Morgunblaðið - 23.07.1987, Page 1

Morgunblaðið - 23.07.1987, Page 1
80 SIÐUR B/C 164. tbl. 75. árg. STOFNAÐ 1913 FIMMTUDAGUR 23, JULI 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins' Svíþjóð: Hver á köttínn? Stokkhólmi, Reuter. HÆSTIRÉTTUR Svíþjóðar mun brátt taka til umQöIlunar mál, sem snýst um umráðarétt yfir ketti, sem nú er reyndar dauður. Árið 1985 bjargaði Else Wigh, heittrúuð dýravemdunarkona í Gautaborg, villikettinum Astor frá götusollinum í borginni og gaf hann síðar hjónum að nafni Askefors. Astor var þó ekki fyrr kominn til hjónanna en hann lagðist út á nýjan leik og það var ekki fyrr en eftir sex vikna ákafa leit, að Wigh fann hann aftur. Wigh vildi ekki skila kettinum aft- ur og sagði, að hjónin hefðu farið illa með hann en þau létu þá lögregl- una sækja hann. Síðan hefur staðið í stappi fyrir dómstólunum og málið komið til Hæstaréttar. í maí sl., þeg- ar kötturinn dó drottni sfnum, héldu margir að málið væri úr sögunni, en dómaramir vilja samt komast til botns í því til að enginn velkist fram- ar í vafa um hvað sé rétt og hvað rangt í málum af þessu tagi. Reuter Rosasumar íMið-Evrópu Þetta sumar verður líklega lengi f minnum haft í Evrópu sem rosasumarið rnikla enda hefúr víða, einkum í Mið-Evrópu, varla gengið á öðru en stormum og slagviðri. Hafa vatnavextir og aur- skriður kostað nokkra tugi manna lifið auk gífúrlegs tjóns á eignum og ræktarlandi. Mynd- in sýnir bónda á Norður-Italíu freista þess að komast heim til sín eftir trjábolum, sem lagðir hafa verið ofan á skriðuna. Gífiirleg úrkoma í Sviss Bellinzona, Sviss, Reuter. Svissneskir hermenn voru í gær kallaðir út til að ryðja aur og alls kyns braki af vegum eftir gífúrlegar rigningar. Að sögn lögreglunnar má rekja dauða Qögurra manna til úr- fellisins. Hermennimir tóku höndum saman við slökkviliðsmenn, lög- reglumenn og sjálfboðaliða við að hreinsa af vegunum fallin tré og aurskriður en vegna rigning- anna hafa lestarferðir farið úr skorðum og víða er símasam- bandslaust. Óveðrið hefur valdið miklu eignatjóni og mestu í kant- ónunum Tessin og Graubunden. Þrennt lét lífíð þegar bíll steypt- ist út í uppbólgna Maira-ána og nálægt landamærunum við Ítalíu varð aldraður maður undir aur- skriðu. Mikhail Gorbachev í viðtali við indónesískan ritstjóra: Vill eyða meðaldræg- um eldflaugum í Asíu — Ætti að geta greitt götu afvopnunarviðræðnanna í Genf Moskvu, Reuter. MIKHAIL Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, er reiðubúinn til að fallast á „tvöfoldu núlllausn- ina“ og upprætingu allra meðal- drægra eldflauga, sovéskra og bandariskra, í Evrópu og Asiu. Skýrði TASS-fréttastofan frá þessu i gærkvöld. Þessi afstaða Gorbachevs kom að sögn TASS fram í viðtali hans við indónesískan ritstjóra og segja afvopnunarsérfræðingar að nú kunni sú snurða, sem hlaupin er á þráðinn í Genfarviðræðunum, að vera úr sögunni. „Sovétmenn vilja taka tillit til Asíuþjóðanna og eru þvi tilbúnir til að uppræta allar meðaldrægar eld- flaugar í Asíuhluta Sovétríkjanna," sagði Gorbachev og bætti því við, að boðið væri ekki háð því, að Bandaríkjamenn flyttu burt öll kjamorkuvopn frá löndunum við suðaustanvert Kyrrahaf. Sovét- menn hafa hingað til sett það sem skilyrði. í hugsanlegum samningsdrögum hefur verið gert ráð fyrir að Sovét- menn hefðu 100 meðaldrægar eldflaugar í Asíu og Bandaríkja- menn jafn margar á sínu umráða- svæði, en nýlega lagði Bandaríkja- stjóm til að þessum flaugum yrði einnig eytt. Gorbachev sagðist sjá fyrir sér upprætingu jafnt meðal- Norðmenn stór- tapa á skreiðinni Þrándheimi, frá Magnúei Magnússyni, fréttaritara Morgunblaðsins. BÚIST er við, að norskir skreið- arútflytjendur tapi 100 mil|jón- um norskra króna, um 580 miiy. ísl. króna, á viðskiptunum við Nigeríu á sl. ári, en þá seldu þeir þangað 6.000 tonn. Segja má, að salan hafi verið gerð í nokkurri örvæntingu vegna gífurlegra skreiðarbirgða og með samþykki stjórnvalda, sem lánuðu skreiðarframleiðendum 150 millj. kr. Skreiðina átti að greiða í nígerískum nairum, sem ekki má flytja úr landi. Stjómvöld leggja áherslu á, að lánið eigi að greiðast til baka, en hins vegar er alveg ljóst, að fyrir- tækin færu beinustu leið á hausinn yrðu þau krafin um peningana. drægra sem skammdrægra eld- flauga, með öðmm orðum „tvöföldu núlllausnina í framkvæmd um allan heirn". Talsmaður bandarísku sendi- nefndarinnar í Genf sagði í gær, að Sovétmenn hefðu beðið um full- skipaðan fund í dag og er búist við að þá verði þetta nýja tilboð Sovét- stjómarinnar lagt fram. Mikhail Gorbachev Herskipavernd Bandaríkjamanna á Persaflóa: Olíuskipin komust óáreitt inn á flóann Dubai, Nikósíu, Bagdad, Reuter. ÞRJÚ bandarísk herskip með mannaðar byssur fylgdu i gær tveimur olíuskipum frá Kuwait í gegnum Hormuz-sund og inn í Persaflóa án þess, að nokkuð bæri til tíðinda. írakar hafa fall- ist á vopnahlésályktun öryggis- ráðs SÞ og segjast munu fylgja henni svo fremi íranir geri það einnig. íranir hafa vísað ályktun- inni á bug og segjast munu ráðast á skip í flóanum, hverrar þjóðar sem þau séu, i hvert sinn, sem írakar ráðist á iranskt skip eða olíustöðvar. Bob Sims, talsmaður bandaríska vamarmálaráðuneytisins, sagði í gær, að bandarísku herskipin þijú og olíuskipin Bridgeton og Gas Prince hefðu siglt óáreitt um Hormuz-sund og framhjá flug- skeytastöðvum írana. Það eina, sem út af bar, var að ókunn þyrla flaug nærri einu herskipanna og var flug- manninum skipað að koma sér burt og leifturljósi skotið upp því til áréttingar. Reyndust þar vera blaðamenn á ferð. Þótt siglingin um Hormuz-sund hafi gengið vel verða áhafnir herskipanna við öllu búnar þar til komið verður til Kuwa- it á morgun, föstudag. írakar féllust í gær á vopnahlés- ályktun SÞ og kváðust mundu fara eftir henni ef Iranir gerðu það einn- ig. íranir hafa hótað að ráðast á skip á Persaflóa án tillits til þess hvaðan þau séu ef írakar halda áfram árásum á írönsk skip og olíu- stöðvar. Ali Khamenei, forseti írans, sagði í gær, að íranir myndu aldrei samþykkja ályktun SÞ og Ali Akbar Velayati, utanríkisráð- herra landsins, gagnrýndi SÞ fyrir að minnast ekki á, að það vom írak- ar, sem hófu stríðið í september árið 1980.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.