Morgunblaðið - 14.08.1987, Síða 40

Morgunblaðið - 14.08.1987, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987 fclk í fréttum Jesús eða Willie Nelson? annig lítur John GauL bæjar- stjóri í Estill Springs i Tennese- e-fylki í Bandaríkjunum á málið: „Ef Jesús kæmi í þennan bæ, kæmi hann örugglega annars staðar fram en á ísskápsskratta." Tilefni þess- ara ummæla virðulegs bæjarstjóra er það, að kona ein í bæ hans, Arlene Gardner, er sannfærð um að andlit frelsarans birtist sér á hlið ísskáps hennar, sem stendur á veröndinni heima hjá henni. Í hvert skipti sem nágranninn kveiki ljósið á veröndinni heima hjá sér birtist sér mjmdin af Kristi á heimilistæk- inu. Bæjarstjóragreyið getur ekki horft fram hjá þessari fullyrðingu kerlu sem er 66 ára, því síðan hún sagði frá undrinu í útvarpi hefur allt orðið vitlaust í þessum litla bæ. Meira en 3000 manns hafa komið til að verða vitni að kraftaverkinu, margir eru pílagrímar úr öðrum fylkjum og sumir koma til að fá lækningu meina sinna. Dagblað í bænum varð fyrst til að rannsaka hvað væri hæft í þess- ari sögu Arlene Gardner. Það lýsti því yfír eftir itarlega rannsóknar- blaðamennsku að skugginn á ísskápshliðinni líktist f raun meira skeggjuðu andliti sveitasöngvarans Willie Nelson. Aðrir hafa þóst þekkja þar Eddie Rabbitt, John Lennon og jafnvel sjálfan Ayatollah Khomeini erkiklerk. Þrátt fyrir mismunandi trú manna á fyrirbærinu var ekkert lát á pílagrímunum og þar kom að nágrannanum var nóg boðið og slökkti verandarljós sitt fyrir fullt og allt. Gardner hjónin urðu að vonum æf og sögðu sig meira að segja úr Kirkju Jesú Krists, þegar presturinn þar reyndist líka vantrú- aður og vildi ekki veita þeim lið. Vonast þau nú til að geta aflað nægs ijár til að kaupa hús nágrann- ans, svo þau megi tendra ljósið ómissandi á ný. Arlene Gardner, situr hjá heimilistækinu í myrkrinu ásamt aðstoðarlögreglustjóra. Sýnina má líta á hlið skápsins ef myndin prentast vel. Davíð Bowie; ekki mjúkmáll i garð fyrrverandi eiginkonu sinnar, Angie. Davíð og Angie í hár saman David og Angie Bowie skildu árið 1980, en halda enn sam- bandi hvort við annað gegnum breska dagblaðið Daily Mail. Það mun hafa verið Angie, sár og af- brýðissöm yfír ástarsambandi Davíðs og Corinne nokkurrar Schwab, sem kastaði fyrsta steinin- um. Hún lét hafa eftir sér í blaðinu að Corinne þessi hefði eyðilagt hjónaband þeirra. Jafnframt sagði hún við sama tækifæri að Davíð hefði getað valið úr fegurstu konum heims, en hefði valið Corinne sem sér fyndist bæði ljót og lummó. Ástæðuna kvað Angie vera þá, að Davíð kærði sig ekki um fallegar konur, heldur væri hann að leita að móður og Corinne væri móður- staðgengill hans. Um þetta leyti var Davíð á tón- leikaferðalagi um Evrópu, en gat samt ekki tekið þesu þegjandi. Hann veitti því Daily Mail viðtal þar sem hann sagði meðal annars að Angie hefði enga kímnigáfu. Ef sig brysti ekki minni hefði sambúð- in við hana verið eins og að búa með lifandi lóðlampa. Hún hefði álíka mikla innsýn í mannlegar til- fínningar og valhneta og væri svo sjálfselsk að sjálfur Narcissus hefði orðið grænn af öfund. Annars mun helsta þrætuefni hjónakomanna fyrrverandi vera sonurinn Zowie, sem nú er 16 ára, en hún sér aldrei eða heyrir í. „Ég veit að Davíð er að reyna að gera hann að enskum herramanni, svona David Niven manngerð" segir hún. „Ég er hrædd um að Zowie gæti orðið mjög snobbaður, eins og upp- stoppuð síld.“ Óvenjulegt afkvæmi Hún Jeane Trauger í New Lon- don í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum var orðin leið á dádýrshausnum sem hékk alltaf upp á vegg og starði á hana. Hún ákvað því að koma hausnum hið snarasta til næsta fomsala. Þar sem Jeane á ekki bifreið og er ekki fyr- ir að sólunda fé í leigubíla að óþörfu, setti hún hausinn í bamavagn sem hún á enn frá bamsburðardögunum og hélt af stað til fomsalans. Hausnum kom hún óvart þannig fyrir í vagninum að margir störðu stíft þegar hún fór hjá.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.