Morgunblaðið - 14.08.1987, Page 11

Morgunblaðið - 14.08.1987, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDÁGUR 14. ÁGÚST 1987 Frelsi og sijórnarskrá Békmenntir Guðmundur Heiðar Frímannsson í SJÁLFHELDU sérhagsmun- anna: Milton Friedman, stofnun Jóns Þorlákssonar, 1985. Það er ýmsum enn í fersku minni, er Milton Friedman kom til íslans á haustdögum 1984. Það fór ekki fram hjá neinum, sem á hlýddi, að hann var fyrsta flokks fræðimað- ur og snjall í rökræðu. Honum tekst yfirleitt að koma skoðunum sínum skilmerkilega til áheyrenda og hreyfir þá gjaman við þeim. Þessi hæfileiki er ekki mörgum gefinn og er sérstaklega skemmtilegur, þegar skoðanimar, sem haldið er fram, em óvenjulegar og ganga gegn viðtekinni venju. Jónas Har- alz, bankastjóri, segir í inngangi þessarar bókar, að hér hafi verið „á ferðinni mikilhæfur maður, sem hafði athyglisverðar og að sumu leyti nýstárlegar skoðanir". Ég hygg, að jafnvel sumir ákafír and- stæðingar Friedmans ættu að geta fallizt á þetta. í þessari litlu bók er fyrirlestur, sem Friedman hélt á hádegisverðar- fundi í Reykjavík 1. september 1984 og umræður, sem urðu í kjölfar hans á fundinum, spumingar frétta- manna til hans og umsagnir þriggja manna um fyrirlestur Friedmans. Allt er þetta efni prýðilega læsilegt og fróðlegt fyrir alla, sem hafa gaman af stjómmálum og reyndar hugmyndum um mannlegt félag. Það er ótrúlega víða komið við í ekki lengra máli. í fyrirlestri sínum leiðir Milton Friedman rök að þeirri skóðun sinni, að nauðsynlegt sé að takmarka vald stjómmálamanna í vestrænum lýðræðisríkjum með stjómarskrá. Það virðist raunar svo, að hann vilji halda þessari skoðun sinni fram um öil mannleg samfélög, en það þarf ekki mikla umhugsun til að sjá, að hún á fyrst og fremst við um vestræn samfélög. Rökin fyrir því að takmarka beri vald stjóm- málamanna eru fyrst og fremst þau, að eðli stjómmála er þannig, að stjómmálamenn hneigjast til verka, sem þjóna fyrst og fremst sérhagsmunum en ekki almanna- heill. Ástæðan til þessa er sú, að fæstum ef nokkmm þykir taka því að beijast fyrir almannaheill, en sumir hafa ríkar ástæður að veija sérhagsmuni. Það er einnig þing- mönnum í hag að fullnægja þörfum umbjóðenda sinna. Ráðið gegn þessum galla þingræðisins telur Friedman vera að setja stjómar- skrá, sem takmarkar vald þingsins. Ég held, að það sé rétt, sem Jón- as Haralz segir í inngangi að „við venjulegar aðstæður á vomm dög- um sé ofurmannlegt af stjómlaga- þingi að taka ákvörðun um að takmarka vald lýðræðiskjörinna fulltrúa". Mér virðist tillagan vera óraunsæ í ljósi mannlegs eðlis og sögu. Hvert samfélag er sérstök söguleg skepna, sem krefst þess, að tillit sé tekið til sérstakra að- stæðna í því. Það er því vafamál að setja fram allsheijarlausn, jafn- vel fyrir vestræn lýðræðisríki hvað þá önnur. Sérstakar íslenzkar að- stæður gera það til dæmis vafasamt að setja það í íslenzka stjómarskrá að ekki sé heimilt að halli verði á ijárlögum. En ég held, að það sé líka ástæða til að huga að öðmm rökum gegn þessari tillögu. Er vandinn, sem Friedman lýsir, sá, sem hann segir hann vera? Og sé honum réttilega lýst, er hann jafn- alvarlegur og Friedman telur? Hér er ekki ætlunin að fjalla um þessar spumingar, en það er þó rétt að benda á þær, lesendum til um- hugsunar. Spumingamar, sem fylgdu fyrir- lestrinum, em ekki síður fróðlegar en fyrirlesturinn sjálfur. Þar er vik- ið að ýmsu, sem er óviðkomandi fyrirlestrinum sjálfum. Spumingar fréttamanna til Friedmans em skemmtilegar. í lokin em þijár stuttar ritgerðir eftir dr. Ámór Hannibalsson, Helga Skúla Kjart- ansson og dr. Sigurð B. Stefánsson. Sigurður fjallar sérstaklega um, að skynsamlegt og hagkvæmt sé fyrir Islendinga að hafa eigin gjaldmiðil og hefur margt til síns máls. Helgi Skúli ber Friedman saman við Mill og að sá síðamefndi hafí fyrst og fremst haft áhyggjur af ofríki meirihlutans en sá fyrmefndi af ofríki minnihlutahópa. Mér virðist í fljótu bragði þessi samanburður ekki rista mjög djúpt, því að Mill var fyrst og fremst að hugsa um að einstaklingar ræktuðu eðliskosti sína óháðir ríkjandi siðum og venj- um, þegar hann talar um ofríki meirihlutans. Friedman er að tala um allt annan hlut, þótt í báðum tilvikum þröngvi einn hópur manna markmiðum sínum upp á annan. Mér er ekki alveg ljóst, hvað Amór er að fara í sinni ritgerð; hann virð- ist helzt vera að andmæla Friedman í anda Hegels. Fijálshyggja er, að mér skilst, ekki mikið í tízku í stjómmálum og stjómmálaumræðum á íslandi þessi misserin. Því hefur jafnvel heyrzt fleygt, að niðurstöður kosninganna nú í vor hafi mátt skilja svo, að íslenzkur almenningur hafnaði fijálshyggju. Það er skrýtin túlkun á þeim niðurstöðum, því mér er ekki kunnugt um að hún hafí verið í framboði. Þessi skilningur byggist á því, að Sjálfstæðisflokkurinn sé sérstakur fulltrúi fijálshyggju í íslenzka flokkakerfinu og með kosningu Þorsteins Pálssonar hafi Milton Friedman flokkurinn verið sveigður til hægri í átt til fijálshyggju. Þetta held ég að sé rangur skilningur á þessum úrslitum. Þorsteinn Pálsson hefur frá því að hann tók við embætti formanns Sjálfstæðisflokksins lagt sérstaka áherzlu á, að flokkurinn boðaði félagslega fijálshyggju og vakið athygli á þeim hlut, sem flokkurinn á í íslenzka velferðar- kerfinu. En ýmsir stjómmálaskýr- endur íslenzkir hafa ekki hlustað á, hvað hann hafði að segja, því að það var búið að ákveða það fyrir- fram að hann væri sérstakur talsmaður einhvers, sem kalla má fijálshyggju og jafnvel auðmanna. Þetta er reginmisskilningur á Þor- steini Pálssyni og málflutningi hans sem formanns Sjálfstæðisflokksins. Og skiptir þá engu, hvort litið er á það sem kost eða löst á honum sem formanni, að hann hafí haldið sig við hefð flokksins. Fijálshyggja er ekki bundin nein- um stjómmálaflokki á íslandi fremur en annars staðar. Það væri verðugt verkefni að rannsaka, hvað pólitískir angurgapar íslenzkir hafa sagt um fijálshyggju og bera það saman við sæmilega afmarkaða merkingu orðsins. Islenzkar rass- ambögur í stjómmálaumræðum koma ekki mál við Milton Fried- man, en segja hins vegar nokkra sögu í því samhengi. Þessi litla bók gæti orðið ýmsum til upplýsingar um eina tegund fijálshyggju. 11 Ferskar dögum saman -enda í loftskiptum umbúöum. Mjólkursamsalan Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.