Morgunblaðið - 23.07.1987, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 23.07.1987, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987 -f fUfógti Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, StyrmirGunnarsson. Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, MagnúsFinnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakið. Kosningaúrslit í Portúgal Sextíu og níu ár frá Kötlugosi: Jökulhlaupið á við rem fljótsins og gosmökkuii Urslit þingkosninganna í Portúgal á mánudaginn marka þáttaskil í stjómmálum þar í landi. Flokkur sósíaldemó- krata undir forystu Cavaco Silva í'orsætisráðherra vann yfir- burðasigur, hlaut 50,2% at- kvæða og 146 þingsæti af 250. Þetta er í fyrsta skipti frá því lýðræði komst á í landinu eftir byltingu hersins fyrir 13 árum að einn flokkur fer með meiri- hlutavöld. Nú gefst portúgölsk- um sósíaldemókrötum einstakt tækifæri til að hrinda í fram- kvæmd víðtækum þjóðfélags- breytingum í samræmi við stefnuyfirlýsingar sínar. Eins og fram hefur komið í fréttum hér í blaðinu er nafn flokksins að því leyti villandi, að hann hefur ekki á stefnuskrá sinni hefðbundin mál flestra evr- ópskra sósíaldemókrata, þ.e. vemleg afskipti ríkisins af efna- hags- og atvinnulífi í svokölluðu blönduðu hagkerfí. Flokkur sósí- aldemókrata í Portúgal er þvert á móti flokkur markaðsstefnu og einkaframtaks. Eitt helsta stefnumál hans er sala ríkisfyrir- tækja. í erlendum fréttaskeytum er hann talinn „hægra megin við miðju“ - og í því sambandi má minna á að leiðtogi Alþýðu- flokksins, flokks íslenskra sósíal- demókrata, hefur lýst því yfir að sá flokkur sé „vinstra megin við miðju“. Cavaco Silva, sem er hagfræð- ingur að mennt, hefur verið forsætisráðherra Portúgals frá því í október 1985. í fráfarandi samsteypustjóm hélt hann því fram að forsenda fyrir örri fram- þróun efnahagslífsins væri að einkarekstur fengi að njóta sín. Á kjörtímabili stjómarinnar dró vemlega úr verðbólgu, hagvöxt- ur jókst og viðskiptin við útlönd urðu hagstæðari en áður og er það rakið til stjómarstefnunnar. Athyglisvert er að annar evr- ópskur stjómmálaflokkur vann á dögunum yfírburðasigur í landi sínu með áþekk gmndvallarsjón- armið að leiðarljósi og sósíal- demókratar í Portúgal, þ.e. einkavæðinguna svonefndu. Það er íhaldsflokkurinn á Bretlandi. Um það er tæpast deilt að ein höfuðástæðan fyrir sigri hans var að fjölmennur hópur kjós- enda hafði öðlast skilning á gildi þeirrar stefnu flokksins, að selja ríkisfyrirtæki og gefa almenn- ingi kost á að kaupa hlu'tabréfín í fjárfestingarskyni eða til að selja þau á ný á frjálsum mark- aði. Þetta fólk óttaðist - og líklega með réttu - að Verka- mannaflokkurinn eyðilegði þennan markað og þessa mögu- leika til arðsköpunar. Sú spuming er áleitin, hvort Sjálfstæðisflokkurinn á íslandi geti ekki dregið lærdóma af reynslu breska íhaldsflokksins og flokks portúgalskra sósíal- demókrata. Svo virðist sem þar gæti feimni og tregðu við að gera myndarlegt átak til að skapa hér fijálsara markaðs- þjóðfélag en nú er við lýði. Enn búum við við allt of miklar höml- ur á fjármagnsmarkaðnum og í atvinnulífínu og allt of algengt er að ríkið sé að vafstra í at- vinnurekstri og þjónustu sem betur á heima í höndum einstakl- inga. Öll emm við sammála um að hér þurfí að vera við lýði öflugt velferðarkerfi kostað af sameiginlegum sjóðum lands- manna. En sá rekstur er dýr og frekari aukningu hans verða settar skorður ef ekki kemur til aukin framleiðsla þjóðarinnar. Og það hefur hvarvetna sýnt sig að þar sem einstaklingamir njóta frelsis til athafna, þar er hagvöxtur örastur og lífskjör best. Við eigum að efla einka- framtakið á Islandi og leyfa markaðnum að starfa með eins litlum opinbemm afskiptum og kostur er á í því skyni að efla og treysta velferðar- og menn- ingarríki hér á landi. Kjósendur í Portúgal og á Bretlandi, og raunar miklu víðar, hafa gert sér grein fyrir því að þetta er leiðin til hagsældar. Er ekki tími til kominn að kjósendur og stjórn- málaforingjár á Islandi átti sig einnig á þessum sannindum? Lofsverð viðbrögð að var rétt ákvörðun hjá Almannavömum ríkisins að loka veginum um Mýrdalssand síðdegis á þriðjudag, þegar jarð- hræringar á svæðinu og fregnir um gufustróka frá Mýrdalsjökli bentu til þess að Kötlugos gæti verið í vændum. Sem betur fer reyndist gos ekki hafíð en enn mælist nokkur skjálftavirkni í grennd við jökulinn. Vegurinn yfir sandinn hefur verið opnaður að nýju en Almannavamir em í viðbragðsstöðu, enda er allur varinn góður. Við vitum að Katla kemur,. fyrr eða síðar, og þegar þær hamfarir verða er naumast nokkmm manni líft á Mýrdals- sandi. Almannavamir eiga því lof skilið fyrir árvekni sína. VIÐBRÖGÐ Almannavarna vegna jarðhræringa í Mýrdals- jökli á þriðjudag minntu á að Kötlugos getur skollið á fyrir- varalaust. Enginn treystir sér til að segja hvort gos sé líklegra nú en endranær þó lengra hlé hafi orðið á eldsumbrotum en nokkru sinni frá árinu 1580. Katla hefúr sennilega gosið 17 sinnum frá því að land byggðist, eða að meðaltali tvisvar sinnum á öld og er því í hópi virkust eldstöðva Islands. Aðeins Grímsvötnin eru talin hafa gosið oftar frá landnámi. Síðasta stað- festa gosið í Kötlu hófst 12. október árið 1918, fyrir 69 árum. Eftir gjóskugosið 1755-1756 liðu rúm 67 ár þar til hún lét aftur á sér kræla. Katla er talin stytting skaft- fellska nafnsins Kötlugjá. Eldstöðin er austarlega undir hjarnsléttunni upp af Höfðabrekkujökli. í grein Sigurðar Þórarinssonar í Arbók Ferðafélags íslands árið 1975, sem hér verður vitnað til, segir að lands- lag á miðsvæði Mýrdalsjökuls beri með sér að ísinn þekji þar mikla öskju. Flatarmál hennar gæti verið allt að 80 ferkílómetrar. I austan- verðum öskjuveggnum er skarð sem Höfðabrekkujökull fellur úr. Þau Kötlugos sem vitneskja er um hafa hagað sér mjög svipað. Undanfari sýnilegra umbrota eru snarpar jarðhræringar. Fólk í Mýr- dal verður þeirra vart allt að átta klukkustundum áður en gosið kem- ur upp. Jarðskjálfamælar voru ekki komnir upp í síðasta gosi, þannig að jarðfræðingar vita ekki hversu snemma jarðhræringanna verður vart á mælitækjum. Gjóskufall er venjulega mest fyrsta sólahringinn. Gosmökknum, sem talinn er hafa náð 20 kíló- metra hæð árið 1918, fylgja skruggur og eldingar. í gosinu 1755 urðu eldingar tveimur mönnum í Svínadal í Skaftártungu að bana, Jóni Þorlákssyni hreppstjóra og ónafngroindri konu. Sigorður segir að þegar vart verði við gosmökkinn fyrir ofan jök- ulinn sé stutt í að hlaup bijótist fram Mýrdalssand undan Höfða- brekkujökli. Stundum rennur vatnið að talsverðu leyti ofan á jöklinum. Frá brún hans tekur það um klukkutíma fyrir hlaupið að berast til sjávar. Jökulhlaupið nær hám- arki á fyrstu klukkustundunum og varir að jafnaði minna en sólar- hring. Gos er menn þekkja til hafa varað frá hálfum upp í fimm mán- uði samfleytt. Jökulhlaupið jafnt rennsli Amazon í Skeiðarárhlaupum rennur fram bræðsluvatn sem safnast hefur fyr- ir í þró fyrir öfan Grímsvötn. Talið er að í Kötluhlaupum renni hinsveg- ar fram vatn sem viðkomandi gos hefur brætt. Því er heildarvatns- magpiið í Kötluhlaupum mun minna en í stærstu Skeiðarárhlaupum en hámarksrennslið getur jafnvel orðið 5 sinnum meira en í stærstu hlaup- um Skeiðarár. Telur Sigurður að Kötlulaup nái örugglega 100.000 rúmmetra rennsli á sekúndu og fari jafnvel upp í 200.000 m 8 /sek. Þetta er jafnt rennsli Amazon- fljótsins, mestu ár jarðar. Hámarks- rennsli Skeiðarárhlaupa fer ekki yfír 40.000 m 8 /sek. Hlaupin fleyta fram tugmilljón- um rúmmetra af gjósku. Frá landnámi er landauki á Mýrdalss- andi af þessum sökum talinn meiri en 40 ferkflómetrar. Þau bijóta einnig jökulraðarinn og mynda langar og djúpar gjár. Hlaupin bera kynstur af ís fram sandinn. í lýsing- um sjónarvotta er talað um að ísjakar hafi orðið botnfastir þar sem áður var 100 metra dýpi. í hlaupinu árið 1721 varð heimilisfólk á Höfða- brekku að ganga á Hákolla fyrir ofan bæinn til þess að sjá til Hjör- leifshöfða. Það bendir til þess að vatns og jakaflaumurinn milli fjalls- ins og höfðans hafi verið meira en 200 m djúpur. Kenning Guttorms Sigbjamason- ar jarðfræðings er að Katla og Askja séu nánast hliðstæður. Breskur eldfjallafræðingur G. R. Robson hélt því fram um miðja öld- ina að efnasamsetning Eldgjár- hrauna og Kötlugjósku væri svo lík að Katla gæti verið suðurendi Eldgjárinnar. Þetta er stutt þeirri vitneskju að sprungukeðja Eldgjár teygir sig langt undir Mýrdalsjökul. Katla er talinn til megineldstöðva sem gjósa ísúr eða basísk gosefni úr kvikuþróm grunnt í jarðskorp- unni. Sigurður bendir á að í ljósi kenningar Robson gæti Katla verið útkulnuð megineldstöð sem skorist hefði í sundur af djúpstæðum sprungum er tilheyri Eldgjárkerf- inu. Væri ekki jökull yfir Kötlu, yrðu gos hennar að líkindum flæðigos. Hefði svo verið frá því að ísöld leið væri Katla búin að hlaða upp mynd- arlegri dyngju, tvisvar til þrisvar sinnum meiri að rúmmáli en Skjald- breið að mati Sigurðar. ísþekjan og bræðsluvatn hafa séð til þess að úr eldsumbrotunum verður sprengi og þeytigos sem dreifa gjósku. Þetta bendir eindregið til þess að yfir Kötlusvæðinu hafi leg- ið jökull í 8-10.000 ár. I frásögn Sigurðar af fyrsta „skráða“ gosinu í Kötlu, um árið 930, segir hann að margt bendi til þess að stórhlaup úr Sólheimajökli hafí myndað Skógasand. í Land- námabók segir frá deilum Þrasa í Eystri-Skógum og Loðmundar í Loðmundarhvammi, eða Sólheim- um, er þeir beittu fjölkynngi til þess að veita vatnahlaupi hvor frá sér til hins. Haukur lögmaður ritar að „í þeim vatnagangi varð til Sól- Hver hefði spáð því að Fregnir af lokum gossins og ftáði í álfunni féllu í skugga sóttarinnar KÖTLUGOSIÐ árið 1918 var helsta fréttaefiii Morgun- blaðsins á þeim tíma. Öll heimsbyggðin fylgdist þá af athygli með friðarviðræðum hinna stríðandi aðila í Evrópu. Fregnir af þessum atburðum áttu þó eftir að falla í skugg- an af hörmungum spönsku veikinnar. Þegar heimstyij- öldinni og Kötlugosinu lauk í sömu vikunni urðu fáir til að fagna. Blaðið greindi frá Kötlugosinu árið 1918 morguninn eftir að það hófst, sunnudaginn 13. október. í fréttinni segir að menn í Vík í Mýrdal hafí orðið varir við jarð- skjálftakippi kl. 13.00 og þeir staðið í stutta stund. Skömmu síðar sáust miklir mekkir yfir fjallinu Hettu, en öskufall var ekki byijað þegar fréttin er skrif- uð. „Vér náðum tali af símastöð- inni f Vík kl. 6V2 í gærkvöldi. Er mönnum órótt innanbijósts sem vonlegt er og þó munu þeir ver staddir sem heima eiga austur á söndum milli vatna þeirra sem ófær eru orðin vegna flóðsins ... Síðan byggðin kom þar á sjávar- bakkanum hefír aldrei komið gos, svo sennilegt er að Víkurbúar sofí ekki fast næstu nætur,“ seg- ir á forsíðu blaðsins. Skömmu eftir að gosið byijað sást reyk og gufumökkurinn úr höfuðborginni og bar hann hátt við himinn. Þegar dimma tók sáust eldglæringar og eldstrókar í mökknum. „Mátti svo að orði kveða, að alt austurloftið hafi sýnzt sem eitt eldhaf, þegar dimmt var orðið. Vitum vér þess engin dæmi, að nokkurt eidgos hafí sézt svo giögglega héðan úr bænum, og má því draga af því þá ályktun að þetta sé eitthvert hið mesta gos, er sögur fara af. Símasamband við Vík var slitið í gærkvöldi, vegna þess að stór- hættulegt var að nota símalínuna sökum þess, hvað loftið var þrungið af rafmagni." Daginn eftir greinir blaðamað- ur frá því að borgarbúar hafi safnast saman á Skólavörðuholti til þess að fylgjast með eldglær- irigunum í gosmekkinum í austri. „Voru menn þögulir, eða töluðu saman í hálfum hljóðum og má

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.