Morgunblaðið - 14.08.1987, Page 13

Morgunblaðið - 14.08.1987, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987 13 Eitt til tvö prósent fyrir dreifbýlið, takk! miður ekki glöggur skilningur á skaðlegum áhrifum þess að beita bankakerfinu með þessum hætti — ekki fyrr en allt of seint. Mér finnst trúlegt, að afurðalánakerfið hefði verið afnumið miklu fyrr en raun varð á, ef stjómmálamenn hefðu átt sér minni bein ítök í bankakerf- inu. VII. Útvegsbankinn og Hafskip Eitt dæmi enn blasir við, og það varðar áfall Útvegsbankans vegna viðskipta hans við Hafskip og end- urreisn bankans á kostnað ríkisins eftir það. Um þetta er þó líklega rétt að segja fátt, þangað til fleiri kurl koma til grafar við frekari rannsókn málsins. Mér virðist, að það geti varla verið tilviljun, að það var ríkisbanki, sem tapaði á einu ári (1985) hærri fjárhæð en nam samanlögðum hagnaði allra hinna viðskiptabankanna það ár — og það fyrst og fremst á viðskiptum við fyrirtæki, sem verulegir stjóm- málahagsmunir kunna að hafa verið bundnir við. Auðvitað geta einkabankar líka orðið fyrir miklu tjóni í sviptingum viðskiptalífsins, en þess eru fá dæmi úr fjármálaheiminum, að virtur banki tapi yfir 80% af eigin fé á viðskiptum við eitt fyrirtæki á einu ári eins og henti Útvegs- bankann 1985 og tapi svo næstum öllum afgangnum árið eftir. Traustur banki dreifír vanskila- hættunni á marga ólíka lántakend- ur og fylgist vandlega með afkomu helztu viðskiptavina sinna til að geta gripið tímanlega í taumana, ef á þarf að halda. VIII. Niðurlag Síðustu ár hefur orðið uppsveifla í einkavæðingu viðskiptalífsins víða um heim. Þótt þessi þróun eigi sér að sumu leyti hugmyndafræðilegar rætur, felur hún í sér nokkra viður- kenningu á því sjónarmiði, að einkarekstur henti betur í ýmsum greinum atvinnulífsins, þar sem ríkisrekstur hefur tíðkazt áður. Þannig hefur franska ríkisstjómin nú í hyggju að selja ríkisbanka aftur í hendur einkaaðila, en nokkr- ir helztu viðskiptabankar Frakk- lands hafa verið í ríkiseign síðan 1946 og enn aðrir voru þjóðnýttir, eftir að sósíalistastjóm Mitterrands Frakklandsforseta komst til valda þar 1981. Svipað á við um Portúg- al. Viðskiptabankar þar voru þjóðnýttir eftir byltinguna í landinu 1974, en nú hyggst portúgalska ríkisstjómin selja einkaaðilum ríkisbankana. Þá hefur ríkisstjóm Nýja Sjálands áform um að selja hlutafé ríkisbanka í því landi. Hins vegar sýnir ríkisstjóm Ástralíu ekki merki þess, að hún hyggist selja ríkisbankann þar, en hann er að- eins einn (ef frá eru taldir nokkrir örlitlir dreifbýlisbankar) og ekki stór í samanburði við áströlsku einkabankana, en samt er hann umdeildur eins og minnzt var á að framan. Hvergi í nágrannalöndum okkar er þó talið eðlilegt eða æskilegt, að ríkið eigi og stjórni 75% af bankakerfinu (þ.e. af viðskipta- bönkum og sparisjóðum) eins og hér. Þessu þarf að breyta í betra horf til samræmis við skynsamleg rök og reynslu annarra þjóða. Jafnvel þótt menn fallist á þetta sjónarmið í meginatriðum, er eðli- legt, að ágreiningur sé um, hversu langt eigi að ganga í einkavæðing- arátt í bankakerfínu og hversu hratt. Engum dettur í hug að leggja til, að allir ríkisbankamir verði seldir í einu vetfangi. Mér sýnist, þegar allt er skoðað, að markmiðið mætti til dæmis vera að snúa nú- verandi stærðarhlutföllum við nokkum veginn með því að draga úr eignarhlut ríkisins í bankakerf- inu úr 75% í fjórðung eða þriðjung eða þar um bil í áföngum. Tímann, sem slík skipulagsbreyting tekur, væri vert að nota vel til að kanna, hvort brýna nauðsyn beri til þess, að ríkið reki banka, og leiða málið til lykta í ljósi niðurstöðunnar. Höfundur er prófessor íþjóð- hagfræði við Háskóla fslands. eftir Guðmund Magnússon Inngangur „Vegurinn til vítis er varðaður góðum áformum, sem aldrei eru framkvæmd." Það búið að viðhafa mörg orð og stór um nauðsyn þess að styrkja og efla byggð í dreifbýli. Því miður hefur oft orðið minna úr framkvæmdum. Látum svo vera. Ég hygg, að allir séu sammála um nauðsyn endur- og framhalds- menntunar á sem flestum sviðum þjóðlífsins. En hvemig á að veita þessa menntun svo að flestir, helst allir, sem áhuga hafa, fái notið hennar? Ég hef enga nenningu til þess að upphefja hér eitthvert dreif- býlisjarm. En það er deginum ljósara, að þessi mál verða ekki að gagni leyst nema með því að færa menntunina sem allra mest heim í hérað. Þetta á við í öllum greinum atvinnu- og menntamála. Skólinn í dreifbýli Skyldunámsskólinn leggur grunn að framtíð bamanna. Honum eru sett ströng fyrirmæli um kennslu og uppeldi nemenda sinna. Þekking breytist ört, viðhorf einnig. Af þessu leiðir að endur- og framhaldsmenntun kennara er eitt brýnasta verkefnið í skólastarf- inu. Lög um orlof kennara og ágætt starf Endurmenntunardeildar KHI leysa ekki þennan vanda nema að hluta til. Fram að þessu hafa svo til allir möguleikar í framhaldsnámi kenn- ara verið í Reykjavík eða erlendis. Afleiðingin hefur svo orðið sú, að margir þeir kennarar, sem farið hafa í framhaldsnám, hafa ekki skilað sér aftur í heimabyggð að Guðmundur Magnússon „Þekking breytist ört, viðhorf einnig. Af þessu leiðir að endur- og framhaldsmenntun kennara er eitt brýn- asta verkefnið í skóla- starfinu. Lög um orlof kennara og ágætt starf Endurmenntunardeild- ar KHÍ leysa ekki þennan vanda nema að hluta til.“ loknu námi. Hitt er þó öllu verra, að almennt hafa kennarar í dreif- býli ekki treyst sér til að fara í framhaldsnám af ástæðum, sem öllum eru kunnar. Það má því ljóst vera, að leiðin til að ná verulegum árangri í þessum efnum, er sú, að koma á skipulögðu framhaldsnámi úti í fræðsluumdæmunum, færa menntunina heim í hérað, skólann til fólksins. Framhaldsnám í sérkennslu Fimmtán grunnskólakennarar (13 af Austurlandi og 2 af Norður- landi eystra) stunda nú framhalds- nám í sérkennslufræðum hér á Austurlandi með nýju sniði. Kenn- araháskólinn ber faglega ábyrgð á þessu námi og stendur straum af kostnaði þess ásamt Fræðsluskrif- stofu Austurlandsumdæmis. Námið tekur tvö ár, en jafngildir eins vetr- ar námi við KHI. Hér er um tilraun að ræða í anda þess, sem áður er sagt. Hvemig til tekst verður reynslan að skera úr. Ég hygg, að enginn þessara kennara hefðu farið í hefðbundið framhaldsnám. Það segir sína sögu og vissulega lofar þátttakan í námi þessu góðu. Og til marks um áhuga heima- manna í þessum efnum skal þess að verðleikum getið hér, að Sam- band austfírskra kvenna gefur kr. 200.000 til tækjakaupa vegna þessa náms og flestir þátttakendur fá ferða- og dvalarstyrki frá hlutaðeig- andi sveitarfélögum. Eitt til tvö prósent, takk! Er þá komið að meginmáli þessa greinarkoms. Hvemig á að tryggja fjármagn til framhaldsmenntuna kennara í dreifbýli? Tillaga mín er þessi: Ákveðnun hundraðshluta af heildarkostnað skólahalds í dreifbýli verði varið ti framhaldsmenntunar kennara þar. Hvað gæti þetta þýtt? Dæmi Áætlaður kostnaður vegna grunn skólahalds í Austurlandsumdæm árið 1988 gæti orðið kr. 160 millj. Eitt prósent þýðir þá 1,6 milljói og tvö prósent helmingi meira. Áskorun — Lokaorð Ég skora hér með á ráðherr: mennta- og fjármála að taka þess mál til rækilegrar athugunar. Éj legg til, að þeir feli einhveijum a: starfsmönnum sínum að setja fran tillögur í málinu tímanlega fyrii gerð fjárlaga 1989. Það hefur verii skipuð nefnd af minna tilefni oj tillögugerð þessi þarf ekki að kost: mikið. Og ef einhver skyldi halda, ai hér sé eitthvert bákn í uppsiglingu þá er það mikill misskilningur. framkvæmd yrði þetta þannig: Ráð herra setur um þetta skýrar oj fastmótaðar reglur og felu fræðsluskrifstofum (fræðslustjór um og fræðsluráðum) framkvæmd ina heima í héraði. Með því að far: þá leið, sem hér er bent á, vær árlega trygg fjárveiting til þess; mikilvæga máls. Með náinni samvinnu við KH og aðrar þær stofnanir, sem fram haldsmenntun sinna, er hægt a lyfta Grettistökum í menntunarmál um kennara í dreifbýli. En gó áform duga skammt nema þeim s komið í framkvæmd. Höfundur er fræðslustjóri & Aust■ urlandi. Í&MARLEY FLOORS Marleyflex Slitsterkar vinyl-gólfflísar MARLEYFLEX vinyl-gólfflísar frá MARLEY FLOORS sameina góða endingu, fallegt útlit, gæði og gott verð. Sérlega hentugar á verslunar- húsnæði, skrifstofur, skóla, sjúkrahús og aðra þá staði sem mikið mæðir á. MARLEYFLEX vinyl-gólfflísar eru asbestfríar og fást í fimm litum. Stærð 30x30 cm og þykkt 2.5 mm. Ávallt fyrirliggjandi. VECCFÓÐRARINN - MÁLNING & JÁRNVÖRUR Síðumúla 4, 108 Reykjavík. Símar 687171 og 687272. Heildsala: Marinó Pétursson hf. 32 Sundaborg, 124 Reykjavík. Sími 681044.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.