Morgunblaðið - 23.07.1987, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987
Morgunblaöi/BS
Bassaleikari og helsti textahöf-
undur Skriðjöklanna.
Morgunblaðið/BS
Rythmagítarleikarinn var í
skugga mest allt kvöldi þó hann
hafi iðulega óskað eftir sínum
skerf af sviðsljósinu. Það aftraði
honum þó ekki að sýna mikil til-
þrif í söng þá er hann lagði frá
sér gítarinn.
Islenskur blús
Blúsáhugamönnum víða um
heim vex nú óðast fiskur um
hrygg og svo virðist sem í upp-
siglingu sé enn ein blúsvakn-
ingin. Þessa verður vart á
íslandi ekki síður en annars-
staðar og í dag kemur út fyrsta
islenska blúsplatan.
Það er hljómsveitin Centaur
sem gefu plötuna út, en hún ber
heitið Blús djamm. Centaur hefur
að vísu yfirleitt verið álitin þunga-
rokksveit, en sveitarmenn hafa
þó lengi verið að fást við blúsinn.
Lögin sem á plötunni eru eru öll
eftir hina og þessa blúsmenn og
sér maður nöfn á við Sonny Boy
Williamson, Willie Dixon, Chester
„Howling Wolf“ Burnett og Jimi
Hendrix, auk minni spámanna á
við Stevie Winwood og John May-
all. Flutningur er allur með besta
móti og sýnir hljóðfæraleikur og
allar útsetningar að Centaurmenn
gjörþekkja það sem þeir eru að
spila.
Það er enginn hægðarleikur að
spila blús svo mark sé á takandi,
þó um sé að ræða hvítan blús, en
þeir Centaur félagar komast vel
frá sínu. Ekki finnst mér þeir t.d.
standa að baki Blues Band Paul
Jones, svo dæmi sé tekið um
hvítan blús. Hljóðblöndun er einn-
ig góð, og ánægjulegt að heyra
að til eru hljóðstjórar sem átta
sig á að ekki er hægt að setja
samasemmerki á milli blús og
rokks.
Það er erfitt að fara að tala
um að eitthvað eitt lag sé betra
en annað, en ekki veit ég hvort
nokkum hafi grunað hversu góð
útkoman yrði, þegar upp er staðið.
Ekki er úr vegi að segja frá
því að platan er tekin upp á tveim-
ur dögum; 16 lög á fimmtán
tímum.
Centaur ætlar að halda blústón-
leika á Borginni í kvöld og er
ekki nema sjálfsagt að benda fólki
á að fara og heyra góðan rokkað-
an blús.
Tónleikar á
fímmtudegi
Lifandi tónlist á höfnðborgar-
svæðinu er með miklum blóma
um þessar mundir og nú í kvöld
verða þrennir tónleikar á þremur
veitingahúsum.
Tónleikamir em allir haldnir til
þess meðal annars að kynna nýút-
komnar plötur/kassettur.
Á Borginni ætlar Centaur að
kynna plötu sína Blús jamm með
tónleikum þar sem eingöngu verður
á boðstólum blús.
í Duus húsi kveður við annan
tón, en þar koma fram þijár hljóm-
sveitir úr „neðanjarðargeiranum“,
Muzzolini, Daisy Hill Puppy Farm
og S/H draumur. Tónleikamir em
haldnir til að kynna kassettuna
Snarl sem út kom fyrir skömmu.
í Evrópu em síðan Greifamir að
kynna nýútkomna tóftommu sína,
Sviðsmynd, og spila einnig eldra
efni svo og nýrra.
Blús djamm
Skriðjöklar
í kaupstaðarferð
Akureyrska hljómsveitin
Skriðjöklar brá sér í ferð í spill-
inguna í siðustu viku til að vekja
athygli á nýjustu plötu sinni, Er
Indriði mikið erlendis.
Skriðjöklamir héldu tónleika
Hótel Borg til kynningar á plötunni
og léku síðan í beinni útsendingu
rásar 2 daginn eftir. Umsjónarmað-
ur rokksíðunnar náði tali af jöklun-
um eftir rásartónleikana og spurði
þá um hljómsveitina.
Hvað eru Skriðjöklar?
Skemmtilegasta hljómsveit á ís-
landi og þótt víðar væri leitað.
Reyndar skemmtilegasta hljómsveit
í Norðurálfu.
Er þetta bara sprell hjá ykkur
eða er einhver alvara á bak við
allt saman?
Þetta byijaði allt sem sprell en
það er sjálfsagt einhver alvara kom-
in í spilið. Sprellið er samt alltaf í
fyrirrúmi, enda vömmerki okkar.
Tónlistin er samt ekkert til að
skammast sín fyrir, en flestir menn
í hljómsveitinni em mikið gefnir
fyrir að láta taka eftir sér.
Eru Skriðjöklar bara sumar-
hljómsveit?
Aðal vertíðin er náttúmlega yfir
sumarið, en við emm í raun í gangi
allt árið og spilum oft á vetmna.
Það er þá aðallega þegar við emm
að verða vitlausir á símhringingum
að við látum undan. í vetur höfum
Morgunblaði/BS
Söngvari Skriöjöklanna var lipur
á sviði.
Skriðjöklar á sviðinu í Hótel Borg.
Morgunblaðið/BS
Reykjavík og er um leið ódýrasta
hljóðver á landinu. Þetta er því
ekki bara gott fyrir hljómsveitir á
Norðurlandi, heldur allstaðar af
landinu.
Má þá ekki fara að búast við
meiri útgáfii af ykkar hálfii?
Það kemur önnur plata frá okkur
fyrir jólin, en ekki er enn vitað
hversu stór sú plata verður. Síðan
lofum við tveimur plötum á ári hér
eftir.
Einhver lokaorð?
Við viljum beina þeim orðum til
hljómsveita, sem nú em að stíga
sín fystu skref á frægðarbrautinnim
að ekki er sopið kálið þó í ausuna
sé komið.
Við þetta er svosem engu að
bæta öðm en að greina eitthvað frá
tonleikum Skriðjöklanna á Hótel
Borg. Þar gekk mikið á á sviðinu
í tónlist og látbragði, og áhorfend-
ur, sem vom óvenju margir á
fimmtudagskvöldi, kunnu vel að
meta sprellið og tónlistina. Víst er
að það þarf meira en lítið úthald
og hugmyndaflug til að halda slíku
sprelli samfleytt heilt kvöld og er
varla nema furða þó þreklausir öf-
undarmenn hafi tíðum haldið því
fram að orkan væri fengin af flösk-
um.
við spilað meira en oft áður og þá
iíka til að borga hljóðver sem við
vomm að koma upp á Akureyri.
Er það ekki eina hljóðverið á
Norðurlandi?
Að minnsta kosti eina hljóðver
sem stendur jafhfætis hljóðvemm í
Morgunblaði/BS
Dansari hljómsveitarinnar setti
sinn svip á það sem fram fór.
AfPlötum
íslensk plötuútgáfa lætur
ekki deigan síga, og enn berast
fregnir af nýjum plötum.
Þegar hafa fleiri plötur komið
út en enn hafa verið kynntar hér
á rokksíðunni, en að því kemur.
Á síðunni er sagt frá plötum
Skriðjökla og Centaur, en í næstu
viku kemur út Qögurra laga plata
með Foringjunum. Á lokastigi er
tveggja laga tólftomma með
Bubba Morthens og einnig er stutt
í plötu Guðjóns Guðmundssonar,
sem kunnugir segja koma
skemmtilega á óvart. Sykurmola-
platan kemur sennilega út um
miðjan næsta mánuð og það
spurðist út að jafnvel mætti búast
við plötu frá Sogblettum. í haust
koma síðan plötur með Rauðum
flötum og Grafík og er nær dreg-
ur jólum má búast við plötum frá
S/H draumi, Bubba Morthens,
Skriðjöklum, Greifunum, og jafn-
vel E-X.
Morgunblaðið/Bjami
Marga er farið að lengja eftir
Sykurmolaplötunni, sem loks
virðist vera væntanleg. Hér
sést Einar Örn í Óperunni.