Morgunblaðið - 23.07.1987, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987
39
ValgerðurK. Eiríks
dóttir - Minning
Fædd 8. nóvember 1922
Dáin 16. júlí 1987
Við andlát frænku minnar reikar
hugurinn til bemskuáranna á Suð-
umesjum, er við frændur, Ámi
Vilberg, bróðir hennar, og ég, könn-
uðum rækilega nærliggjandi hraun,
flæðarmál og enn síðar bryggjur
og báta. En móðir þeirra systkina,
Jódís Ámadóttir, var systir Ágústu
móður minnar. Og heimkynni
beggja jafnan nálæg og umhyggjan
fyrir okkur leikbræðmm með þeim
hætti, að tæpast varð aðgreint á
stundum hvor væri móðir hvors.
Svo verður það til tíðinda, að
Ámi fer að aka lítilli systur í kerru
— dóttur Jódísar og Eiríks Tómas-
sonar á Jámgerðarstöðum í Grinda-
vík. Og ég fæ líka að aka þessari
frænku minni, sem kölluð var
Sjana, en síðar á ævinni Vallý.
Hvorki var þá malbiki né gangstétt
fyrir að fara í Keflavík, svo að kerr-
an með litlu stúlkuna komst ýmist
í kynni við fjörukletta og klappir
eða hafnaði niðri í uppskipunarbáti
við bryggju — ef sá gállinn var á
sjómannsefninu, frænda mínum, að
leysa landfestar og ýta frá.
Slíku uppátæki var að vonum
fálega tekið af mæðrum vorum, en
fyrirgefið eftir hæfílegan skammt
af umvöndun og áminningu. Svo
að Ámi gat ýtt frá bryggju á nýjan
leik. Og litla stúlkan brosað við
sólinni úr kerrunni um borð. Ellegar
kinkað lokkaprúðum kolli af ánægju
einsog blóm í vorgolunni.
Árum síðar flyzt Jódís með böm
sín, Áma og Vallý, til Reykjavíkur,
í Þverholt 18. En þar annast hún
einnig bróður sinn, Sigurð mál-
lausa, og elur upp sonarson sinn,
Jóhann Vilberg Ámason, til mann-
dómsára. Hann lézt í bflslysi 1970,
en móðir hans, Jóhanna Halldórs-
dóttir, hafði látist af bamsförum
1942.
Vallý elst upp í íjölskyldufaðmi
móður sinnar, lýkur námi í Austur-
bæjarskóla og æskuárin blasa við,
björt og eftirvæntingarfull.
En skyndilega dregur ský fyrir
sólu. Og við tekur langvarandi dvöl
á Vífilsstöðum og enn síðar á
Reykjalundi. Telst svo til, að síðari
helmingur æviára hennar hafí verið
bundinn nefndum stöðum — þó að
hlé yrðu á, er heilsan leyfði henni
að búa um skeið með móður sinni,
síðast í Austurbrún 6 hér í borg.
En eftir að Jódís varð að fara á
elliheimili og andaðist þar í hárri
elli 1976 — átti Vallý ávallt athvarf
á Rauðalæk 32, hjá Áma og Jónínu
Magnúsdóttur, síðari konu hans.
Bám þau góðu hjón og böm þeirra,
Svandís og Gylfí, mikla umhyggju
fyrir Vallý. Og voru henni í hvívetna
sannir og traustir vinir til æviloka.
Allt hefur haft sinn tíma, frá því
að við leikbræður könnuðum veröld-
ina umhverfis ásamt lítilli stúlku í
kerru.
Og Ámi átt ófáa ævidaga, sem
„geisluðu döpmm stöfum", en jafn-
an tekið þeim með karlmannlegri
hógværð.
Og lítilli stúlku, er brosti sem
blóm á vori, var hvergi hlíft við
þjáningu og þraut á dimmum dægr-
um.
Álengdar hef ég því — oftar en
ekki — undrast þann sálarstyrk og
þá lífsgleði, sem henni var gefín.
Hinztu bón minnar elskulegu
frænku, að ég skrifaði eitthvað fal-
legt — varð ekki neitað, þótt ljóst
sé af framansögðu, hve dapurlega
hefur til tekizt.
En að leiðarlokum og þrátt fyrir
allt og ofar öllu, þá vaka minningar
í þakklátum huga um glaðar og
hjartahlýjar samvemstundir frjöl-
skyldna okkar.
Og lifa áfram með okkur frænd-
um, sem eigum ennþá ókannaðan
himinblámann. Kristinn Reyr
í dag fer fram frá Laugames-
kirkju útför mágkonu minnar,
Valgerðar Kristjönu Eiríksdóttur,
Reylqalundi.
Það var um bjarta júlínótt, sem
hún fór sína hinstu för, þá ferð, sem
enginn getur vikist undan að fara,
sem fæðist í þennan heim. Nú er
hún vonandi fleyg sem fuglinn og
getur ferðast vítt um geim. Laus
við allar þjáningar þessa jarðneska
lífs, sem hún fékk svo sannarlega
að reyna í ríkum mæli. En alltaf
em nú skin og skúrir í lífí hvers
manns.
Vallý, eins og hún var ætíð köll-
uð, var ákaflega félagslynd og átti
gott með að umgangast fólk. Enda
átti hún marga góða vini, sem hún
eignaðist á lífsleiðinni, bæði á
yífilsstöðum, Reykjalundi og víðar.
Eg dáðist oft að því hvað hún gat
miðlað öðmm sem vom einmana í
sínum veikindum. Hún settist hjá
þeim og spjallaði og reyndi að slá
á létta strengi og hlæja.
Ég kynntist Vallý fýrir 40 ámm
er ég giftist bróður hennar, Ama
Vilberg. Síðan höfum við verið góð-
ar vinkonur og hefur aldrei fallið
skuggi þar á. Hún var alltaf aufúsu-
gestur á okkar heimili, svo góð við
bömin okkar og bamaböm.
Þessar fátæklegu línur eiga að
vera til að koma á framfæri síðustu
bóninni sem hún bað mig um í þessu
lífi. Hún var sú að færa læknum
og hjúkmnarfólki á Reylq'alundi og
Vífílstöðum innilegar kveðjur og
þakklæti. Einnig alveg sérstakar
kveðjur til allra þeirra sem unnu
með henni á símanum. Það var
henni viss lífsfylling þegar hún fann
að hún gat unnið á skiptiborðinu
og stundimar í litla símaklefanum
vom henni óborganlegar. Þá vom
innilegar þakkir til allra vinanna í
Hamrahlíð 17 — Blindraheimilinu.
Þar átti hún oft glaða stund. Einn-
ig kveðja til systranna í Espigerði
14, og vonaðist hún til þess að verða
þess megnug í næsta lífí að launa
það sem þær gerðu fyrir hana í
þessu lífí.
Veri Vallý að lokum kært kvödd
af mér og minni fjölskyldu.
Guð blessi hana.
Nína mágkona
Þormóður Guðmunds
son — Minningarorð
Fæddur 23. febrúar 1925
Dáinn 17. júlí 1987
Þormóður Guðmundsson fæddur
23. febrúar 1925, lést þann 17.
júlí sl. 62 ára að aldri. Þormóður
var fæddur á Patreksfirði og vom
foreldrar hans Anna Helgadóttir og
Guðmundur Þórðarson. Þormóður
bjó mestan hluta ævi sinnar á Pat-
reksfirði og starfaði þá helst við
sjómennsku, flytur síðan til
Reykjavíkur. Þann 22. nóvember
1952 gengur hann að eiga Valgerði
Jónsdóttur sem reyndist honum
góður fömnautur til hinsta dags.
Þau eignuðust þijú böm, Bergþór,
Hrönn og Frey.
Fljótlega eftir að hann kemur til
Reykjavíkur ásamt fyölskyldu,
ræðst hann í vinnu hjá Stillingu
hf., þá nýlega stofnað. Fyrstu árin
var hann ekki fastráðinn vegna
þess að sjórinn freistaði hans.
Árið 1940 um haustið fer ég sem
lærlingur til Ó. Jóhannesson & Co.
á Patreksfírði í vélsmiðju þá 16 ára
gamall. Mér er komið fyrir hjá
Guðmundi, föður Þormóðs og fjöl-
skyldu. Þau tóku mér með svo
miklum innileik og hlýju að ég hef
búið að því síðan. Anna, móðir Þor-
móðs, var þá dáin og hélt Guðmund-
ur heimili fyrir bömin, sem vom
mörg, þau elstu þó uppkomin, og
bætti mér við hópinn. Guðmundur
átti þijár dætur og aðstoðuðu þær
vel.
Þegar ég kom vestur sá yngsta
dóttirin, Freyja, um heimilishaldið,
þá ung stúlka. Þar og þá kynntist
ég Þormóði, sem var 15 ára. Það
sem réði þama var að Anna, móðir
Þormóðs, og móðir mín vom systur
og ættarböndin sterk. Við Þormóð-
ur höfum starfað saman um árabil
og það er á engan hallað þegar ég
segi að ég hefi ekki starfað með
betri manni. Þar vantaði ekki neitt.
Hann var trúr og samviskusamur
og með afbrigðum geðprúður mað-
ur, þó vissi ég að undir niðri leyndist
skap. En hann kunni að stjórna því.
Það er gott að eiga samleið með
góðum sjómanni. Hann kann að
beita seglum. Hann er glöggur á
boða og sker og þekkir miðin.
Ég þakka Þormóði fyrir sigling-
una. Þar var hvorki siglt á boða
né steitt á skeri.
Guð blessi hann og hans fólk
Bjarni Júlíusson
Það er þungbær reynsla að sjá á
eftir slíkum félaga sem Þormóður
Guðmundsson var. Hannn var að
lundarfari ekki aðsópsmikill maður;
kvaddi sér ekki hljóðs með upphróp-
unum eða gífuryrðum, en hafði
sínar skoðanir og setti þær fram
yfirvegað og af festu. Hann gekk
til verks að morgni án alls atgangs
en vann af dugnaði og hyggindum.
Verklagið og samviskusemin voru
honum í blóð borin. Það var því
góður skóli fyrir unga menn að
njóta leiðsagnar Þormóðs. Geðprýði
hans og þolinmæði sáu til þess að
ungar hendur lærðu vel til verka.
Eiga nokkrir okkar er kynntumst
Þormóði börn að aldri ljúfar æsku-
minningar frá skiptum þeim og
honum ævarandi skuld að gjalda
fyrir föðurlega umhyggju hans og
hlýju.
Það var sárt að fylgjast með við-
ureign Þormóðs við sjúkdóm þann
er að lokum lagði hann að velli.
Hann stóð meðan stætt var og bet-
ur en það gerir enginn.
Við þökkum Þormóði Guðmunds-
syni samveruna og sendum fjöl-
skyldu hans okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Starfsmenn Stillingar hf.
Lokað
Stilling hf. verður lokuð í dag, 23. júlí 1987, til kl. 14.30
vegna jarðarfarar ÞORMÓÐS GUÐMUNDSSONAR.
Stilling hf.,
__________ Skeifunni 11.
t Elskuleg dóttir okkar og systir, SVAVA KRISTJANA RAGNARSDÓTTIR, andaðist í Landspítalanum 21. júlí 1987. Kristin Hauksdóttir, Ragnar Lövdal, Gunnar Björgvin Ragnarsson.
Móðir mín, BERGÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR, frá Seyðisfirði, andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund þann 21. júlí. Fyrir hönd aðstandenda, Nfna Jónsdóttir.
Hjartkær faðir minn og afi, ÞORKELL L. INGVARSSON fyrrverandi stórkaupmaður, Daibraut 27, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn 24. júlí kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Landssamtök hjartasjúklinga. Árni Þorkeisson, Svava Árnadóttir, Hjálmur Nordal.
Elskuleg systir mín, "t" LAUFEY ÁRÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 12. þessa mánaðar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegt þakklæti til Grundar, lækna og alls starfsfólks, guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Guðmundsdóttir.
Útför GUÐBJÖRNS GUÐBJÖRNSSONAR, sem andaðist á Vistheimilinu Viðinesi laugardaginn 18. júli, verð- ur gerð frá Fossvogskapellu mánudaginn 27. júlí kl. 10.30. Jón Vigfússon.
t Eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir, GUÐMUNDUR ÓLI ÓLASON prentari, Hraunbæ 112, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju föstudaginn 24. júlí kl. 13.30. Sigrföur Snorradóttir, Brynja Guðmundsdóttir, Dröfn Guðmundsdóttir, Málfrfður Guðmundsdóttir og systkini.
t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaöir og afi, PÉTUR PÉTURSSON, Engjavegi 49, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju föstudaginn 24. júlí kl. 13.00. Þeir sem vilja minnast hans eru vinsamlegast beðnir að láta Krabbameinsfélag íslands njóta þess. Ingibjörg Kjartansdóttir, Guðbjörg Pétursdóttir, Bæring Ólafsson, Sævar Pétursson, Þóra Björg Þórhallsdóttir,. Árni Pétursson, Ellen Fargas og barnabörn.
t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför fósturbróöur og bróður okkar, SVEINBJÖRNS MAGNÚSSONAR frá Skuld. Megi guð og gæfan fylgja ykkur. Stefanía Elfsdóttir, Sigrfður Ketilsdóttir, Jón Magnússon.
t Hugheilar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, ÞORSTEINS FRIÐÞJÓFSSONAR, Bölum 4, Patreksfirði. Kristfn F. Jónsdóttir, Ásdís Þorsteinsdóttir, Guðjón Jónsson, Friðþjófur Þorsteinsson, Halla Hafliðadóttir, Reynir Þorsteinsson, Þorsteinn R. Óiafsson og barnabörn.