Morgunblaðið - 14.08.1987, Síða 20
:0
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987
^eytendasamtökin:
Framleiðendur verði
sviptir leyfi ef hætta
er á salmonellusmitim
7EGNA fregna undanfarið um
ð salmonellumengað svína- og
júklingakjöt sé á markaðnum
lafa Neytendasamtökin sent frá
ér fréttatilkynningu þar sem
tau krefjast meðal annars að
leilbrigðisfulltrúar og Hollustu-
'ernd ríkisins herði eftirlit sitt
neð öllum stigum framleiðslunn-
ir. Þeir framleiðendur verði
iviptir leyf i til búskapar, slátrun-
ir eða vinnslu þar sem aðstæður
léu ekki nógu góðar til að tryggt
lé að framleiðsluvara þeirra sé
ismituð.
Einnig krefjast samtökin þess að
sláturhúsum og vinnslustöðvum
verði gert skylt að hafa öflugt innra
eftirlit með fra’mleiðslu sinni og
fylgjast náið með búum sem slátrað
er frá.
Þar sem líkur eru á að salmon-
ellusýkingar geti átt rætur að rekja
til meindýra og fugla, sem nærast
á sorpi og fískúrgangi, beri að stór-
auka almennar mengunarvarnir og
koma sorpeyðingar- og holræsa-
málum í sómasamlegt horf. Neyt-
endasamtökin kreíjast þess síðan
að eftirlit með öllu fóðri verði hert
Úrsögri Guðmundar J.
kemur mér ekki á óvart
- segir Svavar Gestsson formaður
Alþýðubandalagsins
„f SJÁLFU sér kemur mér þessi
úrsögn Guðmundar J. Guð-
mundssonar ekki algjörlega á
óvart miðað við það sem á und-
an var gengið. En auðvitað
getur þetta haft ákveðin áhrif
bæði fyrir Alþýðubandalagið
og V erkalýðshreyf inguna,“
sagði Svavar Gestsson formað-
ur Alþýðubandalagsins er
Morgunblaðið spurði hann um
hugsanleg áhrif úrsagnar Guð-
mundar J. Guðmundssonar úr
Alþýðubandalaginu.
Svavar sagði að það væri hins
vegar útilokað fyrir sig á þessu
stigi málsins að hafa uppi getgát-
ur um það í hveiju áhrif úrsagnar-
innar yrðu fólgin. „Ég treysti mér
því ekki til að segja frekar um
málið á þessu stigi," sagði hann.
Svavar var spurður að því hvort
hugsanlegt væri að fleiri fylgdu
í kjölfarið. Hann sagði að sér
væri ekki kunnugt um það. Hann
hefði reyndar ekki trú á því, enda
hefði Guðmundur lýst því yfir að
þetta væri hans persónulega
ákvörðun og lagt á það mikla
áherslu.
Birna Kristjánsdóttir ásamt einu verka sinna.
Morgunblaðið/Sverrir
Litir og fletir
í FIM salnum
tlRNA Kristjánsdóttir opnar
lyndlistarsýningu í FÍM salnum,
iarðastræti 6, í dag, föstudaginn
4. ágúst. Sýningin sem ber hei-
ið Litir og fletir verður opin
aglega frá kl. 14.00-19.00 og
tendur til 30. ágúst.
Þetta er fyrsta einkasýning Bimu
lér á landi, en hún hefur tekið þátt
samsýningum í Bandaríkjunum
iar sem hún hefur dvalið undanfar-
in ár. Hún lauk BFA-gráðu (Bachel-
or of Fine Arts) frá listadeild
háskólans í Iowa vorið 1986 með
textíl-list sem aðalgrein og hefur
síðan lagt stund á framhaldsnám í
myndlist í Kalifomíu.
Verkin á sýningunni eru unnin á
síðastliðnum 12 mánuðum. Auk
þess að mála klippir Bima, litar og
límir efni sem mynda lagskipta fleti.
Verkin á sýningunni eru öll til
sölu. Aðgangur er ókeypis.
og að stóraukin verði fræðsla til
almennings og þeirra sem starfa
við matvælagerð, þannig að öllum
verði ljóst hvað beri að gera til að
hindra matarsýkingar.
Að lokum beina Neytendasam-
tökin því til almennings að temja
sér varúð í meðhöndlum á hráum
kjötvömm. Salmonella drepst við
70 stiga hita og er því ekki hættu-
leg í fullsoðnu eða steiktu kjöti, ef
það hefur verið meðhöndlað á réttan
hátt hrátt. Vekja samtökin sérstak-
lega athygli á eftirfarandi atriðum:
—Hrátt kjöt þarf að taka tíman-
lega úr frysti svo að tryggt sé að
það sé að fullu þítt þegar steiking
eða suða hefst.
-Vel verður að gæta að því að
hrátt kjöt eða blóðvatn úr því kom-
ist ekki í snertingu við aðra matvöru
sem fær aðra matreiðslu eða er
fullsoðin.
-Vandlega verður að þrífa öll
ílát og áhöld sem notuð hafa verið
við meðhöndlun á hráu kjöti.
-Gæta verður vel að því að kjöt-
ið sé vel soðið eða steikt.
-Matvæli séu geymd við hitastig
undir 10 gráðum og tilbúnum mat
haldið heitum við hitastig yfir 60
gráðum.
Ólafur Hauksson
Björgvin Halldórsson
Stjarnan:
Ólafur Hauksson
ráðinn útvarpsstjóri
ÓLAFUR Hauksson hefur verið
ráðinn útvarpsstjóri hjá Stjörn-
unni og Björgvin Halldórsson
hefur verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri dagskrár- og
kynningardeildar stöðvarinnar.
Ólafur var áður framkvæmda-
stjóri og ritstjóri hjá Sam-útgáf-
unni sem gefur út tímaritin Samúel
og Hús og Híbýli. Ólafur hefur
starfað við blaðamennsku í 14 ár,
fyrst hjá dagblaðinu Vísi og síðan
hjá Sam-útgáfunni. Hann hefur
einnig verið umsjónarmaður þátta
í útvarpi og sjónvarpi. Ólafur hefur
BS-gráðu í fjölmiðlun frá Univers-
ity of Oregon í Bandaríkjunum.
Hann er 34 ára gamall.
Björgvin er 36 ára gamall Hafn-
fírðingur. Björgin hefur starfað að
markaðsmálum fyrir veitingastað-
ina Broadway og Hollywood.
Ólafsvík:
Vigdís verður heiðurs-
gestur afmælisins
Heimsækir fleiri staði á Snæfellsnesinu
FORSETI íslands, Vigdís Finn-
bogadóttir, leggur af stað f
opinbera heimsókn til Ólafsvíkur
laugardaginn 15. ágúst næst-
komandi. Tilefni heimsóknarinn-
ar er 300 ára verslunarafmæli
Ólafsvíkur en Vigdís mun einnig
heimsækja fleiri staði i Snæfells-
nes- og Hnappadalssýslu dagana
15. til 18. ágúst. í för með forset-
anum verður Kornelíus Sig-
mundsson forsetaritari og kona
hans Inga Hersteinsdóttir.
Lagt verður af stað snemma
laugardagsmorguninn 15. ágúst og
gert ráð fyrir að komið verði að
sýslumörkum við Hítará kl. 10.00.
Þar verður stutt móttökuathöfn en
kl. 11.00 verður komið að bæjar-
mörkum Ólafsvíkur við Fossá þar
sem bæjarstjóri Ólafsvíkur Kristján
Pálsson og bæjarstjómin tekur á
móti forsetanum.
Um hádegisbil eða kl. 12.15 verð-
ur hátíðarfundur bæjarstjómar í
gamla pakkhúsinu að viðstöddum
forseta íslands. Eftir fundinn verð-
ur hádegisverður í boði bæjarstjóm-
ar Ólafsvíkur á Hótel Nesi.
Dagskráin hefst aftur með því
að Vigdís opnar málverka-, ljós-
mynda-, og sögusýningu í grunn-
skólanum í Ólafsvík. Þá verður farið
í heimsókn á dvalarheimilið Jaðar
og hátíðarsvæðið við gamla pakk-
húsið skoðað. Forsetinn mun síðan
leggja blómsveig að styttu stjó-
mannsins í Sjómannagarðinum og
gróðursetja tré í garðinum.
Kvöldverður verður í félags-
heimilinu í boði bæjarstjómar
Ólafsvíkur. Að honum loknum hefst
dagskrá í nýja félagsheimilinu á
Klifí. Þar verður flutt erindi um
félagsheimilið og mun forseti ís-
lands opna það formlega og
sóknarprestur staðarins vígja það.
Síðan verður fjölbreytt dagskrá
fram eftir kvöldi.
Dagskrá sunnudagsins hefst með
hátíðarguðsþjónustu í Ólafsvíkur-
kirkju kl. 11.00 _ og mun séra
Guðmundur Karl Ágústsson sókn-
arprestur predika.
Eftir hádegisverð verður farið frá
Ólafsvík áleiðis til Hellissands. Þar
munu sveitarstjórinn og sveitar-
stjómin taka á móti forsetanum.
Ekið verður um staðinn, sjómanna-
garðurinn heimsóttur og tré
gróðursett. Síðan verður opið hús
og kaffísamsæti í skólahúsinu.
Farið verður frá Hellissandi kl.
17.00 áleiðis að Búðum þar sem
sveitarstjómir Staðarsveitar og
Breiðuvíkurhrepps bjóða til kvöld-
verðar. Um kvöldið verður opið hús
fýrir íbúa hreppanna.
A mánudagsmorguninn kl. 9.00
verður lagt af stað til Grundarfjarð-
ar og vistheimilið Kvíabryggja
heimsótt á leiðinni. Komið verður
til Grundarfjarðar fyrir kl. 11.00
og þá verður ekið um bæinn, tijá-
plöntur skoðaðar, leikskólinn
heimsóttur og kirkjan skoðuð.
Hádegisverður í boði sveitar-
stjómar Eyrarsveitar verður í
safnaðarheimili staðarins og á eftir
Farið verður frá Grundarfírði kl.
15.00 áleiðis til Stykkishólms. Þar
mun bæjarstjórinn Sturla Böðvars-
son og bæjarstjóm Stykkishólms
taka á móti forsetanum í Hólm-
garði.
Dvalarheimili aldraðra verður
heimsótt kl. 16.30 og grunnskólinn
í Stykkishólmi strax á eftir. Kl.
18.00 mun forseti íslands opna sýn-
ingu í norska húsinu á vegum
byggðasafnsnefndar.
Kvöldverður í boði bæjarstjómar
og sýslunefndar verður á Hotel
Stykkishólmi en síðan verður mót-
taka og kaffíboð fyrir bæjarbúa í
Félagsheimilinu um kvöldið.
Dagskrá þriðjudagsins hefst kl.
9.00 með heimsókn til St. Frans-
iskussystra í klaustrinu. Kl. 10.00
verður farið í bátsferð að Þingvöll-
um, ekið þaðan að Helgafelli og
gengið á fellið. Síðan verður há-
degisverður á Hótel Stykkishólmi.
Farið verður frá Stykkishólmi kl.
14.00 áleiðis að félagsheimilinu
Breiðabliki. Þar munu sveitarstjóm-
ir Miklaholts-, Eyja-, Kolbeins-
staða- og Skógarstrandarhrepps
halda kaffísamsæti fyrir forsetann.
Sýslunefnd verður einnig á staðnum
og mun kveðja forsetann við lok
samsætisins.
Áætlað er að lagt verði af stað
frá Breiðabliki áleiðis til Reykjavík-
ur kl. 17.30 á þriðjudeginum og
lýkur þar með opinberri heimsókn
Vigdísar Finnbogadóttur, forseta
íslands, til Ólafsvíkur og Snæfells-
og Hnappadalssýslu.