Morgunblaðið - 14.08.1987, Side 21

Morgunblaðið - 14.08.1987, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987 2 Lyfjakostnaður ríkisins hefur aukist verulega f NÝÚTKOMINNNI skýrslu um notkun lyfja á íslandi árín 1975-86 sem gefin er út af Heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu kemur m.a. fram að útgjöld almannatrygginga vegna lyfjakostnaðar hafa au- kist verulega umfram aðra þætti heilbrígðisþjónustu. Út- gjöld almannatrygginga vegna lyfjanotkunar námu rúmum ein- um milijarði króna á síðasta árí Guðmundur Bjamason, heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra, boðaði í gær til frétta- mannafundar til að kynna efni skýrslunnar. Sagði hann tilgang- inn með útgáfu hennar vera að bæta úr þeim skorti sem hefði verið á handhægum upplýsingum um flokkun, notkun og verð á lyfj- um hér á landi. I skýrslunni kemur fram að lyQakostnaður hefur aukist hlut- fallslega miðað við aðra þætti heilbrigðisþjónustunnar, og sagði heilbrigðisráðherra skýringuna á því vera að lyfjanotkun hefði au- kist, ekki að lyfin væru dýrari en áður. Heildarútgjöld almanna- trygginga vegna lyfja námu rúmum einum milljarði króna árið 1986. Guðmundur sagði að heild- arálagning á innkaupsverð lyfja hefði farið lækkandi undanfarin ár, og hefði lyfjaverð ekki hækkað í hlutfalli við framfærsluvísitölu. Nú er 18% heildsöluálagning, og 68% smásöluálagning á lyf, sem er mun hærra en í flestum ná- grannaríkjum okkar. Sagði heil- brigðisráðherra að hluti af skýringunni á því væri hinn hái dreifingarkostnaður hér á landi. Það kom fram á fundinum að sjúklingar greiða einungis um 20% af lyijaverði, en stefnt hafi verið að því að hlutdeild sjúklinga yrði um 25% af lyfjakostnaði almanna- trygginga. Guðmundur Bjarnason sagðist vilja auka verksvið þeirrar nefndar sem Ragnhildur Helgadóttir, fyrr- verandi heilbrigðismálaráðherra, setti á fót til að kanna forsendur og tilhögun álagningar á lyfjum, þannig að nefndin kannaði m.a. lyfjaávísanavenjur lækna, og inn- kaupsverð á lyfjum og bæri það saman við önnur lönd. Stefnt væri að því að nefndin skilaði greinar- gerð fyrir næstu áramót. Ingolf J. Petersen, höfundur skýrslunnar, gerði frekari grein fyrir efni skýrslunnar á fundinum. Kom m.a. fram í máli hans að notkun róandi lyfja, einkum Valí- ums, hefði dregist mikið saman síðan á miðjum síðasta áratug, en hins vegar hefði notkun svefnlyfja færst mjög í aukana hin síðustu ár. Hún jafngildir nú því að 6% allra íslendinga taki einn skammt af svefnlyfjum á dag. Morgunblaðið/KGA Guðmundur Bjarnason, heil- brigðismálaráðherra, með nýju skýrsluna fyrir framan sig. Langholtssöf nuður: Öldruðum boðið til Borgarfjarðar Bifreiðastjórar Bæjarleiða arins aðstoða eftir föngum og og fjölskyldur þeirra bjóða bjóða til kaffidrykkju í Hótel Bor- öldruðum velunnurum Lang- gamesi. holtskirkju út fyrir borgar- Lagt verður af stað frá safnað- mörkin miðvikudaginn 19. arheimilinu stundvíslega kl. ágúst nk. 13.00. Þetta hafa alltaf verið Ferðinni er heitið í Borgarfjörð. sólskinsdagar hvemig sem viðrar, Leiðsögumaður fararinnar verður það sannar þriggja áratuga Jón Ámason skólastjóri. Félagar reynsla segir í fréttatilkynningu úr Kven- og bræðrafélagi safnað- frá Langholtssöfnuðinum. ÓDÝR OG HAGKVÆM VIÐARVÖRN SEM ENDIST KJÖRVARI er hefðbundin viðarvörn og til í mörgum litum. Ef einkenni viðarins eiga að halda sér, er best að verja hann með Kjörvara. Ódýr viðarvörn j Áskriftarsiminn er 83033 í tilefni 50 ára afmælis: Allar skólatöskur og pennaveski með 10% afslætti Nú er tækifærið. Allskonar skólatöskur, stórar sem smáar. í öllum regnbogans litum. Úr allskonar efni, leðri, striga, plasti oil. Allar tegundir af pennaveskjum. 10% Afsláttur - svona rétt til að halda upp á afmælið. —iMi— Bókabúð LMÁLS & MENNINGAR J Laugavegi 18 • Sími: 24240

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.