif háskólakennara á að ráða. Til samanburðar skaðar ekki að skjóta því að. að tölvufræðinemar við Háskóla íslands eru dijúglega 200 og ráðnir háskólakennarar í tölvufræði þrír. En hvað ætlar þessi nýi háskóli að kenna? Náminu er ætlað að vera frábrugðið samsvar- andi námi við HÍ, segir skólastjóri. Hveijar verða námsgreinamar? Tíu talsins eru þær og viðfangs- efnunum eru gerð skil í auglýsing- unum um þær tólf háskólakennara- stöður, sem nú eru lausar til umsóknar við Tölvuháskóla Versl- unarekóla íslands. Grunnnámskeið, Forritun (3 forritunarmál), Kerfís- hönnun, Fjarvinnsla, Stýrikerfí, Gagnasafnskerfí, Öryggismál, Skjölun, Vinnuvistfræði, Stjómun. Hvað er nýtt hér? Sumt af þessu virðist fremur heyra til kennslusviði framhalds- skóla, annað er þegar kennt á vegum einkaskóla, fyrirtækja og á námskeiðum ýmiss konar. En það eru menntamálaráðuneyti og skatt- greiðendur þjóðarinnar, sem standa að þessum nýja háskóla, og því er nærtækastur samanburðurinn við gamla háskólann okkar. Reglugerðir og kennsluskrár Háskóla íslands eru opinber og auðfengin gögn. Það er ekki for- vitnilaust að fletta Kennsluskrá HÍ 1986-7 og bera saman það, sem þar er talið, við fræðasviðin, sem þessi nýi háskóli hyggst sinna. í námslýsingum kennsluskrár HÍ tel ég u.þ.b. 100 námskeið, jafiit „fræðileg" sem „hagnýt" á sviði tölvugreina og námsþátta I við- skiptadeild og raunvísindadeild, sem spanna kennslusvið háskólans nýja og dijúgt betur. (Og þá eru ekki talin með þau ijölmörgu opnu námskeið í hvers kyns tölvunotkun og forritun, sem Reiknistofnun HÍ hefur gengist fyrir.) Stúdentum í tölvunarfræði er auk þess heimilt að taka hluta náms síns innan við- skiptadeildar, ef þeir lg'ósa. Með öðrum orðum: Hér er tviverknað- ur á ferð. Ofantaldar námsgrein- ar má nema við Háskóla íslands nú þegar. Undantekningar eru e.t.v. tvær, „Skjölun" og vinnuvist- fræði. Samkvæmt lýsingu felst skjölun einkum í því að gera nemendur hæfa til að skrifa leiðbeiningar og handbækur um notkun tölvukerfa. Torséð, að hér sé þörf á öðru en kennslu í meðferð móðurmálsins. Vinnuvistfræðin stendur þá eftir. Sú háskólagrein skal kenna nem- endum „að hanna kerfí með það fyrir augum að ná fram hámarks afköstum notenda og vinnugæðum ásamt þægindum í notkun". Ég Jón Gunnarsson „En geta menn annað en tekið undir það með mér, að hér sé um að ræða tvíverknað? Þurf- um við háskóla af þessu tagi? Og1 vilji einhver svara því játandi, bið ég hann að bera saman áður og sem gleggst þær námslýsingar Tölvuháskóla Verslun- arskóla Islands, sem fyrir liggja, og kennslu- skrár og námslýsingar Háskóla íslands.“ veit ekki til, að grein með slíkum markmiðum hafí verið á námsskrá Háskóla íslands undir einu nám- skeiðsheiti, og er raunar óviss um, hve æskilegt væri að bæta henni við sem námsþætti í háskóla. Hér virðist vera á ferð það, sem á erlend- um málum er nefnt „ergónómía", e.t.v. örlítið kiydduð með vinnusál- fræðinni svonefndu, sem raunar hefur unnið sér nokkum sess innan námsþátta í sálarfræði og í við- skiptadeild HÍ En geta menn annað en tekið undir það með mér, að hér sé um að ræða tvíverknað? Þurfiim við háskóla af þessu tagi? Og vilji ein- hver svara því játandi, bið ég hann að bera saman áður og sem gleggst þær námslýsingar Tölvuháskóla Verelunarekóla Islands, sem fyrir liggja, og kennsluskrár og námslýs- ingar Háskóla íslands. Vonandi sannfærist hann þá um, að betur geti ríkið komið til móts við þarfír tölvufræða og tölvuhagnýtingar á íslandi með öðm móti en því að setja á fót stofnun á borð við tölvu- háskólann nýja. Hér er spurt um hyggindin að baki stofnunar þessa háskóla. En ekki er síður þess vert að spyija: „Höfum við efni á þessu? Höfiun við efiii á tvíverknaði af þessu tagi?“ Sjaldan er íslenska ríkið snauðara en þá, er æðri menntun í landinu er annare vegar. „Mennta- málaráðuneytið . . . mun greiða jafiiháa upphæð og sam- bærilegt nám á háskólastigi kostar.“ Nýstárlegur tónn er þetta, hygg ég að skólamönnum þyki, og minni enn á, að ríkið hefur enn ekki séð sér fært að fastráða nema þijá kennara til að annast kennslu í tölvufræði við Háskóla íslands, þótt nemendumir séu á þriðja hundrað. Sú var tíðin, að verk- fræði- og lyfjafræðinemar gátu aðeins stundað fyrri hluta náms sfns við Háskóla íslands. Fram- haldsnámi varð þá að ljúka eriendis. Staða tölvufræðinnar við HÍ er ekki óáþekk þessu, eins og nú er staðið að málum. Greinamar verkfræði og lyfjaffæði vom síðar efldar hér; ég efast um að nokkum iðri þess. En tölvufræðin við HÍ virðist mega bíða. Misskipting í örlæti menntayfír- valda við þessar tvær stofnanir er þó ekki það eina sem vekur spum- ingar. Það er fleira nýstárlegt hér, ekki síst háttur sá, sem hafður verð- ur á ráðningu háskólakennara að Tölvuháskóla Verelunarskóla ís- lands. Ráðning háskólakennara á sér ákveðna hefð f landinu, hliðstæða því, sem aðrar þjóðir tíðka. Há- skólaprófa er krafíst, upplýsinga um starfsreynslu og kennslureynslu á háskólastigi, upplýsinga um rann- sóknir. Slfkar upplýsingar hafa jafnan verið sendar til menntamála- ráðuneytis, gengið þaðan til stofn- ana Háskóla íslands, deilda, sem skipa dómnefndir, sem aftur skila áiiti sínu til deildarfunda. Um síðir fær ráðherra í hendur niðuretöður dómnefnda og deildarfunda. Hann á lokaorð í málinu hveiju sinni og veitir þá að jafnaði embættið þeim, sem hæfastur er talinn til að gegna kennslu á háskólastigi. Og að jafn- aði er það viðmiðun, að háskóla- kennari skuli hafa að baki ekki minni menntun en svo, að svari til prófgráðu þeirrar, sem honum er ætlað að kenna til, eins og af sjálfu leiðir. Þetta eru nú hinar aka- demísku kröfur, sem svo eru kallað- ar og taldar heyra háskólum til, jafnt hér sem erlendis, a.m.k. þegar um ríkisháskóla er að ræða, og íslenska ríkið ætlar einmitt að hafa Tölvuháskóla Verelunarekóla ís- lands á framfæri sínu, eins og ofar er getið. Hins vegar auglýsir þessi háskóli rétt eins og um sjálfstæðan einkaskóla væri að ræða. Þessi nýi háskóli okkar á sýnilega ekki að fara að viðtekinni hefð. Væntanlegir háskólakennarar þar geta stytt sér leið framhjá ráðu- neytinu; umsóknir þeirra fara beint til Verelunarekóla íslands. Á há- skólamenntun, kennslureynslu eða rannsóknir er ekki minnst, þótt hér sé háskóli að auglýsa eftir kennur- um. „Æskilegt er að kennarar hafí starfsreynslu frá tölvudeildum stórra fyrirtækja." Aðrar kröfur eru ekki settar fram. Og um kaup og kjör stendur skýrt og skorinort f auglýsingunni eftir háskólakennur- unum tólf: „Laun og kjör verða skv. nánara samkomulagi við skóla- nefnd Verzlunarekóla íslands." Það er ekki annað að sjá, en ráðuneytið treysti Verelunarekóla íslands stór- um betur til að velja háskólakenn- ara en þegar Háskóli íslands á í hlut. Og hvf þessi nýi háttur? Hér væri mörgum þökk í svari. Tölvuháskóli Verelunarskóla ís- lands hyggst útskrifa stúdenta í tölvufræði með háskólagráðunni BS „Við gerum vissulega ráð fyrir að námið verði það gott að allir aðilar, sem um það munu fjalla, verði sam- mála um að veita megi nemendum BS-gráðu út á það,“ svo að ég vitni aftur til orða skólastjóra í Mbl. 10. júlí. Hér er verið að spá, og ég er efíns um, að þessi spá gangi eftir. Við Háskóla íslands er talið, að ekki dugi minna en þriggja ára fullt nám til prófgráðunnar BS Og ætli sú skoðun sé ástæðulaus? Nei. Eitt atriði er sá metnaður þess skóla að halda ekki uppi lélegri fræðslu en annare staðar eru gerðar kröfur um. Annað atriði er það, að háskól- ar eru hver öðrum skuldbundnir að vissu marki, að því er námsskipan og prófgráður varðar. Það hefur ekki síst ráðið ferðinni. Öll umQöll- un námsefnis og kröfur markast af því að geta orðið sem sambæri- legastar við námsstarf erlendra háskóla. Og á það reynir ekki síst, er stúdent í greininni fer utan til framhaldsnáms. Því má spyija, hvort þeir, sem mesta reynslu hafa á þessu kennslusviði hérlendis, verði sammála þeirri skoðun, að tíma- bært sé að veita stúdentum titilinn BS eftir tveggja ára nám. Eins má spyija, hvort væntanleg- um nemendum Tölvuháskóla Reykjavík: FÉLAG eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefiir sótt um lóð f Reykjavík til borg- arráðs, en félagið hyggst reisa hús yfír starfsemi sfna. Að sögn Péture Hannessonar stjómarmanns, vinna tveir til þrír starfsmenn á skrifstofu félagsins. Félagar em um 5000 og tómstund- arstarf með skemmtanahaldi og ferðalögum mjög öflugt. Félagið Verelunarekóla íslands verði ekki gerður bjamargreiði, ef þannig verður að farið. Það má spyxja, hve sælir þeir verði af svo skjótfengnum BS-titli, þegar upp er staðið. Kerfís- hönnun og gagnasafnsfræði em á námskrá nýja háskólans, svo að dæmi séu tekin. Og það kann að virðast notalegur léttir um sinn að þurfa ekki að svitna yfír rökfræði, grafritum og stærðfræðigreiningu eins og tölvufræðinemamir við HÍ En fræði af slikum toga em ein- mitt gmndvallarmúr kerfíshönnun- ar og gagnasafnsfræði, ef ég tek enn dæmi af þeim greinum. Og hve öfundsverður verður kerfishönnuð- ur eða gagnasafnsfræðingur af kunnáttu sinni, ef hann þekkir ekki gmndvöll hennar? Og hve vel mun hann valda verkum sínum, þegar á hólminn er komið og á slíkt reynir? Og svona mætti lengi spyija. Margs hefur nú verið spurt, ég veit, að ég spyr fyrir munn margra, og mál að spumingum linni um sinn. Fleiri munu verða til að spyija, og vonandi fást svör. Skilgreining hugtaksins „há- skóli" er að líkindum það loðin, laus í reipum og óvemduð af nokkmm lögum, að undir það heiti má skipa sundurleitustu hlutum. Og það veit ég, að Tölvuháskóli Verelunarekóla íslands er ekkert einsdæmi í veröld- inni um slíkt. Doktoregráður úr bréfaskólum í Kalifomíu em t.d. í boði líka. En þó hefur lengstum loðað dálítil virðing við orðið há- skóli, menn hafa bundið metnað við háskóla, gert til þeirra kröfur og vænst meira af þeim en öðmm skólum. Orðið „deskilling" er fremur nýtt í ensku, stóra ensk-íslenska orða- bókin okkar getur þess ekki, og ég hika við að íslenska það. En merk- ing þess er gengisfelling þekkingar og kunnáttu hvere konar, og „deskilling" á sér vfða stað. Kunn- átta, þekking og verkreynsla kunna að bera arðvænlegan ávöxt. Þann ávöxt má ef til vill nýta með tak- markaðri þekkingu, he§a þá þekkingu í aeðra veldi ef vill, neftia hana jafnvel fræðigrein. Það kostar minni tíma að miðla slíkri fræði- grein. í ljósi hagnýtis hennar kann hún að virðast álitleg í svip. Og langt nám er dýrt; skemmri mennt- un getur réttlætt lægri laun, þegar fram í sækir. í því samhengi er orðið „deskilling" ekki síst tíðheyrt í enskumælandi löndum. Atvinnu- veitendur hafa getað séð sér hag í „deskilling". Og kannski getur það verið stundarhagur skóla að hjálpa til. En vilji þessi háskóli vera til, standa undir nafni og veita auk þess lærdómsgráður, sem standa undir sér, á hann naumast annan kost en þann að lengja námið í þijú ár og gera það svo úr garði, að BS-gráðan hans verði frambærileg hvar sem er. Sú lausn fæli vita- skuld í sér tvíverknað, eins og áður var á minnst. En það er ekki annað að sjá nú en þjóðfélagið hafi furðu- góð eftii á slfkum tvíverknaði, svo óþarfur sem hann er, ef betur er að gáð. Hinn kosturinn væri sá að sleppa öllum þykjustuleik, leggja háskólaheitið á hilluna, gefa sér nafn við hæfi og gera þá nemendum ekki heldur þann vafasama greiða að ljá þeim þungvægari lærdóms- gráður en þeir geta axlað. Höfundur er lektor í almennum málvísindum við Háskóla íslands. hefur haft opið hús í Sigtúni undan- fama mánuði og sagði Pétur að áhugi væri fyrir að félagið kæmi sér upp eigin húsnæði fyrir starf- semi sfna. Þá hefur félagið einnig sótt um lóð undir íbúðarhúsnæði fyrir fé- lagsmenn sfna. Borgarráð vísaði erindinu til skrifstofustjóra borgarverkfræð- ings. Félag eldri borg- ara sækir um lóð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.