Morgunblaðið - 14.08.1987, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 14.08.1987, Qupperneq 46
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987 46 TM Reg. U.S. Pat. Off.—all rights reserved © 1986 Los Angeles Times Syndicate Drengnr minn. — Ég vildi Er þetta hreinræktaður aðeins segja þér nokkrar refur? staðreyndir í lífinu. HÖGNI HREKKVlSI „VENTULEGT M£R.<\ M&e> HENPINN/ MÆGIR AAép.'" Þessir hringdu . . . Hrein torg — fögur borg Svemn Sveinsson hringdi: „Ég hringi fyrir mig og sambýl- iskonu mína, Helgu Jónsdóttur. Við erum bæði innfæddir Reyk- víkingar og höfum ferðast mikið um borgina meðal annars í stræt- isvögnum síðustu árin og alls staðar rekist á sama sóðaskapinn, hvar sem við göngum vöðum við í óþverra. Þetta finnst okkur mið- ur. Ég hef fylgst með umræðunni um að flytja sölutuminum gamla frá Lækjartorgi. Ég ræddi þetta mál meðal annars við Birgi Isleif Gunnarsson þegar hann var borg- arstjóri og hann sagði mér þá að tuminn ætti að verða þama til frambúðar. Ég skrifaði eftirmanni hans út af þessu en hann svaraði mér aldrei. Tuminn var upprunalega á horni Kalkofnsvegar og Hverfis- götu. Ég kem með þá tillögu að hann verði fluttur þangað eða yfír götuna þar sem Lækjargata og Bankastræti mætast nálægt útitaflinu. Að lokum biðjum við bæði hjartanlega að heilsa öilum, háum sem lágum, á Hrafnistu í Reykjavík með þökkum fyrir allt. Guð blessi alla Reykvíkinga." Svefnpoki tapaðist við Húnaver Diðrik Ólafsson hringdi. Hann tapaði dökkbláum svefnpoka í gulum poka við þjóðveginn við Húnaver föstudaginn 7. ágúst. Finnandi er beðinn að hringja í síma 41892. Farið á bak við símnot- endur Tveir kennarar hringdu: „Tilefni þess að við hringjum er ágæt grein sem birtist í Morg- unblaðinu 11. ágúst vegna nýorðinnar breytingar á gjaldskrá Pósts og síma sem hefur það í för með sér að skref era talin allan sólarhringinn. Við eram að vísu ekki framsóknarmenn en okkur finnst samt skrýtið að skella þessu á fyrst búið var að lofa því af sjálfum samgönguráðherra á sínum tíma að skref yrðu að aldr- ei talin á kvöldin og um helgar. Þetta finnst okkur ekki stórmann- legt og höfum orðið þess varir að það era margir sem hneykslast á þessu. Við viljum gjaman fá út- skýringu á því hvernig þetta gat gerst." Rándýrar samlokur S.J. hringdi: „Við hjónin fóram í Hveragerði um daginn að skoða þetta fræga tívoli og fóram síðan í Eden að kaupa okkur kaffi. Eiginmanninn langaði í væna brauðsneið með og við spurðum því um verð á þeim. Ein sneið með harðsoðnum eggjum og þremur bitum af síld kostaði 265 krónur. Okkur kross- brá, þetta hlaut að vera að minnsta kosti 500% álagning. Dýrari sneiðar með nautakjöti eða skinku þorðum við ekki að spyija um og það þarf varla að taka fram að við létum okkur nægja mola- kaffi. Sonur okkar ætlaði að kaupa sér ís á sama stað. Eftir það sem á undan var gengið þorðum við ekki annað en að kaupa bamaís. Enda vön því að hann sé ódýrari en venjulegur skammtur í Reykjavík. í góðri trú pöntuðum við fimm slíka en viti menn, þeir vora seldir á sama verði og stórir ísar. Mig langaði mest að skilja ísinn eftir á búðarborðinu og ganga burt en stillti mig. Ég er mest að hugsa um að setja upp skyndibitastað sem selur samlokur því að skömmu síðar átti ég leið um Glæsibæ og þar kostar sneið með eggjum og harð- soðnum eggjum 180 krónur, að vísu skaplegra verð heldur en í Hveragerði, en þó talsvert fyrir brauðsneið, í mesta lagi eitt egg og þijá bita af síld.“ Taska tapaðist Pétur Sigurðsson hringdi. Hann tapaði tösku við Landakotsspítala eða á Hofsvallagötu í byijun júní. Taskan er lítil og svört og vora brúnir hanskar í henni. Ef einhver hefur rekist á töskuna er hann beðinn að hringja í síma 26391. Illa nýttar lóðir Kona hringdi: „Það er ekki einleikið hvað Háskóli íslands er seinheppinn' með húsbyggingar sínar. Háskól- inn sem sífellt kvartar um þrengsli nýtir lóðir sínar á Melunum svo illa að undram sætir. Þama hefur H.í. fengið einhveijar bestu lóðir í bænum en stórhugurinn er ekki meiri en svo að byggingamar era yfirleitt ekki meira en tvær eða þijár hæðir og margar þeirra ömurlega ljótar. Eins og hænsna- húsið við Suðurgötu. Hótel Saga er eins og drottning á melunum, há og björt, og það var kannski eins gott að Háskólinn fékk ekki að byggja á lóðinni sem Hótel Saga stendur á sem honum var þó gefin í afmælisgjöf forðum en Framsókn plataði út úr þeim. Bókhlaðan er eins og fyós við Hótel Sögu og ekki bæta grjót- hrúgöldin úr skák enda hef ég heyrt að það eigi að rífa herleg- heitin í næsta góðæri.“ Tjald tapaðist Ásta hringdi: „Sonur minn varð fyrir því óhappi um verslunarmannahelg- ina að það opnaðist skottið á bílnum hans og tjaldið hans fauk úr bílnum. Þetta hefur gerst ein- hvers staðar á leiðinni frá Kirkju- bæjarklaustri að Skaftafelli. Tjaldið er hvítt með brúnum himni og í brúnum poka en hælamir og súlurnar vora í öðram poka sem fauk ekki úr bílnum. Tjaldið var ekki merkt. Þrátt fyrir gaumgæfi- lega leit fannst tjaldið ekki og hefur því líklega einhver vegfar- andi rekist á það og hirt. Er hann beðinn að hringja í síma 29248." Víkverji skrifar Víkveiji hefur átt því láni að fagna að undanfömu að ferð- ast svolítið um landið. Það er alltaf gaman og ætíð sér maður eitthvað nýtt. Ökumönnum er það til mikils léttis hve vel gengur að leggja bundið slitlag á þjóðvegina. Mönn- um er löngu ljós sú staðreynd, að bundið slitlag á þjóðvegina er ein- hver arðbærasta §árfesting ríkis- búskaparins. Ómældur sparnaður er talinn af betri meðferð bíla á bættum vegum. Þeir endast þá lengur og þörfin fyrir varahluti minnkar. Á hinn bóginn þykir mörgum ein- kennilega að framkvæmdum staðið. Aðferðin virðist vera sú, að tiltölu- lega stuttir vegarspottar era lagðir slitlagi í einu og inn á milli era “gömlu troðningarnir". Með þessu móti era tæki til vegagerðarinnar á sífelldum flutningi milli vinnu- staða, væntanlega með meiri til- kostnaði en ella. Þá er erfitt að sætta sig við það, að bílar landsmanna skuli vera not- aðir til að þjappa undirlag meðan það bíður bundins slitlags. Yfirleitt er þannig frá því gengið, oft til langs tíma, að umferð er hleypt á gróft, nánast ókeyrandi undirlagið. Sá akkur, sem af slitlagi fæst, er þá kannski fokinn út í veður og vind vegna skemmda á bílum, sem aka þarf á urð og grjóti. Hins veg- ar sparar það kannski eitthvað við lagningu vegarins. XXX Ferðalög landsmanna og útlend- inga um hálendið og fáfamari slóðir aukast sífellt. Við því er gott eitt að segja. Hálendið laðar að sér erlenda ferðamenn og færir okkur þannig kærkomnar gjaldeyristekj- ur. Hins vegar verður að gæta þess, að umgengnin sé í lagi og ferða- menn ani ekki út í ófærar og fari sér að voða. Slíku verður ekki haml- að nema með upplýsingum og fræðslu fremur en boðum og bönn- um. Algengt er að ferðamenn lendi í vandkvæðum í óbrúuðum ám og fljótum. Víkveiji hefur rekið sig á það, að víða skortir upplýsingar um vöð og leiðbeiningar um það, hvern- ig bezt sé að aka yfir ámar. Einnig mætti hafa við þær mælistikur, sem gæfu til kynna hvort þær væra taldar færar eða ekki. Slíkt gæti vafalaust afstýrt slysum. Minnis- merki á Skógaheiði um ungan Skota, sem drakknaði í Skógá, er þörf ábending til þeirra, sem þang- að leggja leið sína. XXX Sumarfrí era nauðsynleg öllu starfandi fólki. Hins vegar virð- ist lenzka að þau era tekin á sama eða svipuðum tíma hjá þorra fólks. Slíkt getur haft í för með sér ýmsa erfíðleika fyrir fólk, sem þarf að leita þjónustu ýmissa stofnana eða þjónustustöðva. Svo virðist sem veralegur skortur sé að samhæf- ingu fyrirtækja á þessu sviði. Víkveiji þurfti fyrir skömmu að láta hreinsa sparifötin sín, en að því varð ekki hlaupið. Fyrstu fjórar fatahreinsanimar, sem Víkveiji fór í, reyndust lokaðar vegna sumar- leyfa og eftir mikla leit fannst ein opin. Þar var allt fullt út úr dyram og löng bið eftir fötunum. Þetta litla dæmi veldur kannski ekki miklu, en gæti hugsanlega vakið menn til umhugsunar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.