Morgunblaðið - 14.08.1987, Page 27
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987
27
=4-
Jltargt Útgefandl Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, . Árni Jörgensen.
Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöal-
stræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald
550 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið.
Seljum
ríkisfyrirtæki
Aðalverkefni Jóns Baldvins
Hannibalssonar sem fjár-
málaráðherra er að draga úr
halla á ríkissjóði. Ljóst er að
verulega vantar upp á að tekjur
ríkisins standi undir útgjöldum
á þessu ári og ráðherra hefur
lítið svigrúm til að lækka út-
gjöld eða hækka tekjur umfram
það sem þegar hefur verið
ákveðið í fjárlögum og í bráða-
birgðalögum ríkisstjórnarinn-
ar. A næsta ári eru möguleikar
á að draga verulega úr hallan-
um þó ekki verði honum eytt.
Þegar ríkið eyðir meiru en
það aflar hefur það mikil áhrif
í þjóðarbúskapnum, um það
verður ekki deilt. Auðvitað
skiptir máli hvemig umfram-
eyðslu ríkisins er mætt, með
yfirdrætti í Seðlabanka, inn-
lendri eða erlendri lántöku.
Morgunblaðið hefur oft áður
bent á þá hættu sem efna-
hagslífinu er búin þegar ríkis-
sjóður gengur fram með slæmu
fordæmi. Jón Baldvin Hanni-
balsson verður því að leysa
verkefni sitt á næstu þremur
árum, eins og sagt er í stefnu-
yfírlýsingu ríkisstjómar Þor-
steins Pálssonar.
Ætlun ríkisstjómarinnar er
að einfalda telq'uöflun ríkisins
og gera hana réttlátari og skil-
virkari. En einnig á að endur-
skoða útgjöld ríkisins, „þannig
að gætt verði fyllsta aðhalds
og spamaðar og þau vaxi ekki
örar en þjóðartekjur". Dr. Sig-
urður B. Stefánsson, hagfræð-
ingur, fjallar um ríkisfjármálin
í grein í viðskiptablaði Morgun-
blaðsins í síðustu viku og bendir
á að endurskoðun skattkerfís-
ins sé að verulegu leyti tækni-
legt atriði, „og þess eðlis að
við getum nýtt okkur reynslu
annarra þjóða við endurbæt-
umar. Þess vegna ætti ekki að
reynast ómögulegt að ljúka
þeim fyrir mitt kjörtímabil eins
og segir í starfsáætlun ríkis-
stjómarinnar. Endurbætumar
munu vafalaust skila einfald-
ara, réttlátara og skilvirkara
skattkerfi, en að líkindum ekki
miklu meiri skatttekjum. Lyk-
illinn að jafnvægi í ríkisbú-
skapnum er því í útgjaldahlið-
inni“.
Ríkissjóður getur ekki geng-
ið lengra í álögum á einstakl-
inga og fyrirtæki. Fjármálaráð-
herra verður, nauðugur
viljugur, að draga úr útgjöldum
ríkisins, hætta að eyða um efni
fram. Langstærsti hluti ríkisút-
gjalda er bundinn samkvæmt
lögum og því erfítt að minnka
útgjöldin. Það tekur nokkur ár,
ekki síst af pólitískum ástæð-
um. A meðan verður ríkissjóður
að leita annarra leiða. Og ríkis-
sjóður getur haft verulegar
telgur af sölu ríkisfyrirtækja.
Þegar ríkisstjóm Sjálfstæð-
isflokks og Framsóknarflokks
var mynduð árið 1983 bundu
margir vonir við að rösklega
yrði gengið til verks við sölu
ríkisfyrirtækja. Þær vonir
bmgðust að miklu leyti. Að
vísu seldi ríkið hlutabréf í Iðn-
aðarbankanum, Eimskip og
Flugleiðum, auk Siglósíldar og
Landssmiðjunnar. Ráðherrun-
um varð ekki mikið meira úr
verki.
I stefnuyfirlýsingu ríkis-
stjórnar Þorsteins Pálssonar
segir að stefnt sé að því að
selja hlutabréf í eigu ríkisins
og vonandi verður meira úr
verki nú en áður. Fyrirtæki í
eigu ríkisins, sem öll rök mæla
með að eigi að vera í eigu ein-
staklinga og félagasamtaka
þeirra, em mörg. Landsvirkjun,
Póstur og sími, Landsbankinn,
Búnaðarbankinn, __ Ferðaskrif-
stofa ríkisins, Aburðarverk-
smiðjan, Sementsverksmiðjan,
Steinullarverksmiðjan, Rflcis-
skip, og Tunnuverksmiðja
ríkisins em dæmi um nokkur
fyrirtæki sem em í eigu ríkisins
að öllu leyti eða að hluta, og
sem rétt er að gefa almenningi
kost á að eignast. Og um leið
gæti ríkissjóður aflað tekna til
þess að standa undir hallanum
þann tíma sem það tekur að
koma skikkan á útgjöldin.
Undirbúningur að sölu fyrir-
tækjanna tekur tíma og hann
verður að vanda. Best væri að
ríkisstjómin gerði áætlun um
einkavæðinguna nokkur ár
fram í tímann. Þannig vita all-
ir hvaða fyrirtæki verða seld,
hvenær þau verða seld og
hversu stór hluti hlutafjár verð-
ur seldur. Undirbúningur og
skipulag getur ráðið úrslitum
um það hvemig til tekst.
Þátttaka almennings í at-
vinnurekstri er mikilvæg en
eins og skattareglum er háttað
letja þær fólk fremur en hvetja
til að setja sparifé sitt í fyrir-
tæki. Skattkerfisbreytingar
ríkisstjómarinnar verða að
miða meðal annars að því að
leiðrétta þetta. Rök em fyrir
því að veita þeim, er kjósa að
leggja fé í fyrirtælq'arekstur
fremur en í annað, skattaíviln-
anir.
Endurreisn finnskrar
menningar í N-Svíþjóð
Barátta íbúanna í Pajala fyrir varðveislu uppruna síns
Morgunblaðið/Marteinn Ringmar
Bertil Isaksson, formaður menningarnefndarinnar Pajala og fram-
kvæmdastjóri 400 ára afmælisnefndar byggðarlagsins. Hann er
höfundur þeirrar hugmyndar að bjóða ólofuðum konum frá Stokk-
hólmi og Helsingfors til Pajala til að kynnast þar piparsveinum.
Ingegard Fredriksson kennari. Þegar hún var í skóla var bannað að
tala finnsku, en á myndinni sýnir hún kennslugögn, sem nú eru not-
uð til að böm geti lært um uppmna sinn og menningu.
eftirMartein
Ringmar
Pajala er sveitarfélag lengst í
norðri í Svíþjóð, á því svæði sem
á sænsku nefnist Tomedalen,
Tome-dalur. Tré og mýflugur em
í milljónatali í Pajala, manneskjur
era um 10.000, flestar karlkyns.
Atvinnuleysi er áberandi meira en
í Suður-Svíþjóð og níu af tíu ungl-
ingum fara suður á bóginn í skóla
og vinnu. Stelpumar fara næstum
því allar, en ógiftir karlmenn á
aldrinum 20—60 ára era helmingi
fleiri en ógiftar konur.
Það er ekki á hveijum degi sem
nafn Pajala birtist í blöðum út um
allan heim, en það gerðist í vetur
þegar fréttist að til stæði að bjóða
konum í Helsingfors og Stokk-
hólmi sérstakar rútuferðir til
Pajala til að kynnast piparsveinun-
um. Þessari frétt var slegið upp
fyrst í Svíþjóð og hún fór síðan
með straumi fréttastofanna í
kringum hnöttinn.
Maðurinn bak við hugmyndina
heitir Bertil Isaksson, formaður
menningamefndar Pajala og
framkvæmdastjóri 400 ára af-
mælis Pajala-byggðar, sem haldið
er hátíðlegt í ár. Formaður menn-
ingamefndar og „kvennarútur",
hvernig kemur það heim og sam-
an?
„Illa að margra dómi, enda hef
ég verið gagnrýndur mjög af kon-
um í sveitarstjóminni sem hefur
tekið þá ákvörðun að á vegum
sveitarfélagsins aki engar svoleiðis
rútur. En nú era kaupmennimir
hér famir að tala um að sjá um
þetta. Það sem fyrir mér vakti var
tvennt, þetta 400 ára afmæli á
að sjálfsögðu að gera sem mest
úr sögu okkar, en við viljum líka
sýna trú á framtíðina, að hér sé
ekki eintómt atvinnuleysi, fólks-
fækkun og afturför. Og ef við
vinnum með framtíðina í huga
megum við ekki gleyma hinu
ójafna hlutfalli milli kynjanna í
öllum Tome-dalnum. Engar kon-
ur, engin böm. Engin böm, engin
framtíð. Með þessari hugmynd
vildi ég koma umræðunum svolítið
af stað.
Þá vildi ég líka vekja athygli á
afmælinu í heild sinni. Hér verða
hátíðarhöld í allt sumar og haust,
sýningar, veislur, framflutt leikrit,
o.s.frv. Ef allt hefði gengið sinn
vana gang hefðum við fengið
nokkrar línur í blöðunum hér í
Norður-Svíþjóð og búið. En af því
ég hef sjálfur unnið í blaða-
mennsku veit ég í hvaða spotta á
að kippa til þess að koma blaða-
mönnum af stað. Og það tókst
vonum framar; afmælið hefur
fengið ólíkt meira umtal af því ég
kryddaði það með „kvennarútun-
um“.“
í Englandi gerði eitt síðdegis-
blaðanna sérstaklega mikið úr
kvennaleysinu í Pajala, með þeim
afleiðingum að tæplega hundrað
bréf hafa borist frá einstæðum
konum í Englandi, merkt „Pipar-
sveinarnir í Pajala, c/o Bertil
Isaksson". Þær hafa allar fengið
svar; fjölritað bréf frá Bertil Isaks-
son þar sem hann segist því miður
ekki geta tekið að sér að fínna
viðtakendur, en þær séu allar vel-
komnar til Pajala í heimsókn þegar
afmælishaldið nær hápunkti í byrj-
un október.
Hugsjónamaður mótaður
af reynslu
Bertil Isaksson er samt ekki
maður sem selur sálu sína fyrir
dálksentimetra; frekar er hann
hugsjónamaður sem reynslan hef-
ur kennt að það er ekki nóg að
tilgangurinn sé góður ef meðalið
er ekki í lagi. 1981 var hann einn
af stofnendum STR-T, sem út-
leggst „Svenska Tornedalingars
Riksförbund-Tomionlaaksolaiset"
og hefur frá upphafí verið ritstjóri
fyrir blað samtakanna, „Met“,
„Við“ á fínnsku mállýskunni í
Tome-dalnum. STR-T-samtökin
vilja he§a til vegs og virðingar
þá finnsku menningu sem ennþá
er lifandi í Norður-Svíþjóð; þau
krefjast meðal annars að finnskan
verði opinbert mál á þessu svæði
til jafns við sænskuna og skyldun-
ám í skólum. Þetta era fjarri því
vinsælar hugmyndir hjá öllum því
hér hafa margir virt að vettugi
eigið mál og menningu. En á
síðustu áram hefur afstaðan gagn-
vart finnskunni orðið mun jákvæð-
ari; samtökin STR-T era e.t.v.
bæði orsök og afleiðing þessarar
breytingar.
„Ég get nefnt lítið dæmi. Við
höfum hannað sérstakt merki fyr-
ir afmælið og á því stendur „Pajala
400 ár/vuotta“, sem sé bæði á
sænsku og fínnsku. Ég hef ekki
heyrt um nein neikvæð viðbrögð
eins og hefði vissulega orðið fyrir
fímm áram. Þá vora t.d. margir
öskuvondir vegna þess að Met-
blaðið birti greinar á okkar
mállýsku. Nú hafa þessar raddir
þagnað, mönnum fínnst fínnskan
ekki lengur óeðlileg í þessu sam-
hengi.“
Stofnendur STR-T-samtakanna
vora flestir á aldur við Bertil Isaks-
son, um þrítugt. Gagnstætt for-
eldram sínum hafa þeir ekki átt
við erfíðleika að stríða vegna lé-
legrar sænskukunnáttu og fínnsk-
an er þeim ennþá eðlilegt mál.
Þeir hafa notið góðs af því að
kunna bæði málin og vilja nú varð-
veita fínnskuna.
„Allt of margir hér hafa
skammast sín vegna þess hvað
þeir töluðu lélega sænsku og þeg-
ar komið er til Finnlands þá þykir
mállýskan okkar ekki nógu fín,
alltof gamaldags eða sænskuskot-
in. Við viljum uppræta þessa
minnimáttarkennd. En nú týna
bömin móðurmálinu, þau tala yfír-
leitt sænsku sín á milli. Við höfum
ekki getað stöðvað þá þróun en
hún er samt hægari nú en fyrir
fáeinum árarn."
Leikrit á nýju ritmáli
Vakningin í Torne-dalnum sýnir
sig líka í bókaútgáfu og leikritun.
Bertil Isaksson tekur þátt í leikriti
sem verður framflutt í byijun
október en það er fyrsta leikrit sem
eingöngu verður flutt á tomedais-
fínnsku. Leikritið nefnist „Kuutot
eli tarpheettomat ihmiset" (Fjöl-
skyldan Kuuto eða hinar óþörfu
manneskjur) og sýnir í hnotskum
sögu þessa svæðis á 20. öld, niður-
lægingu tungunnar, atvinnuleysið,
hinar hörðu pólitísku deilur, fólks-
flóttann, sérstakar trúarhreyfíng-
ar.
Höfundur leikritsins er Bengt
Pohjanen, prestur sem hefur sagt
af sér prestsskap, og rithöfundur
sem hefur samið skáldsögur á
sænsku og þýtt mikið úr fínnsku,
m.a. Antti Tuuri, sem líka hefur
komið út á íslensku. Ég innti hann
eftir ástæðunni fyrir því að hann
nú skrifar á móðurmáli sínu,
tomedalsfinnsku:
„Það var svolítið fyrir tilviljun.
Sænskan er mitt fyrsta mál sem
rithöfundur en svo var ég beðinn
um að semja eitthvað á finnsku
og lesa upp í svæðisútvarpinu hér.
Úr því varð stutt skáldsaga sem
síðan var gefín út og mjög vel
tekið. Þetta hafði í för með sér
að aðrir tóku sig til og gáfu út
bækur á tomedalsfinnsku. Mér
finnst sjálfum heillandi að ennþá
skuli vera til þjóð sem þarfnast
bæði ritmáls og höfunda og ég
varð þeirrar náðar aðnjótandi að
byija.“
Bengt Pohjanen skrifar jöfnum
höndum á sænsku, ríkisfínnsku og
á mállýskunni. Hann las í vetur í
útvarp framhaldssögu um Kuuto,
kommúnista og áhanganda mjög
sérstakrar trúarhreyfíngar á
fjórða áratugnum. Leiðtogi hennar
var Finninn Korpela sem var sann-
sögulegur maður, en hvemig var
það með Kuuto?
„Nei, hann var ekki til í vera-
leikanum, en hann er til nú. Þessi
fígúra hitti greinilega beint í mark
því menn höfðu samband við mig
meðan á upplestri stóð og sögðust
hafa hitt þennan Kuuto, þannig
að nú orðið veit ég nákvæmlega
hvemig hann leit út og hvemig
hann talaði. Stundum fínnst mér
hann meira lifandi en hinir sem
vora það í raun.“
— Hvað heldur þú um framtíð
fínnskrar tungu í Norður-Svíþjóð?
„Örlög hennar era enn óráðin.
Það stoðar lítið með sámtök, bóka-
útgáfu og leikritun ef fólkið sjálft
hrífst ekki af eigin máli og leit
að eigin sjálfsímynd.“
— Hefur þú orðið var við slíka
„vakningu"?
„Já, tvímælalaust. Ég ferðaðist
síðastliðinn vetur í þijá mánuði
og heimsótti skóla og dagheimili
í öllum Tome-dalnum, talaði við
bömin og foreldra þeirra um þessa
menningararfleifð okkar og hvem-
ig hún hefur nýst mér í mínu
starfí. Og viðbrögðin vora mjög
jákvæð. Það er eitthvað að gerast
hér núna. Við getum aldrei ætlast
til að fínnskan verði fyrsta málið,
en sem annað mál við hliðina á
sænskunni held ég hún eigi
framtíð, m.a. vegna nálægðar við
Finnland. Við þurfum á fínnskunni
að halda hér.“
Tilraunir í skólum
Heimsóknir Bengts Pohjanen í
skólana var þáttur í tilraunastarf-
semi sem nefnist „Undervisning í
mángkulturell bygd“ (Kennsla í
byggð margra menninga) sem
hófst í Tome-dalnum 1980. Á
síðastliðnum vetri tóku u.þ.b. 140
kennarar og fóstrar og 1.500 böm
þátt í starfseminni sem hefur vak-
ið athygli víða. í henni er menning
umhverfísins gerð að grandvelli í
öllum fögum. Þetta þykir kannski
sjálfsagt en hefur ekki verið það
í Tome-dalnum. Þar hefur skólinn
ekkert tillit tekið til þess að tunga
og menning er öðravísi en í öðram
landshlutum.
Henning Johansson, prófessor í
kennslufræði í Umeá, vildi snúa
dæminu við; láta sníða skólann
eftir bömunum en ekki öfugt.
Hann er sjálfur frá litlu þorpi nyrst
í Tome-dalnum og var tvítyngdur
þegar hann byijaði í skólanum, á
fínnsku og samísku. Öll kennsla
var strax frá upphafi á sænsku,
máli sem enginn í bekknum talaði
eða skildi.
„Þessi aðferð að refsa bömum
af því að þau töluðu móðurmál
sitt, að „lemja í okkur sænskuna",
eins og sagt var, fínnst okkur
núna mjög einkennileg. En okkur
ber að muna að þessir kennarar
vora ekki vondar manneskjur sem
nutu þess að pína böm. Markmið
þeirra var að kenna börnunum
sænsku á sem stystum tíma, og á
þessum áram héldu menn að ekki
rýmdist nema eitt mál í barna-
hausum, og því minni finnsku sem
bömin töluðu því meira myndu þau
læra í sænsku. En nú vitum við
að staðreyndir rengja þetta. Ég
átti sjálfur í erfiðleikum með að
læra alls konar hugtök í sænsku,
ég var kominn upp undir tvítugt
áður en ég skildi þau til fulls. Ef
ég hefði fengið að nota finnskuna
sem grann hefði ég lært sænskuna
miklu fyrr.“
Henning Johansson hafði sam-
band við kennara í Tome-dalnum
og kynnti hugmyndir sínar um
hvemig mætti breyta kennslunni
og 1980 byijuðu fjórir bekkir að
starfa samkvæmt þeim. í hveiju
era þessar hugmyndir frábragðnar
hefðbundinni skólavinnu?
„Kennarar sem taka þátt í þessu
þurfa fyrst og fremst að breyta
hugsunarhætti sínum. Þeir verða
alltaf að hafa það bak við eyrað
að tengja kennsluna menningu og
reynslu bamanna, jafnvel í stærð-
fræði. Það getur samt verið mikill
munur á því hvemig kennarar fara
að í einstökum tilfellum, því þetta
er stórt svæði og hinn menningar-
legi bakgrannur mismunandi. En
eitt er þó sameiginlegt öllum;
bekkir sem taka þátt í þessu leita
oft út fyrir veggi skólans og búa
oft til eigin kennslugögn.“
— Hvernig bragðust foreldrar
við þessu?
„Langflestir vora jákvæðir, en
þátttaka foreldra skiptir miklu í
þessari starfsemi. Þó vora nokkrir
áhyggjufullir út af sænsku- og
stærðfræðikunnáttu bamanna, því
að í samræmdum prófum hafa
Tomedals-bömin ávallt verið í
neðri kantinum. Og þá hafa menn
kennt fínnsku menningunni um.
Við sögðum foreldram að í þriðja
bekk yrðu sérstök próf til saman-
burðar við aðra landshluta. En
foreldramir áttuðu sig mjög fljót-
lega á muninum, samanborið við
eldri systkini. Þessi böm vora fljót-
ari að læra að lesa, áhugasamari
um bóklestur og skólavinnu yfír-
leitt.“
— Hvemig kemur finnskan inn
í þessa kennslu?
„Okkar markmið er ekki að
kenna bömunum fínnsku, en við
viljum breyta hugsunarhættinum
þannig að menn líti ekki lengur á
hana sem eitthvað sem er til traf-
ala heldur sem auð sem við eigum
hér ókeypis. Hér era þannig að-
stæður fyrir hendi að böm geta
fljótlega orðið tvítyngd. Það er
ekkert merkilegt, það hefur gerst
í aldaraðir. Það merkilega er
hvemig skólinn hefur getað verið
svo skyni skroppinn að notfæra
sér það ekki.“
Gjörbreytt viðhorf
Ingegárd Fredriksson er kenn-
ari í Kangos, litlu þorpi, 50
kílómetra frá Pajala. Hún hefur
tekið þátt 5 tilraunastarfsemi
Hennings Johansson frá upphafi
og fór í sumar til Kanada á þing
minnihlutahópa til að segja frá
reynslu sinni.
„Ég var búin að kenna í átján
ár þegar Henning Johansson
spurði mig hvort ég vildi taka þátt
í þessu. Eg vildi fyrst fá að vita
nákvæmlega hvemig ég ætti að
fara að, enda vön því. En ég var
beðin um að lesa fræðirit um sam-
bandið milli skóla, bama og
heimila. Ég lá yfír þessu allt suma-
rið og fann þar eina setningu sem
hreif mig; „mestu skiptir að böm-
in þekki upprana sinn“. Og ég
ræddi þetta við samkennara minn
og við ákváðum að hafa sögu
Kangos sem þema yfír veturinn.
Ég náði í það sem til var af bókum
um Tome-dalinn en skildi fljótlega
að ég yrði að leita aðstoðar hjá
öðram. Ég hringdi í eldra fólk og
það var undir eins til í að koma á
sveitasafnið hér og segja frá.
Bömin mættu með blöð, blýant
og krít og á tímabili voram við
með alla kennsluna þar. Við kom-
um umræðum af stað í öllu
þorpinu, hvað hét fyrsti íbúinn
o.s.frv. Foreldrar mættu í tíma og
sögðu frá sínum skólaáram og
tómstundaiðju."
— Hvað hefur þetta þýtt fyrir
þig persónulega?
„Það er ekki of sterkum orðum
sagt að það hafí gjörbreytt lífí
mínu, ég fínn rætur mínar hér
mun meira en áður. Ég hafði eng-
ar sérstakar tilfínningar til þessar-
ar byggðar og ég held að það stafi
af því að það var ekkert talað um
Tome-dalinn á mínum skólaáram,
ekki heldur í kennaraskólanum.
Þess vegna eram við haldin minni-
máttarkennd og eram ekki vön
að telja menningu okkar nokkurs
virði. En átthagafræðslan hefur
gjörbreytt viðhorfum mínum og
ég held margra annarra líka.
Ég skammast mín þegar ég
hugsa um það hvemig við stelp-
umar í skólanum klöguðum í
kennarann þegar strákamir töluðu
fínnsku í frímínútum. Þeir vora
miklu duglegri að halda fínns-
kunni og vora látnir sitja eftir.
En við stelpurnar vildum gera
kennaranum til geðs og kjöftuðum
frá. Hugsa sér, svona var þetta!
Nú verður fínnskan eðlilegur
þáttur af kennslunni á sama hátt
og hún er það í umhverfinu. Þegar
við hittum eldra fólk talar það
yfírleitt fínnsku og ég túlka þá ef
einhver bamanna skilja ekki. Þá
höfðum við smá sýningu á búskap-
arháttum hér áður fyrr og við
skrifuðum öll heiti upp á báðum
málunum."
— Heldur þú að til séu foreldrar
í Tome-dalnum sem sjá eftir því
nú að hafa ekki kennt bömum
sínum finnsku?
„Tvímælalaust, ég þarf ekki að
leita lengra en til sjálfrar mín.
Maðurinn minn og ég höfum alltaf
talað finnsku okkar á milli, en
sænsku við dætur okkar. Þær
skilja fínnskuna og á seinni áram
hef ég tekið eftir því að þær segja
setningar á fínnsku við mig sjálf-
krafa, mér til mikillar gleði. Ég
vona að það sé ekki langt í það
að þær tali hana alveg.
Finnska er valfag í skólum í
Tome-dalnum, einn eða tveir
tímar á viku. Þá er annaðhvort
kennd tomedalsfinnska fyrst og
síðan ríkisfínnska eða farið beint
í ríkisfínnskuna. U.þ.b. helmingur
af skólabömunum tekur nú þátt í
slíkri kennslu.
Höfundur er blaðamaður í
Svíþjóð.
Bitbein Svía og Rússa
í stríðinu 1809 milli Svíþjóðar
og Rússlands náðu Rússar völdum
í Finnlandi. Eftir að styijöldinni
lauk gekk illa að semja um nýju
landamærin. Rússar vildu ná öllu
svæði þar sem bjó fínnskumæl-
andi fólk, Svíar aftur á móti halda
sem mestu. Svo er sagt að samn-
ingamenn hafí farið á fund
Rússlandskeisara og að hann hafí
dregið strik mitt á milli og sagt:
Hér eiga landamærin að vera.
Nýju landamærin, sem fylgja
Tome- og Muonio-fljótunum,
skiptu gömlu menningarsvæði í
tvennt, m.a. kirkjusóknum var
skipt. Almenningur í Övertomeá,
Svíþjóðarmegin, tók svo miklu
ástfóstri við gömlu kirkjuna sína
Finnlandsmegin, að hann hélt
áfram að sækja hana þótt búið
væri að byggja nýja, þangað til
biskup lagði sérstakt bann við að
fara til Rússlands í kirkju.
Landamærin breyttu í fyrstu
afskaplega litlu; menn héldu
áfram að hittast, eiga vöraskipti
og giftast sama hvað heimsins
herrar sögðu, enda langt bæði til
Stokkhólms og Pétursborgar. En
í lok 19. aldar fóra Oscar konung-
ur II. og herforingjar í Stokkhólmi
að hafa áhyggjur vegna þess
finnskumælandi minnihluta sem
bjó Svíþjóðarmegin. Þýskaland
var þá nýbúið að ná miklum hluta
af Suður-Danmörku, m.a. á þeim
forsendum að þar byggi þýsku-
mælandi fólk og konungur óttað-
ist að Rússlandskeisari gæti leikið
sama leikinn í Norður-Svíþjóð. Sú
ákvörðun var tekin að gera íbúana
sænskumælandi. Ríkið bauð þá
öllum sveitarstjómum á þessu
svæði að annast skólarekstur,
þeim að kostnaðarlausu, með því
skilyrði að öll kennsla yrði á
sænsku. Ríkisskólunum var tekið
tveimur höndum af fátækum
hreppsnefndum og engum datt í
hug að krefjast þess að móðurmál-
inu væri sinnt í þessum skólum.
í kringum 1920 var sænskan orð-
in allsráðandi í skólum og upp
kom sú merkilega staða að skóla-
böm mættu í skóla þar sem þau
fyrstu árin varla skildu orð af því
sem fram fór, sama þótt kennar-
amir í flestum tilfellum væru
fínnskumælandi líka. Bömunum
var m.a. bannað að tala fínnsku
í frímínútum og urðu þau að sitja
eftir, borga sekt eða vora hýdd,
ef ekki gegndu. Þetta bann var
formlega afnumið 1957.
Eftir að fyrri heimsstyijöldinni
lauk var þingað í Versölum um
ný landamæri í Evrópu. Álandsey-
ingar lýstu þá einróma yfír að
þeir vildu tilheyra Svíþjóð. Vald-
höfum í Finnlandi, sem þá var
nýbúið að ná sjálfstæði, sámaði
mjög vegna þess og upp kom sú
hugmynd að ná Tome-dalnum í
skiptum fyrir Álandseyjar. Hófst
mikill áróður í Finnlandi út af
þessu og var mikil áhersla lögð á
hversu bæld fínnsk tunga væri í
Tome-dalnum. En sá galli var að
menn þar höfðu engan áhuga á
að tilheyra Finnlandi og þegar
sænsk yfírvöld gerðu umfangs-
mikla könnun hvort einhveijir
væru fylgjandi kennslu á fínnsku
var sagt yfirgnæfandi nei við því.
Menn skildu það þannig að ef
þeir vildu tilheyra Svfþjóð áfram
þá yrðu þeir að fóma móðurmál-
inu. Aðrir kostir gæfust ekki. Með
Tome-dælingum efldust með
tímanum neikvæðar tilfínningar
gagnvart eigin máli og arfleifð,
og upp úr 1960 tóku æ fleiri for-
.eldrar upp þann sið að tala
eingöngu sænsku við bömin þó
þeir töluðu fínnsku sín á milli.
Það hefur haft í för með sér að
fínnsk tunga á í hættu að glatast
í Norður-Svíþjóð.